Þjóðviljinn - 16.12.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 16.12.1975, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. desember 1975. Erlendar fréttir Norski skuttogarinn Hagbart Kræmer sem nú reynir undratæk- iö sem sagt er frá i þættinum. Samvinna sovétmanna og bandaríkja- manna á sviði fiskveiða og vinnslu Samkvæmt frásögn i norska blaðinu Fiskaren 30. okt. s.l. sem er sögð byggð á mörgum greinum i fræðiritinu „National Fischer man” siðustu mánuði, þá virðist vera i uppsiglingu viðtæk sam vinna á milli bandarikjamanna og rússa og máske lika á milli japana og bandarikjamanna á sviði fiskveiða og vinnslu aflans, sérstaklega eftir að Bandarikin hafa fært út sina fiskveiðiland- helgi i 200 sjómilur. Sagt er að þetta hafi komið til tals á milli bandarikjamanna og sovétmanna á ráðstefnu land- anna i Washington D.C. i júli i sumar um fiskveiðimál, og þá á þann veg, að bandarisk fiskiskip legðu upp afla sinn i rússnesk verksmiðjuskip. Engar samningaumræður fóru fram beint um málið, en þessir möguleikar sagðir reifaðir á milli fulltrúa á þessum sameiginlega fundi. En svo skeður það, að útgerðar- félag á Kyrrahafsströnd banda- rikjanna gerir samning um það við Sovétrikin að skaffa rússnesk- um verksmiðjuskipum afla til vinnslu. Þetta er þannig uppbyggt að bandarikjamenn veiða fiskinn og afhenda verksmiðjuskipum hann til vinnslu en svo verður fullunna varan, sem eru frosnar fisk- blokkir settar um borð i banda- risk flutningaskip og siðan fluttar til Washington og Oregon til sölu á innanlandsmarkað eða til út- flutnings. Þetta sameiginlega fyrirtæki er byggt á jöfnum helmingaskiptum og stofnað með 10.000 dollara höfuðstól. Þessi samvinna hefst á kom- andi ári 1976 og á að starfa á timabilinu april-júli! Yfir þennan tima skuldbindur bandariska útgerðarfélagið sig til að afhenda rússnesku ver-k-, smiðjuskipi til vinnslu 100-140 tonn á sólarhring, sem lágmark. Hið bandariska fyrirtæki sér verksm iðjuskipu m fyrir nauðsynjum yfir fyrrgreint tima- bil og eins annast það sölu fiskaf- urðanna. Þá eru tvö atriði ennþá i þessum samningi, sem vert er að geta um. Bandaríkin fjármagna andstæðinga MPLA WASHIN GTON 12/12 Bandariska blaðið Washington Post hélt þvi fram i dag að Bandarikin hefðu látið stjórnmálahreyfingum þeim tveimur, sem berjast i Angolu gegn hinni vinstrisinnuðu sjálf- stæðishreyfingu MPLA, i té fimmtiu miljónir dollara. Blaðið segist hafa þetta frá áreiðanleg- um heimildum og bætir þvi við að stuðningur Bandarikjanna við andstæðinga MPLA, sem látinn sé bæði i té i reiðufé og vopnum, sé mestanpart sendur gegnum Zaire. Kissinger utanrikisráð- herra Bandarikjanna sem hefur verið á Nató-fundi i BrOssel, var spurður hvort Washington Post færi með rétt mál, en hliðraði sér hjá að gefa ákveðin svör. Það fyrra er, að hið sameigin- lega félag rússa og bandarikja- manna skuli veita bandarisku skipunum tæknilega aðstoð við veiðarnar, til að ná sem bestum árangri. En siðara atriðið gengur út á það að félagið vinni að þvi við bandarikjastjórn að veitt verði leyfi rússneskum skipum til ferða innan landhelginnar til losunar á farmi og til öflunar nauðsynja. Talið er að ef þessi samvinna rússa og bandarikjamanna þróast upp i stórvinnslu rúss- fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld, neskra verksmiðjuskipa úr bandariskum fiskafla að það geti greitt úr erfiðleikum banda- riskrar útgerðar, sem getur ekki eins og stendur notað þá mögu- leika sem bandarisk fiskimið bjóða upp á sökum vöntunar á fullkomnum afkastamiklum hraðfrystihúsum þar i landi. Einhverjum þykir þetta máské ótrúlegt en þó er þetta túlkað þannig, að hraðfrysihús séu ekki fyrir hendi sem unnið geti fisk- blokkir úr fisktegundum, sem bandrfkjamenn hafa ekki veitt til þessa, en hægt væri að nýta sem hráefni handa fiskiðnaðar-verk- smiðjum. Sú fisktegund sem þetta rúss- nesk-bandarisku fyrirtæki ætlar að láta veiða og vinna úr um borð i rússnesku verksmiðjuskipi, eða skipum, er lýsingur. En verið getur einnig að fyrir- tækið kaupi lika Alaska-ufsa, hlýra og smokkfisk. Þessar fisktegundir hafa hingað til aðeins verið veiddar af erlendum skipum, einkum japön- um og rússum. Sökum mikilla hagsmuna is- lensks hraðfrystiiðnaðar á bandarikjamarkaði er nauðsyn- legt að fylgjast með framvindu þessa máls. Hraðfrystiiðnað- ur Noregs í sviðsljósinu Hollustuhættir og vinnuaðstaða i norskum fiskiðnaði hafa að undanförnu verið i sviðsljósinu hjá vinnslustöðvaeftirliti rikisins, sem hyggur þar að gera á endur- bætur á ýmsa vegu. Þá hefur verið starfandi að undanförnu opinber nefnd með ýmsum þekktum frystihúsaeig- endum og sérfræðingum undir forustu varafiskimálastjórans, sem hefur það verkefni að um- skipuleggja og endurbæta frysti- húsarekstur i Norður-Noregi. Beiðni um að hið sama verði gert viðkomandi frystiiðnaði annars staðar i landinu, hefur verið borin fram af forráðamönn- um annarra hraðfrystihúsa. Þessi rannsókn á norskum hraðfrystihúsum á að dómi allra þeirra sem að þessu máli vinna, að snúast um tvennt. Annars vegar um framleiðslu húsanna frá heilnæmis- og rekstralegu sjónarmiði og svo hins vegar um <innuaðstöðu fólksins og hollustuhætti við vinnuna. Hvað seinna atriöinu viðvikur þá liggur nú fyrir úttekt á 7 fisk- iðjuverum framkvæmd af tækni- fræðilegri rannsóknarstofnun rikisins, og hyggst vinnustöðva- eftirlitið ásamt hinni rikisskipuðu nefnd semja reglugerð um lág- markskröfur byggðar á þessari úttekt. I fiskiðjuverum þeim sem út- tektin nær yfir vinna frá 50-700 manns. Úttektin sýnir að ýmsu er ábótavant i flestum þessara 7 iðjuvera samkvæmt þeim kröf- um, sem norsk lög gera til fastra vinnustaða nú. Til fróðleiks vil ég nefna nokkur atriði sem úttektin telur að lag- færa verði strax. Islenskir hraðfrystihúsamenn geta máske eitthvað lært á þeirri upptalningu. Sérfræðingarnir sem unnu að úttekt þessara 7 hraðfrystihúsa viðvikjandi vinnutilhögun og hollustuháttum við vinnuna telja að þar hafi mikið skorf á rétt handbrögð og réttar likams- hreyfingar við vinnuna. Þetta segjast þeir hafa rekið sig á hvað eftir annað við rann- sóknina. I ákvæðisvinnu var álagið of mikið og fólk fékk höfuðverk ásamt þraut i axlar- og háls- vöðva. Litil likamshreyfing, slæm vinnutilhögun og hávaði gerði oft slæman minus I vinnuaðstöðuna þannig að vinnan var gerð erfiðaðri en með þurfti. Borðum sem setið var við við vinnu, var illa fyrirkomið og vinnustólar af rangri gerð, ekki hægt að hækka þá né lækka við vinnuna. Viða vantaði gúmmimottur, kork eða við til að standa á. Mælingar á hávaða sýndu stundum að hann var meiri en leyfilegt er, og þá skorti oftast lika heyrnarhlifar. Þá telja sérfræðingarnir að loftræstingu sé viða ábótavant, þvi ekki sé nægilegt að hægt sé að hleypa inn hreinu lofti, heldur verði lika að vera fyrir hendi sog- dæluútbúnaður sem dragi út óhreint loft og komi i veg fyrir að fisklykt geti myndast i húsunum. Viða þótti þeim vinnuljós vera ófullnægjandi og trassaskapur viðaðskipta um ijósaperur þegar ljósmagn þeirra væri farið að minnka. Ekki voru þeir heldur ánægðir með hitakerfi húsannavtöldu þvi ekki nógu vel fyrir komið, svo hiti fengist alls staðar sá sami i vinnusal. Töldu þeir best að hiti komi upp úr gólfi. Þeir aðvöruðu strangt gegn notkun annarra lyftara i lokuðum húsum en rafknúinna. En töldu þó að næta mætti própangslyftara i húsum, sem mikið væru opin. Ýmislegt fleira bentu þeir á sem lagfæra yrði strax. Akveðið hefur verið að taka 1000 manns á fjögurra daga nám- skeið úr fiskiðnaðinum og gera þá siðan ábyrga fyrir þvi að settum reglum um hollustuhætti og rétta vinnutilhögun verði framfylgt, eins og lög og reglur mæla fyrir um á hverjum tima. Þegar ég las um þessa ströngu úttekt sem nú er verið að gera á hraðfrystihúsum i Noregi, þá hvarflaði sú spurning að mér, hvernig útkoman mundi verða hér hjá okkur, ef slik úttekt yrði gerð. Og að sjálfsögðu er þörf á slikri úttekt hér ekki siður en i Noregi, þvi það er sameiginlegt hags- munamál jafnt fyrirtækjanna sem og allra þeirra sem að fisk- vinnslu vinna, að þessi mál séu á hverjum tima i svo góðu lagi sem þau geta verið. Hér skortir hinsvegar allt sem heitir opinbert vinnustöðvaeftirlit hvað viðkemur hollustuháttum á vinnustað, ásamt leiðbeininga- þjónustu um rétta og hagkvæma vinnutilhögun. Norska fyrirtœkið „Simrad” hefur unnið að smíði undratœkis Norska fyrirtækið „Simrad” sem er að góðu kunnugt hér á landi fyrir framleiðslu á fisksjám dýptarmælum og fleiri slikum tækjum, hefur s.l. fjögur ár unnið að smíði undratækis i þágu sjávarútvegs, sem ýmsir telja að valda muni enn einni byltingunni á þvi sviði. í þessu eina tæki verður sam- einað með elektróniskum aðferð um allt sem máli skiptir fyrir skipstjórnarmenn á fiskiskipi að vita. Á sjónvarpsskermi má sjá stefnu skipsins, dýpt hafsins, og lifverur hafsins allt frá botni og upp. Þá sýnir skermurinn lika legu togvörpu i sjónum og hvernig fiskur gengur I hana, ásamt mörgu fleiru. Sérstöku tæki er komið fyrir i vörpunni sem gefur upplýsingar um hvernig veiðin gengur. Sagt er að mikla fyrirhöfn hafi kostað og fé að fá þetta tæki svo sterkt að það þyldi drátt vörpunnar inn i skipið og eins þegar henni er sleppt. En þetta er nú sagt að hafi tek- ist. Það þykir mikið tæknilegt afrek að geta safnað sama á einn sjón- varpsskerm fullkomnum upplýs- ingum frá öllum þeim mörgu tækjum sem notuð eru i þágu sigl- inga og fiskveiða, um borð i nú- timaskipi eins og þau eru full- komnust. Smiði tækisins ásamt tilraun- um með það er nú sagt komið upp i 5.6 milj.ónir n. kr. eða rúmlega 168 miljónir í isl. kr. Á bak við „Simrad” við þessar tilraunir stendur norska hafrann- sóknastofnunin. Þá hafa ýmsir norskir sjóðir i eigu sjávarútvegs og rikisins lagt fram fé til þessa verks. Tækið hefur nú verið fullsmiðað og er verið að reyna það til fullnustu, um borð i Tromsöskut- togaranum Hagbart Kræmer. Þegar tilraununum lýkur og reynsla er fengin af þessu fyrir- komulagi undir elektróniskri stjórn, þar sem vitneskja allra tækja skipsins er tiltæk á sjón- varpsskermi, þá verður þessi búnaður settur um borð i haf- rannsóknaskipið G.O. Sars og notaður i þágu firskirannsókna og er talið að það verði mjög fljót- lega. Samkævmt þessari opinberu frétt sem birt hefur verið i norsk- um fjölmiðlum nýlega þá verður maður að álykta að ekki liði mjög langur limi þar til fyrirtækið „Simrad” fer að framleiða þenn- an búnað fyrir almennan mark^ að. Á siðustu árum og áratugum hafa norðmenn staðið i fremstu röð við framleiðslu á margs konar tækjum og búnaði fyrir sjávarútveg og sumstaðar haft algjöra forustu. Með þessu siðasta afreki sinu, virðast þeir ætla sér að halda þvi sæti áfram. ÆRAN Æran er mannsins aðal; æran er dýrri en gull. Aumur er ærulaus maður, enda þótt pyngjan sé full. Æran býr með oss innra; upphefð dugar ei hót. Auður né embættisframi er engin sárabót. Æran er manngildismerkið, hið mesta á lifsins braut. Hún heyrir til hjarta mannsins i heimsins gleði og þraut. Æruna ýmsir selja, æruna bera i sjóð. Þeir sist ættu hana að sýta, er svikja land og þjóð. Æruna enginn heimtir, er hana hefir misst. Þar duga ei reglur og dómar né draumur um tugthúsvist. Piltar með pyngju þunga, er prettina brúka rétt, þeim hossar heimurinn jafnan, þótt heldur sé æran létt. Jóhann Sveinsson frá Flögu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.