Þjóðviljinn - 27.11.1975, Side 5
Fimmtudagur 27. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Þjóðverjar veiða í ár 40 þúsund tonn
Hvernig er hægt að bjóða
upp á 60 þús. t. samning?
í upphafi ýtarlegrar ræðu um
landhelgismálið og samninginn
við vestur-þjóðverja i sameinuðu
þingi i gær fór Lúðvik Jósepsson
nokkrum orðum um tilkynninga-
bann útvarpsins sem rætt hafði
verið utan dagskrár nokkru áður i
gær. Sagði hann að þetta væri i
samræmi við vinnubrögð rikis-
stjörnarinnar i landhelgismálinu
i allt heila haust; þar hefur
leyndin ráðið rikjum. Allt var
gert til að leyna þjóðina þvi sem
var að gerast. Allt sem lagt hefur
verið fram innan landhelgis-
nefndar hefur verið stimplað
trúnaðarmál. Og þetta stöðv-
unarvald á nú að teygja yfir á þá
samstarfsnefnd um landhelgis-
mál sem ýmis fjölmennstu sam-
tök landsins standa að, og það á
að koma i veg fyrir að samstarfs-
nefndin og samtökin sem að henni
standa nái með tilkynningum út
til almennings. Slikt er auðvitað
furðulegt og fráleitt, en það ber
nokkurt vitni um eðli málsins og
hversu hreint og þokkalegt það
er.
Þegar skýrsla Hafrannsókna-
stofnunarinnar kom fram i
októbermánuði sl. um stöðu
helstu fiskstofna á miðunum
við landið héldu vist flestir að
rikisstjórnin mundi hætta við
ráðagerðir sinar um samninga.
Skýrslan sagði nefnilega ástand
fiskstofnanna þannig að ekki
mætti taka meiri afla á næsta ári
en islendingar gætu auðveldlega
tekið sjálfir. Fiskifræðingarnir
lögðu til að hárríarksaflinn af
þorski á næsta ári mætti ekki
verða meiri en 230 þúsund tonn,
en árið 1974 veiddu islendingar
einir 239 þúsund tonn, 1973 236
þúsund tonn, 1972 229 þúsund
tonn. Það blasti við að ef
islendingar veiddu svipað og þeir
hafa gert, yrði að stöðva allar
veiðar útlendinga.
Af ýsu töldu fiskifræðingarnir
að ekki mætti veiða meira en 38
þúsund tonn á næsta ári. Arið 1974
veiddu islendingar sjálfir 33
þúsund tonn, 1973 35 þúsund tonn,
1974 30 þúsund tonn.
Af ufsa töldu fiskifræðingar að
ekki mætti veiða meira en 75
þúsund tonn á næsta ári.
Islendingar einir veiddu 65
þúsund tonn árið 1974, 1973 57
þúsund tonn og 1972 60 þúsund
tonn. Hér var þvi hámarksaflinn
rétt yfir þvi sem islendingar
höfðu einir tekið.
Af karfa sögðu fiskifræðingar
að mætti veiða 50-60 þúsund tonn
á næsta ári. Islendingar veiddu
einir 37 þúsund tonn 1974, 29
þúsund tonn 1973 og 33 þúsund
tonn 1972. Hámarksaflinn var hér
nokkru meiri en islendingar höfðu
áður tekið, en á hitt er þá að lita
að islendingar voru einmitt að
byggja upp þann fiskiskipastól
sem er sérlega hentugur til karfa-
veiða.
Fiskifræðingarnir lögðu
áherslu á það i skýrslu sinni að ef
veitt væri meira, mætti búast við
aflahruni eftir 2 ár. Það hefði þvi
verið eðlilegast að rikisstjórnin
hætti gersamlega við samninga
við útlendinga um heimildir
handa þeim um hlutdeild i
þessum afla.
En rikisstjórnin gerði það ekki,
heldur hélt samningaviðræðum
áfram og þær eru nú komnar
býsna langt.
Hér er lagt til að alþingi stað-
festi samning sem sendinefnd
undir forystu þeirra Einars
Agústssonar og Gunnars
Thoroddsens kom með heim frá
Bonn nú á dögunum. Þar er gert
ráð fyrir þvi að þjóðverjar fái 60
þúsund tonn á ári i 2 ár. Þess ber
þá að geta að þetta er þyngdin i
erlendri höfn, og mundi þetta
samsvara um 70 þúsund tonnum
ef aflinn væri veginn hér, svo
mjög rýrnar hann að þyngd við
geymslu og flutning.
Undirbúinn hefur verið
samningur við belga og mun vera
komið að undirskrift hans. Þar er
gert ráð fyrir um 7 þúsund
tonnum. Þá er komið að
samningslokum við norðmenn og
má búast við að miðað verði við 3
þúsund tonn.
1 beinu framhaldi af þessu
verður ugglaust samið við fær-
eyinga og má búast við svipuðu
aflamagni og áður eða um 20
þúsund tonnum á ári.
Þýska samninginn verður að
skoða i samhengi við aðra
samninga sem nú eru flugstigi og
rikisstjórnin ætlar að gera. 90
þúsund tonna árs afli til
útlendinga, það liggur svo að
segja fyrir. 1 viðbót við þetta eru
svo 65 þúsund tonnin sem bretum
hafa verið boðin, og gera þetta
þvi samanlagt 155 þúsund tonn.
Þetta verður að hafa i huga
þegar dómur er lagður á þennan
þýska samning. Staðfesting hans
þýðir óhjákvæmilega að minnsta
kosti þessi 150-160 þúsund tonn i
heild til útlendinga.
Hvað verður þá um veiðar
okkar sjálfra? Annað hvort er að
halda áfram fiskveiðum eins og
verið hefur en það mundi gera um
400 þúsund tonn á næsta ári af
þeim fjórum tegundum botnfiska
sem fyrr voru nefndar. En það
mundi þá að áliti fiskifræðing-
anna hafa þær afleiðingar að við
getum búist við ördeyðu eftir svo
sem 2 ár.
Hin leiðin er sú að við skerum
niður okkar eigin afla sem nemur
afla útlendinganna. Þessi leið er
þegar rædd i nokkurri alvöru.
En hvað kæmi þá i kjölfarið?
Framleiðsla þjóðarbúsins mundi
dragast verulega saman, at-
vinnuleysi mundi verða i mörgum
greinum og yfir dynja almenn og
stórfelld kjaraskerðing.
Hvernig getur nú á þvi staðið að
nokkur stjórnvöld skuli standa að
samningum sem hafa þessar
afleiðingar? Við skulum skoða
röksemdir rikisstjórnarinnar
sjálfrar og athuga hvernig þær
standast.
i fyrsta lagier þvi haldið fram
að við þurfum að semja, svo að
bókun 6 um tollaivilnanir gagn-
vart Efnahagsbandalaginu nái
fram að ganga. En tollaivilnan-
irnar eru tiltölulega mjög litils
virði, helsta vörutegundin sem
við hættum að þurfa að greiða
eins háan toll af er isfiskur, en
hann getum við unnið til miklu
meira verðmætis hér heima
heldur en flytja hann út. Þetta er
þvi fyrirsláttur, en auk þess
treysti rikisstjórnin sér ekki til að
standa á gildistöku bókunar 6
þegar til kom sem skilyrði fyrir
samningum, heldur er þvi skotið
á frest um 5 mánaða skeið.
i öðru lagi er þvi haldið fram
að við verðum að semja af þvi
við getum ekki varið landhelgina.
Veiði útlendinga samkvæmt
samningum verði minni en án
samninga. Þetta er villandi stað-
hæfing. Dró Lúðvik fram ýmsar
sannanir fyrir þvi, að
samningar hafa ekki orðið til að
draga úr afla og nefndi sérstak-
lega samninginn við breta frá þvi
i nóvember 1973. Auk þess hefði
það hvað eftir annað sannast að
landhelgisgæslan getur náð feiki-
legum árangri i að verja
landhelgina ef hún má beita sér af
alefli.
tþriðja lagi;Af þeim 68 þúsund
tonnum sem þjóðverjar veiddu
hér við land árið 1974 tóku þeir
um 28 þúsund tonn eða yfir
þriðjung á svæðum utan 50 milna
sem þá var ekki reynt að veria.
Þeir hafa þvi ekki veitt yfir 40
þúsund tonn á árinu
1974, á svæðum þar sem þeir
veiddu i heimildarleysi. Nýlega
hafa vestur-þýskir útgerðarmenn
sent út frétt þar sem fram kemur
að þeir áætli heildarafla sinn af
Islandsmiðum i ár um 40 þúsund
tonn. Þar af 20-30 þúsund tonn
innan 50 milna.
Það liggur þvi fyrir að heimila
þjóðverjum miklu meiri afla á
næsta ári en þeir tóku á þessu. Og
einnig 1977. Það er undarlega að
staðið þegar samningur á að veita
aðstöðu til meiri afia en ella hefði
verið. Hvar er þá hagurinn af
slikum samningi?
i fjórða lagi er haldið fram að
með samningi verði sterkari
aðsraða til stjórnunar á fisk-
veiðum. En ef útlendingum
heimilast að taka svona mikið
eins og rikisstjórnin beitir sér nú
fyrir, þá er ekki hægt að hafa
stjórn á okkar eigin mönnum.
Þeir láta ekki skerða sina mögu-
leika á meðan þeir sjá útlending-
ana óhindraða við veiðar.
Lúðvik Jósepsson vék þvi næst
að ýmsum öðrum atriðum
samningsins og verður ekki hægt
að gera þvi öllu skil hér. Gagn-
rýndi hann það að tilkynna verður
allar friðunarráðstafanir til
Þýskalands og mundi þá koma að
litlu haldi að reyna að gripa til
skyndifriðunar, td. með dags-
fyrirvara, einsog núværitalað um
að væri virkasta aðferðin til að
hinóra smáfiskveiði og seiða-
dráp.
i samkomulaginu sjálfu er
hvergi minnst á að heimildin sé til
isfiskskipa einna, en það hefur
áður verið okkar meginkrafa,
þannig að skip sen dvelja lengi á
miðunum i einu og hafa aðstöðu
til vinnslu kæmu ekki til greina. 1
drögunumsemEinar kom með frá
Bonn var ákvæði sem sýndi að
hér verða vinnsluskip á ferð, talað
var um að skipin mættu ekki
vinna meiri úrgang um borð en
þau sjálf öfluðu á svæðunum.
Þetta hefur verið strikað út á
pappirnum en ekki i reynd, enda
er skipalistinn óbreyttur.
Lúðvik minnti á að þjóðverjar
Framhald á bls. 14
Þingmenn ræða auglýsingabannið
Áður en gengið var til dagskrár
um landhelgissamninginn við
vestur-þjóðverja I sameinuðu
þingi i gær kvaddi Svava Jakobs-
dóttir sér hljóðs og kvaðst hafa
alvarlegt mál fram að færa sem
ekki þyldi bið á annasömum þing-
deigi: bann útvarpsins við til-
kynningum Samstarfsnefndar
um landhelgismál og ýmissa
fjöldasamtaka sem hefðu viljað
taka undir við samstarfsnefnd-
ina. öllum aðóvörum hefði komið
sú dagskipan frá auglýsingastofu
útvarpsins rétt fyrir hádegi að
ekki mætti taka við tilkynningum
sem fælu i sér mótmæli gegn
landhelgissamningum, tilvísan til
herskipainnrásar og áskorun til
almennings að taka sér frl úr
vinnu. Hefði komið fram að
ákvörðunin hefði verið tekin að
ráðum lögfræðinga Rikisútvarps-
ins, Þórs Heimis Vilhjálmssonar
prófessors (en hann er þekktur
fyrir ýmsan tvisýnan málarekst-
ur! — innskot blaðamanns).
Þetta mál væri allt þeim mun
undarlegra sem birtar hefðu ver-
ið fréttatilkynningar um málið á
þriðjudag sem væri svo bannað á
miðvikudegi. Minnti Svava á það
að ekki var það talið hlutleysis-
brot hjá útvarpinu þegar það
flutti fjölmargar tilkynningar um
það að konur skyldu taka sér fri
24. október.
Beindi Svava Jakobsdóttir
þeirri fyrirspurn til menntamála-
ráðherra hvaða ákvarðanir hann
hygðisttaka I sambandi við þessi
meintu hlutleysisbrot sem út-
varpið hefði tekið sér vald til að
afstýra. Alþýðusamband Islands
og samtök á borð við Alþýðusam-
band Austurlands og Farmanna-
og fiskimannasamband íslands
hefðu ekki geta fengið birtar
neinar tilkynningar um stuðning
sinn við aðgerðir i landhelgismál-
inu. Afstaða útvarpsins var þessi:
annaðhvort skyldu þau auglýsa
eigin fundarhöld ellegar auglýs-
ingum þeirra yrði kastaði í rusla-
körfuna.
Björn Jónsson þakkaði Svövu
fyrir að vekja máls á þessu til-
kynningabanni og kvað augljóst
að kippt hefði verið i spottann há
útvarpinu af æðri stöðum. Björn
mótmælti þviharðlega að útvarp-
ið færi sjálft að semja tilkynn-
ingar fyrir alþýðusamtökin og
sagði að það hefði aldrei áður
gerst aðsjálfu ASl væri neitað um
auglýsingar. Ekki væri hægt að
standa á þvi að hér hafi menn
verið að hvetja til ólöglegrar
athafnar eða hvenær varð það
ólöglegt að menn tækju sér fri frá
vinnu?
Þetta væri ekkert annað en
ósvifin árás á Alþýðusambandið
og verkalýðshreyfinguna, sagði
Björn Jónsson.
Kvaðst hann vilja vekja athygli
fréttamanna á þessu.eða verður
það etv. næsta skrefið að banna
fréttir af þessum mótmælum okk-
ar hér á þinginu? ,
Karvel Pálmason sagðist
vonast til þess að Vilhjálmur
Hjálmarsson aflétti þvingunum
útvarpsins gagnvart launþega-
samtökunum. Beindi hann fyrir-
spurnum til Þórarins Þórarins-
sonar formanns útvarpsráðs og
Ellerts Schrams varaformanns
þess um afstöðu þeirra til þessa
banns.
Vilhjálmur Hjálmarsson las
siðan upp úr reglugerð um út-
varpsauglýsingar ákvæði sem
ætlað er að koma i veg fyrir
áróður og óviðurkvæmilegt orð-
bragð. Framkvæmdin væri i
höndum yfirmanna útvarpsins,
en sjálfur væri hann ekki kunnug-
ur þessu máli. „Ég mun ekki eiga
hlut að þvi að rifta ákvörðun
útvarpsins nú eða i annan tima
með skyndiaðgerðum”, sagði
ráðherrann. Útvarpsstjóri skæri
úr vafaatriðum hjá auglýsinga-
deild en útvarpsráð hefði siðasta
orðið.
Stefán Jónsson sagðist hafa
haft aðstöðu til að fylgjast náið
með útvarpinu um 30 ára skeið og
vildi hann staðhæfa að ekkert for-
dæmi væri um bann á auglýs-
ingar frá samtökum sem tækju til
þriggja fjórðu hluta þjóðarinnar.
Það væri nú ekki eins og hér væru
stjórnmálaflokkar með áróður
eða verið'væri að útbreiða vafa-
samar lækningaaðferðir eða aug-
lýsa áfengi og tóbak. Hér væri
verið að skora á fólk að sýna
samstöðu um málstað islendinga
gagnvart erlendu ofbeldi. En
yfirstjórn útvarpsins tekur i
taumana til að reyna að koma i
veg fyrir að landsmenn láti i ljós
viija sinn.
Ragnhildur Helgadóttir sagði
að fólkið f hinum fjölmennu sam-
tökum hefði aldrei gefið forystu-
mönnum sinum neitt umboð til að
þingsjá
misnota samtökin i stórpólitisk-
um tilgangi. (Framikall Björns
Jónssonar: Hefur hún textann
sem var bannaður? Hún ætti þá
ekki að dæma!) Ragnhildur hélt
áfram og kvaðst hafa farið að
hugsa um það i hádeginu hvar
lýðræðið væri eiginlega á vegi
statt i landinu þegar auglýs-
ingarnar dundu yfir i hádeginu
frá hinum og þessum samtökum
sem væri nær að gæta hagsmuna
félaga sinna heldur en skipta sér
af pólitiskt viðkvæmum málum.
Þarna er samtökum beitt til að
ala á sundrunum meðal þjóðar-
innar.
Þórarinn Þórarinsson sagðist
ekki viðbúinn þvi að segja til um
afstöðu sina innan útvarpsráðs til
þessara tilkynningartexta. Svip-
að mai nefði frvort sem er aldrei
komið til kasta útvarpsráðs að
hann héldi. Fór Þórarinn siðan að
tala um að menn væru hér að
veitast að Andrési Björnssyni út-
varpsstjóra en hann væri sannar-
lega allra manna óliklegastur til
pólitiskrar misbeitingar.
Sighvatur Björgvinsson:
Forystumenn launþega-
samtakanna hafa miklu meira
umboð til að beita sér i land-
helgismálinu i þeim anda sem
skapast hefur innan samstarfs-
nefndarinnarhelduren þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hafa til að
gera það sem þeir eru að gera hér
i dag.
Ellert Schram: Ég hef ekki
kippt I neina spotta. Það er skylda
stjórnenda Rikisútvarpsins að
fara eftir reglugerðum. Hvorki
samstarfsnefndin né verkalýðs-
samtökin eru hafin yfir reglu-
gerðirnar. (Frammiköll: En
kvennafriið? En Varið land?)
Helgi Seljan: Breyting á
afstöðu útvarpsins til tilkynninga
á vegum samstarfsnefndarinnar
frá þvi i gær þangað til i dag á sér
hræðsluna eina að forsendu. Ráða-
menn voru hræddir við þá miklu
samstöðu sem var að myndast
innan launþegasamtakanna. Á
Austurlandi er svo ástatt að þar
hafa stjórnir verkalýðsfélaga og
trúnaðarráð haldið fundi, sums
staðar hafa verið félagsfundir, og
þar samþykkt einróma að standa
að tilkynningum og áskorunum
eins og samstarfsnefndin lagði til.
Að þessu stóðu menn án tillits til
flokka. Og marga austfirðinga
fýsir að vita afstöðu mennta-
málaráðherra, þingsmanns sins,
til bannsins. Þeir vita hana núna
af orðum ráðherrans sjálfs.
Stéfán Jónssonminnti á auglýs-
ingaherferð Varins lands frá þvi
um árið þegar ekki var að þvi
fundið hjá auglýsingadeild út-
varpsins ab þar væri viðkvæmt
pólitiskt mál á ferð. En i það
skipti var jú sjálfur lögfræðingur
Rikisútvarpsins á bak við auglýs-
andann! Hér hefur valdniðsla
gerst, og ma. hefur verið niðst á
útvarpsstjóra, þeim sómamanni.
En ber þetta ekki talandi vott um
samvisku stjórnarliðsins?
Eðvarð Sigurðsson vakti
athygli á þeim mismun sem kom
fram i málflutningi þeirra Ellerts
og Ragnhildar. Hvort þeirra
skyldi túlka hina eiginlegu stefnu
Sjálfstæðisflokksins? — Bannið á
tilkynningum um landhelgis-
samstöðuna er beint ofbeldi gegn
verkalýðshreyfingunni. Hér var
ekki um lagfæringu á orðalagi að
ræða, þvi að bannið tók til inni-
halds og efnis. Og svo segir Ragn-
hildur að við i verkalýðssamtök-
unum séum umboðslausir menn
og aðgerðir okkarsamrýmist ekki
lýðræðisvitund hennar! Verka-
lýðsfélögin eigi að berjast fyrir
séttarhagsmunum en ekki
pólitiskum málum. Hún gætti
ekki að þvi að þetta tvennt félli
yfirleitt saman. Pólitikin er ekki
annað en baráttan um skiptingu
lifsgæða. Ef landhelgissamn-
ingarnir komast i gegn er verið að
ráðstafa til útlendinga upp undir
helming þess sem hér má veiða.
Við yrðum þá að skera okkar afla
niður i sama mæli, ef við ætluðum
að taka mark á viðvörunum sér-
fræðinga. Það fólk sem sat á þingi
verkamannasambandsins um
siðustu helgi hafði opin augu fyrir
þvi sem var að gerast og það
samþykkti einróma harðorða
ályktun um landhelgismálið.
Þessir fulltrúar verkafólksins i
fiskiðnaði fundu og vissu að þeir
voru að berjast fyrir hagsmunum
umbjóðenda sinna og jafnframt
alþjóðarheill. Þarna skipti
flokkspólitikin engu máli. t ljósi
þessa vona ég að það skiljist að vib
erum ekki umboðslausir fnenn
þegar við skorum á fólk að taka
sér fri frá vinnu til þess að leggja
með þvi áherslu á vilja sinn i
landhelgismálinu. Það er ekkert
ólöglegt við slikt fri, en stab-
reyndin er samt sú að útvarpið
hefur bannað boðun þess. Svo er
eins og enginn hér vilji kannast
við að hafa átt hlut að banninu!
Að lokum tóku þau til máls
Ragnhildur Helgadóttir og
Vilhjálmur Hjálmarsson og
endurtóku það sem þau höfðu
áður sagt. Itrekaði Ragnhildur að
forystumenn launþega-
samtakanna misbeittu aðstöðu
sinni i pólitisku máli. Var þá
kallað fram i: Hún er þá
sammála eiginmanni sinum! (þe.
Þór Heimi lögfræðingi útvarps-
ins)..Já-já, gegndi Ragnhildur að
bragði.