Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. janúar 1976. PJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri; H^inar Kari Hara'dsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skóiavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: "Blaðaprent h.f. ÞEIR STÓÐU VÖRÐ UM SÓMA ÍSLANDS í dag hyllir alþýða manna hvarvetna um land þá ágætu sjómenn i Grindavik og annars staðar á Suðurnesjum, sem um helgina settu upp vegartálmanir og lokuðu fyrir umferð að og frá einstökum bælum Natohersins á Suðurnesjum. Þjóðviljinn fagnar með allri alþýðu þessu myndarlega framtaki, sem er til marks um það, að fólkið i landinu mun ekki láta bjóða sér hvað sem er i land- helgismálinu, án þess að láta alvarlega til sin taka. Kenning ráðherranna i rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar er sú, að þeir og þinglið þeirra muni undir engum kringumstæð- um láta fólkið i landinu „segja sér fyrir verkum”, þeir muni ekki skeyta um neinar f jöldasamþykktir né fjöldaaðgerð- ir, heldur neyta þess umboðs, sem þinglið stjórnarflokkanna hefur til loka kjörtima- bilsins, og láta augljós merki um afdráttarlausan vilja allrar alþýðu i land- helgismálinu sem vind um eyru þjóta. Með slik orð á vörum samþykktu þeir samningana við vestur-þjóðverja, og með slikum orðum reyndu þeir að réttlæta til- boð sitt til breta um 65.000 tonna ársafla, — hvort tveggja þvert gegn ótal einróma fjöldasamþykktum fólks úr öllum stjórn- málaflokkum. Þessi kenning ráðherranna, sem ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins hefur boðað af mestu kappi, er boðskapur um lýðræði, sem er dautt en ekki lifandi, steingelt og staðnað form, en ekki lifandi mannlifshvika i sibreytilegri verðandi. Framganga suðurnesjamanna nú gengur þvert á þetta viðhorf ráðherranna, hún er i æpandi mótsögn við þá fullyrðingu Ragnhildar Helgadóttur, eins af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins i umræðun- um i vetur um samningana við vestur- þjóðverja, — að verkafólk og samtök þess eigi svo sem ekkert að vera að skipta sér af landhelgismálinu, en láta rikisstjórn og alþing ein um hituna. Þeir sjómenn af Suðurnesjum, sem um helgina stóðu vörð um sóma Islands og hindruðu för eins hluta þess sama NATO- hers, sem liggur i hernaði við aðra islenska sjómenn á fiskimiðum okkar inn- an islenskrar landhelgi, — þeir voru ekki fulltrúar hins dauða og gelda kerfis, heldur lýðræðis, sem er lifandi og virkt, — þess eina lýðræðis, sem stendur undir nafni. Alþingi götunnar i Grindavík er ekki ómerk samkoma. Og það er mikill mis- skilningur, hvort, sem hann kemur fram hjá ráðherrum i rikisstjórn íslands, eða öðrum, að aðgerðir eins og þær, sem grip- ið var til á Suðurnesjum eða aðrar hlið- stæðar, sem birta vilja fjöldans, hafi ekki áhrif með beinum eða óbeinum hætti. Það hafa þær svo sannarlega, meira að segja lika á Ólaf Jóhannesson, sem þó hefur sett stolt sitt i það að láta fólkið i landinu ekki segja sér fyrir verkum, nema i mesta lagi á fjögurra ára fresti. Sjómenn hafa beint aðgerðum sinum, vegna sjóhernaðar breta á fiskimiðum okkar að NATO og NATO-hernum, sem hér dvelur. Sú stefna er sjálfsögð, og full- komlega rökrétt. Þetta bandalag hefur þóst ætla að vernda okkur gegn hernaðar- ofbeldi voldugri rikja, og fengið á 'þeim forsendum mikilvæg afnot af landi okkar. Nú er það enn annað helsta forysturiki NATO, sem á okkur ræðst, og hyggst með rökum gamalla nýlenduherra og samkvæmt úrskurði erlends dómstóls eyða lifsbjargarmöguleikum islensku þjóðarinnar. Atlantshafsbandalagið sem slikt hreyf- ir hvorki legg né lið, þrátt fyrir þetta. Þaðan koma innantóm orð um að við ætt- um nú að semja við breta, trúlega þá um 65.000 tonnin, sem islenska rikisstjórnin bauð á sinum tima eða meira? Eða styður ■ Atlantshafsbandalagið og framkvæmda- stjóri þess þá yfirlýsingu islensku rikis- stjórnarinnar að smánartilboðið sé aftur- kallað? Við þeirri spurningu skulum við heimta skýr svör, þegar Jósep Luns stigur hér á land. Þessi herramaður, Jósep Luns, framkvæmdastjór NATO, er að þvi spurður i Morgunblaðinu á laugardaginn var, hvort hann sé hlynntur málstað islendinga. Hans eina svar við slikri beinni spurningu er, að hann geri sér grein fyrir þýðingu fiskveiðanna fyrir islend- inga. — „Meira treysti ég mér ekki til að segja”!!, hefur Morgunblaðið eftir þessum „frelsara”. En megum við benda á, að herra Wilson, forsætisráðherra breta, hefur marglýst þvi yfir, að hann hafi lika full- kominn skilning á þýðingu fiskveiðanna fyrir afkomu islendinga, og sams konar yfirlýsingu hafa dómararnir við Haag- dómstólinn einnig látið falla, svo að herra Luns telur sig sjálfsagt i góðum félags- skap. En það eru ekki slikar yfirlýsingar um skilning i orði, sem okkur vantar, þegar verkin eða verkleysið eru i himinhrópandi mótsögn við þau orð. Sóma okkar vegna getum við ekki tekið þátt i samtökum, þar sem forráðamenn islenskir eru hafðir að ginningarfiflum og traðkað á helgum rétti til eigin þjóðlifs i okkar landi. —k. KLIPPT... Pétur farinn af stað. Skyldu bretar vera hræddir? Pétur fer í ferðalag Rikisstjórnin hefur fundið upp það snilldarbragð að senda ráðuneytisstjóra utanrikisráðu- neytisins i ferðalag til allra höfuðborga NATO-rikjanna i Evrópu. Hann verður væntan- lega á þvl feröalagi um þriggja vikna skeið. Ekki fer spurnum af þvi ennþá hversu bretar muni bregðast við þessum tiðindum. Vafalaust gerir rikisstjórnin ráð fyrir þvi að bretar séu skelfingu lostnir yfir þessu snilldarbragði: að þeir muni fara að hugleiða að draga her- skip sin út úr landhelginni, hætta ofbeldisverkunum á Is- landi og lyppast niður, þegar hinn ægilegi Pétur Thorsteins- son leggur af stað til þess að kynna málstað íslands i landhelgismálinu. Nei, gamanlaust. Ferðalag Péturs Thorsteinssonar var ákveðið til þess að tefja aðgerð- ir i landhelgismálinu, til þess að rikisstjórnin gæti slegið á frest að efna til raunhæfra aðgerða. Það er kjarni málsins og megin- atriði. En nú er sem betur fer ljóst, að þjóðin mun ekki sætta sig við þetta ráðslag og þess vegna kemst rikisstjórnin ekki undan þvi að taka ákvarðanir um myndarlegar aðgerðir. Forsætisráðherr- ann að viðundri Það bil sem nú hefur skap- ast á milli rikisstjórnarinnar og þjóðarinnar i landhelgismálinu er einstakt i þeim átökum sem við höfum áður háð við breta. Áður hefur þjóðin staðið fast með vinstristjórnunum sem fylgdu einaröri stefnu i land- helgismálinu. Nú er aumingja- skapur rikisstjórnarinnar þvilikur að þjóðin er agndofa, ræfildómurinn kemur þó hvergi betur fram hjá ráðherrunum en i allskonar yfirlýsingum um að þeir liti alvarlegum augum á málið. Er forsætisráðherrann vægast sagt orðinn að viöundri i landhelgismálinu. Skýringin á framkomu ráð- herranna i landhelgismálinu er að sjálfsögðu sú að þeir kjósa að taka NATO fram yfir Island, þeir eru þjónar erlendra hags- muna gegn islendingum. Ferðlag Péturs Thorsteins- sonar sem vitnað var til i upphafi sýnir alvöruleysi stjórnarinnar og ekkert annað. Þvi að enginn mun taka mark á honum frekar en öðrum islensk- um sendimönnum, fyrr en grip- ið verður til myndarlegra að- gerða, hótunar um úrsögn úr NATO innan einnar viku, veröi herskipin ekki farin úr land- helginni. Geir með alvarlegu augun Frumhlaup sendiherrans Annars er það ekki rikis- stjórnin ein sem hefur vakið upp reiði meðal almennings i land- inu. Það gera einnig embættis- menn hennar eins og til dæmis sendiherra Islands i Lonson. Hann leyfir sér, sama daginn og þjóðin öll er i baráttuham gegn ofbeldisverkum breta, að lýsa þvi yfir að rikisstjórnin muni semja um 65 þúsund tonna afla við breta. Það skal Niels P. Sigurðsson hins vegar gera sér ljóst að islenska þjóðin mun ekki samþykkja neina samn- inga við breta i verðlauna- og þakkarskyni fyrir ofbeldisverk- in að undanförnu,— s. Konur, kirkja og Matthías Matthias morgunblaðsrit- stjóri er i vanda rétt einu sinni enn. Kvenréttindakonur höfðu tekið saman i blaði hans nokkur sýnishorn af fyrirlitningar- ummælum kirkjunnar manna um konur. Biskup hafði reiðst þessari samantekt og fordæmt hana sérstaklega i nýjársboð- skapsinum. Matthias reynir svo að brosa til allra i einu og fer þá nokkra hringi i kringum sjálfan sig: Annarsvegar ver hann framlag kvennanna með skir- skotun til frjálslyndis blaðsins og þess að þær vilji vekja um- ræður hinsvegar reynir hann að gera biskupi til hæfis með þvi að kalla samantektina einstrengis- lega. Vill hann visa konum á rétta braut með þvi að vitna i Krist sjálfan og kemur þá ýmis- legt einkennilegt fram. Til dæmis: Hann (Kristur) skildi hana (konuna) betur en aðrir. Hún var einstaklingur, manneskja, jafnrétthá hvaða karli sem var. Eða hver man ekki eftir sögunni um bersynd- ugu konuna sem staðnæmdist grátandi við fætur Jesú þegar hann kom i heimsókn til Fariseans, vætti þá með tárum sinum og þerraði með höfuðhári sinu, kyssti fætur hans og smurði þá með smyrslunum”. Fleira er einkennilegt í útlist- un Matthiasar á jafnréttismál- um i guðspjöllunum. En að lok- um leggur hann, eins og búast mátti við, krók á hala sinn og veitir nú biskupi föðurlega áminningu. Það hafi að visu veriö ástæða til að hann gerði samantekt kvennanna að um- ræðuefni — en samt séu önnur umræðuefni brýnni: ,,En hitt er svo annað mál, að vel mætti hann eiga orðastað við þá sem enn gefa i skyn að frásögnin af Kristi sé goðsögn ein, ævintýri, sem ekkert mark sé á takandi.” OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.