Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 13. jamíar 1976. Þróttarar tóku viö sér á elleftu stundu og undir öruggri handleiðslu Bjarna Jónssonar söxuðu þeir á forskot Hauka og jöfnuðu í lokin Leikur Þróttara og Hauka i 1. deildinni i fyrra- kvöld var með skemmtilegri viðureignum sem sést hafa lengi. Það fór enda svo að leik loknum að á- horfendur risu nær allir sem einn á fætur og klöpp- uðu liðunum lof i lófa fyrir tilþrifamikla baráttu og æsispennandi lokaminútur. Jöfnunarmark Þróttar átti sér svipmikinn aðdraganda. Þeir höfðu með mikilli hörku unnið upp vonlausa stöðu og þegar þrjátiu sekúndur voru til leiksloka jafnaði Bjarni Jónsson 19:19. Haukar óðu upp og viti menn, Stefán Jónsson labbaði inn i vitateiginn, lagði sig inn úr hægra horni og skoraði 20:19. Þróttur aftur fram, boltinn látinn ganga og þegar sex sekúndur voru eftir var flautað frikast og klukkan stöðvuð. Hafn- firðingar röðuðu sér i vegg, spennan var i hámarki. Boltinn vargefinn úr frikastinu eldsnöggt út til hægri á Konráð Jónsson sem sendi hann með þrællúmsku skoti upp i markhornið nær og jafntefli var staðreynd. Sanngjörn úrslit a’tarna, um það voru flestir sammála. Liðin komu bæði upp og duttu siðan aft- ur niður i misgóða kafla en þrátt fyrir mikla yfirburði Hauka i leikhléi og byrjun seinni hálfleiks fannst manni alltaf að ekkert gæti verið sanngjarnt annað en jafn- tefli. Þróttur tók forystu i byrjun með tveimur mörkum Halldórs Bragasonar. Haukar náðu ekki að jafna fyrr en tiu minútur voru liðnar er staðan varð 7-7 og siðan allt i einu tólf sjö fyrir Hauka. Þróttur missti leikinn gjörsam- lega niður, Elias Jónasson fór á kostum fyrir hafnfirðinga og úr- slit leiksins virtust strax i hálfleik ráðin, en þá var staðan 12-8. Að minnsta kosti duldist engum hvernig leiknum lyki þegar tutt- ugu min. voru eftir og staðan 16- lOfyrir Hauka. En Þróttur lagaði þá stöðuna i 17-15 og jafnaði siðan eins og áður segir á elleftu stundu. Trúlega voru það markmenn liðanna sem réðu úrslitum i þess- um bráðskemmtilega leik. Mar- teinn Árnason fann sig ekki i Þróttaramarkinu i fyrri hálfleik og i hans stað kom inn Kristján B. Sigmundsson eftir hié. Drengur- inn sá varði hreint stórkostlega á köflum, m.a. tvö vitaköst og fjöl- mörg linuskot. Haukar skiptu lika um markmann eftir hlé, settu Gunnar Einarsson út og leyfðu Ólafi Torfasyni að spreyta sig. Honum gekk ekki vel og Gunnar hefur trúlega komið einum of seint inn á aftur. Haukar reyndu með góðum ár- angri þá varnartaktik að taka þá Bjarna Jónsson og Friðrik Frið- riksson báöa úr umferð i fyrri hálfleik. Fleiri lið hafa reynt það sama en mistekist, en þarna gekk dæmiðupp og Þróttur lamaðist. 1 leikhléi fundu Þróttarar hins veg- ar svar við þessu og réttu þá úr kútnum svo um munaði. Bjarni var mikill yfirburða- maður hjá Þrótti i þessum leik og hrein unun er að horfa á yfirferð hans i vörninni. Hann fiskaði ófáa bolta eftir.hlé, smiðaði þannig hraðaupphlaup sem gáfu mörk og annað stigið, áður en yfir lauk. Hjá Haukum bar að venju mest á Eliasi, einkum þó i fyrri hálfleik. MörkHauka: Elias8 (2 viti og 2 viti misnotuð) Sigurgeir 2, Arnór 2, Ingimar 2, Guðmundur Har. 2, Stefán Jónsson 2 og Ólafur ólafs- son 2 (1 viti). Þróttur: Halldór Bragason 7 (2 viti) Konráð 3, Trausti 3, Svein- laugur 2, Björn 2, Bjarni 2, Frið- rik 1. Dómarar voru þeir Gunnar Gunnarsson og Sigurður Hannes- son. Brottvisanir i tvær min fengu: Elias Jónasson Haukum, Friðrik Friðriksson Þrótti, Jó- hann Frimannsson Þrótti og Svavar Geirsson Haukum. —gsp. Guðmundur Haraldsson skorar annað tveggja marka sinna fyrir Hauka. Mynd: gsp. 2. deildarkeppnin opnast í hálfa gátt ÍR náði aðeins jafntefli gegn ÍBK í Keflavík Sláturhúsið, eins og handknatt- leiksliðin kalla iþróttahúsið i Njarðvik, varð tR-ingum erfitt eins og fleiri liðum sem þurfa þangað að sækja til leikja við ÍBK. Ástæðan fyrir þessari nafn- gift á húsinu er sú, að handknatt- leikslið fá ekki að nota harpix þar eins og annarsstaðar og þau eru orðin svo háð þessu stama efni að þau geta ekki leikið án þess. nema það komi alvarlega niður á leik þeirra. En þeir i Njarðvík eru svo smásmugulegir að þeir leyfa ekki notkun efnis þessa, og það hefur kostað mörg liðin stig þar syðra. Nú voru það ÍR-ingar, toppliðið i 2. deild, sem urðu fyrir barðinu á þessu, þeir náðu aðeins jafntefli gegn IBK, 16:16, eftir að hafa haft yfir 9:7 i leikhléi. Aðeins 4 minút- um fyrir leikslok varstaðan 14:12 IBK i vil en á þessum stutta tima sem eftir vaF tókst ÍR að tryggja sér jafnteflið. Fyrir bragðið má segja að 2. deildarkeppnin hafi opnast i hálfa gátt, KA á nú möguleika á að ná 1R að stigum, önnur lið blanda sér varla i baráttuna. Valur Reykjavíkurmeist ari í innanhússknattsp. Reykjavikurmótið i innanhúss- knattspyrnu fór fram sl. sunnu- Ótakmarkaöir yfirburöir en botnlaus flatneskja! — þegar FH sigraöi Armann meö átta mörkum Leikur FH og Armanns I 1. deild handboltans var litið augna- yndi. Hafnfirðingar sigruðu með átta marka mun, 28:20, og náðu þeir sex marka forystu strax i byrjun. Leikurinn var alltaf ó- jafn, engin spenna og þar fyrir ut- an einhver mesta flatneskja sem hægt er að bjóða upp á i hand- knattleiknum. Þvælingurinn og vitleysan var orðin botnlaus undir lokin enda virtust allir hættir að taka leikinn alvarlcga. Það var Geir Hallsteinsson sem gaf FH tóninn og skoraöi tvö fyrstu mörkin. Innan tiðar var staðan orðin 7—1 og i leikhléi sið- an 15—9 fyrir FH. Afram hélst leikurinn siöan i svipuðum hlut- föllum og lokatölurnar urðu siðan eins og áður segir 28—20. En þrátt fyrir 48 mörk i einum leik sást litið af fallegum tilþrif- um i sóknarleiknum og um varn- arlefkinn þarf varla að hafa mörg orð. Ljósir punktar voru afar fáir, Geir og Viðar þreytulegir meö FH og meðalmennskan allsráðandi hjá báðum liðum. Þó kom Hörður Harðarson vel frá sinu hlutverki með ármenningum, var marka- hæstur og óvenjufriskur. Mörk FH: Þórarinn 7 (2viti), Geir 6, Viðar 5, Guðmundur Arni 3, Guðmundur Sveinsson 3, Arni Guðjónsson 2, Sæmundur Stefánsson 1 og Kristján Stefáns- son 1. Mörk Ármanns: Hörður Harð- arson 9 (4 viti), Jens Jensson 4, Hörður Kristinsson 3, Björn Jó- hannsson 2, Jón Ástvaldsson 1, Stefán Hafstein 1. Dómarar voru þeir Óli Ólsen og Björn Kristjánsson. Brottvisanir i tvær min. fengu þeir Geir Hallsteinsson FH, Sæmundur Stefánsson FH og siðan Sæmund- ur aftur i tvær minútur skömmu fyrir leikslok. —gsp dag I Laugardalshöll og lauk með sigri Vals, sem sigraði Fram f úr- slitum 8:7 i all-sögulegum leik. Sögulegum, vegna þess að fram- an af hafði Fram mikla yfirburði, 5:1 I leikhléi og 6:2 snemma I sfð- ari hálfleik, en Valsmenn tóku lff- inu með ró og sigu á og sigldu sfð- an framúr á iokasprettinum. t 3. sæti varð Vikingur sem UBK vann Fylki óvænt Mjög óvænt úrslit urðu i leik Breiðabliks og Fylkis i 2. deild I handknattleik um helgina, Breiðablik sigraði 14:9, og eru þetta fyrstu stigin sem blikarnir fá I 2. deild I vetur. Flestir höfðu dæmt Breiðablik til að falla niður, en eftir þessi úr- slit er ljóst að allt getur gerst enn i þeim málum. sigraði Ármann 11:7.KR varð i 5. sæti, sigraði Fylki 9:6,og i 7. sæti varð Þróttur sem sigraði Leikni 9:5. Keppt var i tveimur riðlum, og þvi var leikið til úrslita um átta efstu sætin. Stemmning ÍT I Skemmunni — þegar KA sigraði Þór 23:22 Það gekk ekki neitt litið á á Akureyrium helgina þegar KA og Þór leiddu saman hesta sina i 1. deild karla. Leikurinn var æsi- spennandi þegar þessi tvö akur- eyrsku lið börðust, og lokatölur urðu þær, að KA sigraði 23:22. Liðið er þar með á grænni grein i baráttunni fyrir 1. deildar sæti, hefur aðeins tapað tveimur stig- um og er nú i efsta sæti deildar- innar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.