Þjóðviljinn - 04.01.1976, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Qupperneq 5
Sunnudagur 4. janúar 1976. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 af eiiendum vettvangi Sé spurt um þýöingarmestu er- lenda atburði sl. árs þá munu flestir vafalaust nefna ósigur bandarikjamanna og skjólstæð- inga þeirra i þrem rikjum Indó- kína. Það yrði langur listi ef menn ætluöu að telja upp allar hugsanlegar afleiöingar hans, á- lyktanirsem afhonum mádraga. En fyrst og fremst ættu þeir at- burðir aö sýna, hve takmarkað vald jafnvel auðugasta rikis heims er. Að ákvörðunarvald um framvindu mála i heiminum heldur áfram að flytjast frá hin- um gömlu valdamiöstöövum hins rika og iönvædda heims til þjóða fyrrverandi nýlendna og „áhrifa- frá Indókina hafa útgjöld ríkisins til fjármála verið aukin um tiu prósent á þessu fjárhagsári. Her- gagnaiðnaðurinn mun velta 35 miljörðum dollara á næstu tólf mánuðum. Og þar eð hernaöar- legur varningur allskonar eyðist ekki i sama mæli og þegar eldar loguðu glatt I Indókina, þá hafa hergagnarisarnir efnt til útflutn- ingsherferðar meiri en áður eru dæmi til. Útflutningur Hergagnasalan úr landi var mikil — og fer ört vaxandi. 136 Friöur og svæöa”. Þau flytja einnig þann huggunarboðskap, aö öflugasta hertækni fær ekki ráöiö viö ein- beitta þjóð. Hitt er svo annaö mál hve nota- drjúg lexía Indókínastriöanna veröurBandarlkjunum og öörum. Aö visukomstá friöur þar eystra, aö visu var á liðnu ári skrifað undir samþykktir um friösam- lega sambúð i Helsinki. Þetta voru á ýmsan hátt jákvæö tiöindi, þótt þau nægi varla til þess að kalla árið sem nýliöið er, friðar- ár. Og það er bersýnilega firna- lega margt sem kemur i veg fyrir raunhæfa sókn til friöar sem er annað og meira en vopn þegi. Við nefnum þar til kúgun á stéttum og minnihlutahópum, arðrán, mis- rétti og annað i þá veru. Og fyrst og siöast ber okkur að hafa hug- ann við það, aö vopnasmiöi, iðn- aöur dauðans, er i senn upp- spretta gifurlegs gróða og mikils valds og áhrifa, sem gætir miklu víðar en menn muna eftir hvers- dagslega. Hér skal á eftir reynt að gera nokkuð grein fyrir þess- um áhrifum af dæmi Bandarikj- anna. Þar með er ekki verið að draga úr ábyrgö „kaupmanna dauöans” i öðrum rikjum r— en hiö bandariska dæmi er einkar skýrt og þeim mun þýðingar- meira fyrir framvindu mála sem landið er auðugra og má sin meira. Viðvörun Eisenhowers Eisenhower var fyrst einn af helstu hershöfðingjum Banda- rikjanna og slðar forseti þeirra. Þaö vakti þvl sérstaka athygli þegar hann i kveðjuræðu sinni 1961 sá ástæðu til aö vara sérstak- lega viö þvi sem hann kallaði samsteypu hers og stóriöju — hann sagði, að hver ^tjórn yrði að gæta þess vandlega aö blökk þessi tæki ekki til sin enn meira vald en hún þegar hefði — slik samþjöpp- un valds gæti haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar. Víövörun Eisenhowers hefur að sjálfsögðu engin áhrif haft. Sam- tvinnan hagsmuna og áhrifa stjórnmálamanna, stóriöjuhölda og herforingja hefur farið vax- andi æ siöan og ein af afleiöingum var striðið i Indókina sem tók ær- inn toll af bandarisku samfélagi bæði i mannslifum og sjálfs- trausti. Menn gætu haldiö aö hinn smánarlegi ósigur i Indókína heföi skert eitthvaö umsvif og itök hinnar vanhelgu samsteypu. Svo er ekki. Hún heldur áfram að ráöa hugmyndum bandarikja- manna um hermál og þar með pólitiskri heimsmynd þeirra aö verulegu leyti. Hún flytur þessar hugmyndir út til bandamanna Bandarikjanna. Hún heldur áhrifum sinum á stjórnmál og al- menningsálit I krafti gifurlegs efnahagslegs valds. Þótt banda- riskt herlið hafi verið kvatt heim kaupmanna dauðans Skriðdrekinn sem hefur ruðst inn á bandarlska þingiö er nicrktur „Metútgjöld Pentagons til vopnakaupa”. Foringi hans tilkynnir: Það var barnaleikur einn að sigra þessa flra. þjóðriki — yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra rikja sem til eru — kaupa bandarisk vopn. Arið 1967 keyptu þau vopn fyrir tvo milj- arði dollara, en á sl. ári námu þessi kaup ellefumiljörðum. A sl. aldarfjórðungi hafa bandariskir vopnaframleiðendur selt úr landi m.a. 866 Phantomþotur, 2275 þyrlur, 5000 Hawkeldflaugar, 25000 Sidewindereldflaugar, 28.000 skriödreka. Hvað sem liður stuðningi Bandrikjanna við tsrael hafa bandariskir vopnakaup- menn lag á aö selja flestum aðil- um i Austurlöndum nær vopn. A sl. mánuðum hefur verið samið um sölu á Pershing-eldflaugum til tsrael, radarútbúnaði til Egyptalands, orustuþotum til Sáudi-Arabiu, Hawkeeldflaugum til Oman, sprengjufiugvélum til Kuwait. Bandariskir vopnafram- leiðendur og sérfræðingar eiga semsagt kost á þeim sérstæðu friðindum að geta virt fyrir sér i einu bæöi tortimingar- og varnar- mátt vopna sinna i alvörunni, þurfa ekki að takmarka sig við gerfiaðstæður tilrauna og æfinga. Enginn þorir aö andmæla Hergagnaiðnaðurinn er heima fyrir i þeirri aöstöðu aö svo til all- ir hópar i samfélaginu, sem hafa áhrif eða vald, eru honum vin- samlegir eða sýna honum að minnsta kosti hlutleysi. Verklýðs- foringjar styðja áform um risa- vaxin útgjöld til nýrra vopna af þvi að þau tryggja meðlimum þeirra vinnu — og þingmenn segja já og amen við pöntunum varnarmálaráöuneytisins, svo framarlega sem þeirra kjördæmi fær einhvern bita af kökunni. I báöum tilvikum gildir það lög- mál, að þvi meira sem atvinnu- leysið er, þeim mun fúsari eru menn til að leggja blessun sina yfir hervæðingarútgjöld. Ekkert er auðveldara en að mynda vold- ugar samfylkingar áhrifamanna um slik útgjaldaáform. Þegar eldflaugavarnakerfið ABM var á döfinni, kom það til tekna 28 meiriháttar fyrirtækjum i 42 rikj- um Bandarikjanna. Þetta þýddi að 84 af 100 öldungadeildarþing- mönnum og 172 af 435 þingmönn- um fulltrúadeildar voru fyrir- fram hliöhollir ABM-kerfinu, ef þeir vildu ekki lenda i vandræð- um meö sina menn heima i hér- aði. Gróði og mútukerfi Það efldi og mjög kærleiksrika sambúð þeirra sem framleiða vopn og þeirra sem panta þau, að á þessu sviði gilda sérstakar leik- réglur, sem leiða til þess að engin grein framleiðslunnar er jafn arðvænleg. Aðeins 10% af verk- efnum á sviöi framleiðslu og framkvæmda fyrir herinn eru boðin út. 90% deild út eftir samningakerfi iðjuhölda, herfor- ingja og háttsettra embættis- manna ráðuneyta, sem enginn kostur er á að hafa minnsta eftir- lit með. Með þessu móti hefur um fjórðungur alls bandarisks iðnað- ar möguleika á að láta samkeppni markaðshagkerfis lönd og leið. Þetta þýðir og að hergagnasmiðj- ur skila um 60% meiri arði að meðaltali en hliðstæð fyrirtæki sem framleiða fyrir almennan markað. Meðal annars þýðir þetta kerfi, að útgjöld til hermála eru aðferð til „leiðréttingar” á tekjuskipt- ingu i þjóðfélaginu — sem kemur ýrhsum helstu auðhringum lands- ins til góða. Hér skal nefnt litið dæmi um slika tilfærslu frá skatt- borgurum með milligöngu her- málaráðuneytisins (sem alls tek- ur af þeim um 90 miljarði dollara á ári). Northropflugvélaverk- smiðjurnar fá samþykktan 50 miljón dollara rikisstyrk (sem endanlega er svo hækkaður upp i 115 miljónir) til þess að smiöa or- ustuflugvélina F-5. Og enginn hreyfir andmælum enda þótt þessi flugvél sé einungis ætluð til útflutnings og þvi ekki hægt að fóðra slikan rikisstyrk með þvi að skirskota til eigin landvarna- þarfa. Þar meö voru hinir sömu skattgreiðendur einnig farnir aö borga sinn hluta af þeim hundr- uðum þúsunda dollara sem Nort- hrop-verksm iöjurnar greiddu embættismönnum og hershöfð- ingjum I Arabalöndum, Frakk- landiog Vestur-Þýskalandi i mút- ur til að þeir kæmu vélum þessum á framfæri. Mútur þessar hafa verið til rannsóknar hjá sérstakri þing- nefnd undanfarna mánuði eins og fréttalesendur kunna að muna. Annað flugvélafyrirtæki, Lock- heed, var enn stórtækara, en það mun hafa greitt um 22 miljónir dollara i mútur til áhrifamanna heima og erlendis. Einna rikuleg- ast hefur Lockheed „smurt” vesturþýska generála og embætt- ismenn — enda keyptu þeir af fyrirtækinu fyrir vesturþýska flugherinn hinar illræmdu Star- fighterþotur, sem hafa hrapað i tugatali og kostað fjölda manns lifiö. (NB — skyldi islenskum aðilum nokkurntima detta i hug að láta rannsóknarnefnd skoða fjárhag þeirra manna sem mestu ráða um það hverskonar flugvélar eru keyptar hingað til lands?) Hringekjan Hin ástrika sambúð her- maskinunnar, iðnaðarins og ráðuneytanna styrkist og með þvi að i raun eru það alltaf sömu mennirnir sem eru að semja hver við annan i mismunandi hlut- verkum. Hershöfðingi i gær er i dag ráðunautur hjá Lockheed eða General Motors. Stjórnarmeð- limur hjá IBM i gær er deildar- stjóri i Pentagon i dag.. Deildar- stjórihjá Pentagon i gær er i dag ráðgjafi hjá General Electric. Þetta er hin sanna hringekja ást- arinnar eins og hjá Morgunblaðs- skáldunum. Við lok siðasta áratugs höfðu rúmlega 2000 háttsettir herfor- ingjar að loknu starfi i hernum ráðist til fyrirtækja, sem að 2/3 eða meir fengust vð framleiðslu fyrir herinn. Hjá þrem flugvéla- smiðahringjum einum, Lock- heed, Boeing og McDonnell Douglas, unnu 520 fyrrverandi herforingjar. James Ferguson var t.d. yfirmaður þeirrar deiidar flughersins sem fylgdist með þró- un orustuflugvéla. 1970 gekk hann i þjónustu United Aircraft — sem ári siöar fékk pantanir frá Penta- gon upp á 733 miljónir dollara. 1 sama mund vinna um 1000 fvrr- Framhald á bls. 18 vald Flutt voru út vopn fyrir ellefu miljarði dollara.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.