Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Þórdís
Ríkharðsdóttir:
TAKIÐ
EFTIR
I dag verður magasár í litum
sent út
i sjónvarpinu í fyrsta sinn
og á næstunni mun rómantíkin
verða í rauðum teknikolor
á laugardagskvöldum.
Missið ekki af hrollvekjunni
í dagskrárlok á sunnudaginn
þar sem læknir í hvítum slopp
með rautt blóð á höndunum
mun biðja fyrir yður
á grænum grunni.
Fréttirnar verða héreftir
i sannsögulegum ekta litum
og sannorðir sjónvarpsfréttamenn
munu flytja yður
grámyglulegar fréttaþulurnar
með gull í baksýn.
Gjörbreytt líf
bíður yðar í gírastólunum
þér fáið að gráta með Ónidín skipstjóra
fölum í brúnyrjóttum jakka
endursýndum í lit og sinemaskópi
i a.m.k. 80 þáttum bráðlega.
Og nú þurfa sjónvarpsneytendur ekki
að óttast pólitískt litaða þætti
því séð verður um
að hinn hlutlausi himinblámi
hylji allt svoleiðis.
En alla umræðuþætti
á hinsvegar
til ánægjuauka fyrir áhorfendur
i skammdeginu og frostunum
að senda út á sólarlandabylgju
ýmist í spánarbrúnu, kanarieyjagulu
eða mæjorkamátulegu.
Þrátt fyrir verðbólguna
og þrátt f yrir að við verðum öll að herða sultarólina
já og þrátt fyrir vesenið í lánamálunum
ætti hver einasti listunnandi
að gera átak og legg ja enn harðar að sér
til að koma þessari heimilisprýði
þessu sameiningartákni f jölskyldunnar
inní sjónvarpsherbergið (eða stofuna).
Pantið strax í dag!
Við eigum þau í gulu
rauðu, grænu eða bláu.
Við sækjum
gamla imbakassann fyrir yður
og sendum
nýtt litasjónvarp.
Eyvindur: Gættu að II
Leið er lygaþvælan
í rás tímans hafa þessi orð fengið nýja og víðtækari
merkingu. öllum ætti að vera Ijóst, að lygaþvæla
morgunblaðsins veldur alvarlegri mengun en önnur
þvæla. Sannað hefur verið, að morgunblaðslestur
getur valdið lífshættulegum sálarmeinum svo sem
fáfræði, rótgrónum fordómum og fasisma. Beista
ráðið til þess að komast hjá þessari hættu er að
byrja aldrei að lesa morgunblaðið, en ef þú ert van-
ur að lesa það, ættirðu að hætta því feigðarflani
sem fyrst. Rannsóknir sýna, að hjá fólki sem hættir
morgunblaðslestri, minnka jafnt og þétt líkurnar á
því, að það verði varanlegum fordómum og fas-
isma að bráð.
ELDTRAUST ULL?
Er hægt að gera ull eldtrausta?
Visindamenn i Kaliforniu,
Friedman, Asch og Fong, halda
þvi fram, að það 'nægi ab sjóba
ullardúk i tuttugu minútur (að
lokinni venjulegri litun) i tveggja
prósenta upplausn vissrar teg-
undar af klórsýru. Eftir þetta er
ekki hægt að kveikja i dúk eða
ullarþræði, ekki einu sinni með
gaslampa. Aðeins sá endi sem
lenti i ioganum sviðnar, en þó
litilsháttar (5-6%).
Þessi aðferð breytir ekki ytra
útliti ullarinnar og ekki heldur
öðrum eiginleikum hennar —
þéttleika, styrkleika psfrv. Og
ullin er áfram eldtraust enda þótt
hún sé margsinnis þvegin. Þessi
meðferð ullar reynist heldur ekki
skaðvænleg fyrir húðina.
SIGURÐUR
BLÖNDAL
SKRIFAR:
islendinga i þorskastriðinu. Og
það var auðvitað mikil lifs-
reynsla að fylgjast með þvi
hvernig vinaþjóðin i Nató,
bretar, túlkuðu Seyðisfjarðarat-
vikið og þroskastriðið i heild
fyrir öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Ég rifja það aðeins
upp aftur, þvi að þeir sem þess-
ar linur kunna að lesa mega
gjarna festa sér það vel i minni.
Að sjálfsögðu gerði fasta-
fulltrúi breta, Ivor Richards,
ekki annað en flytja það sem ut-
anrikisráðuneytið i London fær
honum i hendur i þessu máli, og
verður það nú rakið eftir þeirri
einu ræðu sem hann flutti um
það i öryggisráðinu:
Bresku dráttarbátarnir höfðu
leitað vars fyrir stórsjó. Úti
fyrir hafði verið stormur. Þá
kemur varðskipið Þór að þeim
og reynir ásiglingu. sem
óinögulegt var aö hindra þrátt
fyrir góðan vilja skipstjóra
dráttarbátanna. Siðan bætir Þór
gráu ofan á svart með þvi að
skjóta á óvopnaðan dráttarbát,
Lloydsman, en hitti til allrar
lukku ekki. Þetta var eins og
fyrirsögn, en svo kom baksvið
fiskveiðideilunnar i breskri út-
gáfu: Bretar hafa hefðbundinn
rctt til að veiða við island. Al-
þjóöadómstóllinn hefur staðfest
Fréttamennska -
áróöur og bisness
Þorskastríöið — lexía
fyrir íslendinga.
I tveim siðustu þroskastríð-
um sem fyrrverandi heims-
veldi, Bretland, hefur háð gegn
kotrikinu Islandi hafa ibúar
þessa eylands átt þess kost að
kynnast þvi af eigin raun hvern-
ig heimsfréttir verða til. Og
einnig þvi, hvað þykja heims-
fréttir og hvað ekki.
Fréttamennska er tviþætt,
Hún er bisness og hún er áróður.
t verslunarþjóðfélögum
Vesturlanda er hún fyrst og
fremst bisness og hún er lika
áróður. Hinar stóru fréttastofur
i þessum heimshluta eru stór-
fyrirtæki. Þessvegna lúta þær
fyrst og fremst lögmálum fjár-
magnsins. Og fjármagnið er að
sjálfsögðu alltaf i höndum
þeirra sem mega sin meir. I
einræðisþjóðfélögum er frétta-
mennskan hinsvegar fyrst og
fremst áróður til þess að sýna
almenningi aðeins eina hlið
mála.
t islensku þjóðsögunni um
púkann á fjósbitanum er hann
látinn fitna á blótsyrðum.
Bisnessfréttamennska likist
mjög þessum púka, nema hvað
blótsyrði eru litill bisness,
heldur fitnar hún á ófarnaði
fólks i heiminum, hvort sem eru
slys, glæpir en þó einkum hvers-
kyns vopnaviðskipti milli þjóða,
hverrar við aðra eða innbyrðis.
Nú kann fréttamönnum að
finnast nærri sér höggvið og
þeirsegja: Þetta er rangfærsla.
Okkar viðfangsefni er drama
lifsins. Það sem að ofan er talið
er drama. Fólk vill drama. Fer
það ekki i leikhús eða bió til að
sjá og heyra drama? Sögur eru
oftast drama. Að minnsta kosti
þær sem flest fólk er drepið i.
Allavega er friðsælt og heil-
brigt lif ekki drama. Þessvegna
fara ekki fréttir eða sögur af
þvi. Það er ekki hægt að selja
friðsælt lif, fólk vill ekki kaupa
það. Sist i fréttum. Fyrir þvi
kemst tsland i heimsfréttir
aðeins af þrennu tilefni: eldgos
(verst að enginn skuli tortimast
i þeim), þorskastrið eða
kvennafri. Af þvi að allt er þetta
drama utan hins friðsæla lifs.
Það er hægt að selja eldgos,
þorskastrið og kvennafri.
Lögmál sölu-
mennskunnar:
fyrstur meö fréttina.
Þetta lögmál einkennir frétta-
mennskuna öðrum fremur og
hafa islendingar orðið áþreifan-
lega varir við það i þvi þorska-
striði sem nú géysar.A hinum
alþjóðlega fréttamarkaði er þab
fyrsta fréttin sem selst. Fyrir
þvi er það breska fréttin sem
blifur á þessum vigvelli. Bretar
kunna þetta af langri þjálfun.
Við fengum að þreifa á þessu
á dögunum i sambandi við
Seyðisfjarðaratvikið sem sátum
vestur i New York, örfáir
islendingar i sendinefnd Islands
hjá Sameinuðu þjóðunum, sem
höfðum aðeins fengið óljósar
fréttir um opinbera aðila um
það sem gerst hafði. Nær sam-
timis var komin frásögn af at-
vikinu i bandariskum útvarps-
stöðvum eftir breskum heimild-
um. Um að islenskt varðskip
hefði ögrað breskum dráttar-
bátum með þvi fyrst að reyna að
sigla á þá og siðan skjóta á þá.
Þessa dráttarbáta sem voru að
reyna að verja lögmætar veiðar
breskra skipa á úthafinu.
Virtasta blað Bandarikjanna,
New York Timjes, birti örlitla
klausu i þessum dúr, en siðan
aldrei stafkrók meir um málið
meðan ég var vestra fram að
kvöldi 17. desember sl.
Þegar loks höfðu borist frá
Islandi tveim dögum seinna
ákveðnar fréttir um atvikið og
myndirsem skýxðu það á óyggj-
andi hátt, hafði enginn áhuga á
þvi. Það var of scint.Það var
alltaf verið að drepa einhverja i
Beirút og Angóla. Það var stór-
bruni i New York einhvers-
staðar, gott ef margir brunnu
ekki inni. Slikt efni fyliti marga
forsiðudálka blaðanna. Og
verkfalii sorphreinsunarmanna
i New York lauk einmitt sama
daginn og fréttirnar bárust frá
mynni Seyðisfjarðar, en þá
höfðu hlaðist upp 65 þúsund
smálestir af sorpi á gangstétt-
um heimsborgarinnar og slikt
var auðvitaö enginn smáræðis
fréttamatur.
Áróður og diplómati
Hér var þvi ögn lýst hvernig
heimsfréttirnar. hafa leikiö
þetta með dómi og ákveðið afla-
kvóta sem leyfir islendingum að
veiða nokkuð meira, af þvi þeir
sem strandrfki eiga forgangs-
rétt. Nú vilja islendingar sölsa
þcnnan liefðbundna rétt af bret-
um. Ein höfuðástæðan er sú, að
þegar þeir höfðu eytt sildar-
stofninum við island með
gegiularlausri ofveiði áttu þeir
mikinn fiskiskipaflota verk-
efnislausan, sem þeir settu á
þorskinn með þeim afleiðing-
um, að þeir eru vel á veg komnir
með að eyöa honum líka.
Þetta er semsagt rifjað upp
hér til að sýna dæmi um það
hverslags áróður þetta banda-
lagsriki okkar i hinu ginn-
heilaga Atlantshafsbandaiagi
rekur gegn okkur. Þar er vist
enginn munur á kratastjórn og
ihaldsstjórn.
Þessum ódæmum var ekki
hægt að svara á stundinni. þvi
að svo hafði verið frá gengið
fyrirfram að ekki skyldu verða
frekari umræður um málið ab
sinni fyrir öryggisráðinu.
A blaðamannafundi sem
islenska fastanefndin hélt dag-
inn eftir þar sem hún svaraði
bresku lygunum lið fyrir lið og
sýndi ljósmyndar sem sönnuðu
mál islendinga um það hver
hefði siglt á hvern, voru á milli
25-30 fréttmenn meðal annars
frá öllum stóru al-
þjóðafréttastofunum,- Aðeins
Reuter taldi það bisness að
senda frásögn um þennan fund
út á fjarðritara. Mér kæmi það á
óvart að mikið hefði sést af
þeim fregnum i ameriskum
blöðum. Trúlega ekkert.
Það verður að sjálfsögðu
aldrei nægilega brýnt fyrir
islenskum stjórnvöldum að þau
geri sér grein fvrir þvi, að við
verðum sjálfir að sjá um að
fréttir úr þorskastriðinu berist
út um heimsbyggðina og það
strax eftir að atburðirnir
gerast.
öllum ber saman um að miklu
betur var haldið á málum i
siðasta þorskastriði.
Hvers vegna er Hannes
Jónsson ekki strax kallaður
heim frá Moskvu9 Er það
kannski vegna þess að Niels P.
Sigurðsson er enn látinn sitja
sem fastast i London?
Sigurður Blöndal