Þjóðviljinn - 16.12.1975, Side 11
Þriftjudagur 16. desember 1975. Þ.loDVILJINN — StÐA II
Frá umrœðum um stjórnarfrumvarp:
10% hœkkun útsvara! — Nœr 500
milj. kr. nýjar álögur á sjúklinga!
Þetta er
hneyksli,
sagði
Ragnar
Arnalds
Svo scm frá er skýrt á forsiðu
Þjóðviljans I dag, þá mælti
Matthias Bjarnason, heilbrigðis-
og tryggingamálaráöherra fyrir
frumvarpi i efri deild alþingis i
gær, þar sem kveðið er á um 10%
hækkun allra útsvara á næsta ári,
og er ætlunin að afla þannig um
1200 miljón króna tekna til
sjúkratrygginganna. Þá gerir
frumvarpiö einnig ráð fyrir tvö-
földun á greiðslu sjúklinga til sér-
fræðinga, sem þeir þurfa að leita,
meira en tvöföldun á greiðslum
sjúklinga fyrir röntgengreiningu
og geislamcðferð og 50% hækkun
á greiðslu sjúklinga fyrir fjöl-
mörg lyf. Viss lyf eru þó undan-
þegin.
Samkvæmt greinargerö frum-
varpsins, er gert ráð fyrir að 480
iniljón króna tekna verði aflað
með þessum auknu álögum á
sjúklinga og gerir þetta ásamt
1200 miljón króna útsvarshækk-
uninni samtals tæpar 1700 miljón-
ir króna.
A móti þessu hyggst rikis-
stjórnin nú falla frá 2000 miljón
króna niðurskurði á almanna-
tryggingunum, sem boðaður var i
fjárlágafrumvarpinu, en i þessu
nýja frumvarpi er talað um að
spara litlar 100 miljónir af
rekstrarkostnaði Trygginga-
stofnunarinnar.
Frumvarpi þessu var útbýtt á
alþingi i gær, og tekið til umræðu
nær samstundis.
Matthias Bjarnason, ráðherra
sagði að þessi ákvæði væru
hugsuð til bráðabirgða á næsta
ári, en tryggingalöggjöfin væri i
heildarendurskoðun. Ráðherrann
sagðist telja eðlilegt að auka hlut
sveitarfélaganna i sjúkrahús-
rekstrinum. Tekjutryggingu elli-
og örorkulifeyris mætti hins veg-
ar ekki skeröa.
Ilelgi Seljantók til máls næstur
á eftir ráðherranum og kvaðst
varla hafa haft tóm til að lesa
frumvarpið. Hann kvaðst mót-
mæla þvi, hversu seint þetta
frumvarp væri fram komið, fyrst
stjórnin ætlaði að láta afgreiða
það fyrir jól.
Frumvarp þetta væri niður-
staða af miklum umræðum, sem
fram hafi farið i hópi stjórnar-
þingmanna um þann boðskap
fjárlagafrumvarpsins, að skera
almannatryggingarnar niður um
2000 miljónir kr. Til þess treysti
stjórnarliðið sér ekki, þegar á
reyni, og sé það út af fyrir sig
ánægjulegt.
Nú sé hins vegar rokið i það
með þessu nýja frumvarpi, að ná
tæpum 500 miljónum kr. af sjúkl-
ingum sem lyf þurfi að kaupa og
læknismeðferð. Hingað til hafi
viðleitnin með nýjum lagasetn-
ingum um slik efni beinst að því,
að þoka málum áfram á þeirri
samhjálparbraut, sem allir þing-
flokkar hafi þóst aðhyllast á sið-
ari árum, — en nú sé snúið við
með þessu frumvarpi.
Þegar fjármálaráðherrann ætli
nú að næla sér i rós i hnappagatið
með þvi að skera niður framlög
rikisins til sjúkratrygginga, þá sé
það gert með þvi, annars vegar
að auka útgjöld sjúklinganna, og
hins vegar með beinum nýjum á-
lögum á almenning i landinu i
formi 10% útsvarshækkunar. —
Það sé auðvitað nákvæmlega
sama fyrir þá sem eiga að greiða
álögurnar, hvort þeir greiða þær
beint til rikisins, eða um hendur
sveitarfélaganna. Að tala um
lækkun opinberra útgjalda vegns
tilfærslu þar á milli væri auðvitaf
ekkert annað en hreinasta blekk
ing.
Helgi Seljan sagðist ekki vita
betur en það væri enn stefna
sveitarfélaganna að vilja losna
við sjúkratryggingarnar, að þær
yrðu alfarið á hendi rikisins.
Þetta frumvarp gengur þvert
gegn þeirrf stefnu. Helgi kvaðst
vilja spyrja, hvort samráð hafi
verið haft um flutning þessa
frumvarps við Samtök sveitarfé-
laga.
Lýsti Helgi ákveðinni andstöðu
sínni við frumvarpið, og kvaðst
telja nær, að hækka framlög at-
vinnurekenda til sjúkratrygging-
anna, en bæta þessum útgjöldum
á sjúklingana sjálfa og allan al-
menning i landinu. Það væri eng-
in lausn, að fela sveitarfélögun-
um að rukka inn þá peninga, sem
rikið sjálft hafi rukkað inn áður.
Ragnar Arnalds sagðist engar
spurnir hafa af þvi haft að von
væri á þessu frumvarpi, og það
væru með öllu ótæk vinnubrögð,
að taka þetta stórt mál samstund-
is til umræðu um leið og frum-
varpinu hafi verið útbýtt, en án
þess að þingmönnum hafi verið
Eignarskattur,
niðurskurður
framlaga o.fl.
Á fundi neðri deildar alþingis i
gær mælti Matthias A.
Mathiesen, fjármálaráðherra
fyrir stjórnarf rumvarpi um
heimild til 5% iækkunar flestra
lögbundinna framlaga á fjárlög-
um bæöi 1976 og 1977.
Frumvarpiö haföi áöur verið
afgreitt frá efri deild. Til máls
tóku auk ráöherrans þeir
Benedikt Gröndal og Karvet
Pálmason.
Matthias Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra mæltí fyrir
stjórnarfrumvarpi um aö fram-
lengt veröi 1% útflutningsgjald af
fob-verði útfluttra sjávarafurða
til Fiskvciöasjóös, en gjald þetta
ætti að óbreyttum lögum að falla
úr gildi um næstu áramót.
Þá mælti Matthias A. Mathie-
sen, f jármálaráðherra fyrir
stjórnarfrumvarpi um hækkun
eignaskatts.sem áður haföi veriö
afgreitt frá efri deild. í efri deild
fluttu stjórnarandstæðingar i
fjárhags- og viðskiptanefnd, þeir
Ragnar Arnalds og Jón Armann
Héöinsson, breytingatillögu við
frumvarpiö, og lögöu til, að eng-
inn skattur verði greiddur af 2,7
milj. kr. i skattgjaldseign (i stað
2,0 milj. i frumv.), að 0,6%
greiðist af skattgjaldseign á bil-
inu 2,7-5,4 miljónir (i stað bilsins
2-3,5 milj. i frumvarpinu, og aö
1% greiðist af skattgjaldseign
umfram 5,4 miljónir (en umfram
3,5 milj. samkv. frumvarpinu.)
1 neðri deild var málinu visað
til nefndar og 2. umræðu að lok-
inni framsöguræðu ráðherra.
gefinn nokkur kostur á, að kynna
sér það.
Menn hafi átt von á frumvarpi
um tryggingamál, þar sem rikis-
stjórnin hafi með fjárlagafrum-
þíngsjá
varpinu boðað stórfelldan niður-
skurð almannatrygginga. Nú
komi hér allt i einu i staðinn
frumvarp, sem fyrst og fremst
fjalli um skattamál, þ.e. 1200
króna hækkun útsvara, eða um
10%, og að auki sérstakar nær 500
miljón króna álögur á þá sjúkl-
inga, sem við sjúkratryggingarn-
ar eiga skipti.
Þessar fyrirhuguðu álögur
væru greinilega eins óréttlátar og
hugsast getur. Sjálfstæðisflokk-
urinn þykist vilja draga úr rikis-
útgjöldum. Sá stórfelldi niður-
skurður á verklegum fram-
kvæmdum og fleiri liðum, sem
fjárlagafrumvarpið ber með sér,
hefur þó greinilega ekki fullnægt
þeim ofstækisfyllstu i flokknum,
og þá er gripið til ótrúlegustu
ráða til að blekkja og gera þessa
aðila ánægða. Nú á það að heita
einhver sparnaður hjá rikinu að
láta sveitarfélögin innheimta 1200
miljónir króna, sem rikið hefur
sjálft gert áður
Ragnar kvaðst sérstaklega
vilja undirstrika, að útsvarið væri
brúttóskattur, sem legðist nær
eingöngu á launafólk, en alls ekki
á atvinnurekendur. Hann kvaðst
vilja minna á, að i Reykjavik
einni væru hins vegar 4—500 fyr-
irtæki, sem algerlega slyppu við
að greiða tekjuskatta, þótt velta
þeirra væri yfir 20.000 miljónir
króna i fyrra. Þarna væri með til-
tölulega einföldu móti hægt að
afla tekna fyrir rikið er næmu
3—4 miljörðum króna.
En um slikt hefur rikisstjórnin
verið ófáanleg að ræða, hvað þá
meira.
Nú á enn að sleppa atvinnu-
rekstrinum i sambandi við þessar
nýju álögur. Slkt er hneyksli til
viðbótar við öll önnur hneyksli,
sem viðgangast i skattamálum á
tslandi nú. Sé á annað borð talið
fært að hækka útsvörin, þá veitir
sveitarfélögunum sannarlega
ekki af þeim tekjustofni. En nú
ætlar rikissjóður að ryðjast þar
inn lika og afla tekna með út-
svarsálagningu.
Axel Jónsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagðist telja
frumvarpiðganga algerlega gegn
nieginstefnu Samtaka sveitarfé-
laga, en kvaðst þó vilja styðja
það, þar sem hann liti svo á, að
hér væri um algert bráðabirðga
úrræði að ræða.
Bragi Sigurjónsson, varaþing-
maður Alþýðuflokksins kvaðst
verða að andmæla frumvarpinu,
þótt hann væri samþykkur ýms-
um stefnumiðum þess.
Fleiri tóku ekki til máls og var
málinu visað til nefndar og 2. um-
ræðu.
---------------------------------\
JANE EYRE
eftir Charlotte Bronté er önnur skáldsagan í nýj-
um bókaflokki frá Sögusafni heimilanna, sem
nefnist Grœnu skáldsögurnar. — Jane Eyre er
ógleymanleg skáldsaga, sem árlega er gefin út í
stórum upplögum víða um heim.
Á HVERFANDA HVELI
eftir Margaret Mitchell kom út fyrir síðustu jól.
Þessi eftirsótta skáldsaga er fyrsta bókin í bóka-
flokknum Grœnu skáldsögurnar.
JANi EVHE
SÖOÚSAfN HtlMltANNA
H.PBOTHfSO UWI5
i MNda
eftir danska rithöfundinn í þessum bókaflokki koma út tvær skáldsögur nr. 16 og 17:
Morten Korch er fyrsta skáld- Synir Arabaliöjðingjans eftir E. M. Hull og Leyndarmálið eftir
sagan, sem kemur út á íslensku H. Prothero Lewis. Báðar þessar skáldsögur hafa notið mikilla
eftir þennan vinsæla höfund, vinsælda, en verið uppseldar árum saman. Þær eru atburðaríkar
en bækur hans seljast í millj- og spennandi, eins og aðrar bækur Sögusafnsins, ósvikinn og
ónum eintaka í heimalandi góður skemmtilestur fyrir fólk á öllum aldri.
hans. Tvíburabrœðurnir er ein
af allra vinsælustu sögum
Mortens Korch, örlagarík og
spennandi.
SÖGUSAFN
HEIMILANNA
'•I5E Y N Ð/¥R M A: 131
SÖCU5/
Sígildar skemmtisögur
HDBTtH KDRCH
Tvíburabræðurnir