Þjóðviljinn - 05.02.1976, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
MOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Hitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Biaðaprent h.f.
EKKI EINU SINNI SPILAMENNSKA
Á sunnudagskvöldið staðhæfði formaður
Framsóknarflokksins i útvarosbættinum
Bein lina, að hann teldi engan grundvöll
vera fyrir hendi til samkomulags við
breta um landhelgismálið. Sams konar
yfirlýsingu gaf ritari Framsóknarflokks-
ins Steingrimur Hermannsson á opinber-
um fundi i Hveragerði sama dag.
Næsta dag taka svo þessir sömu foringj-
ar Framsóknarflokksins ákvörðun um að
bjóða bretum samninga til skamms tima.
Um það hvert innihald þeirra samninga
eigi að vera er alls ekkert sagt með bein-
um hætti, en i ritstjórnargrein Timans i
gær kemst formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins svo að orði um framhald
samningaviðræðna við breta:
„Verður þá að sjálfsögðu að hafa i huga,
að ekki verði gengið lengra en áður hefur
verið boðið”.
Það sem „áður hefur verið boðið” eru
65.000 tonn á ári fyrir breta, og verður ekki
annað sagt, en Þórarinn Þórarinsson gefi
bretum sterklega undir fótinn með að þeir
eigi enn kost á samningum um álika afla-
magn.
Það hafa þungar ásakanir verið bornar
á Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráðherra
og formann Framsóknarflokksins að und-
anförnu. Hann hefur jafnvel verið sakaður
um að standa fyrir yfirhilmingum i hugs-
anlegu morðmáli. Þjóðviljinn vænir ráð-
herrann ekki um slikan verknað, og telj-
um við satt að segja nær að almenningur
fylgist vandlega með annars vegar orðum
og hins vegar gerðum ráðherrans i sam-
bandi við landhelgismálið, heldur en fólk
sé að bollaleggja athafnir ólafs
Jóhannessonar i sambandi við manns-
hvarfið i Keflavik og rannsókn þess.
Það er vissulega býsna alvarlegt mál,
þegar flokksforingi og ráðherra tilkynnir
þjóðinni á sunnudegi, að um enga samn-
inga við breta verði að ræða, þeir hafi þeg-
ar fengið sinn umþóttunartima, en siðan
samþykkir sá sami flokksforingi daginn
eftir, á mánudegi, að svara kröfu breta
um 85.000 tonna ársafla með þvi að bjóða
þeim áframhaldandi samningaviðræður,
og það með þá staðreynd i huga, að is-
lenska rikisstjórnin hefur áður boðið
65.000 tonna ársafla.
Auðvitað er ljóst, að engum dytti i hug,
að bjóða slikar viðræður áfram, nema
þeim sem einmitt telja, að samkomulags-
grundvöllur sé fyrir hendi.
Það sem hér liggur fyrir er, að orð Ólafs
og fleiri Framsóknarforingja á sunnudegi
eru eitt, en verk þeirra á mánudegi allt
annað. Orð og gerðir stangast gjörsam-
lega á. Vert er i þessu sambandi að undir-
strika alveg sérstaklega, að Ólafur
Jóhannesson hafði engan fyrirvara, þegar
hann gaf sunnudagsyfirlýsingu sina i út-
varpinu, það var ekki bara samkomulag
til tveggja ára, sem hann taldi útilokað,
heldur samkomulag við breta yfirleitt i
landhelgisdeilunni, þar sem enginn fiskur
væri afgangs i sjónum og bretar sýnt
staka óbilgirni.
Ólafur Jóhannesson hefur lýst þvi yfir
áður, að hann liti á sig sem spilamann i
stjórnmálum. Stjórnmál eru ekki bara
spilamennska, i landhelgismálinu er
meira i húfi en nokkrir hundar i spilum,
meira en bæði mannspilin og ásinn.
Þeir alvarlegu árekstrar orða og at-
hafna Ólafs Jóhannessonar, sem komið
hafa i ljós siðustu daga, benda hins vegar
til þess, að hann kunni ekki heldur ýkja vel
til verka i list spilamennskunnar, sem þó
er hans stolt.
Þegar Geir Hallgrimsson opnaði pok-
ann, sem hann flutti heim frá London kom
i ljós, að innihaldið var krafa breta um
30% þorskaflans,um 85.000 tonna heildar-
aflamagn. Jafnframt hóta bretar nýrri
herskipainnrás, ef islendingar haldi uppi
eðlilegri löggæslu innan islenskrar fisk-
veiðilandhelgi.
Slikum kröfum og hótunum átti auðvit-
að að svara samstundis með þvi, að is-
lendingar teldu engan samkomulags-
grundvöll fyrir hendi meðan bretar sýndu
slika óbilgirni, og þvi ekki um neitt að
ræða.
Þess konar yfirlýsingu gaf reyndar
Ólafur Jóhannesson i rikisútvarpinu fimm
dögum eftir heimkomu Geirs, en það var
bara ekkert að marka þau orð. Sú niður-
staða, sem nú liggur fyrir er, að rikis-
stjórnin sá ástæðu til að fara með bresku
kröfurnar eins og mannsmorð á aðra viku,
ekkert orð heyrðist frá ráðherrunum fyrir
utan marklausar yfirlýsingar Ólafs.
Og svo kom loks svarið: Tilboð til breta
um áframhaldandi viðræður og samninga
til þriggja mánaða.
Aðalatriði þessa máls er, að rikisstjórn,
sem ekki þorir að hafna kröfum breta um
uppgjöf okkar og undanhaldssamninga
nú, sú hin sama rikisstjórn er miklu siður
likleg til að neita bretum um framleng-
ingu þeirra samninga að þremur mánuð-
um liðnum. Það eru þvi langmestar likur
til, að talið um stuttan samningstima sé
ekkert annað en hrein blekking, ætlað til
þess að kasta ryki i augu almennings,
meðan verið sé að smeygja fjötrunum á.
Hættan á glapræðissamningum er nær
en nokkru sinni fyrr. Aðeins virkar að-
gerðir fjöldans geta stöðvað feigðarflan
foringja rikisstjórnarflokkanna beggja.
k.
Þvi svarar lög-
reglustjóri ekki
Arásir þær sem Vilmundur
Gylfason hefur beitt sér fyrir á
Ólaf Jóhannesson eru dæmi-
gerðar fyrir það hvernig blaða-
maður á ekki að halda á málum,
og svör Ólafs Jóhannessonar
eru skóladæmi um það hvernig
stjórnmálamaður á ekki að
bregðast við slikum árásum.
Vilmundur byggði málflutning
sinn á tveimur aðalatriðum. 1
fyrsta lagi þvi, að ólafur Jó-
hannesson hefði látið opna
Klúbbinn aftur, þrátt fyrir mót-
mæli saksóknara rikisins.
Ólafur hefur svarað þvi, að sér
hafi borið skylda til þess að
taka afstöðu til málsins skv. 14.
grein áfengislaganna, og hann
hafi talið að sú grein ætti ekki
við umrætt tilvik lokunar húss-
ins. Ákvörðun lögreglustjórans
hafi verið geðþóttarákvörðun og
ekki átt sér lagastoð. Þetta eru
vissulega alvarlegar ásakanir á
lögreglustjórann og furðulegt að
hann skuli enn ekki hafa svarað
þeim opinberlega. Það er einnig
furðulegt að saksóknaraem-
bættið skuli ekki hafa svarað
Ólafi þar sem hann hefur sagt
að það hafi verið að sletta sér
fram i mál sem þvi kæmi ekkert
við. En látum það liggja á milli
hluta hér. Ólafur hefur svarað
fyrra ákæruatriði Vilmundar.
Hið siðara er það að Ólafur Jó-
hannesson hafi látið stöðva
rannsókn Geirfinnsmálsins.
Óiafur hefur svarað þessari
ákæru fullum hálsi, og verður
ekki betur séð en að svar hans i
þvi efni sé fullnægjandi.
Sér ekki skóginn
fyrir trjánum
Þannig standa þvi þessi tvö
meginkæruatriði Vilmundar, og
dómsmálaráðherrann virðist
ætla að bita hann af sér. Gallinn
við málflutning Vilmundar er
nefnilega sá að hann hefur
einangrað þessi tvö tilvik i öllu
þvi diki stöðnunar og skrif-
finnsku sem kallað er islenskt
dómsmálakerfi. Klúbbmálin
hafa nú tam. verið i athugun
nærri hálfan áratug án þess að
gefin hafi verið út kæra. Af
hverju? Mál Friðriks Jörgen-
sens sem frægt var fyrir liðlega
10 árum hefur legið kyrrt jafn-
lengi að heita má. Þannig er
hvert málið á fætur öðru sem
nefna mætti, en þau komast
ekki upp á yfirborðið, þau liggja
i salti hér og þar i kerfinu, og
ekkert er aðhafst. Vilmundur
Gylfason sá ekki skóginn fyrir
trjánum, honum lá svo mikið á
að koma höggi á dómsmálaráð-
herrann að hann einbeitti sér á
tvö tiltekin tilvik I embættis-
færslu ráðherrans, en lét allt
annað eiga sig og gaf ráð-
herranum kost á þvi að þvo sér
frammi fyrir alþjóð. Þó hins
vegar að Vilmundur Gylfason
hefði beitt sér að Klúbbmálinu
einu i heild, hefði þar verið af
nógu að taka.
- Það annað sem skemmdi fyrir
málflutningi Vilmundar var að
hann fór hvarvetna offari i orða-
Ólafur Jóhannesson.
vali þar sem hann kom þvi við.
Þetta spillti fyrir málflutningi
hans og gerði mótleik Ólafs Jó-
hannessonar auðveldari.
Hins vegar, og á það vill
undirritaður leggja áherslu:
Þrátt fyrir flumbruganginn
gekk Vilmundi gott til. Hann
virðist hafa þann metnað sem
blaðaskrifari að beina geirum
sinum að allskonar spillingar-
þáttum i islenska þjóðfélaginu,
og þar er af nógu að taka. Hann
hefur greinilega haft viðleitni i
þessa átt eins og þúsundir
ágætra blaðamanna um allan
heim. Og þeim mun fleiri sem
leggja góðum málstað lið gegn
rotnun spillingarinnar, þeim
mun betra.
Ekki sœmandi
nokkrum manni
Og einmitt þess vegna er
málsvörn Ólafs Jóhannessonar
eða öllu heldur umbúnaður
málsvarnar hans fáránlegur.
Hann ræðst á Vilmund á svo
ódrengilegan hátt að þess eru fá
dæmi i sögu islenskra fjölmiðla.
Hann gerir allt sem i hans valdi
stendur til þess að gera litið úr
Vilmundi og málflutningi hans,
með persónulegum skætingi og
hverskonar dylgjum. Slik
framkoma er ekki sæmandi
nokkrum manni.og einmitt þessi
ruddaskapur ráðherrans spillti
fyrir þvi, aö fólk tæki mark á út-
skýringum hans.
Sú röksemdafærsla rá'ðherr-
ans að skrif eins og þau sem
Vilmundur er kunnur fyrir og
önnur hliðstæð skrif spilli fyrir
tiltrú almennings á dómstóla,
réttarfar og alþingi er dæmi-
gerð fyrir viðbrögð stjórnmála-
manns i varnarstöðu. Gagnrýn-
in spillir, þess vegna á hún helst
hvergi að sjást. Þessi kenning
hefur oft orðið óprúttnum og
ósvifnum stjórnmálamönnum
átylla til vondra verka, að ekki
sé fastar að orði kveðið, og
verður sú saga ekki rakin hér,
enda öllum kunn. Jafnframt
þessari kenningu hefur ólafur
reynt að gera þvi skóna að
Vilmundur sé ritvél einhvers
„kauða” úti i bæ, en ráðherrann
er þó svo ósmekklegur að neita
að gefa upp nokkur nöfn i þessu
sambandi.
A ábyrgð
framsóknar
og ihaldsins
Vonandi heldur umræðum um
dómsmálakerfið áfram. Gagn-
rýni er góð, ef hún er þannig
fram borin að hún verði ekki
þeim sem kerfinu stjórna og á
þvi bera ábyrgð tilefni til þess
að setjast enn fastar i hæginda-
stóla skriffinnskunnar. Til þess,
að svo verði ekki, þurfa blaöa-
menn að halda vel á málum.
Hitt skulu menn gera sér ljóst
að nær allan timann frá stofnun
islenska lýðveldisins hafa nú-
verandi stjórnarflokkar borið
ábyrgð á dómsmálakerfinu.
Það er þvi pólitískt afkvæmi
þeirra beggja. Þegar vinstri
stjórnin var mynduð 1971 lagði
Morgunblaðið á það höfuð-
áherslu að Alþýðubandalags-
maður færi ekki i dómsmála-
ráðuneytið. Af hverju? Svarið
vita allir blaðalesendur: Vegna
þess að þá var hætta á, að
stungið yrði á ýldukýlum kerfis-
ins. — s.