Þjóðviljinn - 02.11.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. nóvembcr 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 verður haldin i Vikingasal Hótel Loft- leiða laugardaginn 8. nóvember kl. 19.30. Matur — skemmtiatriði — dans. Upplýs- ingar og miðapantanir á skrifstofu félags- ins. NEFNDIN Árshátíö hjúkrunarfélags íslands Þar að auki hafa suðurafriskir kjarnorkufræðingar náð svo langt — ekki sist með samvinnu við vesturþýska kollega, sem hafa unnið mikið af hinum fræðilega undirbúningi — að þeir geta þegar árið 1980 selt úraneldsneyti („auðgað”) og þar með rofið þá einokun sem Bandarikin og Sovétrikin hafa hingað til haft á þeirri vöru. Fyrir hálfu ári var tekin i notk- un tilraunastöð til framleiðslu á sliku eldsneyti, Pelindaba skammt frá Pretoriu. 011 hefur þessi framleiðsluáætlun farið mjög leynt, og það liðu fimm ár frá þvi að Johannes Vorster for- sætisráðherra tilkynnti árið 1970, að nú ætti „Suður-Afrika sér að- ferð til að framleiða úran- eldsneyti sem ekki ætti sér sinn lika.” þar til að áætlununum var lýst i mjög stórum dráttum á ráð- stefnu visindalegri i London. Og nú er framleiðsluaðferðin semsagt fundin og farin að skila árangri. Suðurafrikanir lýsa þvi meira að segja yfir, að þeir geti framleitt úraneldsneyti sem er þriðjungi ódýrara en það sem bandarikjamenn framleiða. íran, Atómrannsóknamiðstöðin Pelindaba i Suður-Afriku: framleiðslu aðferðir sem byggðar eru á vesturþýskri undirbúningsvinnu. en þar kvað hann hafa rætt við kollega sina um hernaðarsam- band við Nató og samstarf á sviði kjarnorkumála. Auk þess hefur ANC komist yfir skjöl sem lúta að undirbúningi heimsóknar vestur- þýskra iðjuhölda til Suður-Afriku, sem einnig á að fara mjög leynt. Tvöfeldni 1 sambandi við þetta mál kom einkar vel fram sú grima hræsni og tvöfeldni sem Vestur- Evrópa setur upp þegar Suður- Afrika er annarsvegar. Opinber- lega er kynþáttakúgunin for- dæmd. 1 reynd aukast viðskipti við land þetta, ekki sist þau sem einna hæprust eru. Rall-hneykslið þýska firmað Steag i Essen og suðurafriska atómsamsteypan Ucor hefðu haft samvinnu sin á milli um miðlun þýskrar tækni- kunnáttu á sviði „auðgunar” úrans, þ.e.a.s. vinnslu eldsneytis til kjarnorkuvinnslu úr úrangrýti. Þessu var helst lýst sem einskonar privatsamböndum, sem ekki væri sérstök ástæða tíl að skipa sér af. En vesturþýska stjórnin hefur i reynd lagt blessun sina yfir sam- starf þetta með opinberu leyfi, og suðurafriskir atómvisindamenn, með Abraham Roux i fararbroddi, hafa verið tiðir gest- ir og lúsiðnir i atómrannsókna- miðstöð þýska rikisins i Karls- ruhe. Það sakar heldur ekki að geta Fósturskóli íslands er fluttur í Skipholt 37. Athugiö breytt símanúmer 83866. Eftir aö leyniskjöl fóru á kreik í Bonn Fyrir nokkrum árum skrifaði norski friðarrannsóknafrömuður- Johan Galtung grein þar sem hann meðal annars reyndi að svara þeirri spurningu, hvar -væru mestar likur til að hinn auðugi, iðnvæddi evrópsk - norðuramriski heimur lenti i nýrri Vietnamstyrjöld. 1 svari sinu benti hann fyrst og fremst til Suður-Afriku. Hinn kúgaði meiri- hluti svartra þjóða mun af auknu áræði heimta sinn rétt, eftir að önnur vigi hvitra nýlenduvelda og minnihluta um sunnanverða Afriku eru fallin. En hviti minni- hlutinn i Suður-Afriku sjálfri er fjölmennur og auðugur, og hefur flækt volduga aðila, ekki sist i rikjum Efnahagsbandalagsins, inn i valdkerfi sitt og eignahald á firnalegum náttúruauðæfum landsins. Það eru þessi miklu náttúruauðæfi, og þá ekki sist rikulegar birgðir Suður-Afriku af úrani, sem gera það óliklegt, að EBE-rikin sitji hjá ef að til meiriháttar vopnaðra átaka kem- ur milli svartra og hvitra i Suður- Afriku. Hvað sem liður þeirri for- dæmingu á aðskilaðarstefnu stjórnvalda suður þar, sem höfð eru uppi af diplómatiskum ástæð- um nú um stundir. Laumuspil Rössingnáinan i N aniibiu — héðan munu bæði bretar og þjóðverjar fá niikinn liluta af þvi úrani sem þeir kaupa í atomorkuver sin. Pólitískur hagnaöur Gott dæmi um þessi hagsmuna- tengsli, sem i senn eru talin nauð- synleg og blygðunarefni, eru leyniskjöl um samstarf vesturþýskra og suðurafrfskra aðila á sviði kjarnorkumála, sem valdið hafa miklu f jaðrafoki bæði i Bonn og Pretoriu. Frá þeim hvelli hefur verið sagt nokkuð áður (Þjv. 15. okt). En i stuttu máli sagt: þjóðfrelsishreyfing- unni ANC (African National Congress) i Suður-Afriku tókst að ná i skjöl sem áttu að vera tryggi- lega geymd i skápum sendiráðs Suður-Afriku i Bonn. Lutu þau m.a. að leynilegri heimsókn yfir- manns þýska flughersins, GUnther Ralls, til Suður-Afriku, sem aðgöngumiði að flottum félagsskap er dæmigert: hershöfðingjanum var fórnað og hafðir upp miklir svardagar um að Leber varnar- málaráðherra V-Þýskalands hefði ekkert um heimsókn hans vitað. Gefin var út opinber yfir- lýsing i Bonn um að „ekkert sam- starfá sér stað á milli Sambands- lýðveldisins og Suður-Afriku á sviði kjarnorkumála”. Þó það væri að visu játað i leiðinni, að þess, að 40% af þvi úrani sem not- að er i Vestur-Þýskalandi kemur einmitt frá Suður-Afriku. En auðvitað fordæma menn Suður-Afriku um leið. Þvi allir erum vér mannvinir og hliðhollir jöfnuði kynþátta. Orkuveldi Sem fyrr segir eru það einkum hinar miklu úranbirgðir Suður- Afriku, sem veita þvi riki aðgang að finni samkvæmum i Evrópu. Um það bil þriðji hluti þess úrans, sem talið er brúkanlegt i hinum „frjálsa” heimi, er i suður- Afriku — og þá skulu menn heldur ekki gleyma þvi, að verulegur hluti þessa magns er i Namibiu, sem gerðar hafa verið itrekaðar tilraunir af hálfu þriðja heimsins til að losna úr klóm suðurafriku- stjórnar á undanförnum árum. Á þessum tima meiriháttar geðklofa út af orkuvandræðum telja menn sig ekki hafa ráð á að vera alltof ókurteis við stjórnina i Pretoriu. Rall liershöfðingi: Hann þóttist vera að heimsækja gamlan félaga úr striðinu. sem þegar hefur lagt fram að láni helming þess fjár sem þarf til að reisa mikla úranhreinsunarstöð i Suður-Afriku (áðurnefnt vesturþýskt firma, Steag,er einn- ig með i þvi mannvirki) hefur þegar tryggt sér með samningum nóg af úrani til að reka 100 kjarn- orkuver til aldamóta. Piet Kornhof, námumálaráð herra Suður-Afriku hefur komist svo að orði, að úran muni hafa meiri þýðingu fyrir rikin en fund- ur demantanáma þar syðra á siðustu öld. Og það er vel liklegt að þetta sé rétt. 1985 eða fyrr mun úranelds- neyti mjög farið að skorta á heimsmarkaði, og Suður-Afrika getur komist i þær aðstæður, að geta keypt sér afslátt á pólitisk- um kröfum sem til hins hvita minnihluta eru gerðar með sinni úransölupólitik. Þegar árið 1972 unnu suður- afriskir diplómatar að þvi bak við tjöldin, að koma á samstarfi milli úranframleiðenda um hækkun verðs. Þetta mistókst en oliurikin i OPEC sýndu öðrum fram á það skömmu siðar hvernig fara ætti að. Nú er svo komið að ekkert verð- hækkunarsamsæri þarf til að koma: verðið hækkar hvort sem er. Og Suður-Afrika getur nú þegar innheimt ýmislegan pólitiskan ávinning af stöðu sinni. Um þessar mundir er hinn mikli breski námuhringur Rio Tinto Zinc að hefja úranvinnslu i Rössing-námunni i Namibiu. Aðalkaupandi úransins er breska rikið. Samningur þar að lútandi var undirritaður árið 1970 i tið Verkamannaflokksstjórnar. — Siðar — þegar sá flokkur komst i stjórnarandstöðu — iðraðist hann þessa samnings og mælti með þvi að honum yrði sagt upp. En i dag, þegar Wilson situr aftur við völd, hafa þau fyrirheit verið söltuð; kannski eru þau gleymd með öllu. Það er vist ekki raunsætt að vera andvigur Suður- Afriku nema i hófi. Og þvi skal heldur ekki gleymt, að Suður-Afrika er mjög ofarlega á lista þeirra rikja sem geta á til- tölulega fáum árum komið sér upp kjarnavopnum. (A.B. bvggði á Spiegel og lnformation).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.