Þjóðviljinn - 16.12.1975, Side 5
Þriðjudagur 16. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af eviendum vettvangi
Súrínam sjálfstætt
Kynþáttahyggja veldur vandræðum þar og einnig
í Hollandi, en þangað flykkjast súrínamar,
sem óttast um framtið sina heimafyrir
Súrinam, áður hollenska
Gvæana, hefur fengið sjálfstæði
(25. nóvember) eftir 308 ára
evrópska nýlcndustjórn. Afný-
lendun Súrinam hefur valdið
miklum félagslegum og stjórn-
málalegum vandamálum i móð-
urlandinu fyrrverandi, Hol-
landi. Það vandamál, sem
gnæfir yfir öll önnur i þvi sam-
bandi, er straumur tugþúsunda
af súrinömum til Hollands. Þeir
óttast um framtið sina i hinu
nýja riki.
Koma þeirra til Hollands hef-
ur á hinn bóginn valdið félags-
legri ólgu hjá þjóö, sem hingað
til hefur verið stolt af hæfileik-
um sinum til að leysa kynþátta-
vandamál.
Eins og hjá flestum öðrum
löndum og eyjum i grennd við
Karibahaf gekk á ýmsu fyrir
Súrinam fyrr á tið, þegar
evrópumenn skiptu með sér
þessum hluta veraldar. Landið
er á norðurströnd suður-
ameriska meginlandsins, nánar
tiltekið á milli hinnar fyrrver-
andi bresku Gvæönu, sem nú er
sjálfstæð undir nafninu Gvæana
(Guyana), og frönsku Gvæönu,
sem ennþá heyrir undir Frakk-
land. Landið er 163.000 ferkiló-
metra að stærð, eða fjórum
sinnum stærra en Holland.
Hollendingar fengu orð á sig
sem ruddalegustu þrælahaldar-
ar Karibahafssvæðisins, þeg-
ar þeir ásamt með Bretlandi og
Frakklandi réðu þarna löndum.
En siðan afnýlendunin hófst á
Karibahafssvæðinu fyrir um
hálfum öðrum áratug hafa hol-
lendingar á hinn bóginn þótt
koma fram við nýlendubúa sina
af meiri sanngirni og skilningi
en önnur nýlenduveldi.
Ibúar Súrinam eru 400.000 að
tölu og af mjög mismunandi
þjóðastofnum. Bæði á hinu þró-
aða strandsvæði og i frumskóg-
unum inni i landi eru afkomend-
ur hinna upprunalegu ibúa,
indiánanna. En langflestir ibúa
landsins eru afkomendur
afriskra þræla, sem fluttir voru
inn fyrr á öldum, og asiskra
verkamanna, sem fengnir voru
til landsins með samningum um
að leysa af hendi ákveðin störf.
Þeir voru fluttir inn kringum
siðustu aldamót.
Um 30.000 blökkumenn búa
einangraðir inni i frumskógun-
um, en þangaö flýðu forfeður
þeirra er þrælauppreisnir voru
gerðar fyrir tveimur öldum.
Þeir hafa varðveitt tungumálin,
siðina og trúarbrögðin, sem for-
feður þeirra komu með frá upp-
runalegum ættlöndum, Gull-
ströndinni og Dahomey.
Þótt Súrinam sé kannski af
þessum ástæðum óskaland fyrir
þjóðfræðinga og mannfræðinga,
er það að sama skapi martröð
fyrir þá, sem vilja halda þar
uppi þjóðriki. Hið opinbera mál
er hollenska, en landsmenn tala
einnig ensku, hindi, javönsku og
kinversku.
Þegar Lyndon B. Johnson
bandarikjaforseti heimsótti
Paramaribo, höfuðborg lands-
ins, 1967, lofaði hann Súrinam
sem fyrirmynd fyrir alla Róm-
önsku-Ameriku og heiminn all-
an. „Blökkumenn og javanar,
indverjar og kinverjar, frum-
skóga-afrikumenn og indiánar,
allir vinna þeir saman i þessum
smáheimi,” sagði Johnson, ,,og
gefa okkúr þar með hvetjandi
dæmi um framfarir og skilning
milli kynþátta.”
EFTIR
HALLDÓR
SIGURÐSSON
Holland hefur árum saman
unnið að þvi að koma þvi svo
fyrir, að þróun landsins frá ný-
lendustjórn til sjálfstæðis yrði
sársaukalaus. 1954 fékk Súri-
nam sjálfstjórn i innanlands-
málum og fékk aðsenda fulltrúa
á þingið i Haag sem hluti kon-
ungsrikisins Hollands. Landið
býr yfir góðum efnahagslegum
möguleikum. Það er þannig
þriðja mesta báxitframleiðslu-
land i heimi en báxit er bráð-
nauðsynlegt til framleiðslu á
áli. Bandariski auðhringurinn
ALCOA, heimsins mesti ál-
framleiðandi, drottnar yfir báx-
itframleiðslunni. Fyrir ellefu
mánuðum gekkst ALCOA, sár-
nauðugt, inn á að fjórfalda af-
gjöldin til Súrinam-stjórnar fyr-
ir báxitvinnsluna. Bandariskar
fjárfestingar i landinu nema
tveimur miljörðum króna.
Siðustu árin hefur ólgan og
spennan milli kynþáttanna i
Súrinam farið vaxandi. Tveim-
ur árum eftir að Johnson banda-
rikjaforseti lét sér fyrrgreind
bjartsýnisummæli um munn
fara urðu kynþáttaóeirðir i ann-
arri hollenskri nýlendu, á eynni
Curacao við norðurströnd Suð-
ur-Ameriku. Aðalbærinn þar,
Willemstad, þarsem eru nokkr-
ar af stærstu oliuhreinsunar-
stöðvum i heimi, var lagður i
rústir.
Blökkumenn eru 41% af ibú-
um Súrinam og asiumenn 45%.
En asiumenn skiptast i ind-
verja, javana og kinverja. Þetta
hefur orðið til þess að aðal-
stjórnmálaflokkur blökku-
manna, sem telst vinstrisinnað-
ur, hefur komist til valda undir
forustu Henks Arron forsætis-
ráðherra. thaldssamir asiu-
menn óttast það sem þeir kalla
„kommúnisma” og „svart ein-
ræði.” Likt og var i Austur-
Afriku, eru indverjarnir ráð-
andi i viðskiptalifinu og þar af
leiðandi illa liðnir af blökku-
mönnum, sem eru verr mennt-
aðir. Nærtækt dæmi er grann-
landið Gvæana, fyrrverandi
breska Gvæana. Þar urðu fyrir
hálfum áratug illvigar kyn-
þáttaóeirðir milli blökkumanna
og indverja, og siðar kom i ljós
að bandariska leyniþjónustan
CIA hafði kornið þeim af stað.
Þingið i Haag ákvað eftir heit-
ustu umræður, sem þar hafa
orðið i manna minnum, að heita
Súrinam 3,5 miljörðum gyllina i
þróunarstoð um næstu tiu ár. En
kynþáttahatrið og ókyrrðin i
Súrinam hefur nú valdið þvi, að
landið er nánast i upplausn
efnahagslega. Hinar óvissu
horfur um framtiðina hafa ekki
orðið til þess að draga úr út-
flutningi best menntuðu þegn-
anna, asiumannanna, eins og
nærri má geta. Fram til þessa
hafa um 140.000 þeirra leitað
hælis i Hollandi, og þar vilja
þeir vera til frambúðar. Holland
hefur lofað þvi að ekki einungis
þeir, sem þegar eru þangað
komnir, heldur og fjölskyldufólk
þeirra, skuli hafa rétt á að koma
til Hollands einnig eftir að Súri-
nam er orðið sjálfstætt.
Á eftirstriðsárunum tókst
Hollandi að taka við mörg
hundruð þúsund flóttamönnum
frá Indónesiu án þess að af þvi
leiddu alvarlegar félagslegar
truflanir. En þessi fjöldi súri-
nama kemur til landsins þegar
þar eru 300.000 atvinnuleysingj-
ar. Engir fullnægjandi mögu-
leikar eru heldur fyrir hendi til
að sjá þessum mörgu innflytj-
endum fyrir húsnæði. Um 45.000
þeirra hefur verið visað til hins
alræmda skuggahverfis i Bijl-
mermeer utan við Amsterdam.
Niðurstaðan hefur orðið vax-
andi beiskja og kynþáttahyggja
á báða bóga. Mörg hollensk
bæja- og sveitafélög hafa neitað
að taka við fleiri súrinömum.
Framtiðarhorfur Súrinams
eru ekkert glæsilegar og i Hol
landi gæti þróunin leitt til sams-
konar ókyrrðar milli kynþátta
og greip um sig fyrir nokkrum
árum i Bretlandi. Sú ókyrrð
leiddi til þess að innflutningur
húðdökkra manna til Bretlands
frá hinu fyrrverandi breska
heimsveldi var stöðvaður.
AF ERLENDUM
1BÓKAMARKÁDÍ
Waiting on God
Simone Weil. Collins/Fontana
Books 1974.
Simone Weil fæddist i Paris
1909. Hóf kennslu i heimspeki
1931; milli þess sem hún kenndi
vann hún i Renault-verksmiðjun-
um og úti á vinekrunum. Hún
dvaldi um tima með herjum lýð-
veldishersins i spönsku borgara-
styrjöldinni. 1941 flutti hún til
Suður-Frakklands og vann þar á
vinekrunum milli þess sem hún
nam grisku og las heimspeki og
sanskrit. 1942 dvaldi hún á Eng-
landi og starfaði fyrir frönsku
útlagastjórnina; dó 1943.
André Gide kallaði hana
fremstan þeirra höfunda þessar-
ar aldar sem ritaði um andleg
efni og á Frakklandi er hún nefnd
i sömu andránni og Pascal, sumir
nefna hana merkasta hugsuð
aldarinnar, andstæðingar hennar
i trúmálum kalla hana villukonu
en enginn þeirra neitar snilli
hennar.
Fyrsta útgáfa þessarar bókar
kom út á frönsku 1950 og nefndist
„Attente de Dieu”, þýdd á ensku
1951 og siðan gefin út i Fontana
1959 og er þetta áttunda prentun.
Fleiri bækur eru frá hennar hendi.
meðal þeirra minnisbækur i
tveim bindum.
Bækur Simone Weil eru þeirrar
tegundar að þeir sem lesa þær
munu lesa þær aftur og aftur, þær
eru einstakar og sannar.
Síld
Sykursild, kryddsild, saltsild til sölu. Haf-
ið með ykkur ilát.
BÚR, Meistaravöllum
Réttarvernd
samtök um réttarstöðu einstaklinga
Framhaldsstofnfundur Réttarverndar
verður haldinn fimmtudaginn 18. desem-
ber, kl. 20,30, að Hótel Loftleiðum.
Dagskrá:
1. Lög félagsins.
2. Stjórnarkjör.
Tillögum um formann, stjórn, og endur-
skoðendur ber að skila til formanns kjör-
nefndar, Gests Þorgrimssonar, Laugarás-
vegi 7, fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn
18. desember.
Undirbúningsnefndin.
HÚSEIGENDUR,
HÚSBYGGJENDUR
# Hverskonar rafverktakaþjónusta.
Nýlagnir
RAFAFL
Vinnufélag
rafiðnaðar-
manna
Barmahllð 4
0 Viögeröir á gömlum lögnum — setjum
upp lekarofavörn I eldri hús.
# Dyraslmauppsetning.
# Kynniö ykkur afsláttarkjör Rafafls svf,-
sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega.
Tilboö
Óskað er tilboða i byggingu Farmanna- og
fiskimannasambands íslands við Borgar-
tún. útboðsgagna skal vitjað á teiknistofu
Óla Ásmundssonar arkitekts, Skipholti 15,
nk. þriðjudag kl. 4—6 gegn 5000 kr. skila-
tryggingu.