Þjóðviljinn - 05.02.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 05.02.1976, Page 6
6 SÍÐA — ÞÍÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1976. Þjóðin hefur svarað líkt og Grettir karlinn forðum í umræðum þeim, sem hófust um landhelgismálið og skýrslu forsætisráðherra um ferð hans til London, á alþingi i fyrradag, þá var Jónas Árnason siðastur ræðumanna þann dag. Hér fer á eftir útdráttur og endursögn af ræðu Jónasar. Jónas sagði: En sú stilling aö standa og telja Séra Björn á Dvergasteini var karlmenni mikið, stilltur vel jafnaðarlega en fastur fyrir, ef þvi var að skipta. Hann vildi að menn gerðu skýran greinarmun á kristilegu umburðarlyndi og rolu- skap. Þessu mættu menn ekki rugla saman. Kristilegt um- burðarlyndi væri dyggð, rolu- skapur hins vegar ekki. Eitt sinn kom maður til séra Björns, og bar sig upp við hann út af þvi að hann hefði orðið fyrir árás ribbalda nokkurs. Maðurinn sýndi klerki, hvernig fanturinn hefði slegið hann i andlitið og hér og þar um skrokkinn, samtals fimmtán högg. Fimmtán högg, sagði sá, sem barinn hafði verið. Og þá var það, sem séra Birni á Dvergasteini varð að orði: „En sú stilling að standa og telja”. Ég skal ekkert um það segja, hvort séra Björn á Dvergasteini hefði orðið góður forsætisráð- herra, en i þvi striði, sem við is- lendingar höfum átt i að undan- förnu út af lifsbjörg okkar, þá hef ég æði oft saknað þess, núverandi forsætisráðherra Islands sýndi merki þess, að hann ætti tengsl að rekja til kempunnar á Dverga- steini. Mig grunar sem sé, að svo framarlega sem sá mæti klerkur gæti fylgst með háttarlagi for- sætisráðherrans i þessu striði, þá myndi hann telja, að þar væri heldur betur ruglað saman, þeim tveimur eiginleikum, sem ég nefndi áðan. Svo mikið er vist að sú einurð og festa, sem þjóðin sjálf sýnir nú i þessu striði, samanber margitrekaðar og skýlausar kröf- ur almennings, fólks úr öllum stjórnmálaflokkum, þess efnis, að hvergi veröi hörfað fyrir ribbaldahætti breskra stjórn- valda, — sú einurð og festa er ekki tilkomin vegna lýsandi for- dæmis stjórnvalda, sist af öllu æðsta valdamanns þjóðarinnar forsætisráðherrans, heldur þvert á móti þrátt fyrir það, að for- sætisráðherrann og hans nánustu samstarfsmenn hafa hagaö þannig aðgerðum sinum og mál- flutningi, að svo hefur virst sem þeim væri mest i mun að draga kjark úr þjóðinni, telja henni trú um að hún ætti einskis annars úr- kosta en að beygja sig fyrir of- beldinu. Eigi skal skuturinn eftir liggja öllum þessum úrtölum hefur þjóðin svarað likt og Grettir karl- inn forðum: „Eigi skal skuturinn eftir liggja, ef allvel er róið i fyrirrúminu”. Er ekki óþarfi aö minna á það, hversu oft forsætisráðherrann og þeir aðrir i fyrirrúminu hafa beinlinis kveinkað sér undan þvi hversu fast er i skutnum róið. Dæmi um slikt eru mörg, þvi mið- ur. Til að mynda athugasemdir innan háðsmerkja um svonefnt almenningsálit, þegar úr öllum áttum hefur drifið að mótmæli gegn samningsgerð frá samtök- um alþýðunnar. Mest held ég iágkúran hafi orðið i viðbrögðum þeirra fyrir- rúmsmanna, þegar suðurnesja- menn, og þar á meðal ýmsir flokksmenn forsætisráðherrans, fylgdu eftir kröfum sinum i land- helgismálinu með þvi að loka samgönguleiðum að herstöðinni á Miðnesheiði og lýsa þannig óbeit sinni á allri hræsninni i sambandi við yfirlýsingar um þá miklu vörn, sem okkur væri að veru i NATO og dvöl herliðsins á Kefla- vikurflugvelli. Forsætisráöherrann kom þá fram i sjónvarpi og leyfði sér að saka þá suðurnesjamenn um þjóðhættulegt athæfi. Þeir væru með þessu að magna upp einhver einræðisöfl, og stofna i hættu sjálfu lýðræðinu. Það mátti þá reyndar ekki á milli sjá, hvort þyngra vó hjá forsætisráðherran- um, takmarkalaus virðing fyrir þeirri heilögu kú, sem heitir NATO ellegar einfeldningslegur þankagangur. Og nú vilja þeir fyrirrúmsmenn enn gera bresku ofbeldismönnun- um tilboð. Utanrikisráðherra komst áðan að orði eitthvað á þá leið, að við ættum að tala við alla, sem við okkur vildu tala. En tala um hvað? Erum við ekki allir sammála um, að það sé enginn þorskur til skiptanna? Er ekki kominn timi til að við tökum af skarið? Hver halda menn að geti orðið afleiðingin af þessum gerð- um rikisstjórnarinnar? Grunur minn er sá, að nú muni enn hefjast svokallaðar frekari at- þingsjá huganir, og á meöan fái bretar næði til að stunda veiðar á miöum okkar, máske fram á vor. Nei viö íslendingar ættum nú að láta lokiö... Nei, við islendingar ættum nú að láta lokið öllum viðræðum við breta um landhelgismálið og búa okkur hins vegar til átaka. Sumir hafa viljað gera litið úr gildi þess að við eflum landhelgisgæsluna, og bætum i hana máske þremur eða fjórum skuttogurum, sem hafa upp i 17 milna gang, eða svona álika og dráttarbátarnir bresku. Þetta gagnar ekkert segja úrtölumenn. A móti hverju sliku skipi munu bretar bara senda nýja freigátu. Slik röksemd er fáránleg, eða dettur nokkrum i hug, að breskum stjórnvöldum myndi haldast það uppi, gagnvart breskum skattgreiðendum, að ég nú ekki tali um með tilliti til álits þeirra i heiminum, mannorðs þeirra, — að senda hingað upp á Islandsmið kannske 4 og 5 frei- gátur til viðbótar þeim, sem hér voru áður, auk allra dráttarbát- anna? Það eru reyndar i sumum til- vikum sömu aðilar, sem eiga bæði dráttarbáta og togara, og breskir skattgreiðendur verða að greiða offjár til þessara manna fyrirað þeirra eigin dráttarbátar verndi veiðiþjófnað þeirra eigin togara. Ætli kæmi ekki fljótlega að þvi, að breskum skattgreiðendum þætti nóg um, ef þetta ætti að halda áfram og færast i aukana? Ætli breskum almenningi færi ekki fljótlega að blöskra svo verð- ið á hverjum þorski, sem veiddur væri við þessar aðstæður, að breskum stjórnvöldum héldist ekki uppi þvilikt háttalag. Raunar telja kunnugir, að hið gamla flotaveldi Jóns Bola sé nú þannig á sig komið, að af og frá sé að Jón Boli sé þess megnugur að auka freigátuútgerð sina á ís- landsmiðum. I Bretlandi komu meira að segja nýlega fram áhyggjur opin- berlega út af þvi, að dvöl frei- gátnanna á íslandsmiðum kynni að valda þvi, að ei yrðu tiltækar freigátur til að fylgja Elisabetu drottningu i opinbera heimsókn til Kanada, sem til stendur á næstunni, og þvi væri bæði heiðri og sóma bresku krúnunnar stefnt i hættu með veru herskipanna hér. Spurningin er bara# hvernig róið veröur í fyrirrúminu Bretar tala að visu digurbarka- lega um það, að þeir muni drepa meiri þorsk, ef við göngum ekki að kröfum þeirra, og þvi miður hafa þessar hótanir þeirra hitt i mark hjá vissum aðilum hér- lendis, samanber t.d. ummæli utanrikisráðherra hér áðan. Ég er hins vegar ekki i nokkr- um vafa um það, að við gætum takmarkað svo afla þeirra, og gert þeim yfirleitt svo erfitt fyrir, að jafnvel þótt þeir gæfust ekki upp af öðrum ástæðum, þá-yrði þeim ókleift að fá sjómenn út á togarana einn vetur enn hér við Island. Þetta skilur islenska þjóðin, þetta skilja þeir, sem i skutnum róa. Spurningin er bara, hvernig róið verður i fyrirrúminu. Eitt er vist, verði þar áfram róið svo slælega sem að undanförnu, þá mun enn magnast sú krafa þjóðarinnar, sem þegar er orðin ærið áberan'di, að i fýrirrúmi setjist nýir menn undir árar. Ég vitnaði i upphafi máls mins i klerkinn á Dvergasteini. For- sætisráðherra okkar hefur si og æ verið að flytja þjóðinni þann boð- skap i þessu striði, að óráðlegt sé að beita þeim vopnum, sem lik- legust væru til að knýja and- stæðing okkar til undanhalds. Ekki sýna taugaveiklun, sagði ráðherrann hér áðan. Það sem hann meinti var þetta: Jónas Árnason Það má ekki raska ró þess her- veldis, sem hefur fengið hér itök undir þvi yfirskini, að verið sé að vernda okkur islendinga gegn of- riki. Það má ekki ónáða NATO- liðið á Miðnesheiði þótt NATO- herskip ösli fram og aftur um fiskimið okkar til verndar þeim, sem eru að ræna frá okkur lifs- björginni. Það má ekki svo mikið sem láta i það skina, að við kunn- um að segja skilið við þetta hernaðarbandalag, þótt annað voldugasta rikið innan þess, höggvi hvað eftir annað að rótum sjálfrar tilveru þjóðarinnar, sem byggir okkar hrjóstruga land. Það má ekki einu sinni slita stjórnmálasambandi við þau stjórnvöld i Bretlandi, sem belgja sig út af freigátuhroka, þegar við hyggjumst vernda lifshagsmuni okkar fyrir erlendri rányrkju. Um fram allt verður áfram að halda góðu sambandi við bresk stjórnvöld, segir forsætisráð- herrann, jafnvel meðan ráns- menn breska togaraauðvaldsins hafa i hótunum um að gera út af við þorskstofninn á Islandsmið- um, og breska rikisstjórnin lýsir þvi yfir, að hún sé þess albúin að veita þeim herskipavernd til þeirrar iðju. Sýna stillingu, segir forsætis- ráðherra tslands. Við verðum umfram allt að sýna stillingu. Mér er sem ég heyri hann séra Björn á Dvergasteini segja: ,,En sú stilling að standa og telja.” Atvinnumál aldraðra Lagafrumvarp verður samið Á fundi sameinaðs þings i gær svaraði Gunnar Thoroddsen, fé- lagsmálaráðherra fyrirspurn frá Svövu Jakobsdóttur um hvað liöi framkvæmd þingsályktunartil- lögu frá 14. mars 1975 um at- vinnumál aldraðra. Svava Jakobsdóttirminnti á, að ályktun þessi hafi á sinum tima verið flutt af þremur þingmönn- um Alþýðubandalagsins, þeim Eðvarð Sigurðssyni og Helga Seljan auk sin. Með ályktun þess- ari, sem samþykkt var á alþingi i fyrravor, var rikisstjórninni falið að láta undirbúa i samráði við að- ila vinnumarkaðarins frumvarp til laga um atvinnumál aldraðra, sem miðaði að þvi að allir þeir, sem orðnireru 67 ára og eldri eigi kost á atvinnu við sitt Hæfi, að svo miklu leyti sem þrek og vilji er fyrir hendi. Svava minnti á hversu mörg persónuleg og félagsleg vanda- mál oft fylgdu þvi að vera kippt úr starfi um og innan við 70 ára aldur, þótt starfsorkan væri má- ske enn nær óskert. Svava sagöi, aö sér væri ekki kunnugt um að enn hafi nein nefnd verið skipuð til að vinna að frumvarpsgerð i samræmi við þingsályktunina, og þvf væri fyrirspurnin fram borin. Þá benti þingmaðurinn á, að á vegum Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar hafi ýmsar athuganir far- ið fram varöandi atvinnumál aldraðra, og ýmsar gagnlegar upplýsingar komið fram i þvi sambandi, sem styðjast mætti við. Gunnar Thoroddsen, félags- málaráðherra svaraði fyrir- spurninni og sagði m.a.: „Samkvæmt samþykkt borgar- stjórnar Reykjavikur hafði fé- lagsmálaráð falið Jóni Björns- syni sálfræðingi að kanna at- vinnuþörf og atvinnumöguleika Gunnar Thoroddsen aldraðra. Hófst þessi könnun á miðju ári 1974. Ráðuneytið taldi rétt að biða með aðgerðir i þessu máli þar til þessari könnun væri lokið og nið- urstööur lægju fyrir. Nú er þessari könnun lokið og munu niðurstöður og tillögur byggðar á henni verða tilbúnar um næstu mánaðamót. Könnun þessi hefur leitt i ljós að auk vanda þeirra, sem þegar eru hættir störfum vegna aldurs er einnig mikilvægt að koma i veg fyrir of mikið vinnuálag á fólk innan 67 ára aldurs, er stundar vinnu, sem ofbýður breyttri vinnugetu þess á einn eða annan veg. Það virðist þvi vera mikil þörf á fyrirbyggjandi aðgerðum i atvinnumálum aldraðra. A grundvelli þessarar könnun- ar verða settar fram tillögur á sviði almennrar vinnumiðlunar, endurhæfingar og starfsmennt- unar varðandi skipulagningu heimavinnu, og samræmingu að- gerða á þessum sviðum öllum. Svava Jakobsdóttir Ráðuneytið hefur gert ráðstaf- anir til að fá sem gleggstar upp- lýsingar um það hvernig þessi vandamál aldraðra eru leyst á Norðurlöndum. Að fengnum þeim upplýsingum og skýrslu Jóns Björnssonar sál- fræðings mun hafist handa um samningu lagafrumvarps um at- vinnumál aldraðra i samráði við aðila vinnumarkaðarins.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.