Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 22

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1976. V erkafólk varðveiti stolt stéttar sinnar Framhald af 5. siðu. stofnun i þjóðfélaginu. Þeir sem kveða upp slika dóma gera sér ekki alltaf ljóst, að verkalýðs- hreyfingin, verkalýðsfélögin hljóta nú óhjákvæmilega að bera nokkurn svip stofnunar, hvað það snertir, að þau hafa fengið ákaf- lega mörg ný verkefni við að fást, sem útheimta margvislega þjón- ustu við félagsmennina. bá þjón- ustu verða skrifstofur verkalýðs- samtakanna að láta i té, og hafa þarafleiðandi stækkað verulega. Menn verða aðhafa ihuga, að það er æskilegt að verkalýðshreyfing- in sinni flestum þessum störfum, en þau mega þó aldrei verða, og geta aldrei orðið aðalstarf hreyf- ingarinnar. Meginverkefnið verður áfram að vera fyrst og fremst starfið á meðal fjöldans, og það má aldrei gleymast að verkalýðshreyfingin er fjöldahreyfing. Hætti hún að vera það, verður hún ekki lengur það afl i þjóðfélaginu, sem verið hefur og vera ber. Vissulega er hætta á þvi, að hin margvislegu nýju þjónustuverkefni, verði til þess, að draga úr lifandi fjölda- starfi og þar með baráttuhæfni samtakanna. Þess hafa sést merki. En verkalýðshreyfing, sem ekki er lengur fjöldahreyfing, geturaldrei verið starfi sfnu vax- in. Verkamaðurinn má aldrei líta á sig sem annars flokks Hér vil ég minnast nokkrum orðum á stöðu Dagsbrúnar, sér- staklega með þær miklu breyt- ingar, sem orðið hafa i atvinnulif- inu i huga. A fyrri hluta þess timaskeiðs, sem Alþýðusambandið hefur starfað, má segja að það hafi að yfirgnæfandi meirihluta verið samband almennu verkalýðsfé- laganna, það er ófaglærðs verka- fólks. Þá var Dagsbrún að sjálf- sögðu langstærsta félagið, og for- ystufélag sambandsins. Á siðustu 30 árum hafa orðið geysilegar breytingar, hvað þetta áhrærir. Samsetning Alþýðusam- bandsins er nú orðin með allt öðr- um hætti. Fjöldi nýrra félaga, stórra og smárra, hefur risið á legg i hvers kyns þjónustugrein- um og sérgreinum. Af þessu leiðir að Dagsbrún er ekki lengur sú stærð, hvað félagafjölda snertir, sem hún áður var. Langt fram eftir árum má segja, að Dags- brún hafi verið yfirgnæfandi stærsta félagið hér i Reykjavik, en hún er það ekki lengur. bessi breyting er i fullum takt við at- vinnuþróunina i Reykjavik. Sivaxandi hluti af ungu fólki leitar i önnur störf en almenna verkamannavinnu. Þetta er eðli- leg afleiðing þeirrar atvinnuþró- unar, sem orðið hefur. Enginn má þó taka orð min svo, að Verka- mannafélagið Dagsbrún sé orðið einhver minniháttar aðili innan verkalýðshreyfingarinnar eða i þjóðfélaginu yfirleitt. Ég tel að Dagsbrún hafi enn sem fyrr mjög veigamiklu for- ystuhlutyerki að gegna, og þá fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni þeirra lægst launuðu i þjóðfélaginu. Barátta Dagsbrún- ar á næstu árum hlýtur ekki hvað sist að beinast að þvi, að koma i veg fyrir, að i okkar auðuga þjóð- félagi verði til sérstök undirstétt láglaunafólks. Þá vil ég hér leggja sérstaka á- herslu á mikilvægi þess, að hinn almenni verkamaður liti aldrei á sig sem neinn annars flokks þegn i þjóðfélaginu, glati aldrei tilfinn- ingunni fyrir rétti sinum, heldur varðveiti stolt stéttar sinnar, það stolt, sem best hefur dugað i allri jafnréttikbaráttu verkalýðsstétt- arinnar, og sem engu minni þörf er á að varðveita i dag en var á frumbýlingsárunum. Dægurbaráttan getur aldrei orðið markmið i sjalfri ser — Gott væri að fá fleiri leiðbein- ingar, sem þú hefur af langri reynslu að gefa því unga fólki, sem nú og á komandi árum geng- ur til starfa undir merkjum verkalýðshreyfingarinnar. — Þú talar um leiðbeiningar, en ég vil reyndar ekki segja einum eða neinum fyrir verkum. Hver timi verður að finna sina eigin leið. Það er hins vegar mitt álit, að þeir sem taka að sér trúnaðar- störf i verkalýðshreyfingunni, — og það á við á hvaða tima sem er — þeir þurfi að hafa i huga og til- einka sér nokkur grundvallaratr- iði. 1 fyrsta lagi þurfa þeir að afla sér þekkingar á sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, bæði hér á landi og hinnar alþjóðlegu hreyfingar og byggja þannig á fenginni reynslu. Þeir þurfa jafnframt að þekkja til hlitar það þjóðfélag, sem við lifum og störfum i, og einnig að þekkja hvert einstakt mál, sem við er að fást. "Til þess að forystumenn i verkalýðshreyfingunni geti veitt fjöldanum nægilega markvissa leiðsögn þurfa þeir sjálfir að þekkja til hlitar hið stéttarlega eðli okkar þjóðfélags og kunna að beita fræðikenningu sósialismans til úrlausnar á viðfangsefnum i bráð og lengd. Verkalýðshreyfing, sem ekki er sósialisk, getur aldrei verið sú markvissa fjöldahreyfing, sem alþýðan þarf á að halda. Dægur- baráttan getur aldrei orðið mark- mið i sjálfri sér, heldur aðeins þáttur i viðtækari baráttu, sem beinist að þvi að tryggja alþýð- unni völdin i landinu, setja mann- inn i öndvegi i stað auðmagnsins. 1 öllu starfi sinu verða trúnað- armenn verkalýðshreyfingarinn- ar að hafa vel i huga, að það er vinna og aftur vinna, sem úrslit- um ræður um árangur, jafnt i dægurbaráttunni og hvað varðar langtimamarkmið. Verkafólk og allir þeir, sem að hagsmunum þess vinna, eiga i höggi við sterkan andstæðing, sem hefur ráðin yfir atvinnutækj- unum og fjármagninu. Það sem við höfum á móti er samstaða fjöldans og þrotlaust starf hinna mörgu fyrir verkalýðssamtökin. I þeim efnum verður hver og einn fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfs sin. Þau viðhorf, sem ég hef hér að lokum minnst á, eru að minu viti forsendur þess, að menn geti skil- að góðu starfi i fjöldabaráttu verkalýðshreyfingarinnar. k. Hafnarfjörður — olíustyrkur Greiðsla oliustyrks fyrir timabilið sept. — nóv. ’75 fer fram á bæjar- skrifstofunum, Strandgötu6. Styrkurinn greiðist þeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofangreint timabil. Styrkur þessi greiðist ekki til þeirra sem áttu þess kost að tengja íbúðir sinar við hitaveitu fyrir lok nóvembermánaðar 1975, sbr. 2. gr. I. nr. 6/1975. Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá styrkinn greiddan. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A—F mánudaginn 26. jan. kl. 10—12 og 13—16 G—J þriðjudaginn 27. jan. kl. 10—12 og 13—16. K—R miðvikudaginn 28. jan. kl. 10—12 og 13—16. S—ö fimmtudaginn 29. jan. kl. 10—12 og 13—16. Bæjarritarinn i Hafnarfirði. Bestu hamingjuóskir til Verkamannafélagsins Dagsbrúnar á sjötugsafmælinu Stálsmiðjan hf. Járnsteypan hf. Óskum Verkamannafélaginu Dagsbrún til hamingju með sjötugsafmælið Skipaútgerð rfkisins Félag járniðnaðarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trún- aðarmannaráðs Félags járniðnaðar- manna fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 18.00 þriðjudaginn 27. janúar nk. Tillögur eiga að vera um 7 menn i stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til við- bótar i trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjórnar félags- ins i skrifstofu þess að Skólavörðustig 16, 3. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 76 full- gildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Leikfélag Þorlákshafnar sýnir Skirn eftir Guðmund Steinsson. Frum- flutningur. Leikstjóri Sigurður Karlssoai Félagsheimilinu Seltjarnarnesi sunnu- daginn 25. janúar kl. 21. Miðasala frá kl. 17. Simi 26676.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.