Þjóðviljinn - 04.01.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Síða 11
1 s 0.\ l»Joi>\' 11 .IINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Sunnudagur 4. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Ákveðin tilraun til að koma á sósíalísku þjóðfélagi Nýkominn er heim frá Tansaniu Baldur óskars- son, starfsmaður Menn- ingar- og fræðslusam- bands alþýðu, en þar hefur hann dvaiiö undanfarin tvö ár og unnið á vegum sam- eiginlegs þróunarstarfs af hálfu Norður landanna, sem fer fram í Tansaniu og Keniu. Þjóðviljinn hafði tal af Baldri og spurði hann frétta af starfinu og Tansaniu i heild. — Aðdragandinn að þvi að ég fór þangað var að ísland ákvað að gerast aðili að þessu sameigin- lega þróunarstarfi Norðurlanda, við uppbyggingu samvinnu- félaganna, sagði Baldur. — Það eru þarna i gangi fleiri samnor- ræn prógrömm, en að áætluninni um uppbyggingu samvinnufélag- anna hefur verið unnið i nokkur ár, i ein sjö ár i Tansaniu. Það voru sviar, sem hófu þetta starf, það er að segja samvinnufélögin i Sviþjóð, en seinna færðist þetta yfir á rikjagrundvöll, þannig að nú er svo komið að rikisstjórnir hafa gert samning við rikisstjórn Tansaniu um fjárframlög og fólk til að aðstoða við uppbyggingu samvinnufélaganna þar i landi. Samvinnustarfiö — Þið fóruð nokkrir þangað suður, islendingar? — Við fórum til Tansaniu tveir, en um sama leyti fóru fimm is- lendingar til Keniu. NU eru tæp- lega þrjátiu norðurlandabUar i Taosaniu, sem starfa á þessum vettvangi, og langt komið er endurnýjun samnings þess, sem i gildi hefur verið, til fimm ára. Ef sú beiðni tansana, sem þeir hafa lagt fram, verður samþykkt, sem allar likur eru á, mun þessi aðstoð aukast mjög næstu fimm árin, bæði hvað varðar fjármagn og mannafla. — í hverju felst þessi aðstoð, nánar tiltekið? — Samvinnustarf er einn horn- steinninn i þvi að byggja upp sósialiskt þjóðskipulag i Tansaniu. Samvinnufélögunum er ætlað mjög þýðingarmikið starf á þeim vettvangi, og þessi þáttur heyrir beint undir for- sætisráðuneytið. Svo sem einn þriðji þeirra, sem vinna þarna niður frá. vinna i þeirri deild for- sætisráðuneytisins, sem um þetta íjallar, sem sérfræðingar á hin- um ýmsu sviðum, bæði hvað varðar skipulagningu og einstaka starfsþætti, eins og heildsölu, smásölu, flutninga og svo beint rannsóknarstarf. Einn hópurinn starfar svo við stjórnunarstörf vitt og breitt um landið og vinnur þá i flestum tilfellum við héraða- samvinnufélögin svokölluðu. Tansania skiptist i tuttugu héruð, og hvert þeirra hefur samvinnu- samband. Þriðji hópurinn vinnur svo við fræðslustarf, og i honum var ég. Ég vann þarna við sam- vinnuskóla, mikla fræðslustofn- un, sem staðsett er i héraðinu Kilimanjaro, nyrst i Íandínu. — Hvernig er fræðslunm þar hagað? — HUn er nánast þriþætt. 1 fyrsta lagi eru menntaðir tilvon- andi stjórnendur kaupfélags og starfsmenn rikisins stunda nám við skólann i allt að þvi þrjU ár, þrjU hundruð nemendur i hvert sinn. t öðru lagi er mjög umfangsmikill bréfaskóli, sem rekinn er i tengslum við skólann JIIÍi < V ' §1É* lÉppill ÍH §1» Baldur rtskarsson. og i þriöja lagi er útvarpskennsla samhliða bréfaskólanum, U.m byggðirnar eru svo starfræktar hliðarstofnanir, sem eru tengilið- ur við héruðin og samvinnufélög- in, og nemendurna, sem stunda nám i bréfaskólanum. — Hvert var þitt hlutverk sér- staklega? — Ég var forstöðumaður svo- kallaðrar framleiðsludeildar við skólann, sem sér um Utgáfu á öllu fræðsluefni, sem notað er, bæði við skólann sjálfan og bréfa- skólann, vegna þess að við verð- um að semja nær allt kennsluefni, sem þarna er notað, og laga það að þeim aðstæðum, sem fyrir hendi eru. — Hvað er að segja um styrk samvinnuhreyfingarinnar i Tansaniu og vöxt hennar á þess- um tima, sem iiðinn er siðan þró- unaraðstoðin hófst? Samvinnuhreyf- ingin tæki til að koma á sósíalisma — Samvinnuhreyfingin hefur eflst að miklum mun á þessum tima, en það er dálitið erfitt að gera samanburð á samvinnu- hreyfingunni þar og hér, vegna þess að i Tansaniu er það bókstaf- lega ákveðið af flokknum og rikisstjórninni að beita sam- vinnuhreyfingunni sem tæki til þess að koma á sósialisma. Hreyfingin er lika rekin að miklu leyti á annan hátt en þekkist hér, þar eð mjög strangt eftirlit er með henni af opinberri hálfu. Það er nánast gefinn tónninn um það, hvað samvinnufélögin eiga að taka sér fyrir hendur. — En þarna er greinilega gengið Ut frá þvi að samvinnu- hreyfingin sé liður i sósialisma? — JU, mikil ósköp. Það er sjálf- gefið og enda i fullu samræmi við uppruna og eðli samvinnu hreyfingarinnar. Islensku sam- vinnuhreyfingunni var á sinum tima ætlað það ákveðna hlutverk að færa verslunina inn i landið og atvinnulifið i hendur lands- manna. Á sama hátt er litið á samvinnustefnuna i Tansaniu sem tæki til þess að efla atvinnu- lifið, koma þvi á hendur innlendra manna, skipuleggja framleiðslu og sölu. í fáum orðum sagt er það svo, að samvinnuhreyfingin er i Tansaniu notuð sem pólitiskt umsköpunartæki fólksins. Ujamea — Er sam vinnuhreyfingin fyrst og fremst i verslun, eða i framleiðslu? — Höfuðþátturinn ' er fram- leiðsla, það er að segja i akur- yrkju. Það eru skipulögð félög til þess að selja framleiðsluvörur bænda, en jöfnum höndum og smámsaman hefur einnig verið komið á annarskonar dreifingu, sem felst i þvi að samvinnufélög- in annast heildsölu, á ákveðnum grundvallarfæðutegundum eða nauðsynjavörum. Og sömuleiðis eru samvinnufélögin að reyna að koma á smásöluverslun i borgun- um. En það er kannski rétt að segja frá þvi i þessu sambandi, að það sem stefnt er að nUna i Tansaniu og mest rækt lögð við, er áð stórefla landbUnað- inn og landbUnaöarhéruðin. Megináherslan er sem sagt lögð á uppbyggingu atvinnulifsins i sveitunum. Þetta á að fram- kvæmast á þann hátt, að komið er á fót skipulögðum þorpum, ujamaa. Það sem stefnt er að er að fólkið bUi saman, eigi saman, framleiði saman og selji saman. Þegar þessu er náð, er i rauninni ekki hægt að Utfæra samvinnu- stefnuna frekar. Þetta er mjög skylt kommunum i Kina. — Á þetta kerfi eitthvað skylt við afrisk samfélagsform frá fyrri tið? — JU, að einhverju leyti, eða svo er látið i veðri vaka. Þessi ujamaa-stefna er byggð á kenningum Julius Nyerere, for- seta Tansaniu, um afrikanskan sósialisma. Hann tekur þar mið af gömlu erfðavenjunum, frá sveitaþorpunum, þar sem menn bjuggu saman og höfðu félagslegt öryggi. Nyerere tekur skýrt fram, að afriskur sósialismi sé ekki sprottinn upp Ur kapi- talismanum, eins og sá vestræni, heldur sé hann beint framhald af afriskum samfélagsformum. En ástæðan til þess, að svo mikil áhersla er lögð á að koma upp þessum samvinnuþorpum, er að það er ekki hægt að koma upp fræðslukerfi, heilbrigðisþjónustu, skipulögðum vatnsveitum og ræktun á jarðargróðri, sem fólkið hefur ekki til matar en færir gjaldeyri, nema með þvi að safna þvi saman á þennan hátt. Þegar fólk lifir eins og viða hefur átt sér stað, i dreifðum byggðum, hefur það eingöngu framleitt til matar og ekki verið i tengslum við þjóð- lifið hvað varðar menntun og heilbrigðisþjónustu. Efnahagsöröuleikar — Hvernig gengur að fá fólk til að skipa sér i þessi þorp? — Það hefur ekki gengið erfiðleikalaust, en stjórnin leggur á það aukna áherslu. Stefnt er að þvi að þessu verði lokið að fullu i árslok 1976. Þessu er sem sagt langt komið nUna, og munu um átta miljónir manna bUa i sli'kum þorpum nU, annaðhvort ujamaa eða svokölluðum þróunarþorp- um. 1 þróunarþorpunum hefur skrefið til samvinnu ekki verið tekið til fulls* þar á hver sinn skika sjálfur. — Hvernig hefur þessi nýskip- an tekist? —■ Það er enn of snemmt að dæma um það. Tansania hefur átt við mikla efnahagsörðugleika að striða, eins og þróunarlönd yfir- leitt. Þeir eiga rætur að rekja til margs. 1972 og 1973 voru þarna miklir þurrkar, sem ollu upp- skerubresti og varð að kaupa inn i landið mikið af matvælum. Hitt er svo annað mál að manni finnst ýmislegt ganga Urskeiðis við framkvæmd ujamaa og ljóst er að þetta þarf langan tima til að þró- ast. Hitt er jafnaugljóst, að það er erfitt að bendá á leið, sem hægt væri að imynda sér að reyndist betur. Tansanir hafa þjóðnýtt næstum allt atvinnulifið, og það hefur kostað þá töluverða erfið- leika. Það hafa verið þjóðnýttir stórir bUgarðar, sem evrópu- menn og indverjar áttu, og tansanir höfðu ekki þá kunnáttu og getu, sem þurfti til að halda uppi þeirri framleiðslu, sem þar átti sér stað, þegar þjóðnýtingin var framkvæmd. Þetta hefur dregið mjög Ur framleiðslu á ýmsum vörutegundum, en fyrir þjóðnýtinguna byggðist iand- bUnaðarframleiðslan að mjög miklu leyti á þessum bUgörðum, einkum á þvi sem selt var til ann- arra landa. Forustan ætlar sér ekki af Engu að síður finnst manni það óneitanlega rétt stefna að koma þessu i hendur landsmanna sjálfra. Það, sem lika gerir aö verkum, að þetta hefur ekki tekist nógu vel, að manni finnst, er að hin pólitiska forusta ætlar sér mjög mikið. HUn er mjög áfram um að koma sem mestu i fram- kvæmd á sem stystum tima. Það eru gerðar mjög bjartsýnar áætlanir, sem eru dæmdar til að mistakast. Svo er það oft þannig með pólitikusa þá og embættis- menn, sem eiga að sjá um fram- kvæmdina, að þeir eru breyskir eins og gengur og gerist, þvi að vitaskuld verða menn ekki sósialistar með þvi einu móti að lýsa þvi yfir að þeir séu það. Þeim finnst að þeir eigi að sitja við sama borð og valdakjarninn i nálægum löndum og skara eld að eigin köku. Það er þvi töluvert um spillingu i hinu opinbera lifi. Þá hefur ekki tekist að mennta þjóð- ina nægilega vel, þannig að hUn hefur ekki fullan skilning á þeim markmiðum, sem að er keppt. Og sú hjálp, sem berst utan að, er alls ekki næg. ASÍ landsmanna í sveitum — En hvernig kemur Tansania Ut Ur samanburði við grannlönd- in? — Við þann samanburð er óhætt að fullyrða að i Tansaniu rikir jöfnuður meiri en annars- staðar. Laun embættismanna eru mjög lág og hafa farið lækkandi á sama tima og önnur laun hafa hækkað, svo eitthvað sé nefnt. Erlent f jármagn er mjög litið i at- vinnulifinu, og þótt enn séu nokkur fyrirtæki rekin með erlendu fé, hefur verið samið um að tansarnir eignist þau innan skamms. t Keniu hefur hinsvegar verið opnað upp á gátt fyrir erlendu auðmagni. Einkarekstur fer mjög þverrandi i Tansaniu, þótt eitthvað sé eftir af honum i smásöluverslun og iðnaði, en þar er aðeins um smáatvinnurekend- ur að ræða. En markvisst er unn- ið að þvi að koma þessu öllu i hendur þess opinbera eða sam- vinnufélaga. — Tansania er nær eingöngu landbUnaðarland? — Já. Niutiu og fimm af hundr- aði þjóðarinnar bUa i sveitum, og ljóst er að framtið tansana bygg- ist algerlega á þvi, hvernig þeim tekst til við landbUnaðarfram- leiðsluna. Það sem fólk ræktar sér til matar og lifir á er mest- megnis mais, hrisgrjón og baun- ir, en til Utflutnings er framl. kaffi, te, siselhampur, baðmull og fleira af þvi tagi. Verðlagið á þessum vörum hefur gengið mjög i sveiflum á heimsmarkaðnum. Um árabil var mjög lágt verð á hampi, en það hefur farið hækk- andi. Svo hefur heyrst nU að kaffi hafi margfaldast i verði, vegna uppskerubrests i Brasiliu. Á þessu ári hefur framl. verið nokkuð góð. Það stafar af þvi að það rigndi mjög vel og jafnt á regntimanum i vor, og matar- birgðir eru nægar einsoger. Það er grundvallaratriði i stefnu stjórnarinnar að Tansanía sé ætiö sjálfri sér næg um mat, og hverjum manni, hvaða starfi sem hann gegnir, er gert að skyldu að framleiða eitthvað af mat sjálfur. Opinberir starfsmerin, sem bUa i borg, eru þannig skyldugir til þess að hafa sinn eigin matjurta- garð. Það er fylgst með þvi að menn geri þetta. Opinberar stofnanir skipuleggja lika fyrir starfsmenn sina vinnustundir á ökrum. Við starfsmennirnir við samvinnuskólann höfðum til dæmis sameiginlegan aktir, sem mm ■ t- Tansensk f jölskylda I sveitaþorpi. Margir kofarnir eru þar enn úr leir og mold og með stráþökum. Masajar allir uftnu á, til að stofnunin væri sjálfri sér næg um matvæli. Auöug fiskimið — Eru þarna engar auðlindir eins og málmar og olia? — Þaðeinasta sem er af málm- um eru demantar, og þó litilshátt- ar. Innan við tiu af hundraði Ut- flutningsteknanna fæst nU fyrir þá, en áður voru þeir miklu mikil- vægari hluti Utflutningsins. Það er ekki sjáanlegt að demantar verði i framtiðinni auðlind, sem neitt munar um. Hinsvegar má geta þess aö Tansanía hefur mjög auðug fiskimið, bæði i Indlands- hafi og stórvötnunum, sem landið liggur að. Ég er fyrir mitt leyti sannfærður um það, að við is- lendingar eigum að einbeita okkar þróunaraðstoð á þetta svið. Ég held að við höfum mjög mikla möguleika á að hjálpa þessum þróunarþjóðum einmitt á þessu sviði, og þessum þætti höfum við harla litið sinnt til þessa. Það má segja að það sé furðulegt, hvað samskipti okkar við aðrar þjóðir byggjast á þröngum sjónarmið- um. Ég er sannfærður um að við gætum kornist að samkomulagi við riki eins og Tansaniu um að byggja fyrir þá bátaflota, manna hann skipstjórum og vélstjórum i tvö-þrjU ár, ía aðila einsog Mat- væla- og landbUnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna i lið með okkur til að setja upp frystihUs, og reyna svo að selja fiskfram- leiðslu tansana gegnum okkar eigin sölukerfi. Þetta er áreiðan- lega stórkostlegurmöguleiki fyrir okkur, ekki sist vegna þess að það er áberandi að norðurlandaþjóð- irnar njóta mjög mikils trausts þróunarþjóðanna.l Tansaniu er tii dæmis talað um okkur i allt öðr- um tón en japani til dæmis eða rUssa, sem moka upp fiskinum þarna rétt Ut af ströndinni. Ég er næstum þvi viss um að þarna höfum við stórkostlega möguleika, ekki aðeins til að leggja fram aðstoð, heldur og til þess að vinna i eigin þágu. 1 sam- bandi við þetta er rétt að geta þess, að það vekur furðu hversu litið við islendingar leggjum af mörkum til aðstoðar þróun- arlöndum. Það hefur komið fram i umræöum um fjárlög hér i ár, að aðstoðin til þróunarstarfs er mun minni en sem nemur rekstrar- kostnaði sendiráðsins i Briissel. Á sama tima og viðþurfum á þvi að halda að hafa samUð rikja heims með okkur, vegna baráttunnar fyrir fiskimiðunum, reynum við ekkert að gera til að koma til móts við þessar þjóðir, sem eru svona illa á vegi staddar. — Hversu stórt land er Tansania og hver margir ibUar? — Tansania er um það bil niu sinnum stærri en ísland og þar bUa nU um fimmtán miljónir manna. Þeir skiptast i hundrað og þrjátiu þjóðflokka eða ættbálka, sem flestir eru af Bantustofni. Hver þjóðflokkur hefur sitt eigið mál, en svahili, sem er batUmál en með mörgum tökuorðum Ur arabisku og fleiri tungum, er nU rikismál i Tansaniu og einnig i Keniu. Það er orðið mjög Utbreitt i Tansaniu og nánast hending að hitta mann.sem ekki talar það reiprennandi. enda er það kennt i skólum og Utvarp og blöð nota það. Enskan er á undanhaldi. Bvahili breiðist Ut viðar, hUn er til dæmis mikið notuð i Uganda, og má geta þess að sá þekkti maður Idi Amin mælir oft á þeirri tungu. Svahili breiðist lika Ut i austur- hluta Zaire, og rætt hefur verið um á fundum Einingarsamtaka Áfriku, OAU, að taka það upp sem opinbert mál álfunnar allrar, en það á auðvitað mjög langt i land. — Þarna eru frægir þjóðflokk- ar, sem skera sig Ur öðrum, eins og masajar. — Já, þeir eru sá þjóðflokkur þarna, sem manni finnst kannski hvað skemmtilegastur, þegar maður kemur héðan Ur norðrinu. Masajar eru hirðingjar, ólikt bantUþjóðflokkunum, sem eru akuryrkjufólk, og reika um á geysistóru svæði á savannastepp- unum. Þeir hafa aðallega geitur og nautgripi.Þeim hefur af þjóð- flokkum þarna tekist hvað best að halda i sína upprunalegu siði. Þeir sveipa sig sterkrauðum og sterkbláum dUkum, og þetta er geypiíallegt fólk, hávaxið og myndarlegt. Ofugt við akuryrkju- fólkið lifa þeir að mestu á þvi, sem hUsdýr þeirra gefa af sér. Frægur drykkur þeirra er blanda Ur nijólk og heitu blóði. — Reyna stjórnarvöld ekki að þrýsta þeirn til að taka upp nýrri siði? - JU, þess gætir töluvert, bæði i Tansaniu og ekki siður i Keniu. Það gætir talsvert enn haturs i garð masaja, þvi að árum áður voru þeir feiknamiklir striðs- menn og yfirgangssamir við ann- að fólk, og er ekki laust við að þeir gjaldi þess nU, þegar fyrrverandi óvinir þeirra eru allsráðandi i þessum rikjum. Til dæmis er reynt að fá þá til þess að klæðast eftir uppskrift Tanu-flokksins, en eftir henni á fólk að vera klætt i ákveðin föt, til þess að greina það frá siðvenjum vesturlandabUa. Það þykir til dæmis mjög ósið- legt, ef konur eru ekki sveipaðar siðum kjólum, og karlmenn verða að ganga i siðum buxum, mega hvergi vera berir. — Þeir hafa einsflokkskerfi i Tansaniu? — Já. og flokkurinn, sem kallaður er Tanu, er voldugasta aflið i rikinu. Þingkosningar eru nýafstaðnar, og eftir þeim að dæma er ekki annað hægt að segja en að töluvert lýðræði sé innan flokksins.að minnsta kosti brjótast menn þar mjög um til að öðlast þingsæti. Þvi fór fjarri að sömu mennirnir sitji lon og don að embættum innan flokksins, heldur er oft skipt um. Einfaldur lífsmáti og ánægja meö lífið — Hvernig likaði þér sjálfum við fólkið? — Mér fannst mjög gaman að kynnast þessu fólki yfirleitt. Ég kynntist hvað mest fólki af þjóð- flokki seni heitir chagga og býr i hliðum fjallsins Kilimanjaro. Þeir eru m jög þróaður og efnaður ættbálkur, mjög skemmtilegt fólk og gaman að kynnast siðum þess og venjum. Ég heimsótti þá marga hverja upp i fjallshliðarn- ar, þar sem þeir bUa ennþá i kof- um byggðum Ur bananalaufum. Ég þáði hjá þeim öl, sem þeir brugga sjálfir og er mjög gott, maismjöl, og einstaka sinnum kjUklinga, sem þeir elda á sinn hátt og svo glóðarhitað geitakjöt. Það, sem svekur strax athvgli manns þarna. er hver feiknarlega einfaldur allur þessi lifsmáti er, hve fólkið er nægjusamt en jafn- framt að þvi er virðist ánægt með lifið. Á þvi sviði gætum við áreiðanlega margt af þessu fólki lært. Manni finnst óneitanlega, þegar maður kemur til baka. að hér á Vesturlöndum hafi græðgin náð algerum vfirtökum á fólki. að fólk keppist við að vinna og safna að sér einhverju sem það hefur ekkert við að gera. Að það lifi i samlelagi sem byggist á gervi- þörfum, öfugt við fólkið þarna suður frá. sem manni virðist næstum þvi vera hluti af náttUr- unni sjálfri. Stefnt aö þjóöfélagi jafnaðar- og samvinnu — Byggja menn hUs sin ennþá eftir gömlum vana þarna? — Það fer dálitið eftir héruð- um. Kolarnir eru ýmist Ur strái. mold eða leir, og i þeim býr fjölskyldan öll saman og stundum lika geitur og kýr. Annars er unn- ið skipulega að þvi að bæta hUs- næðið og farið er að byggja Ur stevptum steinum og klæða þakið bárujárni. — Hvað viltu segja um grannrikin, sem sum hver eru fræg af endemum um þessar mundir? — Hvaö sem um Tansaniu má segja. þá á sér stað þar mjög ákveðin tilraun til-að koma á sósialisku þjóðfélagi, þjóöfélagi jafnaðar og samvinnu. Þessu er mjög öfugt farið i grannrikinu Keniu, þar sem ákveðnir ættbálk- ar og fjölskyldur safna auði meðan almenningur býr við gifurlegan skort. aö maður minn- ist nU ekki á Uganda. þar sem ræður rikjum geðbilaður maður. sem hefur látið drepa upp undii hundrað þUsund pólitiska and stæðinga sina. Það er á allra vii orði þarna suður frá. Hann virðist stjórna frekar samkvæmt þvi. sem honum .dettur i hug frá degi til dags, heldur en að hann hafi nokkra heildarstefnu. Stjórnmál á ákafastigi En það var i heild mjög áhuga- vert að vera staddur á þessum slóðum.þegar þar gerðust miklir atburðir. Á þessum tima sem ég var i Tansaniu, hlaut Mósambik sjálfstæði. Ég lylgdist vel með þvi, sömuleiðis þvi. sem hefur verið að gerast i Ródesiu. Suður-i Afriku og Angólu. Ég verð að segja að það er mjög merkiiegt að kynnast stjórnmálum á þessu ákafastigi, þegar menn eru reiðu- bUnir að ganga ut i rauðan dauð- ann fyrir þann málstað, sem þeir aðhyllast. Hver eru helstu samskipti Tansaniu við riki i Afriku og utatT’ Tansania er i elnahags- bandalagi með l'ganda og Keniu, en samt sem áður eru pólitisk samskipti þessara rikja ekki mjög 'mikil. Hugmyndafræðilega séð eru tengsli Tansaniu mest við Sambiu og Mosambik. og á siðari árum hefur verið mjög gott sam- band við Kina á þvi s\iði En Tansania virðist lita til fleiri atta i utanrikismálum. til dæmis er ntjög gott samband milli Nyerere og Echeverria forseta Mexiko. Það mun almennt viðurkennt að Tansania sé eitt af forusturikjum þróun a r la nd ann a. A þessum tveimur árum hefur mér þótt ákaflega merkilegt að fylgjast með þvi. hve náið póli- tiskt samband virðist vera með þróunarþjóðunum. og hversu þeim a fáum árum hefur tekist að konta á haldgóðri samstöðu með sér gagnvart vestrænum rikjum og kommuniskum. Ég held að við islendingar höfum ekki gefið þessu nægan gaum. og að við eig- um tvimælalaust að endurskoða allt okkar mat á utanrikismálum með hliðsjón af þessu. Við eigum sem sagt að umgangast þriðja heiminn eins og sjálfstæða heild. óháða stórveldum jafnt i vestri sem austri. - dþ. RÆTT VIÐ BALDUR ÓSKARSSON, NÝKOMINN HEIM EFTIR TVEGGJA ÁRA DVÖL VIÐ ÞRÓUNARSTÖRF í TANSANÍU

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.