Þjóðviljinn - 13.01.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Síða 7
Þriðjudagur 13. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 SUÐURNESJAMENN LOKA HERSTÖÐINNI 1 . *.* ** ' i í» Þetta er hópurinn sem stóð vörð við vegatálmann í Grindavik siðdegis á sunnudag. 1 baksýn sést fjar- skiptastöðin. Þeir tóku sér stöðu við grjótgarðinn sem rutt var upp á laugardaginn. A myndinni má meðal annars þekkja eftirtalda;Sævar óskarsson, Skúla óskarsson, óla Bjarna ólafsson, Rúnar Björg- vinsson, Jón Guðmundsson, Enok Sigurðsson, Þorsteinn Guðmundsson.Ragnar Ragnarsson og Svavar Sverrisson. Mynd: gsp. 1 varðturninum stóð vaktmaður með kiki og fylgdist hann vandlega með Þjóðviljamönnunum á sunnudaginn. Um helgina tóku suðurnesjamenn til sinna ráða og lokuðu herstöðinni. Grindvikingar lokuðu veginum að f jar- skiptastöðinni þar í grennd alla helgina eða frá þvi um tvöleytið á laugardag og keflvikingar lokuðu Rockwille - stöðinni i tvo klukkutima. Fleiri hundruð manns tóku þátt i þessum aðgerðum, en for- ustumenn þeirra voru úr röðum sjó- manna og útvegsmanna. Meginkröfur fólksins eru raktar á næstu siðum, en þær beinast fyrst og fremst að NATO og bandariska herliðinu. Þátttakendur i aðgerðunum eru úr öllum stjórnmála- flokkum, en forustumennirnir eru margir áberandi forvigismenn Sjálf- stæðisflokksins á Suðurnesjum, vara- þingmaður, formaður sjálfstæðisfélags, fyrrverandi bæjarfulltrúi o.s.frv. Ilann varð að sætta sig við að fara gangandi i gegnum varnarmúrinn þessi bandarikjamaður klyfjaður þung- uin pinklum. Allar helstu fréttastofur fylgdust með þessum atburðum, BBC, Reuter og aðr- ir. Þjóðviljinn fór á vettvang á sunnu- dag og birtast á þessari og næstu siðum myndir og frásagnir af atburðunum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.