Þjóðviljinn - 19.12.1975, Side 16
Dregið eftir 5 daga
Á morgun laugardaginn 20. desember er aðalskiladagur
í Happdrætti Þjóðviljans um allt land
Skrifstofur Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Kópavogi,
Hafnarfirði, Akranesi, Sigiufirði og Akureyri verða opnar
eftir hádegi til þess að taka á móti skilum og gefa
upplýsingar um happdrættið.
Léttið störfin og gerið skil strax í dag.
DJODVIUINN
Föstudagur 19. desember 1975.
Uppreisn
herforingja
í Argentínu
BUENOS AIRES 18/12 —
Foringjar i flugher Argentinu
hafa gert uppþot, tekið á sitt
vald tvo flugvelli i grennd við
höfuðborgina og handtekið
yfirshershöfðingja flughers-
ins, sem ekki vildi ganga i lið
með þeim. Þeir krefjast þess
að stjórn Mariu Estelu Peron
láti af völdum og að við taki
herforingjastjórn. Samkvæmf
fyrstu fréttum bendir ekkerl
til þess að landherinn og sjó
herinnstyðji uppreisnarmenn.
•
Leppstjórn
á Austur-
Tímor
JAKARTA 18/12 — Fjórir
stjórnmálaflokkar á Aust-
ur-Timor, sem hallir eru undir
Indónesiu, hafa komið þar á
fót bráðabirgðarikisstjórn.
Malik, utanrikisráðherra
Indónesiu, hélt þvi fram i
kvöld að stjórn þessi, sem
styðst við indónesiskt innrás-
arlið, hefði nú alla hernaðar-
lega mikilvæga staði á Aust-
ur-Timor á sinu valdi.
•
I hár sam-
an át af
olíuverði
PARIS 18/12 — Frakkar og
bretar eru komnir i hár saman
á alþjóðlegu ráðstefnunni um
orku og hráefni, sem nú stend-
ur yfir i Paris. Veldur þvi að
Callaghan utanrikisráðherra
breta setti i upphafi ráðstefn-
unnar fram ákveðnar kröfur
um lágmarksverð á oliu, og
vill Bretland með þvi tryggja
að það tapi ekki á oliuvinnslu
sinni i Norðursjó, sem er mjög
kostnaðarsöm. Giscard d’Est-
aing Frakklandsforseti veitti
Callaghan þungar átölur fyrir
þetta og taldi hann með þessu
hafa rofið samstöðu rilíja
Efnahagsbandalags Evrópu á
ráðstefnunni, en EBE-rikin
leggja áherslu á sem lægst
oliuverð. Heldur litlar likur
eru á þvi að á ráðstefnunni
þoki nokkuð áleiðis i þá átt að
tryggja réttlátari skiptingu
heimsauðsins og koma festu á
verðlag á oliu og hráefnum.
Klipping og elting-
arleikur á miðunum
Bretar skipta um eftirlitsskip og kalla þrjá
dráttarbáta heim vegna sjólagsins
Fyrir hádegi i gær gerði varð-
skipið Öðinn aðför að breska tog-
aranum Crystal Palace þar sem
hann var að veiðum ásamt öðrum
breskum togurum um 26 sjómilur
út af La'nganesi. Var þar togað
undir verndarvæng breska drátt-
arbátsins Euromans.
Crystal Palace hifði inn vörpu
sina i ofboði er Óðinn nálgaðisten
þó tókst, skv. fréttum Reuters
fréttastofunnar að klippa á annan
togvirinn. Sjálfir gátu varðskips-
menn ekki athugað árangur
klippinganna vegna ásiglingartil-
rauna eftirlitsskipsins og annarra
togara, sem allir eltu Óðinn eftir
aðförina að Crystal Palace.
Það mun vera orðin nokkuð föst
venja hjá varðskipum sem reyna
aðför að togurum, að hafa sig á
brott um leið og klippingu lykur
og eru þau þá gjarnan elt af
grömum skipverjum eftirlits-
skipa eða togara. I þessu tilfelli
mun óðinn hafa siglt skipin af sér
enda nokkuð hraðskreiðari en
þau, sem þarna voru til staðar.
LÖGBANN Á RAUÐA
SVIFNÖKKVANN
I dag verður tekin fyrir i bæjar-
þingi Reykjavikur lögbannskrafa
á bókina ,,Rauði svifnökkvinn”,
lestrar- og myndabók, eftir Ólaf
Hauk Simonarson og Valdisi Ósk-
arsdóttur. Gerðarbeiðendur eru
Svava Markúsdóttir og Beinteinn
Asgeirsson. Lögbannskrafan er
gerð vegna notkunar á mynd af
þeim dansandi innan um eld-
spýtustokka, vínflöskur og svefn-
poka i bakgrunni myndarinnar.
Krefjast þau þess, að dreifing
bókarinnar verði stöðvuð. Verði
bæjarþingið við lögbannskröfu
fara þau fram á miskabætur og
fleira.
Fœreyskt skip alelda:
18 manna
áhöfn ófundin
leit í allan gœrdag hefur
ekki borið árangur
Átján manna áhöfn af
færeyska fiskiskipinu
Tómas T hafði ekki
fundist i gærkvöldi þrátt
fyrir leit i allan gærdag,
en eldur braust út i skip-
inu þar sem það var
statt um 300 sjómilur
suðvestur af Reykja-
nesi.
Það var klukkan 10.00 i gær-
morgun að færeyska skipiö sendi
út neyðarkall. Þetta er rúmlega
tvö hundruð tonna bátur sem var
á Grænlandsmiðum og veiddi i
salt (á linu). Annar færeyskur
bátur taldi sig vera um þrjátiu
milur frá þeim stað sem gefinn
var upp í staðarákvörðun neyðar-
kallsins, en þrátt fyrir leit hans og
þýska eftirlitsskipsins Friðþjóf
auk flugvéla frá varnarliðinu hef-
ur enn ekkert sést til skipsins eða
áhafnar þess.
TF-Sýr átti að fara til leitar i
gær en varð að hætta við vegna
einhverrar bilunar eða smáó-
happs. Reiknað er með að hún
komist til leitar á morgun. Igær-
kvöldi og nótt leituðu tvær flug-
vélar varnarliðsins með full-
komnum rödurum en án árangurs
er siðast var vitað.
Veður á þessum slóðum var
vont, skárra þó um morguninn en
fór versnandi er á leið. Tveir
fimtán manna gúmbjörgunarbát-
ar eru um borð i Tómas T auk
léttbáta. Engar neyðartalstöðvar
eruum borð i björgunarbátunum,
en slikt er ekki ólöglegt skv. fær-
eysku lögunum, þótt hér á landi
sé það ófrávikjanleg skylda að
hafa slikt i hverjum báti.
Um afdrif skipsins er ekkert
vitað. Vera kann að staðar-
ákvörðun þess sé alröng, og þess
vegna sjáist ekki til þess, en ein-
göngu hefur enn verið leitað á
svæðinu i kringum uppgefna
staðarákvörðun. Siðast þegar til
skipverja heyrðist talaði skip-
stjórinn i talstöðina og hafði hann
þá hrökklast út á brúarvænginn —
trúlega vegna eldhafs.
Sambandsleysið við skipverja
seinni hluta gærdagsins þykir þó
ekki endilega benda til þess að
skipið sé sokkið. Vera kann að
talstöðvarleiðslur hafi sviðnað i
sundur og ýmislegt annað kann
að hindra fjarskiptasamband.
Leit var haldið áfram í alla nótt
og á morgun verður öllu tjaldað
sem tiler við leitarstarfið. —gsp
Munið útifundinn
á Lækjartorgi á
laugardag kl. 15
Kjörorðin eru:
1. Gegn rányrkju á is-
landsmiðum.
2. Tafarlaus stjórn-
málaslit við Stóra-Bret-
land.
3. Endurskoðun á aðild
íslands að NATÓ.
Óskað er eftir stuðningsyfir-
lýsingum viðkröfur þessar frá
félagasamtökum um allt land.
Pósthólf: 1026 i Reykjavik.
Félag ungra framsóknar-
manna, Reykjavík, FUF, Fé-
lag ungra jafnaðarmanna,
Reykjavík, FUJ, Reykja-
vfkurdeild Einingarsamtaka
kommúnista, EIK (m.l.)
Reykjavikurdeild Kommún-
istasamtakanna, marxist-
anna, leninistanna, KSML,
Æskulýðsnefnd Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
ÆNSFV, Æskulýðsnefnd Al-
þýðubandalagsins, Reykjavík,
ÆNABR.