Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.01.1976, Blaðsíða 10
10. SÍÐA — ÞJÓDVIL.JINN Þriðjudagur 13. janúar 1976. Svona lokuðu keflvlkingar götunni með stórum trukkum. Eini blllinn sem fékk að fara I Kókómjólk og franskar kartöflur á boðstólnum I varðskýli bandariskra hermanna I gegn var bill lögreglunnar, sem er hér fremst á myndinni. Rockville. Þeir sögðust vera sáttir við aðgerðirnar I Keflavik, en það væri verra I Grindavlk þar sem kommarnir gætu biandað sér I málið. „99% standa meö okkur í þessum aögerðum” Að baki ákvarðana sjómanna og útgerðar- manna i Keflavik og Grindavik um að ioka leiðum að útibúum her- stöðvarinnar á Kefla- vikurflugvelli er ekki mikil skipulagning. Hennar gerist heldur ekki þörf, þvi að mikill hiti er i fólki. Þegar Þjóðviljamenn komu til Keflavikur á fjórða timanum á sunnudag var varðstaða hafin á veginum að Rockville. Þar hittum við Gunn- laug Karlsson, skip- stjóra á Voninni, en hann var i hópi sex- menninganna, sem rit- uðu yfirmanninum á Vellinum 14. desember. „Við vorum á fundi i morgun, sjómenn og útgerðarmenn, úr plássunum hér á Suðurnesjum til þess að ræða stöðuna i land- helgismálinu. Það var ekkert ákveðið um aðgerðir hér i Keflavik á þeim fundi. En ég fór i það i hádeginu um leið og ég renndi niður bitanum að hringja i nokkra menn, og þetta er nú árangurinn.” Fréttu um lokunina Það voru semsagt komnir um tveir tugir bila á veginn sem lokuðu honum, og fremst voru stórar vöru- og fólksflutninga- bifreiðar. I fyrstu var ráðgert að biða með lokunina fram á mánudag, þvi að einn helsti for- kóifurinn, Magnús Geirsson, var á sjó. Siðan var drifið i þessu, og virtust forsvarsmenn á staðnum hafa mestar áhyggj- ur af þvi, að lokunin spyrðist út og fjölmenni drifi á staðinn. Svo mikil áhersla var lögð á að allt færi fram á kórréttan hátt og ekkert færi úr böndunum. Eins og i Grindavfk var lokað fyrir alla umferð NATÖ-tækja og engum hleypti gegn nema borg- aralega klæddum mönnum og lögreglumönnum islenskum. „Ég er viss um að við höfum 99% suðurnesjamanna að baki okkar i þessum aðgerðum,” sagði Gunnlaugur Karlsson, skipstjóri sagði Gunnlaugur. „Þetta er al- veg óflokksbundið og utan við öll stéttarfélög. Með þessari stuttu lokun viljum við árétta bréf okkar frá 14. desember, sem fjórir starfandi skipstjórar og tveir starfandi útgerðar- menn skrifuðu undir. Frekari kröfur munum við svo afhenda yfirmönnum á Vell- inum á morgun (mánudag). Svo brátt bar lokunina að, að þorri keflvikinga hefur sjálfsagt frétt um hana i kvöldfréttum út- varpsins. Ahyggjur af koinmum Það vargóðstemmning þarna á brautinni að Rockville. Yfir- maður af Vellinum kom i eftir- litsferð og gerði enga tilraun til þess að komast i gegnum hindr- unina. Ekki svaraði hann heldur tiltali. t varðskýli Rockville-hliðsins voru nokkrir óbreyttir og við- ræðugóðir hermenn. Þeir átu franskar kartöflur og drukku kók og tjáðu Þjóðviljamönnum að þeir hefðu áhyggjur af þvi að kommar kynnu að hleypa þess- um friðsamlegu aðgerðum upp. Meðal annars bentu þeir á að vegatálmarnir i Grindavik hefðu verið settir upp svo langt frá hliði fjarskiptastöðvarinnar að það væri i lófa lagið fyrir „the commies” að komast á svæðið á milli og hefja óspektir. Það var greinilegt að þessum bandarisku NATÓ-hermönnum hafði verið kennt að þekkja óvin sinn. Liklega hefði þeim vafist tunga um tönn hefðum við haft vit á að spyrja þá að þvi, hvort þeir væru hér til þess að verjast isl. kommum eða árásum breta og annarra þjóða á lögsögu is- lendinga. Róttækari aðgerðir En höldum áfram að ræða við Gunnlaug: Við spyrjum hann hvað taki næst við hjá keflvik- ingum. „Ef ekkert breytist fyrir aust- an land munum við gripa til rót- tækari aðgerða. Ég tek það sér- staklega fram að hér er aðeins um byrjunaraðgerðir að ræða og við höfum uppi ákveðin á- form um áframhaldið, ef til- mælum okkar og kröfum um að- gerðir af hálfu NATó verður i engu sinnt.” Ekki höfðum við tima til þess aö dvelja lengi hjá keflvfking- unum fyrir framan Rockville, en að endingu spurðum við Gunnlaug álits á samningum við breta. — „Ég er sjálfstæðismaður og var fylgjandi samningum við þá. En nú vil ég ekki semja við þá lengur. Ég tel að það hafi verið mikil mistök, að semja við v-þjóðverja til svo langs tima sem tveggja ára. Það hefði ein- ungis átt að semja við þá fram að næsta fundi Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna og taka þá málin til endurskoðunar I ljósi niðurstöðunnar þar. A hitt er svo að llta, að ensku togara- sjómennirnir eru sjómenn eins 'og við.og það veit ég hvað þýðir eftir fjörutíu ár á sjónum. Þess- vegna verða þeir að hafa ein- hvern rétt lika.” —ekh. Hliðum herstöðvar- innar verður lokað stöðvi NATO ekki árásir breta Um miðjan desember var það bréf, sem raunverulega er upphaf ráðstafana sjómanna og útvegs- manna I Keflavik og Grindavik, sent til yfirmanns herstöðvarinn- ar á Keflavikurflugvelli. Þar er fyrst látið að þvi liggja að til greina komi að loka hliðum her- stöðvarinnar, ef áframhald verði á afskiptaleysi NATO af land- helgisstriðinu. Bréfið fer hér á eftir: „Til yfirmanns Atlantshafs- bandglagsins á Keflavikurflug- velli. Við, starfandi menn við sjávar- útveg, mótmælum árás herskipa NATOinn i Isl. fiskveiðilandhelgi. Við krefjumst þess að skip þessi verði kölluð út fyrir fiskveiði- mörkin þegar i stað. Við höfum álitið að skip þessi væru okkur til verndar, en ekki til árásar á okkur. Við teljum að grundvöllur fyrir veru þessarar herstöðvar til verndar okkur sé brostinn, þegarherskip fráNATO koma hér til að ógna lifshags- munum okkar. Við viljum taka það fram að þetta er I þriðja sinn sem þessi NATO-herskip koma hingað i þeim tilgangi að ógna varðskip- um okkar við skyldustörf sin. Stöðvi NATO ekki þessar árásir á gæsluskip okkar neyðumst við til þess að undirbúa lokun á hlið- um herstöðvarinnar. Eðvarð Júliusson, Grindavik, Guðmundur Agústsson, Vogum, Garðar Magnússon, Ytri-Njarð- vik, Gunnlaugur Karlsson, Kefla- vik, Þorsteinn Jóhannesson, Garði og Jón Kr. Jónsson, Sand- gerði.” Grindvíkingar Hér fer á eftir yfirlýsingin, sem grindvíkingar, afhentu I fjar- skiptastöðinni i Grindavik á laug- ardaginn, þegar þeir lokuðu veg- inum til stöðvarinnar: Til yfirmanns NATÓ-her- stöðvarinnar á Keflavikurflug- velli. „Með tilvisun til bréfs, dagsetts 14. desember 1975, til yðar frá mönnum sem starfa við sjávarút- veg, höfum við ákveðið að loka hliði fjarskiptastöðvar NATÓ i Grindavik fyrir allri umferð tækja, sem eru undir beinni stjórn NATÓ og yðar hér I Grindavik. Þeir fengu ekki aö fara inn i RockviIIe þessir tveir og húktu i bil slnum uns varðstöðu keflvikinganna lauk kl. fimm. Þeir neituðu að tala við blaðamenn. ávarpa NATO Aðgerðum þessum er beint gegn NATÓ-herstöðinni I Grinda- vik, en ckki gegn bandariskum þegnum, sem hér starfa, og mun- um við ekki hafa nein afskipti af þeim, enda ætlumst við til að þeir séu borgaralega klæddir utan herstöðvarinnar. Neyðartilfellum munum við ekki hafa afskipti af, og er öllum heimii umferð vegna þeirra. Við væntum skjótra aðgerða, svo við þurfum ekki að gripa til annarra róttækari ráðstafana."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.