Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Sjú En-lai (kross yfir höfði hans) á námsárunum i Göttingen I Þýskaiandi. Þar eignaðist Með Rauða kverið i hendi við hlið Maós formanns. hann son með þýskri stúlku, en piiturinn, sem mun hafa verið einkabarn Sjús, féll i siðari heimsstyrjöldinni — sem hermaður i þýska hernum. Aðaldiplómat kínversku byltingarinnar Á fáeinum vikum hafa tveir af frægustu og áhrifamestu stjórn- málamönnum veraldar safnast til feðra sinna, þeir Francisco Franco einræðisherra Spánar og Sjú En-lai, forsætisráðherra Kina. Báðir eru þeir á meðal þeirra einstaklinga, sem mestan þátt hafa átt I að móta þróun sög- unnar og lif ibúa þessa hnattar á okkar timum. En þar með mun upptalið það, sem þessum tveim- ur mönnum er sameiginlegt. Meiri mun á mönnum á sögusviði tuttugustu aldarinnar getur varla. Franco var afturhaldssamur herforingi með miðaldahugs- unarhátt og gerðist leiðtogi valdaræningja, sem hrundu frá völdum löglegri rikisstjórn er fengið hafði fylgi meirihluta þjóðarinnar I þingkosningum. Allt lifsstarf hans miðaðist að þvi að færa klukkuna aftur á bak, draga þjóð sina öfuga til stjórnar- hátta ihalds og einræðis. Sjú En- lai var hinsvegar einn af leiðtog- um byltingar, sem i framkvæmd hefur orðið ef til vill mesta kraftaverk, sem samanlögð mannkynssagan kann frá að greina. Sú bylting hefur þegar leitt af sér að kinverska þjóðin — meira en fjórðungur mannkyns- ins — býr við jöfnuð og mann- sæmandi lifskjör, á sama tima og indverjar, önnur hliðstæð risa- þjóð, sem ekki hefur horfið frá kapitaliskum hagstjórnarháttum, stendur blýföst i vonleysisfeni ör- birgðar, misréttis og kyrrstöðu. ,,...enginn tók honum fram" Viðbrögð manna við fráfalli þessara tveggja höfðingja hafa verið eftir þessu ólik. Þegar Franco féll frá reyndust fáir nógu blygðunarlausir til að láta i ljósi verulegan harm, nema þá helst örlagapakk eins og Pinochet i Chile; jafnvel traustustu banda- menn Francos, eins og Ford Bandarikjaforseti, kunnu ekki við að senda nema mjög svo form- lega orðaðar samúðarkveðjur. Nú keppast ráðamenn heimsins hinsvegar um að hlaða lofi á hinn látna Sjú og votta kinversku þjóð- inni samúð sina. Varla nokkur þeirra slær þó hvað þetta snertir við einhverjum mesta erkióvini kommúnismans á siðustu áratug- um, Richard M. Nixon fyrrver- andi Bandarikjaforseta. Hann komst svo að orði i tilefni af frá- falli Sjú En-lai; „Aöeins örfáir menn, sem uppi hafa verið á tuttugustu öld, munu nokkru sinni hafa svipuð áhrif á söguna og Sjú. Af þeim yfir 100 stjórnarleiðtogum, sem mér auðnaðist að hitta siðastliðinn aldarfjórðung, var enginn sem tók honum fram hvað snerti skarpa greind og heimspekilega breidd og speki, grundvallaða á reynslu. Þetta gerði hann að miklum leiötoga.” Og Nixon bætti þvi við að hann væri „innilega dapur” vegna fráfalls Sjús. Þetta er ekki svo illa sagt af manni, sem fyrir ekki svo mjög löngu var einn af aðalhvatamönnum þess að Bandarikin neyttu allra bragða til að einangra kinverska alþýðulýðveldið og létu morgun- blöð sin og aðrar áróðursmyllur útmála leiðtoga kinverja sem ó- mennskar ófreskjur. Niðji mandarína Sjálfsagt má túlka þessi við- brögð sem vott vaxandi uppgjaf- ar auðvalds og ihalds i „barátt- unni gegn kommúnismanum”. Fyrir tæpum sex áratugum var sósialiskt riki aðeins draumsýn, Sjanghai. Hann ólst upp i Mansjúriu. Gagnstætt Maó for- manni, sem er af ættum smá- bænda, var Sjú En-lai af yfirstétt- arfjölskyldu; faðir hans og afi voru báðir embættismenn eða mandarinar i þjónustu Mansjú- keisaraættarinnar. Hann var skólaður eftir þvi sem best gerð- ist um ungmenni af kinversku yfirstéttinni, bæði i klassiskum fræðum þjóðar sinnar og á vest- ræna visu. Hann nam i Japan og fór árið 1920 til Evrópu, þar sem hann nam i háskólum i Frakk- landi og Þýskalandi. Þá þegar var hann orðinn byltingarsinnað- ur og varð einn af frumkvöðiun- um við stofnun Kommúnista- flokks Kina. 1924 fór hann aftur tii Kina og varð ritari flokksdeildar- innar i Kanton og skömmu siðar yfirmaður pólitisku deildarinnar við herakademiuna I Kanton, sem Sjang Kaí-sék stóð þá fyrir. Þeg- ar Sjang rauf samstarfið við kommúnista og hóf útrýmingar- herferð gegn þeim var Sjú tekinn höndum, en tókst að flýja og barg þar með lifi sinu. Nixon hjálpar Sjú i frakkann: „Af hundrað leiðtogum sem ég hitti tók enginn honum fram.” nú hefur hálfur heimurinn tileink- að sér það stjórnarform i einni eða annarri mynd og engar horf- ur eru á öðru en að sú þróun haldi áfram, samanber sigra þjóðfrels- ishreyfingarinnar i Indókina sið- astliðið ár og yfirstandandi þróun viða i Afriku. Nixon og hans lfkar eru farnir aö skilja að „það sem koma skal, þaö kemur góðir menn, þótt öllum heimsins morð- ingjum sé att gegn þvi i senn.” Sjú En-lai er fæddur árið 1898 I Húajan i fylkinu Kiangsú á aust- urströnd Kina, en i þvi fylki er meðal annarra staöa risaborgin Stjórnaöi hættulegasta hluta Göngunnar löngu Asamt með eiginkonu sinni var hann með i Göngunni löngu, hinni frægu ferð meginliðsafla komm- únista frá fylkinu Kiangsi I land- inu sunnanverðu til Sénsi i norð- urhlutanum. Sá leiðangur, sem fór um 10.000 kilómetra leiö árin 1934—35, kostaði slikar fórnir að minnstu munaði að her kommún- ista þurrkaðist út, en engu að sið- ur tókst þeim á hinum nýju vig- stöðvum að treysta aðstöðu sina og frá yfirráðasvæðunum i norð- urhluta landsins hófu þeir um sið- Sjú mcð Marshall, einum helsta ráðamanni Bandarikjanna, er sá siðarnefndi dvaldist i Kina 1946 þeirra erinda að miðla málum milli stjórnar Sjang Kai-séks og kommúnista. Með Nehru I Delhi 1954. A þeim árum hafði Sjú forustu um að móta utanrfkisstefnu hins unga alþýðulýðveldis. ir þá sókn, er tryggði þeim fullan sigur. I Göngunni löngu stjórnaði Sjú för hersins yfir fljótið Tatú i fjöllunum i vesturhluta landsins, sem var einn hættulegasti. hluti ferðarinnar. Urðu framverðir hersins þar að taka með áhlaupi hengibrú yfir gljúfur, en óvina- hermenn voru á gljúfurbarmin- um á móti og héldu uppi látlausri vélbyssuskothrið á áhlaupsmenn- ina. Þegar á árunum i Sénsi varð Sjú aðaldiplómat stjórnar komm- únista, sem sat þá i Jenan. Til þess var hann á flestan hátt vel fallinn. Hjá honum fór saman ó- bugandi andlegt og likamlegt þrek — eins og allra, sem komust Gönguna löngu á enda lifandi — og fáguð framkoma mandarina- sonarins og langskólaða heims- mannsins. Andstæðingar hans héldu þvi fram að undir sléttu og mildu yfirborði leyndi hann harð- neskju og aö hann svifist einskis. Efalaust er eitthvað til i þvi; öfl- ugir óvinir kinversku byltingar- innar, innlendir sem erlendir, neyttu allra bragða til að koma henni á kné og byltingarmönnum var þvi nauðugur einn kostur að gjalda i sömu mynt. Fyrsti forsætis- og utanríkisráð- herra alþýðulýö- veldisins Þegar lýst var yfir stofnun al- þýðulýðveldisins Kina 1949 varð Sjú En-lai forsætis- og utanrikis- ráðherra. Hann átti þvi öðrum fremur þátt i að móta utanrikis- stefnu alþýðulýðveldisins fyrstu ár þess og var siðan allt til dauða- dags einn af áhrifamestu mönn- um stjórnarinnar, að likindum lengst af áhrifamesti maður hennar næst Maó Tse-túng sjálf- um. Arið 1950 fór hann með Maó til Moskvu og tók þátt i viöræðum við Stalin, en þær viðræður leiddu til þess að sáttmáli um gagn- kvæma aðstoð var gerður með Sovétrikjunum og Kina. Sam- kvæmt þeim sáttmála veittu Sovétrikin Kina verulega tækni- aðstoð, sem kom sér vel á fyrstu árum alþýðulýðveldisins. Genfarráðstefna og menningarby Iting Sjú sótti Genfar-ráðstefnuna um Indókina vorið 1954 af hálfu Kina og vakti þar athygli sem stórsnjall samningamaður. Ásamt Anthony Eden, forsætis- ráðherra Bretlands, og Pierre Mendes-France, forsætisráð- herra Frakklands var hann sá maður, sem mest áhrif þótti hafa á gang mála á þeirri ráðstefnu. 1958 lét Sjú af embætti utanrikis- ráðherra, en var áfram forsætis- ráðherra og virtust áhrif hans engu minni en áður. A fyrri hluta siðastliðins áratugs átti hann drjúgan þátt i að koma upp stjórnmálatengslum milli Kina og þróunarlandanna, einkum Afrikurikja. Ekki er vel ljóst hver afstaða Sjús var 1966—67, þegarmenning- arbyltingin stóð yfir, eða hvaða hlutverk hann fór með þá. Sumir vestrænir fréttaskýrendur hafa viljað halda þvi fram að hann hafi andæft menningarbyltingunni eftir mætti, en það stenst varla. Bylting þessi átti sér stað sam- kvæmt vilja sterkra afla meðal flokks og æskulýðs auk Maós for- manns, og hefði Sjú i raun verið henni andvigur og andæft henni, hefði það að likindum orðið hon- um að falli, annaðhvort til fram- búðar eða um stundarsakir, eins og sýndi sig með Liu Sjaó-sji og Teng Hsiaó-peng. Flest bendir til þess að á þessum ólguárum hafi Sjú i meginatriðum fylgt Maó for- manni að málum, eins og hann hafði raunar gert lengst af frá þvi að leiðir þeirra lágu fyrst saman á bernskuárum þess flokks, sem nú stjórnar fjölmennustu þjóð heims. Hitt er liklegt að rólyndis- og hófsemdarmaður, eins og Sjú var, hafi boriö vissan kviðboga fyrir þvi að menningarbyltingin Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.