Þjóðviljinn - 04.01.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. janúar 1976. LÚÐVIK JÓSEPSSON: Þaö sem öllu skiptirer, aö losna við sókn útlendinga í fiskstofna Það gerist margt æði kynlegt um þessar mundir i islenskum þjóðmálum. Uppi eru tillögur um að leggja verulegum hluta af fiskiskipaflotanum og draga þannig úr sjósókn og aflabrögð- um, en á sama tima standa stjórnvöld i samningaviðræðum við aðrar þjóðir um fiskveiðar þeirra i islenskri fiskveiðiland- helgi. Állir þekkja frásagnir út- gerðarmanna, og reyndar einnig opinberra aðila, um taprekstur útgerðarinnar, þetta sifellda tap jafnt á fiskverkun sem báta- og togaraútgerð. En þrátt fyrir þetta óleysanlega tapvandamál, þá risa nú upp spámenn með þjóð- inni, sem boöa þá kenningu, að leiðin út úr vandanum sé, að skattleggja útgerðina enn meira en áður méð nýjum svonefndum ..auðlindaskatti”, sem siðan eigi að nota til að koma upp smáiðnaði eins og prjónastofum og litlum saumastofum helst i hverju bvggðarlagi á landinu. Þaö er út af fyrir sig ekkert undarlegt, þó að upp risi spá- menn, einkum þegar allt gengur úrskeiðis i stjórn landsins, en hitt er ihugunarvert og býsna alvar- légt, að æðstustjórnendur lands- ins, þeir sem öðrum fremur bera ábyrgðina á þvi, sem ákveðið er að gera, skuli taka tillögur þess- ara spámanna alvarlega. Rangtúlkun fræði- legra upplýsinga Þegar Hafrannsóknastofnunin sendi frá sér aðvörunarskýrslu sina um ástand fiskistofnanna þann 13. okt. sl. urðu eðlilega all- miklar umræður um efni þeirrar skýrslu. f skýrslunni var lagt til, að heildarveiði á svonefndum Ix>tn- fiski, þ.e.a.s. þorski, ýsu, ufsa og karfa, yrði ekki meiri á næsta ári á miðunum við landið en 390—400 þúsund íonn. Lagt var til að há- marksafli af þorski yrði ekki meiri en 230 þúsund tonn árið 1976 og 290 þúsund tonn árið 1977. Síðar hefur komið fram, hjá þeim fiskifræðingi stofnunarinnar, sem sérstaklega hefur með þorsk- rannsóknir að gera, að hann tel- ur. að æskilegast væri og hrað- virkast til að ná þorskstofninum upp i fulla stærð, að hámarksafli af þorski yrði sem hér segir: 1976 ..............230 þúsund tonn 1977 ......... 295 þúsund tonn 197S ......... 378 þúsund tonn Séu nú þessar tölur bornar saman við ársafla siðustu árin kemur i ljós, að með öllu er óþarft að tala um niðurskurð á afla- magni isiendinga. Þorskafli is- lendinga hefur verið þessi hin sið- ustu ár: 1974 ......... 238 þúsund tonn 1973 ..........236 þúsund tonn 1972 ......... 229 þúsund tonn Það sem tölur Hafrannsókna - stofnunarinnar feia i sér er það, að á næsta ári væri æskilegt að heildarafli á þorski vrði ekki meiri en seni neniur venjulegum ársafla islendinga, eða með öðr- um orðum sagt, að veiðar útlend- inganna þurfi að stöðva. Það er með öllu rangt, að hinar fræðilegu upplýsingar fiskifræð- inganna feli i sér nauðsyn á minnkandi sókn isiendinga. Það gera þær ekki, en hins vegar fela þær i sér, að minnka þurfi heildarsóknina í þorskstofninn við landið. Af þeim tölum, sem hér hafa verið nefndar, kemur hins vegar i ljós, að fiskifræðingar telja óhætt að auka sóknina i þorskinn um 28% árið 1977 og um yfir 60% árið 1978. Fiskiskipaflotinn og verkefni hans á næstu árum Þegar þessar tölur eru hafðar i huga og upplýsingar fiskifræð- inga um að þorskstofninn við landið eigi að geta gefið af sér 400—500 þúsund tonn á ári, sé eðlilega staðið að veiðunum, — og þegar þess er einnig gætt, að meðaltals aflamagn af botnfiski af Islandsmiðum hefur verið sl. 20 ár um 800 þúsund tonn á ári og is- lendingar hafa aðeins tekið um helming þess magns, — þá er ljóst, að allt tal um of stóran fiski- skipaflota og of afkastamikinn, er fráleit fjarstæða. Veruiegur hluti islenska fiski- skipaflotans, er orðinn gamali og þarfnast endurnýjunar. Góð end- urnýjun hefur að visu átt sér stað sl. 3 ár, og í flestum tilvikum hef- ur hún verið i rétta átt. En það væri mikil skammsýni að ætla að stöðva þá þróun i gerð og útbún- aði flotans, sem átthefursérstað, — slikt hlyti að leiða til nýrra stökkbreytinga i skipakaupum eftir 3—4 ár, eða til þess, að is- lendingar yrðu að heimila Utlend- ingum að nýta þann hluta fiski- Togarar við bryggju stofnanna við landið, sem þeir gætu ekki nýtt sjálfir. Baráttan fyrir stækkun fisk- veiðilandhelginnar hefur öll verið við það miðuð, að islendingar einir nýttu fiskimiðin við landið. Til þess að það verði hægt þarf góðan fiskiskipaflota, útbúinn nýjustu tækni og mannaðan úr- vals sjómönnum. Við skulum hafa það i huga, þegar rætt er um nauðsynlega stærð fiskiskipaflotans, að hann á að taka að sér verkefni, sem ekki aðeins fiskiskipafloti islendinga hefur skilað á undanförnum ár- um, heldur einnig það verkefni, sem uni 200 breskir togarar og 100 vesturþýskir togarar, ásamt öðr- um fiskiskipum útlendinga, sem hér hafa stundað veiðar, hafa skilað. Áróöri beint í öfuga átt Þeir sem nú tala manna mest um ofveiði, of stóran skipastól, smáfiskadráp ognauðsyn þess að leggja verulegum hluta islenska fiskiskipaflotans,'eru gjarnan þeir hinir sömu og standa i' samn- ingaviðræðum við útlendinga um veiðiheimildir þeirra, eða telja sjálfsagt að réttlæta tilboð til út- lendinga og samninga við þá. Það er vissulega ihugunarvert, að það eru einmitt þessir menn, sem leggja höfuðáherslu á það i málflutningi sinum að það sé is- lendingum sjálfum að kenna, hvernig komið er ástandi fiski- stofna við landið. Þeir segja, að islendingar hafi verið aðvaraðir um stöðu fiskistofnanna strax ár- ið 1972, en þeir hafi hins vegar lit- ið sinnt aðvörunum. Hér er stað- reyndum snúið við. Árið 1972 var fiskveiðilandhelgin færð út i 50 milur, og hörð barátta tekin upp fyrir þvi, að útlendingar hyrfu af miðunum. Þá var i fyrsta skipti lýst yfir friðunarsvæði — þar sem allar veiðar voru bannaðar — á þýðingarmestu hrygningarstöðv- um þorsksins á Selvogsbanka. Þá var einnig lokað stóru hafsvæði við Norðausturland fyrir öllum togveiðum til þess að vernda smáfisk. Og siðan var á árinu 1973 stór- lega dregið úr heimildum til tog- veiða, — bæði báta og togara, frá þvi, sem verið hafði. Og rétt er siðan að hafa það i huga, að flestir þeirra, sem nú tala mest um, að islendingar leggi sinum flota og auki friðunarráðstafanir af sinni hálfu, voru ákafastir i að semja við breta og vestur-þjóðverja á árunum 1972 og 1973, og réðust með hrottaskap á þá, sem gerðu mestar kröfur um minnkun á sókn útlendinga. Það er að visu rétt, að islenskir sjómenn mættú i ýmsum greinum virða betur settar veiðireglur en þeir hafa gert, og ganga skyn- samlegar að veiðunum en verið hefur, einkum hvað varðar veiðar á smáfiski. En hvað sem um þá hlið málsins má segja, er það hitt, sem liefur skipt, og skiptir enn, öllu máli, en það er að losna sem allra lyrst við sókn útlendinga i okkar fiskistofna. Friðunarráðstafanir okkar verða alltaf til litils, ef erlendir fiskiskipaflotar stunda hér veiðar. Þti að við bönnum veiðar á fiski undir 50cm, þá veiða útlend- ingarnir áfram fisk niður i' 34 cm; og þó að við legðum hluta af okk- ar flota, þá myndu útlendingar aðeins veiða meira á eftir; og þó að við lokum með skyndiráðstöf- unum smáfisksveiðisvæðum, þá myndu útlendingar aidrei fara eftir slikum reglum. Þetta er kjarni málsins, sá kjarni sem sýnir okkur að við út- lendu veiðiskipin þurlum við að losna, og þá fyrst getum við farið að ganga fast fram í þvi að skyn- samlegum reglum verði fylgt við veiðarnar. Auðlindaskattur og „virk stjórn” í sjávarútvegi Það er engin tilviljun, að aðal- hugsuður auðlindaskattsins er iönrekandinn og saumastofufor- stjórinn Kristján Friðriksson. En skyldi hitt vera tilviljun, eða eitt- hvað annað, að starfshópur Hannsóknaráðs rikisins, sem nýlega gerði fræðilega úttekt á sjávarútveginum, skyldi einnig gera auðlindaskattinn aðsinni til- lögu, ásamt svo með „virkri stjórn” á öllum greinum sjávar- útvegs? Hugmyndirnar um „virka stjórn” eru að visu fremur þoku- kenndar, en þó er Ijóst, að slik stjórn á m.a. að sjá um fækkun fiskiskipa, og svo á hún að stjórna „skattlagningunni” eða sjá um „leyfisveitingakerfi”. Stjórn er nauðsynleg á öllum sviðum, en ofstjórn er að sama skapi hættu- leg. Auðvitað þarf að setja reglur um íiskveiöar, fiskvinnslu, af- urðasölu og annað það, sem is- lenskan sjávarútveg varðar. En slikar reglur þarf að setja af þekkingu og að fenginni reynslu, en ekki eftir skyndihugmyndum reynslulitilla skrifborðsmanna. Það er ekki vandamál okkar is- lendinga, að viðhöldum uppi of niikilli sjósókn. Fiskimönnum okkar hefur ekki fjiilgað um langt árabil. Sókn okkar i aðra fiski- stofna en þá, sem nú eru helst i hættu, hefur liins vegar farið vax- andi með hverju ári, og mun enn fara vaxandi á næstu árum. Vandi okkar i fiskveiðiniálum, eins og sakir standa i dag, er að losna við veiðar 140 breskra tog- ara, 40 vestur-þýskra, 10—20 fær- eyskra og 12 belgiskra togara af okkar niiðuiii. ix Jólatrésfagnaöur Félag þroskaþjálfa heldur jólatrésfagnað fyrir börn félagsmanna þriðjudaginn 5. jan. 1976 i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Æskilegt að félagar taki með sér gesti. Stjórnin 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.