Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
Fimmtudagur 5. febrúar 1976. ÞJÓDVILJINN — SIDA 9
ANNAR HLUTI
Hér birtist önnur greinin
um sögu Fjalakattarins en
þær verða þrjár alls en
ekki tvær eins og upphaf-
lega var fyrirhugað. I
hinni síðustu verður f jallað
nánar um aðra hluta húss-
ins en leikhússalinn. I
þessari grein er einkum
sagt frá kvikmyndasýn-
ingum og fundarhöldum
kommúnista þar.
Ariö 1906, þegar fyrsta kvik-
myndahús landsins, var sett á
laggirnar, stóö gamli leikhússal-
urinn i Fjalakettinum þvi til
reiöu. íslendingar voru fljótir aö
gina viö þessari nýjung þvi að að-
eins 11 ár voru þá liöin frá þvi aö
fyrst var fariö að sýna kvikmynd-
ir i heiminum (Paris og Berlin
1895). Frá árinu 1903 höföu reyk-
vikingar af og til haft tækifæri til
aö sjá lifandi myndir i Bárubúö
og Iönó.
Fr. Warburg, stórkaupmaöur I
Kaupmannahöfn, keypti árið 1906
áhöld til kvikmyndasýninga á-
samt litilli rafstöö, sem knúin var
oliuhreyfli. Hann tók sýningar-
salinn i Fjalakettinum á leigu og
hóf daglegar kvikmyndasýning-
ar.
um borð i skipiö, skera niður
hakakrossfánann og hafa hann á
brott með sér. Var nú fáninn fal-
inn, svo lögreglunni tókst ekki að
finna hann. Svo var um þá er
skáru hann niður. Skall þó eitt
sinn hurö nærri hælum, er lög-
reglankom i Bröttugötusalinn, en
félagarnir voru þá i gamla sýn-
ingarklefanum.
Um kvöldið hélt K.F.t opinn
fund i Bröttugötusalnum. Var sá
fundur fyrst og fremst haldinn i
'sambandi viö baráttuna gegn at-
vinnuleysinu, en þó ákveðiö aö
taka baráttuna gegn fasismanum
þar fyrir á sérstakan hátt, sem
hér greinir:
Salurinn var troöfullur, liklega
um 500 manns. Atti Einar
Olgeirsson aö flytja þar ræöu
gegn fasismanum. Aöur en sú
ræða hófst var dyrum lokað, ljós
slökkt um stund og öllum bannaö
að fara út meöan á ræöunni stóð,
þvi vitað var um lögreglunjósn-
ara og hvitliða á fundinum. Einar
lauk ræðunni meö þvi aö sýna
hakakrossfánann, er skorinn
haföi veriö niöur þennan dag,
kasta honum á gólfiö i ræöustóln-
um, trampa á honum og segja aö
eitt sinn myndi verkalýöurinn
troða hakakrossveldið undir fót-
um. — Var siöan ljósið slökkt,
fáninn látinn hverfa. Siöan voru
dyrnar opnaðar og njósnararnir
skunduðu út.
FJALA-
KÖTTURINN
Biósalur Fjalakattarins aö vestan. Gengiö var inn frá Bröttugötu I neöridyrunum. Útgangurinn séstnærá
myndinni. (Ljósm.: Ari)
Inni isalnum. Enn sjást gamlar skreytingar i loftiog yfir dyrum. (Ljósm.: Ari)
Hér sjást tveir menn uppi I mastri Diönu I Reykjavlkurhöfn 19. sept. 1933 og eru búnir aö festa upp rifinn
hakakrossfánann á ný, eftir aö kommúnistarnir rifu hann niöur. Lögreglan stendur vörö fyrir neöan og
a.m.k. tveir menn á skipinu heilsa aö nasistasiö. (Ljósm.: Skafti Guöjónsson)
Þegar kröfuganga skyldi hefj-
ast á eftir til að flytja borgar-
stjóra kröfur atvinnuleysingja,
var lögregla og hvxtlið allfjöl-
mennt i Bröttugötu. Urðu nokkur
átök, en ekki tókst lögreglu að
finna hakakrossfánann.”
Sólveig Hjörvar minnist þess að
sunnudag einn vorið 1933 var
samkoma i Bröttugötusalnum og
komu þá nasistar og negldu aftur
hurðina. Hófu þeir siðan umsátur
um húsið, rændu ávöxtum og
laukum úr baklóöinni hjá Silla og
Valda og grýttu það. Þennan
sam'a dag var Gunnar, bróöir
hennar, fermdur og Tryggvi
skirður. Kom laukur fljúgandi inn
um gluggann þegar veislan stóð
sem hæst.
Til dæmis um samkomur
kommúnista i Bröttugötusalnum
er kvöldskemmtum 1. mai 1933.
Skemmtiskráin var svona:
1. Tvöfaldur kvartett syngur
„Internationale".
2. Ræöa: Aki Jakobsson.
3. Leikhópar verkamanna sýna
smáleik.
4. Kariakór verkamanna syngur.
5. Dýrleif Arnadóttir: Erindi.
6. Ungherjar ASV leika.
7. Upplestur: Magnús Arnason.
8. Spilaö á sög: Rússnesk þjóö-
lög.
9. Tvöfaldur kvartett syngur.
Af alvarlegra tagi er samúðar-
fundur með þýska verkalýösleið-
toganum Thálmann og spánska
verkalýðnum sem haldinn var 29.
okt. 1934.
Frásögn Verkalýðsblaðsins af
honum er á þessa leið:
„Hundruðum saman streymdu
verkamenn, verkakonur,
menntamenn og aðrir niöur i
Bröttugötusalinn, sem varð fullur
á skammri stundu, svo fleiri
komust ekki inn.
Fundurinn fór ágætlega fram.
Karlakór verkamanna hóf fund-
inn með „Internationale”. Siðan
flutti Brynjólfur Bjarnason ræðu
um spönsku uppreisnina, en á eft-
ir söng karlakórinn sorgarmars-
inn. Þá las Jóhannes úr Kötlum
upp kvæði um ,,fanga fasism-
ans”, en Kristinn Andrésson flutti
ræðu um baráttuna fyrir frelsi
Thalmanns og allra andstæðinga
fasismans.
Samþykkt voru harðorð mót-
mæli gegn verkalýðsmorðunum á
Spáni og ákveðiö að senda þau i
simskeyti til Lerroux-stjórnar-
innar. Ennfremur var samþykkt
að senda skeyti til Berlin með
kröfu um frelsi fyrir Thálmann og
alla andstæðinga fasismans.
Safnað var inn fyrir skeytakostn-
aðinum á fundinum.
Fundinum lauk með allsherjar-
söng „Internationalsins”.”
Eftir að kommúnistarnir fóru
úr gamla leikhússalnum i Fjala-
kettinum var hætt að nota hann til
samkomuhalds. Lengi var tré-
smiðja tilhúsa þar og siðan vöru-
geymsla.
—GFr
Bióið nefndist Reykjavikur Bio-
graftheater.Þetta var fljótt stytt
af almenningi og einfaldlega kall-
að Bio. Þaðan er runnið orðtakið
,,að fara i bió”. Ariö 1912 fékk
Reykjavikur Biograftheater
samkeppni. Þá var stofnaö kvik-
myndahús, sem var til húsa I Hót-
el íslandi á næstu grösum. Það
var nefnt Nýja bió. Fór þá al-
menningur að kalla bióið i Bröttu-
götu (Fjalakettinum) Gamla bió
og hefur það nafn haldist siðan.
Frá upphafi starfaöi við bióið og
stjórnaði þvi lengst af danskur
maður að nafni P. Petersen sem i
daglegu tali var kallaður Bió-Pet-
ersen. Hann skrifaði grein i tilefni
af 40 ára afmæli Gamla biós árið
1946 og segir þar m.a.:
. Sýningarklefinn var að stærö 1
fermetri, klæddur gips-plötum að
innan vegna eldhættu. Vélin, sem
notuð var fyrstu árin, var hand-
knúin. I þessum klefa stóð ég og
sýndi i mörg ár — hvert kvöld og 4
stundir á sunnudögum. Mikinn
hita lagði af vélinni, og loftræst-
ing næsta engin, svo að ekki var
óalgengt, að hitinn yrði þarna um
40 stig.
Margir kunnir reykvikingar
voru frá byrjun fastir gestir, og
sumir þeirra sátu alltaf i ákveön-
um sætum, t.d. Th. Thorsteinsson
kaupmaður, sem sat alltaf á aft-
asta bekk, næst sýningarklefan-
um, Klemens Jónsson landritari,
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri,
Lúðvik Hafliöason kaupmaður
o.fl. Attu þessir menn það sam-
eiginlegt við fjölda annarra, aö
þeirhöfðu strax frá byrjun áhuga
fyrir þessari nýju tegund dægra-
styttingar, sem siðan hefur þró-
ast og nú er orðin sjálfstæð list-
grein. En svo voru aftur aðrir,
sem litu þetta öðrum augum. Það
var venja, að daginn áöur en
skipta átti um myndir, voru limd-
ir yfir auglýsingaspjöldin miðar,
sem á var letrað: ,,1 siðasta
sinn”. Og kom það oft fyrir, að ég
heyrði fólk, sem stóð við þessi
auglýsingaspjöld, segja:
„Auðvitað gat þetta ekki gengiö
til lengdar”,
eða
„loksins hættir þetta helvíti”.
Aðsókn að kvikmyndasýning-
um hefur þó stöðugt aukist, og
Einar Olgeirsson sýndi haka-
krossfánann, kastaði honum á
gólfið og trampaði á honum.
voru fyrir, voru allir háir og
sterkvaxnir karlmenn. Man ég
sérstaklega eftir togaraeiganda
nokkrum. Hann stakk nefinu rétt
inn um dyrnar og horfði á mynd-
ina augnablik. Þegar hann kom
út buðum við honum Hoffmanns-
dropa, en hann sagðist eigi þurfa
þeirra með. I sömu andránni leiö
yfir hann og datt hann niður
tröppurnar niður i forstofuna, en
sakaöi þó ekki. Kvöldið eftir fór
alveg eins fyrir ungum manni, er
starfaði i stjórnarráðinu”.
Kvikmyndasýningar uröu brátt
með vinsælli skemmtunum reyk-
vikinga og salarkynnin i Bröttu-
götu þóttu fuliþröng fyrir starf-
semina. Bió-Petersen hóf þá að
reisa glæst bióhús i Ingólfsstræti
og sumarið 1927 flutti Gamla bió
úr Fjalakettinum i núverandi
húsakynni sin.
Valgarður Breiðfjörö, eigandi
hússins, dó árið 1905 og tveimur
árum seinna seldi ekkja hans það
Þorvaröi Þorvarðssyni prentara
sem var einn af fyrstu jafnaðar-
mönnum landsins. Arið 1914 var
Fjalakötturinn kominn i eigu Jó-
hanns Jóhannessonar og gaf hann
þaö Minningarsjóði hjónanna Jó-
hannesar Jóhannessonar og
Sigurbjargar Guðnadóttur. Hlut-
verk sjóðsins var mjög göfugt.
Jóhannes úr Kötlum las upp
kvæði um fanga fasismans.
Það var aö reisa eljiheimili en
ekkert slikt var þá til á landinu.
Ekki var samt aðhafst i málinu
fyrr en 1942 en þá var húsiö selt
Silla og Valda og munu elliheimil-
ispeningarnir hafa eyðst i verö-
bólgueldi.
Þegar kvikmyndasýningum
lauk i Fjalakettinum var salurinn
leigður templurum. A þeim tima
fóru stundum fram opinberar ak-
sjónir (uppboð) þar. Borðbúnað-
ur alþingishátiðarinnar var t.d.
boðinn þar upp 1931 af Kristjáni
borgarfógeta. Þá bjó Helgi
Hjörvar i Fjalakettinum. Sólveig
dóttir hans minnist þess frá
bernskuárum sinum að hún hirti
skruddu i salnum sem ekki haföi
gengið út á uppboöi. Þetta reynd-
ist þá vera kvikmyndahandrit
Sommerfelds leikstjóra að Borg-
arætt Gunnars Gunnarssonar frá
þvi að hún var kvikmynduð 1919.
Handritið er enn I eigu Sólveigar
en verður boöiö upp á næsta bóka-
uppboði Klausturhóla. Þá er að
vita hvort ekki verður meiri á-
hugi.
1 janúar 1932 tók Kommúnista-
flokkur fslands gamla leikhúsið
og bióið i Fjalakettinum á leigu
og voru þaö höfuömiðstöðvar
hans þangað til i mai 1935. Salur-
inn var þá yfirleitt kallaður
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri:
Fastur blógestur.
Bröttugötusalurinn. A þessum
árum var starfsemi kommúnista
mikil og stundum margir opin-
berir fundir i viku. Afgreiðsla
Verkalýðsblaðsins var niðri.
Sellu- og stjórnarfundir fóru fram
i litlum afherbergjum uppi eða i
aðalsalnum.
Einn eftirminnilegasti atburð-
urinn i Bröttugötusalnum gerðist
9. nóv. 1933. 1 þann tima börðust
kommúnistar hatrammlega gegn
hakakrossfánanum sem tákni
nasismans. Fyrr um haustið hafði
komið til Reykjavikur þýska fisk-
tökuskipið Diana og að frum-
kvæði kommúnista neituðu hafn-
arverkamenn að vinna undir
blaktandi fána nasismans. Sló i
bardaga milli verkamanna og
lögreglu og tókst kommúnistum
að ná hakakrossfánanum en lög-
reglan náði honum aftur rifnum
og var hann dreginn að húni á ný.
Hinn 9. nóvember tókst kommún-
istum hins vegar að ná haka-
krossfána af fisktökuskipinu Eid-
er frá Hamborg. 1 Rétti 4. hefti
1973 er frásögn af þessum at-
burði. Hún er svona:
„Nokkrum ungum kommúnist-
um undir forustu Hallgrims
Hallgrimssonar, er siðar barðist
á Spáni i Alþjóðaherdeildinni og
reit bók um það, tókst að komast
Þegar upp kom tröppurnar úr anddyrinu var gengiö inn I salinn til hægri.
(Ljósm.: Ari)
FURÐU-
HÚS
FRÁ
LIÐINNI
TÍÐ
sýningar haldnar stöðugt, að und-
anskildum tveim mánuðum 1918,
er spánska veikin geisaði, og
hálfum mánuði áriö 1921, þegar
óttast var að veikin væri að koma
upp aftur.
Ef sýndar væru nú myndir þær,
sem þóttu framúrskarandi góöar
1906, myndu þær liklega eingöngu
kalla fram brosið hjá áhorfend-
um. En þrátt fyrir þaö, hve öll
tækni var léleg um þær mundir,
eru margir, sem enn muna eftir
t.d. myndunum „Vendetta” og
„Nautaat i Barcelona”, sem
sýndar voru er kvikmyndahúsið
varopnað. „Hvita rottan”, frönsk
ein-þátta mynd, var svo áhrifa-
mikil, að meira að segja margir
karlmenn urðu aö þerra tárin úr
augunum að sýningu lokinni.
Ekki má gleyma myndinni „Upp-
skurðir Dr. Doyens”, sem sýnd
var sérstaklega á eftir hinni
venjulegu sýningarskrá, og kost-
aði aðgangur að henni 35 aura.
Á meðan hún var sýnd
leið daglega yfir 40 til 50
manns, og voru þeir „vaktir til
lifs” aftur meö Hoffmannsdrop-
um! Er hún hafði veriö sýnd i
viku, bað Jón Magnússon, bæjar-
fógeti, mig að hætta að sýna
hana, og gerði ég það. Einkenni-
legt var, að þeir sem veikastir
íslenskir náms-
menn í Winnipeg:
Slæleg
frammi-
staöastjórn-
arinnar
vekur furöu
Við undirritaðir námsmenn i
Winnipeg ályktum eftirfarandi:
Landhelgi islendinga er ekki
mál, sem á að útkljá innan
hernaðarbandalagsins NATO.
Rikisstjórn framsóknar og ihalds
hefur ekkert umboð til að gera
svikasamninga við breta á borð
við þá sem hún gerði við vestur-
þjóðverja um veiðiheimildir inn-
an 200 milna fiskveiðilögsögu
islendinga. Við krefjumst 200
milna landhelgi, sem nýtt verður
i þágu islenskrar alþýðu. Enn-
fremur kref jumst við úrsagnar úr
NATO, og að umsvifalaust verði
slitið stjórnmálasambandi við
breta, meðan fiskiskip þeirra
lara rænandi og ruplandi um
islensk fiskimið undir her-
skipavernd „hennar hátignar”.
Slæleg frammistaða islensku
rikisstjórnarinnar i landhelgis-
málinu hefur vakið furðu manna
hér i Vesturheimi, og ekki bætir
úr skák fádæma lélegur frétta-
flutningur islenskra yfirvalda af
þeim atburðum, sem átt hafa sér
stað á miöunum umhverfis ís-
land, en það er einlæg von okkar
að sem fyrst verði bætt úr þvi
ófremdarástandi.
Winnipeg, 20. janúar 1976
Vigfús Geirdal
Emma Eyþórsdóttir
Aslaug Heigadóttir
Ingibjörg Bragadóttir
Baldur Hafstað
Magnús H. Guðjónsson
Karitas ólafsdóttir
Guörún Arnadóttir
Formannafundur
ÍNSI:
Mótmæla
kjara-
skeröingu
A formannafundi Iðnnemasam-
bands tslands sem haldinn var 24.
þm. var mótmælt harðlega þeirri
kjaraskerðingu sem dunið hefur
yfir þjóðina i formi óðaverðbólgu
og verðstöðvunar, sem i raun nær
aðeins til launa en ekki vöru-
verðs.
Fundurinn benti á að meðan
launam'ismunur i landinu væri
einsmikill og raun bæri vitni væri
það með öllu óréttlætanlegt að
láta hina lægstlaunuðu borga
hallarekstur þjóðfélagsins.
Fundurinn hvetur verkalýðs-
hreyfinguna til þess að vera vel á
verði sjái hún framá að viðunandi
lausn náist ekki i komandi kjara-
samningum og gripa þá til harka-
legra aðgerða til þess að ná fram
mannsæmandi launum handa
verkafólki.
Verkalýösfélagið
Jökull:
Gegn und-
anslætti
Á almennum fundi i Verkalýðs-
félaginu Jökli i Hornafirði. sem
haldinn var 29. jan. s.l., var eftir-
farandi ályktun samþykkt ein-
róma:
..Almennur fundur i Verkalýðs-
félaginu Jökli. Hornafirði itrekar
fyrri álvtkanir um að engir samn-
ingar verði gerðir við breta um
veiðar innan 200 milna landhelg-
innar. Fundurinn skorar á þing-
menn Austurlandskjördæmis að
beita sér optnberlega og af alefli
gegn öllum undanslætti i land-
helgismálinu og láta meingallaða
samninga við v-þjóðverja sér að
kenningu verða".