Þjóðviljinn - 04.01.1976, Síða 18

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Síða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. janúar 1976. INÓK-hópurinn með nokkrar þeirra gjafa sem hópnum bárust í siðustu utanferð sinni. ÍNÚK sýndur aftur Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Konráðs Árnasonar Hjallabrekku 24, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 3. Arni Konráðsson, Helga Helgadóttir Sigriður Konráðsdóttir, Þorsteinn Eiriksson Jóhanna Konráðsdóttir, Sigfús Borgþórsson Eggert Konráðsson, Elsa Haraldsdóttir Asdis G. Konráðsdóttir, Kristján H. Jónsson Itafn Konráðsson Sigurður K. Konráðsson, Marit Hákonsen Asta B Styff, ólafur Styff Barnabörn og barnabarnabörn. Vegna fjölda áskorana verða teknar upp sýningar á leikritinu INUK á Litla sviðinu í Þjóðleikhúskjall- aranum. Eins og kunnugt er fór INÚK- hópurinn mikla frægðarför um Evrópu á siðasta ári og sýndi i 11 þjóðlöndum. Hópnum hafa borist fjölmörg tilboð um fleiri leikferð- ir og er nú i ráði að sýna verkið á leiklistarhátið i Caracas i Venezuela i april nk. Leikritið INÚK fjallar um menningu og lifshætti eskimóa og er samið af leikurunum sjálfum ásamt Haraldi Ólafssyni lektor. Fyrsta sýningin verður á þrettándanum nk. þriðjudags- kvöld kl. 20.30. HÓLARf Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á því liðna, viljum við vekja athygli á nýju símanúmeri okkar 28266 3 linur Prentsmiðjan HÓLAR HF. Bygggarði, Seltjarnarnesi ______________________ Friður Framhald af 5. siðu. verandi starfsmenn Pentagon (hermálaráðuneytisins) fyrir vopnaframleiðendurna. Clark Clifford, fyrrum varnarmálaráð- herra Lyndon B. Johnsons, réði sig til General Motors sem er einn helsti vopnaframleiðandi lands- ins. Þetta siðasta dæmi minnir á, að varnarmálaráðherrarnir sjálfir eru beinlinis partur af þessari hringrás og hafa litla möguleika til að hamla á móti þrýstingi kerfisins, jafnvel þótt svo óliklega vildi til að þeir hefðu hug á þvi. Og hver getur i banda- riskum stjórnmálum i alvöru andæft samsteypu, sem svo til allir helstu auðhringar og stór- fyrirtæki landsins ganga upp i? Að stjórna eftirspurn Sem fyrr segir gerir það vopna- framleiðendum leikinn auðveldan að þeir þurfa tiltölulega litlar áhyggjur að hafa af framleiðslu- kostnaði og samkeppni. Enda standast engar áætlanir. Risa- herflutningavélin C-5 A Galaxy frá Lockheed átti skv. tilboðum að kosta 15,5 miljónir dollara stykkið, en fór upp i 60 miljónir. Grumman bauð stjórninni F-14 orustuþotu fyrir 8,3 miljónir doll- ara stykkið, en endanlegt verð varð 20 miljónir. Tundurskeytið Mk-48 hefur sjöfaldast i verði á skömmum tima. Svo mætti lengi telja. Hin volduga samsteypa hers og iðnaðar kemst upp með þetta eins og annað vegna þess að hún hefur vald til að ákvarða eftirspurnina sjálf — að mjög verulegu leyti. Með samstilltum aðgerðum (i þingnefndum, fjölmiðlum o.s.frv.) finna þeir upp svokallað- ar „eyður” (gaps) og tekst i krafti aðstöðu sinnar að koma þvi inn, að þessar eyður ógnir öryggi eða forystu Bandarikjanna á hin- um ýmsum sviðum vigbúnaðar Fyrst er eyða t.d. þar sem sprengjuflugvélar eru, þá kemur eyða i eldflaugakerfið, eða þá að það er hamrað i gegn, að það þurfi 80 miljarða dollara fjárveit- ingu til eldflaugavarnakerfisins ABM o.s.frv. Þegar miklar pant- anir til að fylla upp i „eyður” og „skörð” af þessu tagi eru komnar i heila höfn, þá birtist ný. Ekki var t.d. hinn nýi varnarmálaráð- herra Fords, Donald Rumsfield, búinn að sitja nema nokkra daga i embætti (hann tók við af Schles- inger) þegar hann tók upp þráð- inn frá fyrirrennara sinum um að Sovétrikin væru búin að ná Bandarikjunum i hernaðarmætti. Og krafðist hann þess — einmitt um það leyti sem fjárlög voru á dagskrá, að hernaðarmátturinn verði að „vaxa á raunhæfan hátt”. Eða eins og einn af at- kvæðamönnum öldungadeildar þingsins kemst að orði: „Þegar útgjöld tii varnarmála eru á leið til fjárveitinganefndar, þá spretta ummæli um hinn ógnvæn- lega hernaðarmátt Sovétrikjanna eins og blóm á vordegi”. Og veruleikinn Og eins og áður, þá sýnist allt i himnalagi um leið og eyðuáróður- inn hefur gert sitt gagn og pening- ar hafa fengist til meiri pantana. t lok október gátu menn frétt það i skýrslum frá leyniþjónustunni CIA og DIA, leyniþjónustu hers- ins, að Bandarikin hcfðu sem fyrr haldið óskertu forskoti á öllum sviðum nýjustu hernaðartækni. Yfirmaður CIA, Colby, og yfir- maður DIA, Daniel Graham, and- mæltu þar með varnarmálaráð- herranum, sem meðan á fjárveit- ingaumræðunni stóð, hafði ekki þreyst á að endurtaka, að Sovét- rikin hefðu náð lifshættulegu for- skoti I vopnabúnaði allt til enda þessa áratugs. En ráðherrann og hinir öflugu skjólstæðingar hans höfðu sitt fram. Herinn náði til sin upphæð sem að raungildi er ekki minni en hann fékk metárið 1968, þegar 540 þúsund bandariskir hermenn börðust i Indókína. Og hjól hergagnaiðnaðarins halda áfram að snúast af fullum krafti. Hann heldur áfram að tryggja það að hægt sé að drepa allt mannkyn með gjöreyðingar- vopnum stórveldanna nokkrum sinnum oftar en i hitteðfyrra (overkill). Hann heldur áfram að flytja út — ekki sist til hættu- svæða þar sem mikið er af vopn- um fyrir. Hann heldur áfram að hafa þau áhrif á utanrikispólitisk- ar ákvarðanir sem geta leitt til nýrra „staðbundinna” styrjalda — hvað sem liður lexium frá Viet- nam. Nú er það Angóla sem er á dagskrá. (AB tók saman. Aðalheimiid Spiegel). Helga Kress Framhald af 2). siðu. lýsingum ber mest á andlegum eiginleikum karlmanna og hold- legum eiginleikum kvenna. 7. í máli og stil kemur fram hefðbundin kynskipting.” „Þetta munstur er ótvirætt rikjandi i bókmenntum allra tima,” skrifar Helga. „Það sýnir bæði hvernig viðhorf þjðfélagsins koma fram i bókmenntum, oghvernig þær svo aftur stuðla að viðhaldi þeirra. Það reynist einnig sem sniðið á bók Vésteins Lúðvikssonar Gunnar og Kjartan.” Einsog áður getur er grein Helgu mjög vönduð og visinda- lega samin, Þó bregður fyrir veil- um einsog i áður tilvitnaðri full- yrðingu um að sagan sé samin af „sósialiskum höfundi”. í siðustu aths. greinarinnar er hnykkt á þessu með orðunum um höfunda- afstöðuna: „nægir að benda á, að höfundur er sósialisti”. Það er enginn grundvöllur fyrir slikri fullyrðingu, þótt maður telji sigsjálfur vera sósialista og deili hart á borgaralegt þjóðfélag. Jafnvel Gylfi Þ. Gislason telur sig vera sósialista. Hér getur verið um að ræða sama tviskinnung og hjá mörgum kemur fram, sem i orði telja sig hlynnta jafnrétti kynjanna, en breyta ekki eftir þvi. Nýstárleg viðbrögð. Viðbrögð rithöfunda við gagn- rýni eru oft æði kátleg, en þau hafa tekið á sig alveg nýja mynd gagnvart úttekt Helgu á stöðu og hlutverki kvenna i bókmenntum. Sumarið 1974 var haldin ráð- stefna um norrænar samtima- bókmenntir i Reykjavik. Þar flutti Helga fyrirlestur um „Konur og samfélag i nokkrum islenskum samtimaskáldsögum” og veittist þar ma. nokkuð að Indriða G. Þorsteinssyni. Indriði svaraði með smásögu i Samvinn- unni haustið eftir, þar sem hann reynir að skopast að jafnréttis- baráttunni og ber ein ógeð- felldasta persónan nafnið Vera Hress! t sumar birtist svo viðtal við Helgu i Þjóðviljanum, þar sem Jökull Jakobsson sýnist hafa tek- ið eitthvað til sin, þvi að i nýút- kominni skáldsögu hans nefnist ein persónan Volga Fress og er sú lektor i Vergenen, en þess ber að geta, að Helga Kress er sem stendur lektor i islenskum fræð- um I Bergen. Væntanlega gripur Vésteinn Lúðviksson þó ekki til svo lág- kúrulegra bragða, enda telja sumir, að hann hafi þegar og án aðstoðar Helgu fengið eftirþanka með Eftirþönkum Jóhönnu. — vh. Vegna útfarar Bjarna Bjarnasonar læknis fellur niður öll starfsemi Krabbameinsfélags íslands og Krabbameinsfélags Reykjavikur mánu- daginn 5. janúar e.h. Minningarkort af- greidd i sima 16947. Stjórn Krabbameinsfélags íslands Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.