Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 5

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 5
Laugardagur 24. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 yfir gerðardómslögunum, sem al- menningur nefndi þrælalögin. Þann 1. september, nokkrum dögum eftir að Dagsbrún hafði undirritað samnina, voru ,,þræla- lögin” formlega numin úr gildi, en seinni alþingiskosningarnar þetta ár fóru fram i október. Stærsti sigurinn — Sigurður og Hannes Með samningunum 1942, þá er unninn stærsti sigurinn i sögu Dagsbrúnar allt frá stofnun fé- lagsins. Þá er samið um hinn langþráða 8 stunda vinnudag. Nú hófst dagvinna ekki fyrr en klukkan átta og var lokið klukkan fimm. Grunnkaupið var hækað úr kr. 1.45 á timann, sem það form- lega var, i kr. 2.10. Þá er samið um 12 daga.orlof, og að frum- varpið að orlofslögum, sem þá hafði legið fyrir alþingi, skyldi gert að lögum, og varð það á næsta þingi. Aður var varla hægt að tala um nokkurt orlof hjá verkamönnum. Það var lika i fyrsta sinn i þessum samningum, að samið var um að greiða skyldi 50% álag á eftirvinnu og 100% á- lag á nætur- og helgidagavinnu. Áður var þetta aldrei ákveðið hlutfall, heldur einhver umsamin tala. — Eigum við ekki að rifja upp, hverjir voru i þessari fyrstu stjórn Sigurðar Guðnasonar? — Auk Sigurðar, sem var for- maður, voru i stjórninni Helgi Guðmundsson, varaformaður, hann var i Alþýðuflokknum, Emil Tómasson var ritarinn i stjórn- inni, hann var óflokksbundinn, gjaldkeri var Hannes Stephensen og fjármálaritari var ég. Við þrir, Sigurður, Hannes og ég, vorum allir i Sósialistaflokknum. Þótt nokkur mannaskipti yrðu i stjórn- inni á næstu árum, vorum við þessir þrir allir i henni áfram allt til ársins 1954, er Sigurður Guðna- son hætti formennsku og hvarf úr stjórninni, þá kominn hátt á sjö- tugs aldur, en Hannes var i stjórninni til dauðadags, 4. febrú- ar 1970. — Samstarf ykkar þremenn- inganna hefur verið rómað af mörgum. Nú lifir þú einn ykkar þriggja. Vildirðu ekki segja les- endum Þjóðviljans eitthvað um þessa tvofélaga þina, sem þú átt- ir svo langt og gæfurikt samstarf við i Dagsbrúnarstjórninni? — Um Sigurð Guðnason, sem nú er nýlátinn, skrifaði ég nokkur minningarorð i Þjóðviljann i sið- asta mánuði, og endurtek ég ekki það, sem ég sagði þar. Minna má þó aðeins á, að meðan Sigurðar naut við i formennsku var hann alla tið sameiningartákn stjórn- arinnar og Dagsbrúnarmanna allra. Hannes Stephensen gegndi lengst af varaformannsstörfum meðan Sigurður var formaður, og tók siðan við formannsstarfi af honum árið 1954. Þaö er erfitt að segja um Hannes Stephensen það, sem sá maður ætti skilið. Hann var einstaklega traustur maður, og sérstaklega ljúfur félagi. Hafði aldrei mörg orð um hlutina, en vann þvi meira og betur. Hann naut alveg sérstaks trausts fé- lagsmanna, hvar i flokki sem þeir stóðu. t stuttu máli einhver sá á- gætasti félagi og samstarfsmað- ur, sem ég hef unnið með. Þeir Sigurður og Hannes voru ákaflega ólikir, en tókst að vinna mjög vel saman, og það var gæfa félags okkar að njóta kosta þeirra beggja, sameiginlega. Beiting rikisvaldsins — Ný bardagaaðferð — Sá aldarþriðjungur, sem lið- inn er siðan 1942, er eiginlega ut- an ramma þessa viðtals, en ég vil þó spyrja þig, hvaða atburði þessa timabils, frá árslokum 1942, þú telur gnæfa hæst i bar- áttusögu Dagsbrúnar, — Það er fyrst að mér kemur næstum á óvart að liðinn sé þriðj- ungur úr öld siðan, það er ein- hvern veginn miklu styttra, þegar litið er yfir farinn veg. Hér er þó um að ræða mikla sögu, sem þvi miður hefur ekki verið skráð, og máske dálitið erfitt að velja ein- staka atburði frekar en aðra. Mörg hörð átök hafa átt sér stað og má reyndar segja, að á þessu % '5 . .w . Litla Brekka, siðasti torfbærinn i Reykjavík. t þessum bæ hefur Eðvarð Sigurðsson átt heima alla ævi, nema 3 ár á bernskuárum. Þar býr hann enn. Eðvarð heima i Litlu-Brekku. Myndin var tekin nú i vikunni. (Ljósm. Ari Kárason) timabili hafi verkfallsvopninu fyrst að marki verið beitt i kaup- gjaldsbaráttunni. Eigi ég i örstuttu máli að nefna einstaka atburði; kemur mér fyrst i hug árið 1947, en þá háði Dagsbrún einhverja hatrömm- ustnu verkfallsbaráttu sina. Þessi átök eru að þvi leyti merkileg frá minu sjónarmiði, að þá kemur i fyrsta sinn I ljós sú bardagaað- ferð atvinnurekenda og rikis- valdsins að i stað hinna beinu árása til kauplækkunar, sem fyrr á árum voru tiðkaðar, þá var nú farið að beita rikisvaldinu til óbeinna kauplækkana, þ.e.a.s. með ráðstöfunum rikisvaldsins i efnahagsmálum voru kjörin rýrð. f febrúar þetta ár fer nýsköpun- arstjórnin frá völdum, og við tek- ur samsteypustjórn þriggja flokka, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar, formanns Alþýðuflokksins. Það lá i loftinu, að þessi rikisstjórn myndi gera verulegar ráðstafanir i efnahags- málum, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir verkafólk. Dags- brún var þá með lausa samninga, og við gengum á fund Stefáns Jó- hanns, skömmu eftir að hann tók við völdum, og vildum fá yfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar um að ekki yrðu gerðar neinar ráðstaf- anir i efnahagsmálum, sem rýrðu kjör verkamanna, en g;egn slikri yfirlýsingu lýstum við okk- ur reiðubúna til að framlengja samninga Dagsbrúnar óbreytta. Þessa yfirlýsingu fengum við ekki, og sömdum við þá við at- vinnurekendur um að samningar okkar skyldu uppsegjanlegir, hvenær sem væri, með eins mán- aðar fyrirvara. 1 aprilmánuði samþykkti alþingi tillögur rikis- stjórnarinnar um stórfelldar tollahækkanir. 1 mai var sam- þykkt i Dagsbrun við allsherjar- atkvæðagreiðslu, að samningum skyldi sagt upp. Verkfall hófst 6. júni þetta ár hjá Dagsbrúnarmönnum, og stóð nákvæmlega einn mánuð. Þetta verkfall var ákaflega viðburðar- rikt, og hvers konar ráðum beitt til að brjóta samtök verkamanna á bak aftur. Oll dagblöð bæjarins, nema Þjóðviljinn einn, voru þá i látlausum áróðursslag gegn Dagsbrúnarmönnum. En allt kom fyrir ekki, samtökin efldust og styrktust eftir þvi sem á verk- fallið leið. Að lokum var samið um nokkra grunnkaupshækkun, og þessi hatramma aðför að félaginu var brotin á bak aftur. Þótt grunnkaupshækkunin, sem þarna var samiö um, hafi að- eins verið 15 aurar, þá verður sig- ur Dagsbrúnar i þessari deilu ekki mældur af þeirri tölu. A þvi er enginn vafi, að þessi hörðu við- brögð Dagsbrúnar gegn árás fjandsamlegs rikisvalds og það úthald, sem Dagsbrúnarmenn sýndu, leiddu til þess, að and- stæðingarnir urðu ragari að beita rikisvaldinu i þágu atvinnurek- enda til óbeinna kauplækkana i þeim mæli, sem þeir höfðu ætlað sér. Þess vegna verður að efla stjórnmálasamtökin Engu aðsiðurhefur þessi aðferð, að beita rikisvaldinu til skerðing- ar á kaupmætti verkafólks, ætið siðan veri beitt, þegar atvinnu- rekendur hafa haft þau tök i rikis- valdinu, sem þeir þurfa til slikra aðgerða. Það er enn sem fyrr höfuðnauð- syn, að verkafólki og verkalýðs- samtökunum lærist að svara ein- mitt þessum aðferðum á viðun- andi hátt, og þá ekki hvað sist með eflingu samtaka sinna á stjórnmálasviðinu. Það væri vissulega freistandi að minnast á fleiri atburði frá þessu timaskeiði, siðustu 33 ár- um, og vil ég þá minna á átökin 1951 og 1952, og ekki hvað sist hið m jög svo harða verkfall 1955, sem að mörgu leyti var með sérstök- um hætti. Ég vil rétt nefna, að þá, 1955, sömdum við um atvinnuleysis- tryggingarnar, og frá þeim tima hefur i mörgum átökum og verk- föllum lausn mála legið öðrum þræði i ýmiss konar félagslegum atriðum, bæði er varðar styrktar- sjóði, sjúkra- og orlofssjóði. lif- eyrissjóð, svo og framkvæmdir i húsnæðismálum og fleira. Allt þetta væri söguþáttur út af fyrir sig, og ástæða er til að velta fyrir sér skýringunni á þvi, hvers vegna öll þessi atriði, sem ættu að vera löggjafaratriði, koma svo mjög við sögu kaupgjaldsbarátt- unnar. Það hefur reyndar verið gagnrýnt af ýmsum, að við létum slik mál til okkar taka i kjara- samningum, en skýringin á þvi er einföld. og hún er þessi: Við höfð- um faglegan styrk til að koma þessum málum fram, en ekki nægan hliðstæðan styrk á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur verið sterkasta framþróunaraflið ó öldinni — Að lokum vil ég biðja þig, að segja lesendum Þjóðviljans nokk- ur orð um mat þitt á stöðu verka- lýðshreyfingarinnar nú, og þá sérstaklega, hvað Dagsbrún varðar. — Ef við litum yfir þetta tima- bil, 70 ára sögu Dagsbrúnar og 60 ára sögu Alþýðusambandsins, þá má segja, að einmitt á þessu timaskeiði hafi þróun atvinnulifs orðið margfalt örari en nokkru sinni fyrr, og breytingar á is- lensku þjóðlifi verið meiri en i allri sögu þjóðarinnar fram til þess tima. Á þessari öld hefur hagsmuna- barátta verkalýðshreyfingarinn- ar og baráttan fyrir óskoruðu stjórnarfarslegu og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar haldist i hendur. Verkalýðshreyfingin hefur allt frá stofnun Alþýðusambandsins 1916 verið afgerandi afl i sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, ekki hvað sist i sambandi við lýðveld- isstofnunina, og þá nýju sjálf- stæðisbaráttu, sem hófst i lok sið- ari heimsstyrjaldarinnar. Ein- mitt nú er i þvi sambandi vert að minna sérstaklega á baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrr og siðar i landhelgismálinu og gegn inngöngu fslands i NATO árið 1949. Það er vissulega erfitt, að gera ungu fólki á íslandi i dag ljósa grein fyrir þeim óhemju miklu umskiptum, sem hér hafa orðið i öllum atvinnuháttum og hvað varðar lifskjör fólksins i landinu. Framundir siðustu aldamót var þjóðlif á íslandi að kalla má i þeim skorðum, sem verið hafði i þúsund ár. 1 öllum þeim bylt- ingarkenndu breytingum, sem siðan hafa gerst, þá hefur verka- lýðshreyfingin tvimælalaust ver- ið sterkasta framþróunaraflið. Kröfur hennar um bætt lifskjör og aukna möguleika alþýðu til menningar- og félagslifs hafa verið sterkasti hvatinn i framþró- uninni, og löngum knúið ráðandi öfl i þjóðfélaginu til þeirra fram- fara, sem orðið hafa. Vinnustaðirnir verði grunneiningar Litum við siðan á verkalýðs- hreyfinguna sjálfa á þessu tima- bili, — hvað hefur þar gerst? 1 fyrsta lagi má fullyrða, að verkalýðshreyfingin er nú eitt sterkasta þjóðfélagsaflið. Hitt má aftur draga i efa, hvort verka- lýðshreyfingin sjálf hefur. hvað varðar innri uppbyggingu og styrkleika, fylgt nægilega eftir þeim miklu og öru breytingum i þjóðfélaginu, sem hún hefur þó átt svo stóran hlut að. Þróun atvinnulifsins á þessum áratugum hefur kallað á allt aðra verkaskiptingu en áður var i okk- ar þjóðfélagi. Nýjar starfsgreinar hafa orðið til, og krefjast margar þeirra verulegrar starfsmennt- unar. Þjónustugreinar af marg- vislegu tagi hafa með hverju ári dregið til sin stærri og stærri hluta verkalýðsstéttarinnar. Þetta kemur fram i samsetningu Alþýðusambandsins nú, sem er mikið á annan veg en var fyrir nokkrum áratugum. Nokkuð hefur verkalýðshreyf- ingin reynt að aðlaga sig breytt- um tímum með breytingum á skipulagi sínu. Má þar fyrst nefna myndun landssambanda eftir starfsgreinum, sem stofnuð hafa verið á siðari árum. Sömuleiðis hafa orðið til fjölmenn samtök launafólks, sem ekki eru innan Alþýðusambandsins, og ber þ^r sérstaklega að nefna BSRB. Það er min skoðun, að hvað varðar skipulag sjálfra grunneining- anna, hinna einstöku verkalýðs- félaga, þá hefði verkalýðshreyf- ingin þurft að aðlaga sig betur nú- tima atvinnulifi en orðið hefur. Hér er hins vegar um ákaflega viðkvæm og erfið viðfangsefni að ræða, og þarna rekum við okkur alltaf á sögulegar hefðir og til- finningar fjölda einstaklinga. En það sem ég á hér við er það. að gera þurfi hvern vinnustað i meira mæli að grunneiningu inn- an verkalýðshreyfingarinnar. að á sama vinnustað skiptist enn ekki i mörg verkalýðsfélög. hvað varðar samningamál. Að þessu stefndi yfirlýsing Alþýðusam- bandsins i skipulagsmálum frá árinu 1962. Eftir þeirri stefnuyfir- lýsingu var nokkuð farið við skipulagsbreytingarnar á Al- þýðusambandinu árið 1968, hvað varðar landssamböndin. en ekki hvað varðar uppbvggingu grunn- eininganna. 1 dag er gjarnan sú gagnrýni höfð uppi á verkalýðshreyfing- una. að hún sé ekki lengur sú lif- andi hreyfing, sem áður var, og hún á að vera. en sé hins vegar orðin meira eins og hver önnur Framhald á 22.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.