Þjóðviljinn - 19.12.1975, Side 3

Þjóðviljinn - 19.12.1975, Side 3
Föstudagur 19. desembcr 1975. þJOÐVILJINN — SÍÐA 3 Kauptryggingin í fiskiðnaðinum óvirk: F ry stihúsin segja starfs- fólkinu upp til þess að losna við það af launaskrá yfir hátíðarnar Það virðist æði erfitt fyrir verkalýðshreyfinguna að gera þannig samninga við atvinnurek- endur að ekki sé i þeim einhver smuga fyrir þá, til þess að fara sinu fram, þegar þeim hentar. Þegar samið var umkauptrygg- ingu til handa fólki i frystihúsum á landinu, þótti mörgum mikið hafa áunnist, en þvi miður er slikt gat i þeim samningi að hann heldur ekki þegar á reynir. Nýjasta- dæmið um það hefur verið að gerast nú siðustu daga. Framundan eru brandajól og þvi margir helgidagar. Frystihúsa- eigendur sjá ofsjónum yfir þvi að greiða starfsfólki sinu kaup yfir þessa helgidaga eins og velflestir atvinnurekendur verða að gera. Og þeir notfæra sér gatið i samn- ingunum með þvi að segja kaup- tryggingunni upp með löglegum fyrirvara, eða einni viku. Þetta hafa þeir sumir hverjir gert núna, m.a. frystihúsið Kirkjusandur, sameign Sverris Hermannssonar alþingismanns og SÍS. Arni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri frystihússins sagði i gær að þar yrði unnið fram á mánudag en siðan yrði frystihús- inu lokað framyfir áramót og hann vissi ekki um hvenær von væri á hráefni til vinnslu á næsta ári, en það yrði að öllum likindum fljótlega eftir áramótin. Hann staðfesti hinsvegar að kauptrygg- ingunni hefði verið sagt upp og sagði að þetta gerðu öll frystihús, eins og hann orðaði það. —S.dór Ölla starfsfólki frystihússins í Ölafsvík sagt upp: Hráefnisskortur er ástæðan öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Olafsvikur hefur verið sagt upp störfum frá og með áramótum. Og er við höfðum samband við skrifstofu frystihússins i gær var okkur tjáð, að hráefnisskortur væri ástæðan fyrir þessum upp- sögnum. Starfsfólkið hefur sin laun yfir komandi helgidaga en siðan verður húsinu lokað fram að vetrarvertið. Þess má geta að i ölafsvik er enginn skuttogari en þeir hafa sem kunnugt er aflað mörgum úti á landi hráefnis og halda þar hreinlega uppi atvinnulifinu. Atvinnuástand i ólafsvik er mjög bágborið um þessar mundir og það svo að i dag er fyrirhug- aður borgarafundur á vegum verkalýðsfélagsins um málið. —S.dór Níu sveitarstjórnir skora á Alþingi: Fellið stjórnarfrum Neskaupsstaður „Bæjarráð Neskaupsstaðar mótmælir harðlega framkomnu frumvarpi um eitt prósent álag á útsvarsstofn, sem sveitarfélögin eiga að innheimta og greiða til sjúkrasamlaganna. Bæjarráð tel- ur að sveitarsjóðir þoli enga skeröingu sinna tekjustofna, en telji rikisstjórn nauðsynlegt að leggja á nýjar álögur vegna sjúkratrygginga, eigi hún að nota sina eigin tekjustofna og inn- heimtumenn. Framlag þessa frumvarps gengur i berhögg við margyfir- lýstan vilja sveitarstjórnar- manna, sem á undanförnum ár- um hafa bent á að rikið ætti eitt að bera allan kostnað af sjúkra- tryggingum eins og öðrum grein- um almannatrygginga, enda hafa sveitarfélögin engin áhrif haft á rekstur trygginganna eða út- gjaldaaukningu siðustu ára. Þær umræður sem nú siðustu vikurnar hafa farið fram milli fulltrúa sveitarfélaganna og rikisstjórnarinnar er þá ekki hægt að skoða sem nema sýndar- mennsku eina saman, ef frum- varp þetta verður að lögum. Merki kvennaárs er tákn jafnréttis og friðar. Tákn einber tryggja ekki konum jafnan rétt körlum, en værðarvoð frá Gefjun tryggir þeim yl og gæði íslenzkrar ullar. íofið kvennaársmerki minnir jafnframt á, að ávallt og ekki aðeins á kvennaári ber konum að gæta réttinda sinna. Verö aðeins 2.950 krónur. Kvennaársteppið fæst í þremur litum, í sauðalitum, mórauðu og gráu, og i rauðu. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN AKUREYRI varp um sölu- skattshækkun Mótmælaalda hefur risið vegna framkomins stjórnarfrumvarps um eitt prósent álag á útsvars- stofn, sem sveitafélögin eiga að innheimta og greiða til sjúkra- samlaganna. Fram kemur að frumvarpið gangi i berhögg við margyfirlýstan vilja sveitar- stjórnarmanna, sem á undan- förnum árum hafa bent á að rikið ætti eitt að bera allan kostnað af sjúkratryggingum eins og öðrum greinum almannatrygginga. Jafnframt kemur fram i ályktun- unum að sveitarstjórnir lita svo á að telji rikisstjómin nauðsynlegt að leggja á nýjar álögur vegna sjúkratrygginga, eigi hún að nota sfna eigin tekjustofna og inn- heimtumenn: Hér fara á eftir ályktanir Sam- starfsnefndar sveitarfélaga á Suðurnesjum, og ályktanir bæj- arstjórnar I Neskaupsstað, Hafn- arfirði og Sauðárkróki. Þær eru gerðar 16. og 17. des. Bæjarráð Neskaupsstaðar skorar þvi á þingmenn að fella frumvarp þetta og taka upp sam- vinnu við sveitarfélögin um laga- setningar er snerta verkaskipt- ingu þessara handhafa fram- kvæmdavaldsins.” (Sign.) Logi Kristjánsson, bæjarstjóri. Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnes jum: „S.S.S. mótmælir harðlega framkomnu frumvarpi, sem gengur i þveröfuga átt við stefnu sveitarstjórnarmanna á Suður- nesjum, sem telja að rikið eigi að taka að sér sjúkratryggingar að fullu. Skorar nefndin á alþingis- menn að fella frumvarpið og beita sér i staðinn fyrir þvi að 10% þátttaka sveitarfélaganna i sjúkratryggingum verði lögð nið- ur og rikissjóði falin sú fjármögn- un og einnig viðbótarfjáröflun til þessa málaflokks, ef nauðsyn krefur.” (Sign.) Guðmundur Hauksson, sveitar- stjóri Vatnsleysustr. hreppi Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri, Keflavik. Eirikur Alexandersson, bæjar- stjóri, Grindavik. Alfreð Alfreðsson, sveitarstjóri, Sandgerði. Albert K. Sanders, sveitarst. Njarðvikurhrepps. Jósep Borgarsson, oddviti, Hafn- arhreppi. Finnbogi Björnsson, oddviti, Gerðahreppi. Sauðárkrókur. „Bæjarstjórn Sauðárkróks mótmælir harðlega þeim áform- um rikisstjórnarinnar að nota á- lag á tekjustofn sveitarfélaga til að efna fyrirheit sitt um lækkun rikisútgjalda til tryggingar- kerfisins og skorar á rfkisstjórn og alþingi að leita annarra og Framhald á 14. siðu SINE-fundur um lánamálin Nú eru islenskir stúdentar er- lendis sem óðastað koma heim i jólaleyfi. Nýlega hefur verið út- hlutað 40 miljónum úr lánasjóði námsmanna, en i rauninni var þar ekki um annað að ræða en hröðun á greiðslu sem ákveðið var að seinka i haust. Lánamál námsmanna eru enn i fullkom- inni óvissu. Þegar fjárlaga- frumvarpið kom frá nefnd til annarrar umræðu reyndist ekki tilgreint hvað Lánasjóðurinn ætti að fá háa fjárveitingu. Stjórn Sambands islenskra námsmanna erlendis hefur vegna þeirrar óvissu sem enn rikir i lánamálunum ákveðið að boða námsmenn til tveggja funda um hátiðina. Sá fyrri verður á morgun laugardaginn 20. desember og hinn síðari 27. Báðir verða fundirnir haldnir i Félagsstofnun stúdenta kl. 14. UTBOÐ fyrir Tilboð óskast i hitavatnsmæla Hitaveitu Reykjavikur. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 22. janúar 1976 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 <

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.