Þjóðviljinn - 23.10.1975, Page 9
Fimmtudagur 23. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
GUNNAR GUNNARSSON
SKRIFAR
Um
fjölmiðla
Þeir á Mogganum segja
stundum „Morgunblaðið er ekki
málgagn Sjálfstæðisflokksins,
heldur málsvari”, og þeir halda
þessu fram i einiægni og alvöru.
Sjálfsagt eru sumir mogga-
menn sannfærðir um, að á þess-
um tveimur orðum, málgagn og
málsvari, sé reginmunur. Og
það er rétt — það er munur á.
Hann felst helst i því, að blaðið
þykist ekki vera fótaþurrka
stjórnmálamanna flokksins,
heldur stjórnar ritstjórn blaðs-
ins sjálf eilifri herferð sinni fyr-
ir málstað flokksins og hags-
muni.
Nú er það svo, að hinn al-
menni lesandi, fæst litið um,
hvernig ritstjórn einhvers blaðs
útskýrir tengsl sin við einhvern
stjórnmálaflokk: Morgunblað-
ið, Visir og Dagblaðið syngja
fyrir ihaldið i landinu. Timinn
fer daglega sina krossferð fyrir
Framsóknarflokkinn, Þjóðvilj-
inn fyrir Alþýðubandalagið.
Lesari, sem ekki er tengdur
neinum þessara flokka (ef sá
lesandi er raunverulega til) ber
sig stundum upp undan blöðun-
um, menn segja að ekki dugi að
kaupa eitt dagblað eða jafnvel
tvö, helst verði að lesa öll blöðin
til að menn fái ekki pólitiska
slagsiðu. Og i kjölfar þessara
ummæla kemur gjarnan kvört-
un um pólitiskan leiða, leiða á
endalausu argaþrasi milli þing-
flokka, ritstjóra, leiði á hinni
takmarkalausu flokksafstöðu.
Hinn pólitiski leiði er ofur-
skiljanlegur. Og hann stafar
ekki af þvi, að fólk hafi ekki á-
huga á stjórnmálum, heldur
hinu, að hinu flokksbundna
hrossi er daglega riðið á slig
fyrir framan fólk, blöðin i heild
hugsa litið sem ekkert um að
efla opna gagnrýni, opna um-
fjöllun um stjórnmálin i land-
inu.
t nágrannalöndum okkar gefa
stjórnmálaflokkar út dagblöð,
eða eiga sér málgögn. Þessi
málgögn þeirra eru hinsvegar
sjálfstæðari aðilar i pólitikinni
heldur en hér hefur tiðkast —■
þau eru frjáls að þvi að efla eig-
in ritstjórnarstefnu, sem alls
ekki þarf að vera nákvæmlega
það sama og pólitik til tekins
flokks.
Opinni umræða um stefnumál
og dægurmál i stjórnmálum
gæti vitanlega verið borgið hér,
ef þeir sömu flokkar sem gefa út
allsráðandi málgögn, réðu ekki
lika yfir rikisfjölmiðlinum. All-
ar ráðningar i háar stöður hjá
rikisútvarpinu eru pólitiskar og
þingflokkarnir kjósa útvarpsráð
eftir valdahlutföllum á þingi til
að vera bremsa i stofnuninni.
Þetta samvirka ritskoöunar-
kerfi, sem þannig rikir, hefur
gegnum árin byggt inn i starfs-
fólk rikisfjölmiðlanna sjálfvirka
ritskoðun. Ef starfsmaður
Mogga gerist vinstri sinnaður,
er sjálfhætt á blaðinu. Og
starfsmaður útvarps reynir að
tvistiga, hugsar vandlega um
hvað má segja, hvað er ekki
hægtað segja og reyndin verður
sú, að yfirleitt er ekki hægt að
segja neitt. Amk. ekkert sem
púður er i.
Hvað rikisútvarpið snertir, er
þetta ástand óeðlilegt, það er
menningarfjandsamlegt. Og
það er alls ekki sjálfsagt mál, að
dagblað flokks eigi gegnum
þykkt og þunnt að enduróma
skoðanir valdamanna flokksins.
Klafapólitik dagblaða og út-
varps veldur beinlinis hinni
pólitisku ógleði, sem hrjáir við-
kvæmar sálir. Það er ekki eðli-
legt, að þegar einhver hags-
munahópur, t.d. stúdentar,
krefst réttar sins, gengur gegn
fyrirætlunum valdamanna, þá
séu þeir barðir i hausinn ekki
aðeins af valdsmönnum sjálfum
i viðtölum, heldur lika i stjórn-
málagreinum blaðsins sjálfs.
Þegar sjómenn vilja hærra
fiskverð og hóta að sigla i land,
þá syngur ekki aðeins sjávarút-
vegsráðherra þeim lexiu heldur
lika öflugt málgagn. Það er far-
in herferð gegn þúsundum
manna i fjölmiðlum og opin um-
ræða með öllum aðilum, blaða-
mennskuleg umfjöllun fer næst-
um leynt.
Er ekki mál til komið að við
skerum af okkur álagahaminn?
Fjársöfnun fyrir pólitíska fanga
tslandsdeild Amnesty
International, samtaka, sem
berjast fyrir verndun mannrétt-
inda hefur ákveðið að gangast
fyrir almennri fjársöfnun til
styrktar hjá1parstarf i
samtakanna á alþjóðlegum vett-
vangi. Beiðni um gjafir er hér
með komið á framfæri til einstak-
linga, fyrirtækja og félagasam-
taka i landinu, sem leggja vilja
lóð á vogarskál mannréttinda i
heiminum.
Framlög óskast lögð inn á
giróreikning íslandsdeildarinnar
nr. 1-12-20, en það má gera i bönk-
um, sparisjóðum og pósthúsum
um land allt. Skrifstofa lands-
deildarinnar að Amtmannsstig 2,
Reykjavik, simi 11220, tekur einn-
ig á móti framlögum kl. 5—7
virka daga.
Gjafir eru frádráttarbærar til
skatts skv. leyfi rikisskattstjóra.
Kjörorð söfnunarinnar eru:
„Minnumst þeirra, sem liða
ófrelsi og pyndingar. Sálarkvöl
þeirra er samviska vor.”og .enn-
fremur: „Eflum mannréttindi —
styiðjum Amncsty.’
Mannréttindayfirlýsing Samein-
uðu þjóðanna er grundvöllur bar-
áttunnar, og eftirfarandi tilvitn-
anir i hana eru viðeigandi i þessu
sambandi:
„Allir menn eiga rétt til lifs,
frelsis og mannhelgi.”
„Enginn maður skal sæta
pyndingum, grimmilegri,
ómannúðlegri eða vanvirðandi
meðferð eða refsingu.”
„Hver maður skal frjáls
skoðana sinna og að þvi að láta
þær i ljósi.”
Bandarísk listakona sýnir í
Menningarstofnun Bandaríkjanna
HELEN C. FREDERICK.
bandarisk listakona, opnaði sýn-
ingu á verkum sinum i sýningar-
sal Menningarstofnunar Banda-
rfkjanna, Neshaga 16, sunnudag-
inn 19. október.
teikningar eru um 50 talsins, hafa
sum verið á sýningu i Noregi, og
segir listakonan sjálf að gróska
jarðar, landbúnaður og landslag
hafi haft mikil áhrif á sig i gerð
myndanna.
Verkin, sem eru svartlist og Helen C. Frederick er fædd árið
1945 í Pennsylvaniuriki i Banda-
rikjunum og stundaði nám víð
Rhode Island School of Design og
Rikisháskólann i Ohio. Hún hefur
starfað við Rhode Island School of
Design listasafnið, Garrigues i
Frakklandi og Hartwick College i
New York.
UTBOÐ
Tilboð óskast i framkvæmdir við lagningu
3. áfanga nýrrar aðalæðar Vatnsveitu
Reykjavikur frá vatnsbólum i Heiðmörk
til Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, gegn 10.000.- kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið-
vikudaginn 12. nóvember 1975, kl. 11.00
f.h.
iNNKAUF'ASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuveqi 3 — Simi 25800
Skrifstofustarf
Afgreiðslu- og operatorstarf á bæjarskrif-
stofunni i Kópavogi er laust til umsóknar
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða
vélritunarkunnáttu og geti hafið starf sem
fyrst. Umsóknarfrestur er til 26. okt. og
skal skila umsóknum til undirritaðs sem
veitir allar nauðsynlegar upplýsingar á-
samt Magnúsi A. Bjarnasyni aðalbókara.
Bæjarritarinn i Kópavogi
Laust starf
Staða deildarfulltrúa við Gjaldheimtuna i
Reykjavik er laus til umsóknar. Laun
ákvarðast eftir kjarasamningum starfs-
manna Reykjavikurborgar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist undirrit-
uðum fyrir 5. nóv. n.k.
Reykjavik, 22. okt. 1975.
Gjaldheimtustjóri
Starf fyrir
hádegi óskast
2ja barna móður vantar vel launað starf
fyrir hádegi. Er alvönvélritun.
Upplýsingar i simum 17200 og 75662.
(heima)
smáauglýsingar
lægsta verð
'iOÐvium
Skólovörðustig 79
Simi 17500
SERTILB0Ð SERTILB0Ð SERTILB0Ð SERTILB0Ð SÉRTILB0Ð
STRÁSYKUR
2 kg. 410 kr.
14 kg. 2720 kr.
25 kg. 4654 kg.
HYEITI
50 kg. 6089 kr.
10 Ibs 495 kr.
5 Ibs. 248 kr.
KJÖT & FISKUR H/f !fMARB:R742004- 74201