Þjóðviljinn - 02.11.1975, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975.
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Heimilið
hættulegt
fyrir
Slys á börnum I heimahúsum
eru enn mjög mörg hér á landi
og er skemmst aö minnast
blaðafregna um fjölda þeirra
barna sem setja ofan I sig ýmis
konar eiturefni, en slfkt getur
veriö mjög hættulegt, og oft
brenna börn svo illa aö innan,
t.d. ef þau setja ofan f sig sóda
eða önnur sterk hreinsiefni, að
þau biöa þess ekki bætur. Engar
reglur eru um öryggisútbúnaö
fyrir börn i almennum ibúöum,
en nýjar ibúðir eru þó oftast
hættuminni fyrir börn, þar sem
rafmagns- og gluggaútbúnaöur
er yfirleitt þannig, aö hann er
ekki skaðlegur fyrir börn. Nýjar
innstungur eru þannig, aö ekki
er unnt aö stinga hlutum inn i
þær og oftast eru gluggarnir
ekki opnanlegir nema aö tak-
mörkuöu leyti. En læstir skápar
eru hvergi lögbundnir i ibúöum,
þótt trúlega séu slysin af völd-
börn?
um eiturefna bæði flest og
hættulegust nú orðið.
Eldri ibúðir eru hins vegar
yfirleitt með gömlu innstungun-
um, sem geta verið stórhættu-
legar ef börn t.d. stinga hárnál
inn i þær og hafa miirg slys hlot-
ist af þvi. t>á geta giuggar verið
hættulegir og sanna hin tiðu
slys, þegar börn detta út það.
bað er svo litil fyrirhöfn að setja
öryggisloku á glugga. að það er i
raun og veru furðulegt að fólk
með börn skuli ekki gera slikt
undantekningarlaust. Jafnvel
börn á skólaaldri þurfa öryggis-
loku á gluggann i sinu herbergi,
þar sem þau geta hallað sér út
og misst jafnvægið fyrr en var-
ir. Það gildir nefnilega það
sama um sjón og heyrn skóla-
barnsins inni i ibúðinni og úti á
götu, hvorugt er fullþroskað og
barnið getur auðveldlega mis-
metið aðstæður, fjarlægðir
öryggistappar og öryggislokur i
glugga.
o.s .frv. Handtökin eru oft ó-
styrk og þess eru mörg dæmi að
börn á skólaaldri hafi fallið út
um glugga eða af svölum og
slasast. Vert er að hafa i huga
þegar öryggisloka er keypt, að
sumar þeirra sem hér eru hvað
mest notaðar, geta klemmt
börnin og eru þær óæskilegar
a.m.k. ef börnin eru mjög litil.
Sé raflögnin og innstungurnar
gamalt, er nauðsynlegt að eiga
plasttappa til þess að stinga i
innstungurnar, svo að börn geti
ekki stungið neinu inn i þær.
Plasttapparnir sitja vel fastir
og er ekki hægt að ná þeim
nema með sérstöku plaststykki
úr mjúku plasti. Þetta litla
stykki verður hins vegar að
geyma fjarri börnum, þvi er-
lendis hefur það gerst að barn
hafi næstum kafnað af þvi að
setja það ofan i sig. Litil börn
vilja gjarnan naga mjúkt plast
og þar sem þetta stykki er eins
og tappi, er mjög hættulegt ef
það kemst upp i munn barnsins.
Læsingar á skápa fást með
ýmsu móti, en margir telja að
læsingar með lyklum séu ör-
uggastar. Mörg islensk fyrir-
tæki sem smiða eldhúsinnrétt-
ingar hafa alltaf einn skápinn
með einhverskonar öryggislæs-
ingu í nýjum ibúðum. eða þeg-
ar smiðaðar eru nýjar innrétt-
ingar i eldri ibúðir ætti alltaf að
láta setja öryggislæsingu á
a.m.k. einn skáp, og þá hetst há-
an skáp i eldhúsi eða baði.
öryggisgrindur framan við
bakarofna eru eitt af nauðsyn-
legustu öryggistækjum heimil-
isins, en ekki veit ég til aö þær
laist enn hér á landi.
Gætiö aö dagstimpli
Maöur hringdi og vildi benda
fólki á aö lesa vel á niðursuðu-
dósir og glös hvort ekki leyndist
einhver dagstimplun á þeim.
Hann hafði keypt sýröar
agúrkur (Fyens), og rétt þegar
hann var að ljúka við glasiö, sá
hann að innihaldsins átti ekki að
neyta eftir 1. júlí 1975. Hann
hafði keypt glasiö f stórri
matvöruverslun og enginn
trúlega lagt sig niður við að
gæta að dagstimplinum.
ALLA
100
19DCM.
sparnaðar
hornið
SETUPOKI
FYRIR
Þessiskemmtilegi setupoki er
tilvalinn fyrir börn og fullorðna,
en sér i lagi þykir börnum
gaman að leika sér að honum,
sitja i honum, hoppa og velta.
Þetta er ágætis sjónvarpsstóll
tekur stuttan tima að búa hann
til. Best er að kaupa efni sem er
150 cm á breidd og þarf þá 3,60
m i pokann. Efniö verður að
vera vel sterkt, strigaefni er til-
valið. Sex hlutar eru i pokanum
(sjá snið), allir eins og þeir eru
eru siöan saumaðir saman með
sterkum tvinna og haft op til að
setja fyllinguna i, sem eru
plastkúlur (fástiflestum svamp.
og plastverksmiðjum). Saumiö
fyrir opiö og stóllinn er tilbúinn.
Gætiö ykkar á
vítamíntöflum!
A seinni árum hefur fram-
leiðsla á ýmis konar vitamin-
töflum og hliðstæðum efnum
aukist til muna, og margir troða
I sig töflum I tima og ótíma,
sannfærðir um að þær muni
bæta heilsu þeirra. En læknar
vara við ofnotkun á vítamín-
töflum, einkum fyrir börn.
Árangurinn veröur nefnilega oft
sá að foreldrar vanrækja að
gefa börnum hollan og vftamin-
auðugan mat og gcfa vftamín-
töflur I staðinn.
Börnin og likamar þeirra
venjast vitamlntöflunum og
veröa jafnvel ónæm fyrir þeim
og llkaminn vinnur æ verr úr
vltamlnum fæðunnar. Vitamin-
töflur af ýmsu tagi eru vissu-
lega nauðsynlegar I ýmsum til-
vikum.einkum ef ljóst er að ein-
staklingurinn liður af skorti á
ákveðnu vltamlni, en þá á
læknir að ákveða skammtinn.
Fullorðið fólk þarf oft á
ákveönum vitaminum að halda,
t.d. eftir veikindi, en þab á aö
láta lækni ráðleggja sérvita-
mintökuna.enekkivera aðraða
I sig töflum upp á eigin spýtur.
Fæðan er þrátt fyrir allt aöal-
atriðið og að sjálfsögðu á þetta
einkum við um börnin, sem búa
enn lengur að fæðu sinni, en
hinir fullorðnu, sem þegar eru
fullvaxnir, og búnir að mynda
sér sinar matarvenjur.
Börn innan 6 ára þurfa að visu
á AD vitaminsamsetningu að
halda og viða er þetta gefið i
dropum, en hér á landi oftast I
lýsinu, sem er mjög rikt af A og
D vítaminum. Vltaminin
skiptast I tvo flokka, þau sem
leysast upp I vatni og þau sem
leysast upp I fitu. B-vitaminin,
sem eru mörg, og C vltamln
leysast upp i vatni og eru mjög
viðkvæm fyrir t.d. hita og sól-
skini. Þess vegna getur matur
með B og C vitaminum auðveld-
lega rýrnað við geymslu og
vítamlninnihald hans minnkað
verulega. Þessi vitamin
geymast ekki I llkamanum,
heldur gengur það sem afgangs
verður af þeim niður með
þvaginu. A, D, E og K vítamín
geta hins vegar geymst i
likamanum en þau leysast upp i
fitu og eru ekki eins viökvæm i
meðförum og B og C.