Þjóðviljinn - 13.01.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Side 13
Þriðjudagur 13. janúar 1976. 1*1* OVILJINN — StÐA 13 Njarðvíkingar sigruðu Trukk- lausa KR-inga /*v staðan mmá UMFN sannaði það einu sinni enn, að þeir geta unn- ið hvaða lið sem er í Njarð- víkum. Þetta gerðist á laugardaginn, en þá lágu Trukk-lausir KR-ingar fyrir þeim. Með þessum sigri batnar staða Ármanns enn, og eru þeir nú á grænum sjó. Annars er það um leikinn að segja, að njarðvikingar tóku hann strax i sinar hendur og var auðséð að þeir ætluðu sér ekkert minna en sigur. Ónákvæmar sendingar og óöryggi var allsráðandi hjá KR fyrstu minúturnar og hittni þeirra mjög léleg. UMFN skoraði hinsvegar hverja körfuna á fætur annarri, en loks tóku KRingar við sér, og rétt fyrir lok hálfleiksins jöfnuðu þeir. Njarðvik- ingar löguðu aðeins stöðuna og voru þremur stigum yfir i hálfleik 37-34. Seinni hálfleikurinn var öllu skemmtilegri.og komst UMFN i 15 stiga forskot sem KR-ingar gátu ekki unnið upp. Að visu tókst þeim að minnka muninn nokkuð en það var ekki fyrr en Kolbeinn fyrirliði fór útaf sem það tókst. Lokatölur leiksins urðu 77-69. Gunnar Ingimundarson átti góðan leik hjá KR, svo og Krist- inn Stefánsson, sem lék nú með eftir nokkurt hlé og var hann að reyna að fylla það skarð sem Trukkurinn skildi eftir sig. Tókst Kristni það nokkuð vel. Stefán Bjarkason og Kári Mariasson voru bestu menn UMFN, ásamt Gunnari Þorvarðarsyni en þessir menn voru potturinn ogpannan I liðinu. Aðrir leikmenn börðust vel, og einnig hjálpuðu áhorfendur mikið og tóku engu siður þátt i leiknum en leikmennirnir sjálfir. Eftir þetta tap eiga KR-ingar frekar litla möguleika á að sigra i tslandsmótinu i ár. Stigin fyrir UMFN skoruðu: Kári Mariasson 21, Stefán Bjarkason 20, Gunnar Þorvarðar. 15, Jónas Jóhannesson 9, Geir Þorsteinsson 6, Brynjar Sigmundsson 4 og Sigurður Hafsteinsson 2. Stigin fyrir KR skoruðu: Bjarni Jóhannsson 17, Kolbeinn 10, Gunnar Ingimundarson 9, Birgir Guðbjörnsson 8, Eirikur Jóhannesson 8, Kristinn 5, Árni Guðmundsson 4, Gisli Gislason 4, Gunnar Jóakimsson 2 og Asgeir 2. G. Jóh. Sovét- menn sigruðu Sovétmenn báru sigur úr býtum I handknattleikskeppn- inni Baltika-cup sem lauk i Sviþjóð um siðustu helgi. Sovétmenn sigruðu a-þjóö- verja 21:19 eftir að hafa haft yfir i ieikhléi 11:10. Pólverjar sigruðu svo svia 25:24 eftir tvi- framlengdan leik i keppninni um 3. og 4. sætið. Þessi sigur sovétmanna kemur allmjög á óvart, miðað við það scm liðið sýndi hér á landi fyrir rúmri viku, og ger- ir jafntefiið sem Isl. iiðið náði gegn þeim cnn athyglisverð- ara en eila. Nýi heimavöllur snæfellinga sveik í fyrsta leiknum Snæfell lék sinn fyrsta heima- leik i körfubolta i vetur i nýju og góðu iþróttahúsi á Akranesi. Var það tþróttafélag Stúdenta (1S) sem fór upp á Skaga og komu þaðan með tvö stig. Sögðu stúdentar, að spurningin hefði verið hvort liðið skoraði meira á aðra körfuna, þvi mjög fá skot fóru niður ööru megin, en allt hinu megin. Staðan i hálfleik var 45-23 fyrir 1S, en lokatölur leiksins urðu 75-67 fyrir þá, þannig að það má marka orð þeirra. Að visu er þessi aðstaða aöeins bráðabirgða, og áður en varir verður hún orðin jafn góð og önnur aðstaða i hús- inu. Kristján Agústsson var vægast sagt mjög góður, og bar hann af i liði Snæfells og skoraði hann meira en helminginn af stig- um liðs sins eða 36 alls. Bjarni Gunnar og Steinn Sveinsson voru bestir i tS liðinu og skoruðu 21 og 20 stig. G.Jóh. Þarna skora KR-ingar að visu körfu, en þeir urðu að bita i það súra epli og tapa fyrir UMFN á Laugardaginn (Ljósm. G. Jóh.). Staðan i 1. deild karla eftir handknattleikina um heigina er þessi: Haukar — Þróttur 20:20 FH — Armann 28:20. Valur FH Haukar Fram Víkingur Þróttur Ármann Grótta 1 1 0 3 136:103 11 174:156 10 168:156 126:125 165:166 167:177 131:170 121:134 Markahæstu menn: Friörik Friðsikss. Þrótti 55 Páll Björgvinss. Vik. 52 Hörður Sigmarss. Hauk. 47 Þórarinn Ragnarsson FH 40 Pálmi Pálmas. Fram 38 Viðar Simonars. FH 38 Geir Hailsteinsson FH 38 STAÐAN Staðan i körfubolta eftir ieikina um helgina. IR Ármann ts KR UMFN Valur Fram Snæfell 2 616:526 10 0 496:415 10 2 478:472 442:379 482:473 389:520 350:397 378:544 as WM I; V' A Tveir islensku landsliðsmannanna i blaki I hávörn gegn Reykjavikur- úrvalinu á sunnudaginn (Ljósm. S.dór). ÍR-ingar fóru létt með nýliöa framara tslandsmeistararnir 1R voru ekki I neinum vandræðum með nýliðana i 1. deildinni i körfu á laugardaginn. tR-ingarnir sigr- uðu örugglega með 92 stigum gegn 55. Að visu hefði sigurinn getað orðið stærri, þvi Kristinn Jörundsson beitti sér lítið i leikn- um. Hann er þjálfari Fram. Kristinn skorar venjulega um 20 stig i leik, en nú skoraði hann aðeins 4 stig. Annars var leikur- inn jafn fyrstu minúturnar, en staðan I hálfleik var orðin 43-28. Sá munur hélst þar til tiu minútur voru eftir, en þá var eins og fram- liðið væri sprungið og skoruðu IR- ingar þá 22 stig gegn 2. Framliðið sýndi jafn lélegan leik núna eins og i leiknum við Val og verða þeir að herða sig mikið ef þeir ætla sér ekki að lenda I öðru af tveim neðstu sætunum. Kolbeinn Krist- insson var góður að venju og skoraði 24 stig, óg gömlu kemp- urnar Agnar Friðriksson og Birg- ir Jakobsson áttu einnig góðan leik og skoruðu 14 og 18 stig. Om- ar Þráinsson var stigahæstur Framara með 13 stig. Valsarar bættu að þessum leik loknum tveim stigum i safnið með góðum sigri yfir Snæfelli 81-54. Leikurinn var frekar slakur á báða bóga og sagði einn leikmað- ur Vals ,,að þetta hafi verið vett- vangur mistakanna hjá þeim”. Torfi Magnússon skoraöi 30 stig og átti mjög góðan leik svo og Þórir Magnússon sem skoraði 17 stig. Sigurður Hjörleifsson skoraði 22 stig fyrir Snæfell. G.Jóh. Landsliöið kvaddi með tveim sigrum Landsliðið i blaki, sem i morg- un hélt til italiu til þátttöku i und- ankeppni ÓL, lék tvo leiki hér um siöustu helgi og vann þá báða. A laugardag lék liðið við úr- valsliö frá Laugarvatni og sigraði 3:0. Þarna var samt um mjög jafna keppni að ræða, þar sem landsliöið vann hverja lotu mjög naumt. Þess ber að geta i sam- bandi við landsliðiö að i það vant- ar nokkra mjög sterka leikmenn sem ekki gátu fengið sig lausa úr vinnu eða skóla til að fara með þvi til ttaliu og i hópi laugvetn- inga voru menn sem heföu verið valdir i landsliðið ef þeir hefðu getað fengið sig lausa. A sunnudaginn lék landsliðið svo við Reykjavikurúrval og sigr- aði landslið þá einnig og með meiri yfirburðum i hverri hrinu en i leiknum deginum áður. I morgun hélt landsliðið til Rómar, eins og áður segir. til þátt- töku i undankeppni ÓL, sem hefst þar á fimmtudaginn. —S.dór. Ármanns- stúlkur sigruðu FH Það var mikil spenna i ágæt- lega leiknum leik Armanns og FH, sem fram fór i Hafnarfirði um helgina. 1. deild kvenna býður raunar gjarnan upp á prýðisgóð tilþrif, og þarna höfðu fjölmargir áhorfendur, sem biðu eftir 1. deildarleikjum karla, hina bestu skemmtun af. Armann sigraði i þessum leik með 13—12 eftir darraöardans mikinn á lokaminútunum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.