Þjóðviljinn - 02.11.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 2. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Sænska akademian veitti
nóbelsverölaun i bókmenntum i
ár öldruðu itölsku skáldi,
Eugenio Montale. Allt frá þvi
hann gaf út Ossi di seppia árið
1925 hefur hann verið i
meistaratölu i evrópskri ljóð-
list. Hann hefur ásamt
Ungaretti verið talinn einhver
helstur fulltrúi hins „lokaða”
ljóðs, l’ermetismo.Þeirri stefnu
er svo lýst, að hér fari skáld-
skapur sem túlki afstöðu sjálf-
hverfrar einstaklingshyggju,
skáldskapur. sem lætur uppi
mjög persónulegan heim, sem
„hýsir mótíf sin án þess að
koma upp um þau”. Þegar best
lætur ljóma myndir þess skáld-
skapar i leyndardómsfullum
skýrleika, mettuöum grund-
semdum og undirtónum. 1
QflDffil
□CP
Nóbelsskáldið bölsýna
EUGENIO MONTALE
öðrum tilvikum verða orðin að
óviöráðanlegum táknum i
ljóðum, sem eru þvilikt einka-
mál, að fæstir fá nálægt þeim
komið.
Sumir telja að þessi „lokaða”
ljóðlist sé i félagslegum skiln-
ingi einskonar framhald af þvi,
að fasisminn hafineyttskáldeins
og Montale til „landflótta inn i
innlönd” eins og komist var að
orði. Fasismi var Montale
reyndar hvimleiður, en hann
var heldur ekki neinn andófs-
maður gegn honum sem að
kvað.
Hér á eftir kynnumst viö að
nokkru viðhorfum hins aldna og
innhverfa höfundar i viðtali sem
dönsk blaðakona átti við
Mqntale. Eins og menn sjá er
Eugenio Montale heldur betur
vantrúaður á möguleika
mannsins til að breyta hlut-
skipti sinu og þar eftir efagjarn
um framfarir: hann telur að
einskonar jafnvægi riki milli
þess sem menn hreppa og þess
sem þeir sleppa, kannski er út-
koman frekar neikvæð en hitt.
Menntaö íhald
Að sjálfsögðu mega jafnvel
róttæklingar greina i menn-
ingarihaldssemi eins og þeirri
sem Montale lýsir vissan
jákvæðan kjarna. Þessi
kúlturkonservatismi kann að
bera framismeygiiega gagnrýni
á bláeyga framfaratrú, viðvör-
un gegn allskonar lágkúru sem
troðið er inn á mannfólkið með
fjárefldu auglýsingabrölti og
sannarlega tilbúnum þörfum,
gerviþörfum. Hitt er svo ljóst,
að menningarihaldið nemur
staðar við slika gagnrýni, fer
ekki lengra, þvi það trúir ekki á
að aðrir valkostir séu til.
Kannski er engin lausn til, segir
Montale. Svona er manneskjan
og verður alltaf, segir hann,
„bastarður ills og góðs” sem
varla er fær um að lifa. Við gef-
um skáldinu og viðmælanda
hans orðið —AB.
t upphafi viðtalsins, sem var
tekið i tilefni ljóðasafnsins
Satura, útlistaöi Montale hina
ihaldssömu afstöðu sina, sem
kemur fram I ummælum hans um
að „sagan kennir okkur ekki neitt
sem skiptir rnáli”. Tvær heims-
styrjaldir og hundruð minni
styrjalda benda varla til neins
annars, segir hanir, en að mann-
eskjan sé ekki aðeins ófær um að
lifa heldur og ófær um að stjórna
sér sjálf.
Montale telur þann helstan mun
á nútimanum og öðrum tima-
skeiðum, að nú séu allir i upp-
reisn og samviskukreppu. Aður
fyrr hafi manneskjan staðiö nær
náttúrunni og beygt sig af meiri
stillingu undir félagslega stöðu
sina. En hann féllst samt ekki á
Montale: óttast iðnað, fólksfjölgun, marxisma, pólitik, fjölmiðla og dauða listarinnar. Allt er jafn
heimskulegt og það var eða verra...
Eg valdi þá leið sem
letilegust var — orðin
að hann boöaði undirgefni mann-
fólksins undir óræðan gang
sögunnar. Menn hafa, segir hann
ekki enn tæmt möguleika sina.
Maðurinn hefur gert margt til að
breyta heiminum, yfirborði hans.
Spurningin er, hvort undir yfir-
borðinu séu ekki kraftar að verki,
sem viö fáum ekki við ráðið.
Hann nefndi sem dæmi, að
menn heföu misst tök á iðn-
væðingunni — hún hafi að visu
tryggt bætt lifskjör, en um leið
skapaö firnaleg vandamál. Véi-
arnar hafa sifellt minni þörf fyrir
fólk. Við komumst á það stig að
iðnaöurinn skapar atvinnuleysi
og þar meö alvarleg félagsleg
átök. Við ráðum heldur ekkert við
offjölgun fólks. Kannski er engin
lausn til.
Þegar
ungur ég var
Blaðamaðurinn spurði þá,
hvort skáldið teldi enga von um
að menn gætu breyttheiminum til
batnaðar af eigin rammleik?
Montale: Ég er sannfærður um
að á móti allri framför komi tap,
kannski á einhverju öðru sviði
Þessvegna eiga menn frekar aö
tala um breytingar en framfarir.
Ég tel litlar likur á framförum
sem eru afdráttarlaus spor fram
á viö og ekki að engu gerðar með
þvi að annað tapast. Þetta er mitt
raunsæi. Sérhver kynslóö á sina
gamlingja sem segja: það var nú
einhver munur á minni tið... Og
þetta er ekki bara sjálfsblekking
þeirra gömlu. Það er bersýnilega
stööugt vakandi i mannlegri
vitund tilfinning fyrir þvi, að
einhverju hafi veriö stolið frá
okkur.
Montale Var útnefndur
öldungadeildarþingmaður 72-ára
en hann skiptir sér litiö af pólitik
— nema hvaðhann greiddi atkvæði
með skilnaðarlöggjöfinni, og
tekur afstöðu til grundvallarmála
(strið-friður, menning-fáfræði.)
— Þýðir þetta, að þér hafnið
allri pólitískri hugmyndafræði?
— Það er ekki til önnur pólitisk
hugmyndafræði en marxisminn,
svaraði Montale, og hann byggir
á söguskilningi sem er alveg and-
stæöur minum: hann heldur að
sagan sé manna verk. Það er satt
að vissu marki, en mennirnir
eru í senn flæktir i það góða og
það illa i sögunni. Ég fæ ekki séð,
hvers vegna hið góða eigi að
sigra .Marxisminn telur, að sagan
þróist jafnan i jákvæða átt, að það
sé mögulegt að byggja upp
friðsamlegan fyrirmyndarheim.
Ekkert getur staðfest þessa
kenningu. Þetta er sögu-
skilningur sem ekki tekur mið af
náttúrunni og tvöföldu eðli
mannsins, þvi manneskjan er
bastarður, klofinn i illt og gott.
— Teljið þér pólitik og
menningu andstæðar stærðir?
— Það er ávallt erfitt fyrir
menningarmenn aö ganga inn i
stjórnmál, þvi þeirsjá tvær hliðar
máls, en stjórnmálamaðurinn
verður að vera einsýnn, eða láta
sem hann sé það. En stjórnmála-
menn eru nauðsynlegir þvi að
menningarfólk er ekki til þess
fallið að stunda pólitik.
— Hvað finnst yður helsta
breyting á menningarlifi á vorum
dögum?
Forheimskun
og dauði listar
— Þróun miðlunarmöguleika.
Fjölmiðlar hafa steypt breytni
manna og tjáningarform mjög i
sama mót, skaðað frumleika
manna. Allir reyna að likjast
hver öðrum, öll lönd stunda sömu
lifsform, taka upp sömu siði, já
næstum þvi sömu bókmenntir.
Fjölmiðlar eins og útvarp og
sjónvarp hafa i slikum mæli blásið
upp svo vanþróuð heilabu, að þau
eru orðin að félagslega hættu-
legum fyrirbærum.
— En hvað um listina á vorum
dögum?
— Segja má að það sé samein-
andi einkenni á listaviðleitni
okkar aldar, að hún byggir á og
nærist af þeirri innri sannfæringu
að listin sé dauð. En þessi dauði
gerist aldrei i raun, og listin
heldur áfram að vera til, sem
endurspeglun af einhverju erföa-
góssi sem við höfum til umráða.
Þar eð búið er að prófa og rann-
saka allra handa tjáningu og inni-
hald neyðast menn til að nota
sjálfa þessa þrúgandi vangetu til
að skapa innblástur fyrir
listina. Hin nýja list er að inntaki
útfararserimónia yfir þeirri list
sem er hætt að vera til, en lifir
samt þótt undarlegt megi virðast
og nærist á eigin dauða. Og við
höldum áfram að búa við list á
landamærum tilveru hennar, sem
er að verða ómöguleg. Þetta
finnum við máski ennþá sterkar
en I skáldskap i málverki og
músik sem hefur' skroppið svo
saman að litið er eftir annað en
muldur og stam.
Ég hefði getað
sungið
Þér eruð frægur sem mesta
skáld ttaliu. Af hverju yrkið þér?
— Þann dag sem mér fyadist ég
vera mikið skáld gæti ég ekki ort
lengur. Ég mundi stirðna undir
glerhjúp almennrar viöurkenn-
ingar. Ég skrifa ljóð vegna þess,
vegna þess... reyndar hefði ég
getað gert eitthvað annað. Ég
hefði getað orðið óperusöngvari.
Ég fór ekki þá leið — ekki sist
vegna þess að mér fannst hlægi-
legt að standa uppi á sviði með
skegg, sverð og i brynhosum. Ég
hefði lika getað oröið tónlistar-
maður. Ég hefði getað orðið
málari, en ég uppgötvaði þann
hæfileika með sjálfum mér of
seint.
Ég valdi þægilegustu og leti-
legustu leiðina — orðin. Ég skrifa
orð með blýanti á pappir og reyni
að setja þau saman með ein-
hverjum hætti sem ekki er venju-
legur, svo að út komi eitthvað
merkilegt. Ég á ekki við neitt yf-
irþyrmandi, heldur eitthvað sem
hefur vissa merkingu, dregur
fram mynd sem getur orðið ekki
aðeins min eigin eign heldur
allra. Það er allt og sumt.
(áb endursagöi)