Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 3
ÞriOjudagur 13. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 STJÓRN ALÞÝÐUBANDALAGSINS UM LANDHELGISMÁLIÐ: Brottrekstur setuliðsins og úrsögn úr NATO ella ber stjórninni að segja af sér og efna til kosninga Stjórn Alþýðubandalagsins Rvik hefur i dag, 12. janúar samþykkt eftirfarandi ályktun. íslenska þjóðin hefur undan- farnar vikur orðið að þola dæmalausa stjórnmálalega nið- urlægingu vegna ráð- og dáö- leysis rikisstjórnarinnar. Þetta aðgerðarleysi er afleiðing undirlægjuháttar rikisstjórnar- innar við Atlantshafsbandalagið og herraþjóð þess Bandarikin. Það lýsir sér best i þeirri nötur- legu staðreynd að rikisstjórnin hefur enn ekki sagt Island úr NATÓ, hvað þá hótað slikri úr- sögn, þrátt fyrir siendurteknar ásiglingar breskra herskina á islensk varðskip og gengdar- lausan yfirgang þeirra og frekju i islenskri landhelgi. Þetta á- stand stefnir lifi varðskips- manna og islenskra sjómanna daglega i stórfellda hættu auk þess sem stórfelld eyðilegging vofir yfir fiskimiðum okkar. í stað þess að skjóta málinu til þjóðarinnar ráðfærir rikis- stjórnin sig við NATO þ.e. breta sjálfa. Rikisstjórnin heldur þvert á móti áfram aö eiga aðild að hernaðarbandalagi ásamt bret- um og hýsir hér herlið til að að- stoða breskar herþotur við njósnir þeirra um islensk varð- skip. öllum hugsandi islending- um er nú orðiö ljóst i hverra þágu hiö svokallaða varnarlið er á Islandi. Vegna alls þessa hefur nú al- menningur á Suðurnesjum hafið mótmælaaðgerðir, sem eiga visan stuðning alls þorra lands- manna. Stuðningurinn er ekki takmarkaður við neinn stjórn- málafiokk heldur er hann krafa almennings i landinu um skjót- ar aðgerðir og vantraustsyfir- lýsing hans á núverandi rikis- stjórn. Þessi rikisstjórn hefur brugð- ist trausti almennings i nær hvaða máli sem er. Kauprán, óðaverðbólga og nú yfirvofandi atvinnuleysi eru hennar stoltu einkennismerki. Nú hefur rikis- stjórnin einnig brugðist trausti almennings i landhelgismálinu þar sem tekist er á um lifæö þjóðarinnar, fiskimiðin við landið. Þessi rikisstjórn virðir vilja almennings að vettugi og mótmælaaðgerðir breyta engu um stefnuleysi hennar i þessu máli svo vitnað sé til orða ólafs Jóhannessonar um aðgerðir Suðurnesjamanna i gær. Sú rikisstjórn sem lætur sér vilja þjóðarinnar sem vind um eyru þjóta litilsvirðir það lýð- ræði, sem við kjósum að búa við i þessu landi. Hún hefur ekki vilja meirihluta þjóöarinnar á bak viö sig i landhelgismálinu, þar mælir henni enginn bót. Skýlaus krafa almennings er brottrekstur setuliðsins og úr- sögn úr NATÓ verði bresk her- skip ekki tafarlaust á brott úr islenskri landhelgi. Vanvirði stjórnvöld þessa kröfu ber ríkis- stjórninni að segja af sér og efna til kosninga og hlita þar dómi þjóðarinnar. Sá dómur gæti orðið stjórnarflokkunum þungur i skauti. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifrœðingur: Ekkert að óttast þótt engin loðna hafi fundist ennþá Smyglmálið ennþá óljóst Búið er að yfirheyra tugi her- manna og islendinga i mesta lyfjasmyglmáli, sem hér hefur komist upp um. Þessa stundina sitja tveir amerikanar I tugthúsi, en stundum hafa allt að fimm manns gist tugthúsin i senn vegna máls þessa. Rannsókn þessa máls fer fram i Keflavik og á Keflavikurflugvelli. Kristján Pétursson sagði blaðinu, að énn væri hvorki hægt að tala um magn þess, sem smyglað hef- ur verið né heldur fjölda þeirra, sem við málið væru riðnir. Mikið væri enn óvitað um mál þetta, og langt i lok þess. Rannsókn máls- ins mun einnig fara fram erlendis að hluta. Talið er að um tugi kilóa sé af eiturlyfjum að ræða. —úþ Félag járniðnaðarmanna: Styðjum mótmæla- aðgerðir grindvíkinga Sú samþykkt/ sem hér fer á eftir var gerð á fundi stjórnar félags járniðnað- armanna i gær: Stjórn Félags járniðnaðar- manna lýsir fyllsta stuðningi við sjómenn og verkafólk i Grindavik i mótmælaaögerðum þess við Nato-herstöðina á Miðnesheiði. Jafnframt telur stjórn Félags járniðnaðarmanna að vegna árása breskra nato-herskipa á is- lensk varðskip, beri isl. stjórn- völdum að ákveða eftirfarandi aðgerðir: v Að loka Nto-herstöðinni á Mið- nesheiði. Að segja Island úr Nato. Að fá nú þegar a.m.k. þrjú gangmikil og sterkbyggð skip til liðs við Isl. varðskipin. Aö slita stjórnmálasambandi við Bretland. Einnig telur stjórn Félags járn- iðnaðarmanna að isl. alþýðu og samtökum hennar beri að sýna einhuga málefnalega samstöðu i þvi lifshagsmunamáli sem út- færsla og vernd Isl. fiskveiðilög- sögunnar er. Styðja grindvíkinga Alþýðubandalag Suðurnesja lýsir yfir fullum stuðningi við þær aðgerðir grindviskra sjómanna aö loka fjarskiptastöð banda- riska hersins 1 Grindavik. Þetta þorskastrið, svo og hin fyrri, hefur sýnt svo að ekki verö- ur úm villst, aö engin vörn er fyrir islendinga að dvöl bandariska hersins hér og veru okkar i NATÓ. Aiþýðubandalagið á Suðurnesjum hvctur almenning til þess að styðja aðgeröir grindvikinganna með öllum tiltækum ráðum. — Séu einhverjir farnir að óttast að engin loðna hefur enn fundist/ þá er slikt alger óþarfi og loðnu- gangan getur vel verið á sama tíma útaf Austf jörð- um og vanalega, þótt við höfum ekkert fundið hér útaf Langanesinu/ sagði Hjálmar Vi Ih já Imsson, f iskif ræðingur er við ræddum við hann í gær um borð í Árna Friðrikssyni þar sem þeir lágu i vari uppundir landi vegna veð- urs. — Mér sýnist nú að veðrið sé að ganga niður, það hefur raunar verið spáð lygnandi veðri i allan dag en það virðist ætla að láta standa á sér eitthvað, og um leið og veður gengur niður munum við fara út til leitar og þá á svæðinu svona 40 til 70 milur útaf Sléttu. — Það er rétt, að loðnan hefur fundist fyrir þennan árstima sið- an við fórum að fylgjast með henni 1969. Þessu getur margt Hjálmar Vilhjálmsson valdið, svo sem minna æti eða kaldari sjór, ég veit það ekki með vissu. — Ég hef i sjálfu sér ekkert leyfi til að ætla annað en að við finnum loðnu á næstunni, en hitt er svo annað mál að fiskar geta fundið uppá hinu og þessu og spyrja okkur mennina ekki ráða i þeim efnum. Ég byggi þá skoðun mina, að við munum eflaust finna loðnu, á þvi, að það fara ekki sög- ur af þvi að loðna hafi ekki gengið suður fyrir landið, en hvenær henni þóknast að láta sjá sig, það er erfiðara að segja til um. t fyrra fannst fyrsta loðnan að mig minn- ir 8. janúar og þótt við séum nú vikunni seinni að finna hana þá er engin hætta á ferðum, um það er ég sannfærður, sagði Hjálmar. —S.dór Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Tafarlaus stjórn- málaslit Á stjórnarfundi Skipstjóra- og stýrimannafélags öldunnar, sem haldinn var 11.1. 1976, var eftir- farandi ályktun samþykkt ein- róma. „Stjórn Skipstjóra- og stýri- mannafélags „öldunnar” sendir áhöfnum varðskipanna viröingar- og þakklætiskveðjur fyrir stór- kostlega frammistöðu þeirra i baráttunni viö bresku sjóræningj- ana. Hins vegar átelur stjórn „öldunnar” islensk stjórnvöld fyrir seinagang i viðbrögðum gagnvart ágengni og árásum breta á islensk varðskip og önnur skip innan islenskrar fiskveiöi- lögsögu og telur að stórauka ætti .liöstyrk Lgndhelgisgæslunnar. Stjórn „öidunnar” telur aö þegar i stað skuli slitið stjórn- málasambandi við breta og Is- lendingar segi sig þegar úr NATO og loki herstöðinni á Suöurnesj- um. Stjórn „öldunnar” lýsir fullum stuðningi við aðgeröir sjómanna og stuöningsmanna þeirra á Suð urnesjum og sendir þeim baráttu kveðjur.” I Háskólabiói: ^Listaskáldin vondu” Laugardaginn 17. janúar kl. tvö e.h. flytur hópur skálda, sem nefnir sig Listaskáldin vondu, verk sin i Háskólabiói. 1 hópnum eru: Birgir Svan, Guðbergur Bergsson, Hrafn Gunnlaugsson, Megas, Pétur Gunnarsson, Sig- urbur Pálsson, Steinunn Sigurð- ardóttir, Þórarinn Eldjárn. Kynnir verður Sigurður Karlsson. Barnagæsla er i for- dyri biósins. Aögangseyrir er kr. 250. Ókeypis fyrir börn og fólk á ellilaunum. Dagskránni verður að vera lokið um fjögur þar sem kvik- myndasýning hefst i húsinu kl. 17 og er þvi hverjum upplesara markaður þröngur timi. Dag- skráin mun þvi hefjast stund- vislega kl. 14 og eru menn beðn- ir að mæta timanlega. Landhelgisfundur á vegum Stúdentaráðs Stúdentaráð Háskóla íslands hefur ákveöið að boða til almenns borgarafundar um viðhorfin i landhelgismálinu. Tilefni fundar- ins er óþarfi að kynna hér, en Stúdentaráð hefur boðið tals- mönnum stjórnar og stjórnarand- stöðu að vera frummælendur á fundinum. Fundurinn verður að Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 14. janúar, og hefst hann kl. 20.00. öllum er heimill aðgangur og þátttaka i umræðum að loknum framsöguræðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.