Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
vnr
Enn um
launamál
Bæjarpósti hefur borist eftir-
farandi bréf vegna kjaramála-
baráttunnar, sem heitt brennur
um þessar mundir:
Mikið samningaþóf um kaup
og kjör launastétta landsins
stendur nú yfir. Margir fundir
eru haldnir, og nefndir fleiri en
tölu verði á komið, sitja á rök-
stólum milli fundanna. Samt
skilstmannihelstá deiluaðilum
að bókstaflega ekkert hafi mið-
að i samkomulagsátt, enn sem
komið er. Og enn einu sinni var
samþykktur á alþingi frestur til
handa Kjaradómi til að kveða
upp dóm i kjaramálum opin-
berra starfsmanna, þ.e. lögun-
um um þetta atriði frá i vetur er
breytt eftir nokkra mánuði. Það
viröíst sem sé ætla að ganga
erfiðlega að skammta launa-
fólki lifibrauðið i þetta sinn, eins
og oft áður, en bót er þó i máli,
að það er tiltölulega fljótgert að
breyta lögum, sem fjalla um
kjör eða samninga almenns
launafólks. Hjá örfáum stéttum
gengur þetta þó vandræðalitið
fyrir sig, þar þarf enga samn-
ingafundi, engan kjaradóm,
enga fresti, heldur gerast hlut-
irnir þar sjálfkrafa, samkvæmt
lögum frá 1928, að mig minnir.
Hér er að sjálfsögðu átt við
bankastjóra, en svo sem kunn-
ugt er, upplýstist nýlega, eftir'
nokkurt þóf þó, að laun þeirra
hækkuðu nýverið úr 181.000 kr. i
230.000 kr., eða um skitnar
40—50.000 kr. á mánuði. Fyrir
einhverja vangá höfðu banka-
stjórarnir dregist aftur úr
hæstaréttardómurum, en sam-
kvæmt lögum frá 1928 áttu þeir
að fylgja þeim eftir i launum
(bau virðast svei mér haldgóö
þessi lög frá 1928, oft er nú búið
aö breyta öðrum lögum, sem
fjalla um kaup og kjör, siðan þá,
enda ekki langrar stundar verk,
ef góður vilji er fyrir hendi). En
nú bregður svo undarlega við,
að einmitt tveir menn úr hópi
bankastjóra koma grafalvar-
legir fram i fjölmiðlum og til-
kynna, að afkoma þjóðarbúsins
gefi ekkert svigrúm til kaup-
hækkana, nú verði almenningur
að spara, meðan við erum að
komast yfir erfiðleikana.
Eg spyr: Hvers vegna kröfð-
ust þeir Nordal og Haralz þess
ekki opinberlega, að margnefnd
lög frá 1928 yrðu endurskoðuð,
og þeim breytt, þannig að
bankastjórar væru ekki til-
neyddir, samkvæmt lögum, að
taka á sig 50.000 kr. launahækk-
un á mánuði á þrengingatim-
um?
Halda mennirnir virkilega, að
nokkur maður trúi þvi, að kvart-
miljón króna mánaðarlaun
bankastjórans séu léttari baggi
á þjóðarbúskapnum en tuttugu
og niu þúsund króna mánaðar-
skammtur ellilifeyrisþegans?
Það er einmitt þetta gifurlega
bil milli hálauna og láglauna,
þetta bil milli óhófs og bruðls
annars vegar og sultar og seyru
hins vegar, sem verður að
minnka. Meðan ekki heyrist orð
um það frá hagspekingunum,
verður ekki tekið mark á fram-
lagi þeirra i umræðum um
launamál. —B
Heimur
Römpöttis
Myndir þær sem hér birtast eru eftir finnska
teiknarann Kimmo Römpötti Hann er maöur
um þrltugt, Helsinkibúi, og var upphaflega
hönnuður iðnvarnings. Til þess að standa
straum af námi slnu byrjaði hann að teeikna
grlnmyndir I blöð og var orðinn svo þekktur er
hann iauk námi I Listaskólanum I Helsinki, að
hann ákyað að gera þetta að ævistarfi. Teikni-
myndir eftir hann hafa birst I 15 löndum og I 250
ritum og blööum. Nafn hans er þvl orðiö heims-
þekkt og ef að likum lætur munu lesendur þjóð-
viljans fá að kynnast klmnigáfu og tjáningar-
máta Römpöttis nánar á slðum blaðsins á
næstunni.
Njrtt stig hernámsins
Vilja fá herinn staðfestan
sem félagseiningu!
Fœr herstöðin kaupstaðarréttindi?
11. desember skráðu Samtök
sveitarfélaga á Suðurnesjum
(SSS) svohljóðandi i fundar-
gerðarbók, undirritað og staðfest
af þremur sveitarstjórum, þrem-
ur bæjarstjórum og einum odd-
vita:
I septembermánuði sl. buðu
yfirmenn „varnarliðsins” á
Keflavikurflugvelli samstarfs-
nefndinni á fund á Keflavikur-
flugvelli, þar sem þeir kynntu
framkvæmdir á vegum „varnar-
liðsins” og ýmsar áætlanir þeirra
i næstu framtið. Kom fram hjá
„varnarliðsmönnum,” að þeir
vildu hafa góöa samvinnu við
nágrannasveitarfélögin i þeim
málum, sem hagkvæmt gæti
verið að leysa i sameiningu, svo
sem i brunavörnum, sorpeyðingu
og fl. slikum málum. Var farin
skoðunarf. um flugvallarsvæðið
og skoðaðir ýmsir áhugaverðir
hlutir fyrir sveitarstjórnirnar td.
ný sundlaug, slökkvistöð
vallarins og fl. Móttökur varnar-
liðsmanna voru mjög höfðing-
legar. Samstarfsnefndin telur vel
við eigandi og reyndar skylt að
endurgjalda þetta heimaboö
þeirra „varnarliðsmanna” og er
ákveöiö að bjóða svo sem sjö
æðstu mönnum „varnarliösins”,
þeim hinum sömu, sem buðu
nefndinni til sams konar fundar
og I skoðunarferð um sveitar-
félögin.Stefnteraðþvi.að fundur
þessi geti orðið um miöjan febrú-
ar næstkomandi.”
Það var fyrst slðustu dagana i
janúarmánuði, sem undirritaður
komst yfir framagreinda fundar-
gerö. Þar sem i fundargerðinni
kveður við tón, sem ekki hefur
verið sleginn hér lengi, höfðum
viö tal af bæjarfulltrúa Alþýöu-
bandalagsins ■ i Njarðvikum,
Oddbergi Eirikssyni, og báðum
hann segja sitt álit á fundargerð-
inni. Um hana sagði hann:
„Þeim, sem muna eftir ára-
mótaskaupi útvarpsins, finnst
sennilega að hér sé kominn annar
þáttur þess, þar sem forystumenn
byggbanna fara sjálfir fram á að
verða settir á nýjan stað i kerfinu.
Sannleikur málsins er sá, að
viöskipti sveitarstjórnarmanna
við herliöið mega heita á eina
bókina lærð. Hafi sveitar-
stjórnarmenn viljað koma ein-
hverjum málum á framfæri við
herinn til leiöréttingar á málum
sveitarfélaganna, hefur það æ og
ævinlega rekiö i strand. Stundum
fyrir varðstöðu deildarstjóra
varnarmáladeildar fyrir herinn,
stundum fyrir varðstöðu annarra.
Ekki eitt einasta mál held ég að
hafi komist í mark, og þó að
þessir háttvirtu bæjarstjórnendur
myndi kunningjasamband við
dátana held ég, að þeir séu ekki
feti nær þvi marki að vinna
sveitarstjórnunum. Þess ber að
geta i þessu sambandi, að
piltungar þessir standa ekki hér
við lengur en tvö ár hver, og þó að
búið væri að tæma ótalin glös af
góöum veitingum þá liði
kunningsskapurinn jafnan undir
lok á tveggja ára fresti. Eini
marktæki samstarfsaðilinn væri
sjálfur forseti Bandarikjanna ; að
bæta honum inn i hóp sveitar-
stjórnarmanna á Suðurnesjum.
Hann hangir þó venjulega i em-
bætti lengur en i tvö ár.
Ef svo heldur áfram sem horfir
með samþykkt þessari er i raun
verið að taka herinn inn i islenskt
stjórnkérfi sem félagslega ein-
ingu likt og bæjar- eða hrepps-
félag.
Ég vil að lokum benda fyrr-
greindum framámönnum
sveitarfélaganna á, að vilji þeir
virkilega standa i stykkinu þá
ættu þeir að taka höndum saman
utan herstöðvarinnar og mæta
sameinaðir þvi valdi, sem er inn-
an girðingarinnar. Framfara-
málum byggðanna verður ekki
komið fram innan flugvallarins.”
—úþ
KYNSLOÐA-
SKIPTI
Á skákþingi Reykja-
víkur, sem staðiö hefur
yfir í nokkrar vikur,
hefur vakið athygli að
yngstu þátttakendurnir í
A-riðli eru í efstu
sætunum.
Á undanförnum árum hefur
myndast nokkuð ákveðinn
forystuhópur skákmanna sem
hefur venjulega raðað sér i efstu
sætin. Þar má nefna Jón Krist-
insson, Björn Þorsteinsson,
Magnús Sólmundsson, Ingvar
Ásmundsson o.fl,
Ég undanskil stórmeistarana
tvo i þessum umræðum.
Nú virðist þaö hins vegar vera
að gerast að nýir ungir menn
séu komnir i hóp þeirra sterk-
ustu og jafnvel búnir að ýta
þeim fyrrnefndu aftur fyrir sig.
Reyndar eru menn ávallt
nokkuð tregir aö viðurkenna
slikt, en ég held að ekki verði
lengur um villst.
Á skákþinginu hafa einkum 4
ungir menn vakið athygli fyrir
góða frammistöðu. Það eru þeir
Helgi Ólafsson, Margeir
Pétursson, ómar Jónsson og
Ásgeir P. Ásbjörnsson. Þeir
tefla i hverju mótinu á fætur
öðru og standa sig ávallt vel,
einkum þó tveir þeir fyrsttöldu.
Á skákþingi lslands 1975 varð
Margeir Pétursson i 1-4. sæti
ásamt Birni Þorsteinssyni o.fl.,
en Helgi Ólafsson I 5. sæti.
A haustmóti TR varð Helgi
Ólafsson I 1. sæti á undan Birni
Þorsteinssyni, og Margeir
Pétursson varð fjórði. Meö
þessum sigri vann Helgi sér
þátttökurétt í Reykjavikurskák-
mótinu 1976.
Og nú er staðan sú á skákþingi
Reykjavikur, að þeir Helgi og
Margeir eru i efstu sætunum, og
einungis Birni Þorsteinssyni
hefur tekist aö veita þeim
nokkra keppni.
Það kallast að berja höfðinu
við steininn er menn viðurkenna
ekki staöreyndir. Ég tel að sú
staðreynd eigi að vera orðin
öllum ljós, sem fylgjast með
skák, að nú er einungis hægt að
fullyrða að tveir islenskir skák-
menn séu betri en Helgi og Mar-
geir. Það eru að sjálfsögðu stór-
meistararnir Friðrik og Guð-
mundur.
1 B-flokki á skákþinginu er
Hilmar Karlsson I efsta sæti, og
hér kemur ein skáka hans.
Umsjón: Jór Briem
Hvitt: Hilmar Karlsson
Svart: Torfi Stefánsson
Grúnfelds-vörn.
l. d4 3Rf6
2. c4 ge
3. Ilc3 d5
4. Bf4 Bg7
5. c3 0-0
6. Rf3 c5
7. dxc I)a5
8. Hcl dxc
9. Bxc4 Rc6
1«. 0-0 Rd7
11. Rd l Rxc5
12. Rb3 RxbS
13. Dxb3 Df5
11. Bd5 Ra5
15. dc2 lldx
16. Be4 Dh5
17. Rd5 Rc6
18. Ilfdl Bf5
19. Bxf5 D x f 5
20. Dxc6 bxc6
21. Rxe7 Kh8
22. Rxf5 gxf5
23. b3 Bb2
24. Bc7 Hd5
25. Hxd5 cxd5
26. Hc2 Bf6
27. Kfl Kg7
28. Ke2 d4
29. exd Bxd
30. g:i h 5
31. Hc4 Ilc8
32. 1113 He4
33. Ilxd l gefið
Jón G. Bricm