Þjóðviljinn - 02.11.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. nóvember 1975. ÞJóÐVILJINN — StÐA 11
Heillandi
heimur
Venusar
Tvimælalaust munu sovésku
rannsóknageimförin Venus-9 og
Venus-10 gera margar nýjar
uppgötvanir og auka þekkingu
okkar á jaröfærðilegri og jarð-
efnafræðilegri gerð og loftslags-
myndun jarðarinnar, Venusar
o.fl. stjarna. Venus er næsta
stjarna við jörðina og likist
henni meir en aðrar að stærð og
efnisþéttleika. Ef við t.d. notum
pvermál brautar Pluto um sólu
sem mælieining innan sólkerfis-
ins, þá er munurinn á þvermáli
brauta jarðar og Venusar innan
við 2 prósent. Þetta þýðir þó
ekki að rannsóknir á Venusi séu
einfaldar. Þvert á móti eru þær
gifurlega erfiðar sökum loft-
hjúpsins umhverfis stjörnuna er
hylur yfirborð hennar sjónum
manna frá jörðu. Það var ekki
fyrr en fyrsta Venusarfarið lenti
á yfirborði stjörnunnar sem
þessari hulu var lyft og i ljós
kom, hve skilyrðin á Venusi eru
óvenjuleg.
Venusi má likja við yfirhitað
gróðurhús, en yfirborðshitinn er
um 500 gráður og loftþrýsting-
urinn 100 jarðneskar þyngdar-
einingar, en loftið á stjörnunni
er gaskennt og meginefni þess
koltvivetni. Við þessar aðstæður
starfað i Venusarfarið nálega
klukkustund á yfirborði stjörn-
unnar og sendi upplýsingar til
jarðar.
Við vitum ýmislegtum Venus,
en nauðsynlegt er að finna lög-
mál og skilja eðlisfræðilegar or-
sakir þeirrar þróunar, sem átt
hefur sér stað. Venus er heill-
andi heimur. Jafngildi dags og
nætur hjá okkur er nálega fjórir
mánuðir á Venusi. Kemur sólin
upp i vestri en sest i austri
tvisvar á ári, en Venusarárið er
um þrir fimmtu af jarðárinu.
Árstiðir eru engar og yfirborðs-
hiti stjörnunnar er hinn sami
allan Venusardaginn. A yfir-
borði stjörnunnar er rökkur og
sólin sést aldrei. Ljósbrigði i
hinum þétta gashjúp virðast
lyfta sjóndeildarhringnum upp
og skyggni er takmarkað.
Skýjaþykknið á Venusi er
mjög athyglisvert. Það er 30—40
km þykkt og lægri mörk þess
30—35 km frá yfirborði stjörn-
unnar. Þetta þýðir þó ekki, að
skýjaþykknið sé ein órofin heild.
Sennilega skiptist það i lög úr
mismunandi efni. Aður var
haldið, að skýin á Venusi væru
mynduð úr vatnsdropum og is-
kristöllum eins og á jörðunni.
Nú er ljóst, að svo er ekki,
a.m.k. eru skýin i efri lögum
loftshjúpsins, er sjást frá jörðu,
sennilega mynduð úr sam-
þjappaðri, fljótandi brenni-
steinssýruupplausn, blandinni
smáskömmtum af klórsýru og
fluorsýru. Eru þetta tilgátur
byggðar á athugunum.
Vegna hins mikla hita hljóta
að gufa upp af yfirborði stjörn-
unnar ýmis frumefni og efna-
sambönd, svo sem málmar, er
bráðna við litinn hita, bromin,
iodin ofl. Þau hljóta að mynda
likt og óhreinindalög i andrúms-
loftinu i mismunandi hæð. Eftir
þvi sem hærra dregur lækkar
hitinn, og i 50—55 km hæð er
hann orðinn álika og á yfirborði
jarðar.
Ofan hins sýnilega skýjahjúps
myndar andrúmsloft Venusar
móðu, sem stjarnfræðingar
þekkja vel. Hún hefur ýmis at-
hyglisverð einkenni og drekkur
t.d. mjög i sig hinn útfjólubláa
hluta litrófsins. í þessari hæö
hreyfast skýin um miðbaug með
um 100 metra hraða á sekúndu.
Komið hefur i ljós, að loftgas-
ið á Venusi hreyfist mishratt i
mismunandi hæð. Við yfir-
borð stjörnunnar er hraði þess
litill en vex eftir þvi sem ofar
dregur, og upp við skýjahjúpinn
er hann orðinn sextugfaldur
snúningshraði stjörnunnar um
öxul sinn. Þetta hringstreymi
upphefur mismunaráhrif sólar-
hitans og orsakar það, að enginn
hitamunur er á degi og nóttu eða
milli miðbaugs- og heimskauta-
svæðanna. Samkvæmt nútima
skoðunum er þetta, ásamt
„gróðurhússloftslaginu” megin
skýringin á hinu sérkennilega
hitastigi á stjörnunni.
En það er flóknari gáta, hvað .
hefur leitt til þess að þetta ó-
venjulega ástand skapaðist.
Skýringin á hinni óliku þróun
stjarnanna er nátengd stöðu
þeirra i sólkerfinu. Samkvæmt
nútimaskoðunum byggist
ástand andrúmslofts stjörnunn-
ar á útgufuninni og mismunandi
efnishjúp stjarnanna eftir
myndun þeirra úr gasi og
stjörnuryki. Á jörðunni lauk út-
gufuninni fyrir um 2.000—3.000
miljónum ára. Talið er að i upp-
hafi hafi hitastigið á yfirborði
jarðar, sem hafði næstum ekk-
ert andrúmsloft, verið um frost-
mark. Við þessar aðstæður gat
stjarnan haldið þvi vatni, sem
gufaði úr iðrum hennar en það
leiddi til myndunar úthafanna.
Venus er nær jörðunni en sólin
og yfirborðshiti hennar er ná-
lega 50 stigum hærri. Þar sem
andrúmsloftið myndaðist smám
saman og þrýstingurinn var i
upphafi litill, var þetta hitastig
hærra en suðumark vatns. Með
öðrum orðum, til þess að geta
haldið vatninu eftir hefði Venus
þurft að hafa a.m.k. hundrað
sinnum þéttara andrúmsloft,
sem er mjög óliklegt. Þetta
hlýtur að vera aðalorsökin fyrir
núverandi loftslagi á Venusi.
Sökum þess hve mikið gufaði af
vatni út i andrúmsloftið, skap-
aðist þar „gróðurhúsaloftslag”,
hitastigið jókst og af þeim sök-
um glataði stjarnan vatni sinu.
Magn koltvivetnis er nálega hið
sama á jörðunni og Venusi, en
nálega allt magn þess á jörð-
unni er bundið i setlögunum, en
sökum hins háa hitastigs á Ven-
usi leysist það upp i andrúms-
’loftið og er það orsök núverandi
loftþrýstings þar, sem er um 100
þyngdareiningar.
Þessar kenningar um hugsan-
lega þróun eru mjög i samræmi
við mina eigin skoðun. Margt i
þessum kenningum er þó enn
byggt á hreinum tilgátum, og er
aðeins hægt að leiðrétta þær
með öflun nýrra upplýsinga.
Þessa mynd af yfirborði Venusar, hina fyrstu sem borist hefur til iarðar, sendi sovéska geimstöðin Venus-9 frá sér þann 22. okt. Hvlta
sneiðin ncöst á myndinni er hluti af lendingarbúnaði geimstöðvarinn ar.
SITT ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
Ný ákvæöi í hjú-
skaparsáttmálum
Rikt fólk hefur lengi haft þann
sið að gera sérstaka samninga
um eignarréttindi og skyldur i
hjúskaparsáttmála sinum. En
nýtt ákvæði er nú komið i tisku i
Bandarikjunum.
Félagsfræðingurinn Marvinn
Sussman hefur skoðað um 1500
slika samninga nýverið, og hefur
i furðu mörgum þeirra fundið
ákvæði, þar sem hjónin leyfa
hvort öðru framhjátökur — en
með þvi skilyrði að visu, að þau
fái að vita um upplyftingar hvort
hjá öðru.
Rannsóknirnar lifi
Bandariskur öldungardeildar-
þingmaður, William Proxmire,
hefur efnt til verðlauna, sem hann
heitir þeirri opinberri stofnun
sem tekst að eyða fé á fáránleg-
asta hátt.
Liklegastur sigurvegari i þeirri
keppni er að sögn Flugmálastjórn
landsins. Nýlega lét stofnun þessi
gera ýtarlegar mælingar á 423
flugfreyjum. Þetta tiltæki kostaði
næstum þvi 50 þúsundir dollara.
Árangurinn var rúmlega hundrað
blaðsiðna skýrsla, sem innihélt 79
kroppmælingar á hverri flug-
freyju. Enginn veit hvers vegna
rannsókn þessi var látin fram
fara.
Stjörnuspádómar
Hundrað sextiu og átta þekktir
bandariskir visindamenn, þar af
átján nóbelsverðlaunahafar hafa
sent frá sér samþykkt, þar sem
þeir lýsa áhyggjum sinum af á-
framhaldandi sigurför stjörnu-
spákorta og spádóma i banda-
riskum blöðum. Þeir segja, að
ekki sé minnsti visindalegur fótur
undir stjörnuspáfræði og vita
fræðimennskutilburði þeirra
manna sem við þau fræði fást.
Að sjálfsögðu hafa stjörnuspá-
menn látið sér fátt eitt finnast um
þessa yfirlýsingu. Donald Papon,
sem er forstjóri Akademiu dul-
fræða, skýrði frá þvi fyrir
skömmu, að „50 miljónir banda-
rikjamanna eru á einhvern hátt
tengdir stjörnuspádómum. 1230
af 1500 dagblöðum birta stjörnu-
spádóma reglulega og sex háskól-
ar veita kennslu i þessum fræð-
um.”
SOGUR
AF
ÍRUM
I fjórða sinn segjum við
nokkrar irasögur, og eru þær að
þessu sinni úr dómssölum, eða þá
af hinu fræga áfengisböli.
Lögfræðingur éinn andmælti
vitnisburði læknis fyrir rétti.
Lögfræðingurinn: Læknar láta
sér stundum verða á mistök.
Læknirinn: Lögfræðingar lika.
Lögfræðingurinn: En mistök
læknanna eru grafin sex fet fyrir
jörð neðan.
Læknirinn: Já, og mistök lög-
fræðinga dingla stundum i
golunni.
Dómari nokkur krafðist þess að
halda rétt i litlum irskum bæ
föstudaginn langa — hvað sem
hver sagði. Lögmaður einn sagði:
— Jæja, yðar ágæti, þer verðið
þá fyrsti dómarinn til að dæma
þann dag siðan Pontius Pilatus
leið.
— Er nokkur hér i dómssalnum
sem getur ábyrgst mannorð
yðar? spurði dómarinn.
— Reyndar, sagði hinn ákærði,
lögreglustjórinn.
Lögreglustjórinn var mjög
hissa og sagði: ekki þekki ég
þennan mann.
— Þarna sjáið þér herra, ég
hefi búið hér i sama umdæmi og
lögreglustjórinn i tuttugu ár og
hann þekkir mig ekki einu sinni.
Eru það ekki nóg meðmæli?
Smith dómari er að spyrja
taugaóstyrkan litinn ira spjör-
unum úr.
Smith: Hafið þér verið giftur?
Vitnið: Já, einu sinni.
Smith: Hver var það?
Vitnið: Ehe.mm, kona herra
minn.
Smith: Auðvitað, auðvitað.
Hefurðu nokkurn tima heyrt um
nkkurn sem giftist karlmanni.
Vitnið: Já, herra, það gerði
systir min.
Skáldið Sheridan hafði nokkra
vini sina i heimsókn. Þegar þjónn
hans kom inn með koniakið
spurði hann:
— Herrar minir, eigum við að
drekka eins og menn eða eins og
skepnur?
— Eins og menn.sögðu vinirnir
hressir.
— Mikið rétt, kneyfum sem
fara gerir, þessar blessaðar
skepnur vita alltaf hvenær þær
hafa fengið nóg.
Prestureinn sá sóknarbarn sitt
slaga heim með stórum sveiflum
og sagði við manninn: Æ, æ.
James, hræddur er ég um að þér
muni finnast þessi vegur sem þú
gengur lengri en þú heldur.
—- Það er ekki lengdin á
veginum sem amar að mér, faðir,
heldur andskotans breiddin.
Eigi leyna augu...
Prófessor Eckhard Hess i Chi-
cagoháskóla hefur að loknum
fimmtán ára rannsóknum komist
að þvi, af hverju fólk gerist niður-
lútt þegar það fer með lýgi. Hann
segir að augnasteinarnir herpist
saman þegar menn láta eitthvert
fals út úr sér eða þeim mislíkar
eitthvað. Ef að draumastúlkan,
segir hann við unga menn, gerist
niðurlút þegar þið játið henni ást
ykkar, þarf það alls ekki að
merkja að hún sé hæversk eða
siðprúð.