Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. febrúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Nokkurs konar
minningargrein um
PAUL
ROBESON
Blökkumanninn sem barðist fyrir
alþýðu heimsins með
bassaröddina eina að vopni
Paul Robeson.
Fyrirskömmu lést bandariski
blökkumaðurinn, leikarinn og
söngvarinn Paul Robeson 77 ára
að aldri. Eflaust hafa flestir
islendingar heyrt djúpa bassa-
rödd hans i lögum eins og „Old
Man River” sem hafa hljómað i
útvarpinu um áratugaskeið.
Þótt Robeson væri góður
söngvari var það þó kannski
hans pólitiska afstaða sem
gæddi feril hans lifi, hann
tilheyrði ekki þeim hópi banda-
riskra blökkumanna sem þurftu
aö selja sálu sina til að komast á
svið heldur var hann öllu frem-
ur borinn þangað af félögum
sinum úr alþýðustétt, jafnt
svörtum sem hvitum. Og hann
slakaði aldrei á.
Robeson fæddist árið 1898 i
New Jersey. Faðir hans var
strokuþræll sem gerst hafði
prestur en drýgði tekjur sinar
með hreingerningum. Móðir
hans var kennari og dó þegar
Paul var niu ára gamall.
Drengurinn þótti snemma
góður námsmaður og hlaut
styrk til náms við Rutgers
háskólann árið 1915. Þar gat
hann sér einnig gott orð fyrir
iþróttaiðkan og var jafnvigur á
knattspyrnu, „baseball” og
frjálsar iþróttir. Arið 1919 flutti
hann til Harlem og hóf laganám
við Columbia háskólann. Þótt
hann lyki þvi námi með sóma
átti ekki fyrir honum að liggja
að gerast lögfræðingur.
Arið 1920 fékk hann — mest
fyrir tilviljun — sitt fyrsta
sviðshlutverk i leikriti eftir
Eugene O’Neill. Þar sem
O’Neill beindi spjótum sinum
gegn kynþáttafordómum i
Bandarikjunum hótaði félags-
skapurinn Ku Klux Klan að
myrða Robeson og berja á öðr-
um leikendum ef ekki yrði hætt
við uppfærslu leikritsins. Til
þess kom þó ekki, hópur stæði-
legra byggingaverkamanna
stóð vörð um leikhúsið meðan á
frumsýningu stóð.
Robeson varð fljótlega þekkt-
ur leikari i heimalandi sinu en
heimsfrægð hlaut hann fyrir
leik sinn i Emperor Jones eftir
O’Neill. Þá hófst einnig söng-
ferill hans sem brátt tók að
skyggja á leikarann Robeson.
Hann gat sér fyrst frægðar sem
söngvari með frábærri túlkun á
negrasálmum.
En fljótlega rak hann sig á þá
staðreynd i bandarisku þjóðlifi
að negri sem i þokkabót er með-
vitaður um rétt sinn átti ekki
upp á pallborðiðhjá yfirvöldum.
Hann flutti þvi til London árið
1924 þar sem hann bjó fram til
1939.
Eftir þvi sem á leið fékk hann
betri innsýn i auðvaldskerfið og
þau lögmál sem liggja að baki
kynþáttamisrétti og nýlendu-
stefnu. Þetta leiddi hann á vit
sovétmanna sem þá voru hið
lýsandi fordæmi' róttæklingum
auðvaldsheimsins. Arið 1934
sótti hann Sovétrikin heim i
fyrsta sinn en tókst þó að halda
sér i áliti i Bretlandi.
Þetta breyttist með uppgangi
fasismans og spænsku borgara-
styrjöldinni. Robeson fór til
Spánar þar sem hann söng fyrir
lýðveldishermenn og barðist við
hlið samlanda sinna, hvitra og
svartra, sem stofnað höfðu svo-
nefnda Abraham Lincoln bar-
áttusveit.
1 siðari heimsstyrjöldinni
sneri hann aftur heim til
Bandarikjanna þar sem hann
skipaði sér i fremstu raðir bar-
áttumanna fyrir réttindum
blökkumanna og hvitra verka-
manna, einkum fyrir „Ballöður
fyrir bandarikjamenn” sem
Earl Robinson útsetti fyrir
hann. Einnig sló hann i gegn
með leik sinum i Othello sem
gekk i hartnær 300 sýningar.
1 striðslok reis frægðarsól
Robesons hæst en sú dýrð stóð
ekki lengi þvi fljótlega skall
kaldastriðið á með ofsóknum á
hendur sósialistum og öðrum
framfaraöflum. Robeson þurfti
þá að velja milli tveggja kosta:
að svikja málstaðinn eða fórna
frægð sinni og frama i heima-
landinu. Hann tók siðari kost-
inn. Árið 1947 voru árstekjur
Robesons um 100 þúsund doll-
arar en fimm árum siðar voru
þær komnar niður i 6 þúsund
dollara.
Árið 1948—9 var hann á söng-
ferðalagi i Evrópu þar sem
borgarablöðin reyndu að niða
hann niður en alþýðan fyllti
tónleikasalina. En þegar hann
sneri heim skipaði Truman for-
seti utanrikisráðherra sinum,
Dean Acheson, að svipta Robe-
son vegabréfi sinu. Þetta var
árið 1950 og kalda striðið i al-
gleymingi. Astæðan fyrir vega-
bréfssviptingunni var sögð sú að
Robeson hefði neitað að undir-
rita svardaga þess efnis að hann
væri ekki kommúnisti.
Robeson kærði þessa ákvörð-
un ráðuneytisins fyrir dómstól-
unum og þar þvældist málið i
átta ár. A þeim tima var hann
margoft kallaður fyrir þing-
nefndir og spurður hvort hann
væri félagi i kommúnistaflokkn-
um. Hann neitaði alltaf að svara
þeirri spurningu með tilvisun til
stjórnarskrárinnar sem áskilur
hverjum borgara þann rétt að
leyna stjórnmálaskoðun sinni.
Mál sitt fyrir dómsólunum rak
hann á þeim forsendum að
rikisvaldið hefði engan rétt til
að skerða ferðafrelsi manna
vegna stjórnmálaskoðana.
En þótt Robeson væri óvinsæll
viða i Bandarikjunum glataði
hann aldrei trausti kynbræðra
sinna og árið 1958 þegar hann
varð sextugur var haldið upp á
afmæli hans viða um heim.
Sama ár kom hann fyrst fram i
New York eftir 11 ára hlé. Allan
þann tima höfðu öll helstu
tónleikahús landsins haft hann á
bannlista.
Eftir endurheimtingu vega-
bréfsins fór hann i söngferðalag
til Evrópu og Astraliu og kom
þá i ljós að menn höfðu siður en
svo gleymt honum. Enn sem
fyrr var hann tákn mannlegrar
reisnar, ekki aðeins blökku-
manna, heldur allra undir-
okaðra jarðarbúa.
Siðan 1965 lá hann veikur allt
fram i andlátið núna i janúar.
Vinskapur hans við sovét-
menn aflaði honum óvinsælda i
Bandarikjunum og iðulega var
hann spurður af hverju hann
flytti ekki bara til Sovétrikj-
anna. Hann svaraði einni slikri
spurningu á þennan veg: —
Vegna þess að faðir minn var
þræll og fólkið mitt dó til þess að
þetta land blómstraði. Ég ætla
að vera hér og njóta ávaxtanna
af starfi þess rétt eins og þú. Og
engir fasistar skulu hafa mig
ofan af þvi. Skilið? —ÞH
Klœr auðvaldsins í Angóla
Kunnur breskur blaðamaður,
David Martin, birti 11. janúar
1976 grein i einu ensku sunnu-
dagsblaðanna úm ihlutun
Suður-Afriku og Bandarikjanna
i Angóla. Efni greinarinnar
verður hér rakið.
Bein ihlutun erlendra rikja i
borgarastyrjöldinni i Angóla
hófst 23. október 1975. Inn i
landið héldu þann dag frá
Namibiu suður-afrikanskur
herflokkur 1.000-1.500 manna og
málalið um 2.000 manna af
ymsu þjóðerni. Málaliðarnir
voru á brynvörðum bilum og
fóru fyrir herflokknum, sem
heyrir til svonefndu „vélvæddu
riddaraliði”. Þessar liðsveitir
áttu að kanna, hvernig landið
lægi, áður en eiginleg innrás
væri hafin. Og voru þær án
skriðdreka fyrst i stað. Annar
suður-afrikanskur herflokkur,
sem einnig taldi 1.000-1.500
menn, fylgdi þeim á eftir 15.
nóvember. Þessum tveimur
suður-afrlkönsku herflokkum
var fátt að vanbúnaði. 1)
1 þann mund, um miðjan
nóvember, var
suður-afrikönskum hermönnum
i Angóla skipað að gripa til
vopna við hlið hermanna FNLA
og UNITA. Fyrstu dagana þar á
eftir fluttu herflutningavélar
þeim vistir, sem varpað var
niður i fallhlifum, en siðan tóku
flugvélarnar að setjast á flug-
velli viðSa de Bandeira og Silva
Porto, en þar munu vera aðal-
stöðvar FNLA og UNITA.
Flutningar á sjó til herflokk-
anna voru hafnir frá Walvis-flóa
i Namibiu til Mocamedes siðar i
nóvember, þegar hermenn
MPLA voru hraktir úr þeirri
hafnarborg.Embættismenn i
1)
Martin vitnar til skýrslu, sem
samin hefur verið um ónefnda
alþjóðlega stofnun. t henni
segir, að meðalvopnabiínaður
þessara tveggja herflokka hafi
verið: Fyrst 24 og síðan 36 bryn-
varðir bilar af Panhard-gerð,
búnir 90 mm byssum. 30-40 litlir
brynvarðir bilar af gerðinni
Marmion-Harrington: um 200
brynvarðir fólksbilar af
gerðinni M-113 og
Univog-flutningabilar og'jeppar
með stórum uppsettum riffium:
20-24 sprengjuvörpur með 105
mm hlaupvidd, festar á skrið-
dreka af gerðinni M-41 Walker
Bulldog: allmargir franskir
skriðdrekar af gerðinni
AMX-13: og loks þyrlur af gerð-
inni Allouette 111.
Washt. sem i vitorði voru væntu
sér mikils af framsókn her-
flokkanna tveggja og mála-
liðanna. Þeir munu jafnvel hafa
gert sér vonir um, að herflokk-
arnir tækju herskildi höfuðborg
Angóla, Luanda. A annan veg
fór. Framsókn herflokkanna
var stöðvuð við Nova Redondo.
Þar nutu hersveitir MPLA
stuðnings „sjálfboðaliða” frá
Kúbu, sem þust höfðu til
landsins á hæla suður-
afrikönsku herflokkanna.
Um mánaðamótin
nóvember-desember hélt þriðji
suður-afrikanski herflokkurinn
inn i Angóla. Flokkinn mynduðu
skriðdrekasveit og stórskota-
liðssveit. Meðal vopnabúnaðar
hansvoru 100 léttir skriðdrekar,
franskirogbandarískir, og 20-24
sprengjuvörpur, festar á banda-
riska skriðdreka. Um sama
leyti hófu hersveitir MPLA sókn
þá i Angóla norðanverðri, sem
enn stendur yfir. Enn mun
suður-afrikönsku herflokkunum
hafa borist liðsauki i fyrrihluta
desember. 1 Angóla munu siðan
hafa verið allt að 6.000 hermenn
frá Suður-Afriku. Frá þvi i
desember hafa lika tvær
suður-afrikanskar flugsveitir
tekið þátt i bardögum.
Forseti Bandarikjanna fór
þess á leit við þjóðþingið i lok
nóvember, að það veitti fé til
herfarar til Angóla. Þjóðþingið
synjaði forsetanum fjárins.
Forsetinn og ráðgjafar hans
urðu þó ekki afhuga ihiutun i
borgarastyrjöldinni. Um eða
eftir miðjan nóvember höfðu
þeir afráðið að senda flotadeild
upp undir strendur Angóla. Frá
þeirri ráðagerð féllu þeir ekki.
Hlutverk flotadeildarinnar átti
að vera það að veita úr lofti
stuðning til árása i Angóla („to
provide tactical air support for
strikes over Angola”) 1 flota-
deildinni eru fimm skip: flug-
vélamóðurskipið Independ-
ence: beitiskip, búið fjar-
stýrðum eidflaugum og þrir
tundurspillar. Independence
ber 90 herþotur af gerðinni F-4
Phantom. Aður en það lagði
upp, mun það hafa verið hlaðið
napalm-sprengjum, sidewind-
er-eldflaugum og haglasprengj-
um.
Orðrómurkomststrax á kreik
um siglingu flotadeildarinnar,
þótt flotamálaráðuneytið
verðist allra frétta. Aðspurðir
sögðu taismenn þess, að fyrir
sex mánuðum hefði flugvéla-
móðurskip þetta verið sent til
Miðjarðarhafs og þaðan hefði
það ekki farið siðan nema ef til
vill til flotastöðvarinnar Rota á
Atlantshafsströnd Spánar.
Fréttamenn vissu betur. Eftir
að hafa tekið þátt i umfangs-
miklum flotaæfingum, „Ocean
Safari”, kom Independence i
höfn i Portsmouth laugardaginn
22. nóvember. Þar hélt það
kyrru fyrir til n.k. fimmtudags-
kvölds. — Mynd af skipinu
birtist þá daga i blaði i Ports-
mouth. — Að kvöldi fimmtu-
dagsins eða aðfaranótt 28.
nóvember hélt það úr höfn
ásamt tveimur freigátum.
Bowen og Ainsworth. Snemma i
desember höfðu þessi skip
viðkomu á Azor-eyjum og tóku
þar vistir og eldsneyti. Skipin
voru „albúin til átaka” Og var
sjóliðum ekki veitt land-
gönguleyfi.
Nokkrum dögum siðar lét
bandariska flugmálaráðuneytið
kvisast út, að frá flugvöllum i
Zaire færu bandariskar flug-
vélar könnunarferðir yfir
Angóla til að fylgjast með
ferðum hersveita MPLA. Um
likt leyti munu bandariskar
flugvélar i Zaire hafa hafið
birgðaflutninga til
suður-afrikönsku herflokkanna i
Angóla.
—HJ