Þjóðviljinn - 23.10.1975, Page 8
8 StÐA — ÞJODVILJINN Fimmtudagur 23. október 1975.
Skagamenn sluppu betur
en flestir þorðu að vona
Þá er eldraun skaga-
manna lokið. Leikurinn
hræðilegi við Dynamo Kiev
er loksins búinn og vissu-
lega geta menn verið á-
nægðir með úrslitin. Þrjú
núll í fyrri leiknum eru
betri úrslit en f lestir reikn-
uðu með, þeir bjartsýnustu
eru e.t.v. ekki himinlifandi
en aðrir líklega rúmlega
það, að vera aðeins sáttir
við hvernig fór.
Ekki er að efa að siðara leiksins
verður beðið með mikilli eftir-
væntingu, þótt hann verði vafa-
laust ekki ieikinn við jafn góðar
aðstæður og ytra. Hætt er við að
veðurguðirnir geti ekki aumkvað
sig yfir berlappaöa islenska fót-
boltamenn i nóvembermánuði,
þeir hafa sjaldnast verið svo ör-
látir.
En ekki er þó hægt að reikna
með öðru en að það verði stór-
kostlegt að sjá þetta fræga rúss-
neska lið leika hér á landi. Dyna-
mo Kiev er i raun nokkurs konar
landslið sovétmanna og i frétta-
skeyti Reuters i gærkvöldi var
sagt, að „reykviska liðið Akra-
nes” gæti svo sannarlega vel við
úrslitin unað.
Þaö voru fimmtiu þúsund
manns sem sáu þennan ieik og
var hann leikinn i flóðljósum i
borginni Kiev, sem liggur á milli
Svartahafs og Moskvu. I leikhléi
var staðan 2-0 og markaskorarar
rússa voru þeir Buryak með tvö
mörk og Blokhim með eitt mark i
siðari hálfleik.
En það voru fleiri austantjalds-
þjóðir en rússar sem fóru vel af
stað i annarri umferð. Júgó-
slavnesku snillingarnir i Hajduk
Split, sem einnig leikur i evrópu-
keppni meistaraliöa, sigruðu
belgiska liðið Molenbeek með 4-0.
I leikhléi var staðan 3-0 fyrir
júgóslava og margir spá Hajduk
Split sigri i evrópukeppninni að
þessusinni. Yfirburðir liðsins eru
miklir og að sögn eru fá lið, sem
hafa eitthvað að gera i klærnar á
Split, sem leikur stift til vinnings i
keppninni. Ahorfendur á þessum
leik voru um þrjátiu þúsund og
fór hann fram i Júgósiaviu.
PSV Eindhoven, þýsku meist-
ararnir sigruðu andstæðinga sina
Ruch Chorzov frá Póllandi.
Fyrsta markið kom i fyrri hálf-
leik og það gerði sænski knatt-
spyrnumaðurinn kunni, Ralf Ed-
ström, sem þjóðverjar keyptu
fyrir nokkru. 1 leikhléi var staðan
1-0 en leiknum lauk með þrjú eitt
sigri þjóðverja.
Rússneska liðið Ararat lék i
evrópukeppni bikarhafa gegn
West Ham og fór leikurinn fram i
Englandi. Þar var hart barist til
siðustu minútu og lokatölur urðu
1-1 jafntefli. Alan Taylor tók for-
ystuna fyrir West Ham i siðari
hálfleik en rússar jöfnuðu með
marki Petrosyan. Var markið af-
ar umdeilt og að flestra áliti ólög-
legt, þar eð sovétmaðurinn mun
hafa sparkað boltanum úr hönd-
um markvarðar.
Celtic sótti portúgalska liðið
Boavista Porto heim i gærkvöldi
með Jóhannes Eðvaldsson i
broddi fylkingar. Leiknum þar
lauk með markalausu jafntefli.
Stóð lið Jóhannesar þó tæpt rétt
fyrir leikslok. Þá var dæmd vita-
spyrna á skotana en Peter Latch-
ford bjargaði meistaralega.
Það kom nokkuð á óvart að AC
Milan skyldi ekki takast að brjóta
irska liðið Athlone á bak aftur.
Leiknum lauk með 0-0 jafntefli og
voru irarnir óheppnir að sigra
ekki, þvi John nokkur Minnock
misnotaði vitaspyrnu
og þrjú núll tap fyrir Dynamo Kiev á heimavelli
er ekkert til að skammast sín fyrir
Það hefur verið nóg aö gera Hjá þeim Jóni Gunnlaugssyni og Birni Lárussyni i vörninni gegn rússum.
Hér berjast þeir félagar við FH-inga i sumar.
Verður 2. deild
leikin í tveim
riðlum næsta ár
— tillaga um það kemur að öllum líkindum
fram á KSÍ-þinginu
Fjárhagsafkoma 2. deildar-
liðanna i knattspyrnu hefur
alltaf verið mjög slæm, en nú er
útlit fyrir að hún verði þannig
næsta ár, aðsumjiðin geti ekki,
hvað sem þau reyna eða vilja á
sig leggja, ráöið við fjárhags-
hliðina og ástæðan er sú, að 2.
deildarliöin eru dreifð um allt
land og ferðakostnaöurinn
slikur að hann verður mörgum
ofviða.
Formaður knattspyrnu-
deildar Ármanns, Kristján
Bernburg sagði, er við ræddum
þetta mál við hann, aö þeir
Ármenningar sæu enga leið útúr
þessum vanda og að sér byði i
grun, að þannig væri það með
fleiri lið i 2. deild. Ferðakostn-
aðurinn er auðvitað sá sami hjá
2. deildarliðunum og 1. deildar-
liðunum á sömu vegalengd, en
innkoman á leiki 2. deildar-
liðanna aðeins brota brot af þvi
sem kemur inná 1. deildar-
leikina.
Næsta ár leika eftirtalin lið 1 2.
deild:
Ármann, Reykjavik
Selfoss
Haukar, Hafnarfirði
ÍBV, Vestmannaeyjum
ÍBÍ, isafirði
Þór, Akureyri
KA, Akureyri
Völsungur, Húsavik
Reynir, Árskógsströnd
Á þessari upptalningu sést
hversu mikil ferðalög verða
fyrir liðin i 2. deild. Tökum sem
dæmi eyjamenn og ísfirðinga,
sem þurfa að fara þrjár ferðir á
stór Reykjavikursvæðið og 4
ferðir norður, auk þess svo að
heimsækja hvort annað. Ferða-
kostnaður þessara liða kemur
til með að skipta miljónum og
kostnaður Ármanns, Selfoss og
Hauka verður litlu minni.
Norðan-liðin fjögur fara einna
best útúr þessu, en samt verður
ferðakostnaður þeirra mjög
mikill.
Þess v.egna hefur þeirri hug-
mynd skotið upp að skipta 2.
deild i tvo riöla og þótt það væri
vissulega spor aftur á bak, þá
gæti það bjargað fjárhagnum
hjá liðunum. Alla vega er ljóst
að þetta verður citt af aðal
málum KSl-þingsins sem fram
fer eftir nokkrar vikur og I svip-
inn sér maður cnga aðra lausn
en þá að skipta deildinni i riðla,
eií kannski finna menn einhver
jafn góð en skemmtilegri ráð.
—S.dór
Derbyburst-
aöi Real
Madrid 4:1!
og önnur úrslit í evrópu
keppninni komu víða á óvart
Derby kom heldur en ekki i hrifningunni á þessari rassskell-
vigahug i leikinn gegn Real ingu sem fæstir áttu von á Fyrir
Madrid sem fram fór i Englandi i Derby skoraði George þrjú mörk
gærkvöldi. 4—1 urðu lokatölur (tvöúr viti) og Nish kom með eitt
leiksins, staðan 3—1 i hálfleik og mark i viðbót.
tæplega fjörutiu þúsund áhorf- Onnur úrslit i evrópukeppni
endur gátu vart vatni haldið yfir meistaraliða urðu þessi:
Dinamo Kiev —Akranes ......................................... 3-0
HajdukSplit —Molenbeek (Belgia) .............................. 3-0
Malmö (Sviþjóð) — Bayern Munchen.............................. 1-0
Borussia Munchengladbach — Juventus Turin (Italia) ........... 2-0
UEFA — bikarinn
Slask Wrocklaw (Pólland) — Antwerp. (Belgia) ................. 1-1
Athlone Town (trl.) — A.C. Milsn (ttalia) .................... 0-0
Bratislava (Tékk.) — AEK Athens (Grikkl.) .................... 2-0
Spartak Moskva — FC Cologne (v-þýskt) ........................ 2-0
Red Star Belgrad (Júg) — Hamburg (þýskt;......a............... l-l
Istanbul (Tyrkl.) —Torpedo Mos kva............................ 2-4
Budapest (Ungvl) — Dynamo Dresden (a-þýskt)................... 2-2
Ipswich (Engl) —FC Bruges (Belg) ............................. 3-0
Hertha Berlin (v-þýskt) Ajax (Holland) ....................... 1-0
Vaexjo (Sviþjóð) — ASRoma (ttalia)............................ 1-0
Dundee Utd. (Skotl) — FC Porto (Portugal) .................... 1-2
SanSebastian (Spánn) — Liverpool (England) .................... 1-3