Þjóðviljinn - 16.12.1975, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 16.12.1975, Qupperneq 13
Þriðjudagur 16. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Eina sekúndu vantaði í jafn- tefli við dani en íslenska landsliðið tapaði þrisvar fyrir dönum t æfingadvöl sinni i Danmörku lék islenska landsliðið þrisvar sinnum við það danska og tapaði i öll skiptin. Tveir seinni leikirnir fóru fram um helgina i fjögurra liða móti, en þar hafnaði tsland i öðru sæti. Var úrslitaleikurinn á milli Isl. og dana og sigruðu heimamenn 20-17. Auk landsliðanna tóku þátt i keppninni lið Arhus KFUM og ungverks liðið Tatabanya. Var fyrsti leikur mótsins á milli ts- lands og dana. Sá leikur tapaðist fyrir mikinn klaufaskap með einu marki, 17-16. Var jafnt þar til ein sékúnda var eftir að dönum tókst að skora sigurmarkið eftir mik- inn klaufaskap islensku sóknar- innar. Tapaði hún boltanum nokkrum sekúndum fyrir leikslok með skoti úr vonlausu færi. Axel Axelsson blómstraði i leiknum gegn Arhus KFUM og skoraði þá 10 mörk, Jón Karlsson 6, Ólafur H. Jónsson 5 en aðrir minna. beim leik lauk með stór- um sigri landans, 25:14. Leiknum við ungverjana var siðan sleppt og ákveðið að landsliðin tvö mættust i leik um fyrsta sæti, þar eð þau voru efst og jöfn. 1 leikhléi þess leiks var islenska liðið oftast yfir en danir jöfnuðu rétt fyrir hlé, 9-9. 1 siðari hálfleik komust danir upp i 11-9 og héldu forskotinu |jað sem eftir var. Mörk tslands: Jón Karlsson 5 (2 viti), Ólafur H. Jónsson 4, Gunnar Einarsson 3, Axel Axelsson 2, Viggó Sigurðsson 2 og Björgvin Björgvinsson 1. Að sögn voru islensku strákarn- ir orðnir nokkuð þreyttir undir lok dvalarinnar i Danmörku, sem þó var hin gagnlegasta. Æft var eða spilað oft á dag og aðbúnaður all- Athugasemd frá Ellerti B. Schram: Hjá ýmsum sér- samböndum tíökast greiðslur fyrir stjórnarstörf Þjóðviljanum hefur borist eftirfarandi bréf frá Ellerti B. Schram vegna greinar sem —gsp reit á iþróttasiðu blaðs- ins sl. föstudag. Er bréf hans svohljóðandi: Hr. ritstjóri iþróttasiðu , Sigurdór Sigurdórsson, bjóðviljanum. Vegna greinar á iþróttasiðu Þjóðviljans i dag varðandi „þóknanir” til min fyrir störf i þágu KSI vil ég biðja yður um að birta eftirfarandi: 1. Eftir að það hafði verið end- urtekið nokkrum sinnum i blaðagreinum að ekki hafi þekkst áður i iþróttahreyfing- unni að forystumenn hennar hafi fengið greitt fyrir tiltekin verk, s.s. fjáröflun, snéri ég mér til Sigurðar Magnússonar skrifstofustjóra ISI og bað hann um að leita upplýsinga hjá hinum ýmsu sérsambönd- um hvaö hæft væri i þessum fullyrðingum. Ég óskaði ekki eftir að boðað væri til fundar með formönnum sérsamband- anna og ég baö ekki um neina traustsyfirlýsingu mér til handa. Hann hefur tjáð mér, sem mér var reyndar kunnugt um, að hjá ýmsum sérsamband- anna hefur það átt sér stað, að greitt hafi verið fyrir störf stjórnarmanna, sem eru það stór i sniðum að ekki geta tal- ist falla undir venjuleg stjórn- arstörf. 2. Að svo miklu leyti sem um- rædd greiðsla telst laun, þá er það fyrir tæplega mánaðar- starf, sem gaf kr. 2 millj. i brúttótekjur fyrir KSI. Aðal- lega var nefnd greiðsla þó hugsuð sem endurgjald fyrir margvislegan útlagðan kostn- að fyrir sambandið. öll sér- sambönd ISI hafa leitast við að greið.a stjórnarmönnum slikan kostnað. Það er ekki rétt, að ég og gjaldkeri höfum gert tilraun til að fela þessa greiðslu eða greiðslu fyrir innheimtu. Með þetta mál var farið nákvæm- lega með sama hætti og önnur hliðstæð mál. Gjaldkeri sam- bandsins hefur haft umboð til að semja við og greiða eftir at- vikum öllum þorra þeirra manna, sem vinna fyrir eða eiga viðskipti við KSl. Allir slikir reikningar, einnig kvitt- un fyrir greiðslu til min, hafa legið frammi og koma fram á reikningum KSI. Endurskoð- endur hafa yfirfarið þá reikn- inga og ekkert fundið athuga- vert. 4. Allar þessar upplýsingar og skýringar komu fram á árs- þingi KSl. Ég ber ábyrgð gagnvart þinginu og þaö hefur sagt sitt álit. Sú traustsyfir- lýsing, sem þar var gefin, gerir frekari umræður óþarf- ar. Þetta mál er þvi útrætt af minni hálfu. Virðingarfyllst, Ellcrt B. Schram. ur stórkostlegur. Framundan er erfitt verkefni, landsleikurinn við júgóslava 18. des. verður afar erfiður. — gsp Björgvin — kemur vonandi tvlefldur eftir dvölina I Danmörku. ÆGISUTGAFAN Guömundur Jakobsson: Mennirnir í Brúnni V í fyrri bindum þessa bókaf lokks, höfum viö kynnst starfi fiskimanna. Nú kveöur við annan tón. Hér eru það siglingamenn sem segja f rá. Við kynnumst strandsiglingum, landhelgisgæzlu og millilanda- siglingum. Yfirgripsmikinn f róðleik er að f inna um alla þessa þætti sjómennsku og fjölmargt ber á góma, sem almenningi er ekki kunnugt. Það er ekki of mælt að allir þeir, sem vilja kynna sér viðfangsefni siglingamanna og landhelgisgæzlu þurfa að eignast og lesa þessa bók. Verð kr. 2400,- án sölusk. Þorsteinn Matthíasson: í dagsins önn PORST61MN matthIasson Í DAGSINS ÖNN EIÖINKONUR 06 MÆOOR SEOiA f RÁ ÆVI OQSTÖRrUM m # 11 konur segja sögu sína í þessari bók. Þær hafa all- ar verið mæður og eiginkonur. Hafa samtals eign- ast96 börn og eru sælar af sinu hlutverki. Telja það ekki vanmetið, enda hið göfugasta hverrar konu. Þeim er það og sameiginlegt að vilja ekki skipta kjörum við þær kynsystur sínar, sem nú berjast fyrir gerbreyttum lifsháttum. Dýrmætasta eign hverrar þjóðar eru góðar eiginkonur og mæður og þessi bók ætti að vera kærkomin öllum þeim, sem enn trúa þvi að „Mamma skipi ávallt öndvegið". Verð 2000.- án sölusk. Skyggnst yfir landamærin Þessi bók á ekki samleið með öðrum slíkum um dulræn efni. Hér segir frá fólki, sem raunverulega hefur dáið, en verið vakið til jarðlifs aftur. Það hef ur þvi verið í óþekktum heimi um skeið og kynnst þar ýmsu sem okkur er hulið. Spurningunni miklu: Er líf að loknu þessu? er svarað. Enginn sem hef ur áhuga á eilífðarmálum getur lát- ið ógert að lesa þessa bók. Höf. Jean-baptiste Delacour Kristin R. Thorlacius þýddi. Verð 1650.- án sölusk. Metsöluhöfundar Sveu llazel: Tortimiö Paris — Denis Robins: Hótei Mávaklettur. Þessir höfundar eru isienzkum lesendum kunnir og þarf ekki um að bæta. Bækur Sven Hazel hafa veriö þýddar á 52 tungumál og hann er talinn fremsti núlifandi striössagna- höfundur. Þessi bók fjallar um tilraun Þjóöverja til aö eyða Paris og er talin ein hans bezta bók. Allar fyrri bækur Hazels hafa selzt upp. Denise Robins er aö lfkindum afkastamesti og viölesnasti ástarsagnahöfundur sem nú er uppi. Bæk- ur hennar ciga hér vaxandi vinsældum að fagna og þessi nýja bók hennar er einsog hinar fyrri heill- andi lestur. NYJAR BÆKUR-GOÐAR BÆKUR o Sanngjarnt verð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.