Þjóðviljinn - 02.11.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975.
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Hallðór Laxness. i túninu
heima. Helgafell 1975. 249
bls.
Framarlega i þessari bók
kvaðst Halldór Laxness hafa ver-
ið „sannfærður um að einginn
maður hefði átt eins sæla
bernsku. Nú ætla ég að skrifa um
það bók”. Hann skrifar um þenn-
an þýðingarmikla tima i ævi
manna, þegar „aðeins smáat-
burðir voru stórviðburðir og öf-
ugt”. Allt frá þvi hann sér fyrst
dagsins ljós á Laugaveginum þar
til hann heldur 12 ára gamall ofan
úr Mosfellssveit til Reykjavikur
og hefur einsett sér að verða
snjall tónlistarmaður og vonandi
einnig liðtækur i myndlist. Sama
dag brenndi hann handritasafni
sinu, sem var furðumikið að vöxt-
um, enda þótt það væri ekki i
fyrsta skipti að eldur eyddi
bernskuverkum Halldórs og stæli
þar með frá siðari mönnum
mörgum æsilegum verkefnum i
bókmenntarannsóknum. Sjálfur
talar höfundur reyndar um það,
að þessir sömu „siðari menn”
losni fyrir bragðið við „óþarfa
áreynslu” i rannsóknum, enda
hefur hann lengi striðinn verið.
Hiö háa og hið lága.
Fyrstu áhrif af hugblæ þessar-
ar bókar eru tengd mildri birtu i
bland við einkar geðþekka og
hugvitssamlega gamansemi. Það
er sem höfundur hafi jafnan i
huga þann háska sem fylgir end-
urminningum um bernskuár:
kannski verður sú tilhneiging
helst til ráðrik að fegra allt og
alla? „Vornætur með heiðum
Jiimni, dögg á grasi, sól bak Esju-
tindum og styrjöld við lambfé —
var þetta ekki himnariki? Jú en
einkum i endurminningunni”..
Tónninn er tempraður, þetta er
agaður texti. Viðlikingar ýmsar
skýra þessa aðferð. Það er sneitt
hjá hátiðleika með þvi að taka til
samanburðar fyrirbæri af
„lægra” plani, ef svo má að orði
komast. bað er til dæmis ekki
ljóðað með heimspeki og þungri
angurværð á „þann sem dregur
myndir á léreft minnisins” eins
og bengalska nóbelsskáldið
Tagore gerði. Halldór segir:
„Einstöku myndir án sambands
við afgánginn af heiminum grilli
ég þó i mauki endurminninganna
svipað einstöku rækju i mikilli
oliusösu”. í landslagi bernskunn-
ar sér i part af sjónum gegnum
„þetta hálfa gat sem var i laginu
einsog maður hefði bitið skarð i
röndina á undirskál”. Heimurinn
er póetiskur — með tilstilli rækju i
sósu og skörðóttrar undirskálar
og svipuðu jafnvægi i bland við
sjálfshæðni er haldið þegar Hall-
dór skrifar um skáldskaparbar-
áttu sina. Hann talar um ánægju”
sem af þvi fæst að móta i orðum
fyrir sér og öðrum imynduð stór-
mæli eða lifsferla fólks eða innri
umsvif hugar sin sjálfs, sem
kannski orsakast af ofnæmi gagn-
vart fyrirburðum timans einsog
lúngnauppþemba af kattar-
hlandslykt”. Á hinn bóginn getur
það einnig gerst, að „lágum” fyr-
irbærum er allt i einu snarað upp i
kosmiskar viddir. Eins og þegar
þvi er lýst yfir, að sögumaður
treysti sér til að þekkja aftur
spýtukarl sinn, Palla i Nesi „þó
ég hitti hann ekki fyrren mörg
ljósár úti mjólkhringunum”.
Aö rjúfa
rammann
Rammi frásagnarinnar — tólf
ár, Reykjavik-Laxnes, er rofinn
alltaf öðru hvoru. Stundum þarf
að fylgja vinum og grönnum út
fyrir sögutimann — kynnin af
tveim barnabókahöfundum, Sig-
urbirni Sveinssyni og Nonna, ger-
ast reyndar á alltöðrum tima,
þessir höfundar eru ekki einu
sinni partur af bernskulesningu
Halldórs. Ramminn er einnig rof-
inn til að koma að menningar-
sögulegri úttekt, til að skjóta á
bibliuna, spiritismann („Sérstök
slysni að hlúnkast ofan i það”), á
sauðkindina, blaðamenn, sitthvað
i þjóðarkarakternum. Þarna
verða mörg dæmi skemmtileg.
Halldór túlkar m.a. „uppgos”
bókmennta i landinu norðaustan-
verðu um aldamót, sem gerðist á
meðan „höfuðstaðurinn við
Faxaflóa (var) enn viðjaður i
embættismennsku skólastirfni,
kaupinhafnardýrkun og kram-
búðarhugsjónir”. Og vita menn
öllu gagnorðari og um leið rúm-
betri lýsingu á menningar-
ástandi? Hann minnir lesendur á
gyðingafjandskap höfunda Nýja-
testamentisins og á „undirförul-
an kaþólskan einstrengingsskap”
(sem hann segir Jón Sveinsson
fylgja eftir) — um leið og hann
sýnir sem fyrr kurteisi list ka-
þólskrar messu. En einkum og
sér i lagi vakir i þessari útsælni út
fyrir bernskuárin samanburður á
þvi sem er og þvi sem var og er nú
rétt að vikja að þeim hlutum.
Þá voru betri
vínirbrauð
Einsog vænta mátti er saman-
burðurinn heldur óhagstæður nú-
timanum i smáu sem stóru. Mó-
grafavatn bernskunnar, þar sem
lifa skelfilegar brúnklukkur sem
stökkva upp i mann, það hefur
drjúgan vinning yfir þrælmengað
vatn i Rinarfljóti samtimans, þar
sem ekkert þrifst. Þorskhausar
aldamótaáranna eru mikið
hnossgæti borið saman við það
„bragðlausa lyktarlausa og nátt-
úrlausa bjakk sem kemur útúr
kæliskápum”. Okkar samtið er
auglýsingaöld” og „oftjáningar-
timi”. Og bráðum kemur „djöfull
Hagvaxtarins” og ræðst á upp-
sprettulind i túnjaðri bernskunn-
ar.
Ekki væri samt rétt að halda
þvi fram, að þessháttar saman-
burður feli i sér rómantiska
sjálfsblekkingu manns, sem horf-
ir á liðna tið úr fjarska. Hér kem-
ur sem fyrr til skjalanna sú ögun,
það jafnvægi sem áðan var á
minnst. Himnariki er „einkum i
endurminningunni”. Skáldinu
leiddust hjásetur, „þetta guð-
dómlega starf”, þvi fylgdi einlægt
rigning og slæmska i maga, og
„stórheimilafyrirkomulagið” var
öðrum þræði „leifar af þræla-
haldi”. Oðru fremur felur saman-
burðurinn i sér tregaslag um gild-
ismat, sem hefur hopað fyrir eft-
irsókn eftir vindi, um „fegurð i
mannlegri sambúð sem ekki varð
lifað án þrátt fyrir alt og alt og
alt.” Það er hægtað vera rikur án
þess að sanka að sér velmegunar-
táknum, það er minnst á það „fá-
tækt” fólk sem um verður sagt:
„Maður fór rikari af fundi þess”.
Ég vissi það
fyrirfram
Fyrir utan þá nautn sem við
höfum af afburðavel gerðum
texta, verður okkur liklega hug-
stæðast heimildargildi þessarar
bókar. Upplýsingar um skáldið
sem er að verða til og hefur svo
sterkan grun um framtið sina, að
dagdraumar drengsins reyndust
„mjög i samræmi viö lifsferil
minn einsog orðið hefur síðan, svo
aungvir atburðir sem máliskifta i
ævi minni hafa komið mér á
óvart, þvi siður miklast mér, ég
vissi það alt fyrirfram”. Upplýs-
ingar um það sem hann sá og
heyrði og las, hvernig hann byrj-
aði að skrifa sjálfur. Við þekkjum
aftur sitt af hverju, sem hefur áð-
ur komið fram i bókum allt frá
Heiman ég fór til Innansveitar-
króniku, þessi atriði skipa sér nú
með nýjum i itarlegri og skýrari
mynd.
Fyrst af öllu kynnumst við þvi
fólki sem næst stóð drengnum:
móður hlédrægri „huldukonu”,
föður, farsælum eljumanni og
tónlistarvini, sem i bjó „leynileg-
ur traustvaki.” ömmu hans, sem
með sinum visnaforða var svo
forn i skapi að hún gat hvorki
viðurkennt sima né vatnsleiðslu.
Þessar persónulýsingar eru skýr-
ar og blátt áfram fallegar, rikar
af viðkvæmni og um leið agaðar.
Þær láta ekki einingis uppi að
skáldið var mesta gæfubarn,
heldur varpa góðri birtu á margt i
hugðarefnum Halldórs og með-
ferð mála siðarmeir.
Bótólfur
og geitin
1 annan stað kynnumst við i
senn verðandi skáldi og fullsköp-
uðu i lýsingu hans á bókum og
höfundum bernskuára. Margt er i
þeim þáttum undarlega
skemmtilegt. Þegar amma út-
skýrir fyrir dóttursyni sinum
myndir úr Grimmsævintýrum, þá
kemur þar að skóara, sem Bótólf-
ur er kallaður, hann ætlar að
skera geitina sina með rakhnif en
einlægt datt geitinni dálitið i hug
að segja við manninn svo hann
hætti við. Og af hverju hætti Bót-
ólfur við að skera geitina? spurði
drengurinn. „Það er af þvi geitin
var svo vel máli farin, sagði
amma min; og auk þess skáld-
mælt.”Ég held það verði erfitt að
finna dæmi um að ungur sveinn
hafi verið leiddur inn i veldi orðs-
ins með öðrum eins glæsibrag og
þessari merkilegu höfuðlausn.
Það er lika mjög fróðlegt að
lesa vantraust Halldórs Laxness
á sérhæfðar barnabókmenntir og
svo lýsingu á andúð hans á opin-
skáum tilgangsbókmenntum og
symbólik, sem hann telur mjög
snemmborna i sér. Aumingja H.
C. Andersen verður að sætta sig
við, að margt i ævintýrum hans sé
„eintómur f jasgefinn áróður fyrir
almennri meðalhegðun”. A hinn
bóginn er þýðendum erlendra
skemmtisagna þakkað (ekki sist
fyrir gott málfar) og efldur orðstir
þeirra Jóns Trausta og Jóhanns
Magnúsar Bjarnasonar af miklu
örlæti, sem er fróðlegt að bera
saman við þá irónisku meðferð
sem nokkrir stórmeistarar
Skáldatimaáranna hafa fengið.
Og það væri ókurteisi að gleyma
merkum lýsingum á áhrifum frá
heimi þýskra sönglaga eða fyrstu
opinberunum myndlistar á ferli
drengs, sem ætlar sér reyndar að
stunda einmitt þessar listir i
þann mund að bókinni lýkur og
hefur brennt skáldsögunum.
Auðmýkt
og stolt
Og við lesum um, að Halldór
fer „að skrifa uppúr sér” af firna-
legri elju, þrátt fyrir pappirs-
skort, simavörslu, hjásetur og
dræmar undirtektir. Langar sög-
ur þar sem maður af Akranesi
kemst i bland við Fe'lsenborgar-
fólk, riddara, Drakúla greifa, Ei-
rik Hansson, sauðaþjófa úr sög-
um Jóns Trausta, islendingasög-
ur, Þúsund og eina nótt. „Með
svona frjálsri afstöðu gagnvart
timanum eru þvi litil takmörk
sett hve hægt er að búa til margar
bækur.”
Við munum ekki frétta meira af
þessum brenndu sögum en það
sem skrifað er á þessa bók — eft-
ir verður hugmynd um óviðráð-
anlega ástriðu („kvilla eða
gáfu”), sem hefur heldur betur
Framhald á 22. siðu.