Þjóðviljinn - 13.01.1976, Page 8

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. janúar 1976. Þriöjudagur 13. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 ■ I . í I I l I I / U 1 u. Þeir sögöu fátt viö Þjóöviljamenn þessir hermenn, sá sem næst stendur innan hliösins var mæltur á Is- lensku. Óhrjáieg stöö bandarikjamanna I grennd Grindavikur. Möstrin gnæfa himinhátt en vistar verurnar klúka í snjönum. A miöri myndinni er Rustys GriII and Bar, sem frá er sagt á þessum slöum. Myndir: gsp. mmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Þegar grindvíkingar lokuðu herstöðinni Móti opiiU hafi er Grindavik. Þar búa sjómenn og fiskverk- unarfólk, sem daglega fær að kynnast sjónum beint og óbeint. Sjórinn er þeim jafnsjálfsagöur vettvangurog okkur hinum stofu- gólfið. En slikt fólk vill að menn umgangist það sem í sjónum fæst meö hæfilegri virðingu og um- fram allt aðgát. Þetta fólk vill til að mynda ekki horfa upp á það aðgerðarlaust þegar rikisstjórn landsins fer undan í flæmingi þegar verja á fiskimið landsins. Þeim liður illa að vita til þess að breskum ofbeldisherskipum er beitt gegn íslenskum varðbátum og vilja sjálfir leggja allt í sölurn- ar til þess að verja fiskimiðin. Maður við mann Þess vegna var það sem sjó- menn og útvegsmenn á Suður- nesjum sendu frá sér aðvörun um miðjan desember: Ef rikisstjórn- in stendur sig ekki sæmilega við vemdun landhelginnar munum við gripa til okkar ráða og loka hliðum herstöðvarinnar. Þrátt fyrir jólaannir og pólitiskan darr- aðardans á alþingi fyrir jólaleyfi tóku margir eftir þessari tilkynn- ingu suðurnesjamanna. En rikis- stjórnin heyrði ekki tilkynning- una, hún tók ekkert mark á henni. Áfram einkenndi þrekleysið og aumingjaskapurinn meðferð landhelgismálsins jafnvel þótt bretarnir höguðu sér sifellt verr. En þegar herskipin reyndu 20 sinnum i lotu að sigla á Þór fyrir austan land, þann sama dag létu grindvikingar til skarar skriða. Þeir voru niðri á bryggju eins og fyrri daginn og þar mælti maður við mann að nú skyldu þeir bregða sér út fyrir plássið og loka stöðinni, fjarskiptastöð banda- riska hersins. Þeir fórupneö bila sina og tepptu aðkeyrslu að stöð- inni. Þetta var kl. 2 á laugardag- inn 10. janúar. Siöan stóðu þeir þar vakt alla helgina. Fiskur undir steini Þó fer þvi fjarri að þessu fólki sé sérstaklega illa við núverandi rikisstjórn. Margir i hópnum eru eldheitir stuöningsmenn hennar. En eftir þvi sem þeir eru harð- skeyttari stuðningsmenn stjórn- arinnar sviður þeim sárar að horfa upp á niðurlægingu hennar. 1 framkvæmdanefnd þeirra sem loka veginum að stöðinni eru þrir menn, þar af tveir forustumenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Eðvarð Júliusson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi og Sigurpáll Einarsson formaður Sjálfstæðisfélags Grindavikur. Þriðji maður I nefndinnier Óskar Hermannsson, Arnarvik. En um leið og sjórinn hefur kennt þessu fólki i Grindavík lexi- ur hefur það dregið sina lærdóma af herstöðinni. Það veit að þvi að- eins taka bretar viö sér i land- helgismálinu að bandarikjamenn skipi þeim að aðhafast eitthvað. Grindvikingar búa nefnilega und- ir húsveggnum hjá NATO, en risavaxinn skógur fjarskipta- mastranna vestur af kaupstaðn- um minnir daglega og ævinlega á tilveru herstöðvarinnar. Þess vegna er grindvlkingum ljóst að ekkert dugir minna en fyllsta harka gagnvart NATO og banda- rikjamönnum til þess að hrófla við bretum. Þar liggur fiskur undir steini. Veitti sakramenti Við komum þarna frá Þjóövilj- anum upp úr hádeginu á sunnu- dag. Þá vorunokkrir tugir manna á stiflunni eins og þeir kölluðu það sjálfir. Þarna voru i einum Land-Roverbil frá Ingimundi i Heklu margir menn saman komnir á öllum aldri, frá tvitugu ogupp úr. Það stóö ekki á svörun- um þegar við spurðum þá um til- gang aðgerðanna, þar var hvorki feimni né hik. Þetta voru hressi- legir sjómenn. Sumir höfðu veriö á balli kvöldið áöur í samkomu- húsinu Festi. Þar hafði verið fullt hús; þegar menn voru búnir að dansa nægju sina fór fólkið upp að stiflunni að skemmta sér við að horfa á stifluna, horfa á samstöð- una og árangur hennar. Hafa margir amerikumenn komiö hér, spurðum við Þjóö- viljamenn? Jú, nokkrir, en I dag hefur bara einn komið. Það var presturinn sem á þennan Fólksvagn þarna, ljósbláan. Hann er að veita þeim sakramenti sögðu þeir i Land-Rovernum og hlóu griðar- lega. Það er messa i stöðinni. Land-Rovermenn sögðu okkur einnig, að þarna á stifluna hefðu komið um morguninn nokkrir frá félagsskapnum Eik-ml, sem hefðu dreift miðum og farið frið- samlega, var tekið fram. Þeir töldu að á staðnum hefðu verið lengri og skemmritima menn frá öllum heimilum i Grindavik; hefðu vafalaust 400—500 manns komið uppeftir, en þegar flest var i einu á laugardagskvöld voru þarna um 200 manns, sagði lög- reglan i Grindavik. Óhrjáleg stöð Lokun vegarins að stöðinni var aðeins spölkorn fyrir vestan kaupstaðinn, en nokkur spotti er þá eftir að herstöðinni. Þjóðvilja- menn vildu ganga að stöðinni og freista þess að hitta einhverja þeirra sem þá áttu skammt i guösorð áðurnefnds prests. Báð- um við lögreglumennina i Grindavik sem þarna sátu i tal- stöðvarbil að tilkynna komu Þjóðviljans á staðinn. Lögreglumenn sendu tilkynn- inguna frá sér strax en langur timi leið að biða eftir svari, það kom þó að lokum, ekki fagnandi, heldur aövarandi. Frá stiflunni að stöðinni væri hættusvæði sem allt tilheyrði bandarikjamönnun- um. Við skyldum gæta okkar vandlega. Við gengum i átt að stöðinni og eftir þvi sem nær kom sést hvað þetta er ómerkileg stassjón, þrátt fyrir mastraskóginn i kring. Þarna eru fáein hús, farartæki og varðturn. Við tökum strax eftir þvi að allt er þetta illa hirt.húsin ómáluð og skellótt, bDflök um allt svæðið og allt er þetta raunar hið óhrjálegasta. Var það mikill munur eða hús þeirra grindvik- inganna sem við höfðum ekið fram hjá stundarkorni fyrr, sem öll eru snyrtileg og vel gerð ytra. Þrír stuttir og einn langur Þegar við komum að stööinni varengan mann aðsjá fyrst i stað utan varðturnsmanninn sem si- fellt stóð með kikinn gónandi á okkur þremenningana. Vandaðist þó málið þegar Gunnar Steinn hljóp upp að girðingunni með skuggalega ljósmyndatösku sina, en við Einar Karl héldum áfram niður með herstöðinni. Þá gat varðmaður ekki haft okkur alla i kikinum I einu. Nú mátti sjá einn og einn mann skjótast á milli húsa og þegar ég veifaði þeim mér til skemmtunar stukku þeir á flótta eins og hrædd dýr. Vandséð var hvert þessara nöturlegu húsa eru mannabústaðir og hver geymslur, öll voru þau til vitnis um það að stjórn Hvita hússins er enn sammála þeirri skoðun Nix- ons að þetta land sé bölvaður hundsrass. Þar eigi ekki að nota málningu né sæmilega umgengni. Minntu bilflök stöðvarinnar einna helst á einstaka bóndabæ á Is- landi þar sem bóndinn stundar viðgerðir fyrir alla sveitina, en dundar sjálfur við þaö i frítimum sinum á veturna að setja saman Moskvi'tsbila, gerir einn úr fimm eða sex. En, viti menn! Þarna koma fjórir úlpuklæddir. Þrir stuttir og einn langur. Sá langi gengur fremst og ég greikka sporiö til þess að ná tali af þessum manni. Hann gengur föstum skrefum á móti mér og ég heilsa honum. Hann tekur undir kveðju mina á amerisku, en segir svo: Hvad er tetta hér? Þetta var tungumál sem ég kannaðist við og segi: Ertu islenskur? — Já. — Bandariskur rikisborgari? - Já. — Ertu hermaður? — Já. En hvaðan eruð þið? — Við erum blaðamenn. — Frá hvaða blaði. — Þjóðviljanum. — Ðe komjúnist peiper. — Frá Þjóðviljanum. Þegar umræðan er eins og sjá má að komastá liflegt stig kallaði maður nokkur valdsmannalega i fjarskanum á þá fjórmenninga og þeir tóku næstum til fótanna. Það var eins og sá valdsmannslegi hefði veriö að kalla á hund, og þeir hlýddu eins og vel vanin hús- dýr. Við kölluðum á eftir þeim sem rætt hafði við okkur: Hvaö heitir þú? En ekkert svar, viö sá- um hann hverfa inn i gimald stærsta hússins. Þarna var is- lenskur maður hermaður i Bandarikjaher. Við spuröum, þegar við komum frá stöðinni, grindvikingana, hvort þeir þekktu þennan islenska mann. Nei, þeir vissu ekki um hann. Höfðu aldrei heyrt hans getið. Hvernig stendur á veru hans þarna? Við þvi kann ég engin svör, en það var hrollvekja, ekk- ert minna, að horfa á eftir þess- um manni, þeim langa, niðrum kokið á herstöðinni. Messa á Rustys Bar and Grill Þegar við gengúm frá hliðinu tók ég eftir skrautletri framan á bláu húsi inni á svæðinu. Þar stóð Rustys Bar and Grill. Húsið sjálft minnti einna helst á bflskúr vondan eða fjárhús úr kassafjölum. Og var liturinn utan á þvi I engu samræmi viö óhrjá- legan efniviðinn, þetta var eina nýmálaða húsið á staðnum og lit- urinn var sterkblár. Stafirnir voru framan á annarri vængja- hurðinni framan á húsinu. Þeir voru málaðir á ská meö mikilli nosturssemi, náttúrlega fjólu- bleikir. Skyldi presturinn vera að messa þarna inni, sögðum við, á Rustys Bar and Grill? Viö lögðum við hlustirnar til þess að vita hvort við heyrðum ekki sálma- söng yfir sakramentinu, en ekk- ert heyrðist nema vindgnauðið, en nú var hann einmitt að herða sig upp i byl, ofankafald og skaf- byl nánar tiltekið. Við röltum til grindvikinganna á nýjan leik I gegnum kafalds- fjúkiö. Þegar við erum komnir langleiðina er litiö við og þá rifj- astafturupporð Nixons sem áður var vitnað til og það rifjast líka upp sem Geir Hallgrimsson sagði i útvarpinu á dögunum að herinn hér á landi getur ekki verndað okkur fyrir yfirgangi breta. Það er sjálfsagt alveg rétt, enda litur forsætisráðherrann málið „al- varlegum augum”. Það var gott að koma til grind- vikinganna aftur frá herstöðinni sem gleypti einn islending i messu á Rustys Grill Bar. Þeir eru íslendingar Grindvikingarnir höfðu sjálfir gripið til aðgerðanna um helgina. Þeim hefur verið sagt að herinn sé hér til þess að vernda islend- inga. Grindvikingar heimta þvi að herinn geri það og verndi okk- ur fyrir yfirgangi breta. Ef hann ekki gerir það á hann at fara héð- aíi og islendingar eiga að segja sig úr NATO, tafarlaust. Um þessa afstöðu voru þeir allir sam- mála sem við hittum við lokun stöðvarvegarins, hver einasti einn. Grindvikingarnir stóðu vörð um islenska sæmd andspænis ægilegasta herveldi heims. Þeir eru reiðir vegna athafnaleysis stjórnarvalda, þeir gera biturt grin að Geir Hallgrimssyni „með alvarlegu augun”, þeir eru is- lendingar. Við tókum viðtal við einn for- vigismanna grindvikinganna á staðnum, og segir frá þvi annars staðar. Þegar við kvöddum fólkið var það gert með vissum söknuði. Okkur langaði til þess að vera með þvi og taka beinan þátt i þessum glæsilegu aðgerðum. Sið- an var haldið til Keflavikur. Þar áttu sér stað svipaðar aðgerðir i tvo klukkutima. Þar hittum við hermann sem neitaði að tala við okkur aukatekið orð. Hyldýpisgjá Og þegar kom til Reykjavikur birtust fréttir i útvarpi og sjón- varpi. Þar var sagt frá þvi, að forsætisráðherrann liti málið al- varlegum augum. Þar var sagt frá þvi að dómsmálaráðherrann myndi ekkert aðhafast gagnvart suðurnesjamönnum meðan allt færi friðsamlega fram. Það var rétt eins og dómsmálaráðherrann héldi að suöur frá væri einhver ó- þjóðalýður. Óg svo kom fréttin um að formaður utanrikismála- nefndar alþingis teldi aö ef sjó- próf sönnuðu ásiglingu þá lægju slit stjórnmálasambands i loft- inu! Þessar fréttir um afstöðu ráða- manna ofan i lifsreynslu dagsins sönnuðu svo áþreifanlega sem veröa má hvilik hyldýpisgjá er milli ráðamanna, rikisstjórnar- innar og fólksins i landinu. Rikis- stjórnin virðist ekki hafa hug- mynd um viðhorf fólksins og ein- læga og einbeitta kröfu þess um athafnir I stað tilgangslausra spriklferðalaga embættismanna. Stjórnin heyrir ekki óp fólksins i landinu i gegnum bergmálslausa múra stjórnarráðsins. Þess vegna koma menn þar fram i gluggana reglulega eins og kúkú- fuglar og segja i sifellu: „Ég lit málin alvarlegum augum, alvar- legum augum, alvarlegum aug- um....”, en þeir aðhafast ekki neitt. Spurningin sem grindvíkingar setja á oddinn Er NATO-herstööinni ætlað að verja okkur eða ekki? „Þetta byrjaði eigin- lega á bryggjunum i gær, og áður en við viss- um af voru aðgerðirnar byrjaðar hér við stöðina, búið að ryðja upp grjót- og snjógörðum og hafin vaktaskipti á verðinum. Ég held að hingað hafi komið fulltrúar frá öll- um heimilum i Grinda- vik og fjöldi fólks ann- arsstaðar af Suðurnesj- um. Þegar flest var hér i gær taldi lögreglan að um 200 manns væru við bilagirðinguna.” Þetta sagði Eövarð Júliusson, útgerðarmaður, i viðtali við Þjóöviljann um miðjan dag á sunnudag, en hann er ásamt Sigurpáli Einarssyni og Öskari Hermannssyni i framkvæmda- nefnd aðgerðanna i Grindavik. Þetta upphófst alltsaman með þvi, að Eðvarð var einn sexmenn- inganna, sem rituðu bréf til aðmirálsins á Keflavikurflugvelli 14. desember. Siðan þá hefur ver- ið mikið rætt um landhelgismálið, framferði breta á miðunum og af- skipti NATÓ og herstöðvarinnar af þorskastriðinu i Grindavik. Hér fer á eftir viðtal við Eðvarð Júliusson útgerðarmann. Við settumst inn i bil hans, og sem viötaliö er aö hefjast berast til hans skeyti frá föður hans i Reykjavik og Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufiröi, þar sem lýst er yfir stuðningi við aðgerðir grind- vikinga. 1 sama mund ber að Sigurpál, formann Sjálfstæðis- félagsins i Grindavik og fulltrúa i samstarfsnefnd sjómanna. Einnig honum berst fjöldi stuðn- ingsskeyta, og eins og menn heyröu i fréttatima útvarps á sunnudagskvöldið var straumur stuðningsskeyta svo ör, að ekki gafsttimi til þess að telja þau upp i útvarpinu. Loðnumenn óttast bretann. — Já, ég skal segja þér það, segir Eðvarð, að sjómenn hér eru uggandi vegna þess að bretarnir eru að skaka á loðnuslóð þarna fyrir austan. Þeir sigla eins og bandittar, og ég get sagt þér af eigin reynslu sem skipstjóri að ég tek aldrei sjans á þvi að þeir viki rétt. Þeir eru taugatrekktir núna og sjá varðskip i hverju skipi sem nálgast. Þessvegna er ég viss um að þeir muni áreita islensk loðnu- skip, keyra i næturnar og valda stórtjóri svo eitthvað sé nefnt. Það verður þvi að gera eitthvað i þvi að koma þeim af miðunum. Þetta er nú til dæmis eitt af þvi sem ýtir mér persónulega út i þessar aðgerðir. Til hvers er herstöðin? — En hver er svo megintil- gangurinn með þessu tiltæki ykk- ar? — Við viljum bara fá það svart á hvitu til hvers bandariska her- stöðin er hér á landi. Er hún aðeins hér til þess að gæta banda- riskra hagsmuna, eða, einsog við höfum haldið, einnig til þess að vernda okkur? Ef þeir eru hér aðeins fyrir sig, ættu þeir skil- yrðislaust að greiða skatta og skyldur af umsvifum sinum hér i Grindavik eins og hvert annað fyrirtæki. Ég vil taka það fram að lokun okkar á veginum beinist alls ekki að bandariskum einstaklingum hér, heldur fyrst og fremst gegn NATO. Það er verið að knýja á um það að yfirstjórn NATÓ gefi skýr svör um það hvort hún ætlar að þola bretum vopnaðan yfir- gang á Islandsmiðum. Endurskoða ber varnarsamninginn. — Og hver búist þið við að árangurinn verði af lokuninni? — Það er ekki gott að segja. Við ætlumst til að svarið komi i formi aðgeröa. Kærum okkur ekki Eövarð Júliusson varaþingmaöur Sjálfstæðisflokksins við varð- stöðu grindvikinga. Viötal við Eðvarð Júlíusson, útgerðarmann um nein skrifleg svör. Við teljum skyldu okkar að þrýsta á um að gripiö verði til einhverra aðgerða af hálfu NATÓ og herstöðvarinn- ar hér. Ég vil i þessu sambandi nota tækifærið til þess að segja minar skoöanir á NATÓ-samningnum og varnarsamningnum við Bandarikin. Sá fyrrnefndi er meingallaður að þvi leyti að hann nær ekki til árása eins NATÓ- rikis á annað. Þessvegna tel ég að endurskoða beri vamarsamning- inn við Bandarikin þegar i stað og gera nýjan samning, þar sem lagt yrði að bandarikjamönnum að takast á hendur þá skuldbindingu að verja alla lögsögu okkar fyrir hverjum sem er. I þvi tilliti ætti ekki aö undanskilja fiskiveiöilög- söguna. Þetta er hiö eina skyn- samlega úr þvi að við á annaö borð höfum her i landi. — Þetta er athyglisverð gagnrýni á núverandi samninga við NATÓ og Bandarikin, þegar þess er gætt að Sjálfstæðismaöur á i hlut. En Eðvarð rökstyður skoðanir sinar á eftirfarandi hátt: Ekki siðasta þorskastriðið. — Ég er nefnilega þeirrar skoðunar, að þetta sé ekki siðasta striðið við breta. A Hafréttarráð- stefnunni, þar sem samkomulag virðist vera að nást um 200 milurnar, á enn eftir að útkljá kröfurnar um „hefðbundinn” veiðirétt, sem mestu rányrkju- þjóðirnar telja sig eiga við strendur ýmissa rikja. 1 samn- ingunum við vestur-þjóðverja stendur ekkert um það hvað verða á, þegar gildistimi þeirra rennur út. Þeir eru þvi algjörlega opnir i annan endann, og ekkert liklegra en að við verðum að setjast niður og sem ja við þá á ný, er hann rennur út. Það sama mun vafalaust gilda um breta, sem ekki eru þekktir fyrir að sleppa frá sér þvi sem þeir telja vera hefðbundinn rétt sinn. Ég vil þó taka fram að þann árangur sem náðst hefur i land- helgisbaráttunni við breta má þakka veru okkar i NATÓ og veru bandariska herliðsins hér að tölu- verðu leyti. Bretar hafa fyrr niðst á smáþjóðum, og hefðu áreiðan- lega gengið lengra, ef þessar staðreyndir væru ekki fyrir hendi. Stjórnin ekkert gert. Og hvað finnst þá Eðvarð um stjórnvaldsaðgerðir i landhelgis- málinu til þessa? — O, blessaöur vertu, þetta hafa engar aðgerðir verið. Ærin tækifæri hafa þó gefist. Tökum t.d. þegar freigátan Leopard kom hingað upp fyrst. Það er á allra vitorði, að hún kom beint af NATÓ-æfingum á Norður- Atlantshafi. Ekkert var aðhafst til þess að mótmæla þessu, og frá Noröurlöndum heyrðist ekki og hefur ekki heyrst hósti né stuna til stuðnings okkur. Það er eins og frændþjóðir okkar, norðmenn og danir, taki fullan þátt i þvi sam- komulagi sem milli NATÓ-rikj- anna virðist rikja, um að þegja landhelgismálið i hel. Grindvikingar i heimspressunni. Það er sifellt verið að- trufla samtal Eðvarðs við Þjóðviljann. Ef það er ekki skeyti, þá eru það menn að spyrja um fundinn i Keflavik og hugsanlegar aðgeröir þar. Og þá ber að Mik Magnús- son, fréttastjóra hjá breska út- varpinu, sem vill lika fá svör viö Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.