Þjóðviljinn - 08.02.1976, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. íebrúar 1976 ARNI BERGMANN SKRIFAR QfltJuQ [sXajDSDDQO NOKKUR ORÐ UM EIGIN ÚTGÁFU OG HRAÐFRYST LJÓÐ Eigin útgáfa, Samizdat upp á rússnesku, er oröið allstórt orð i heimi bóka. Liklega ber það þvi oftast vitni, að höfundur sé i einhverskonar ónáð. t rit- skoðunarlandi er samizdathöf- undur sá, sem fer út fyrir kurteisan ramma hins leyfða, hetja eða glæpon eftir þvi hvar menn standa i veruleikamatinu. Eigin útgáfa er ekki eins drama- tiskt fyrirbæri á Islandi. Hún getur auðvitað verið úrræði þeirra sem ekki finna náð fyrir augum útgefenda, vegna þess að bækur þeirra passa ekki á mark- aðinn. Og er þá hvorki gott né vont sagt um þær að öðru leyti. En eins getur það verið, að eigin útgáfa sé sá kostur sem höfundur tekuraffúsum viija. Með nútima- framförum i fjölritun getur hann með þessu móti lækkað fram- leiðslukostnað og kannski greitt fyrir göngu bókar sinnar til les- enda með þeim hætti. Kannski vill hann um leið leita að nýjum leiðum i þvi að dreifa bókum.. 50 skáid Eigin útgáfa er margvisleg. Sumir sem hana stunda hafa þegar gefið út nokkrar bækur. Tökum til dæmis Þórarin frá Steintúni.sem hefur áöur gefið út þrjár bækur i anda islenskrar hagmælsku. Nú hefur hann orðið hrifinn af norðurlandaskáldum, Fröding, Karin Boye, Lagerkvist, og mörgum fleiri, alls um fimmtiu manns. I anda hinnar sérstæðu islensku bjartsýni, sem svo miklu ræður um það hvaða bækur verða til, lætur hann ekki þar við sitja, heldur þýðir fjöida kvæða úr þrem frændtungum og gefur út. Áður en lengra er haldið: Þvi miður er alltof mikið um stirðleika og óvissu i þessum þýðingum. Algengt islenskt skáldskaparmál leitar mjög i penna þýðarans, og stundum verða úr þvi lögulegir hlutir, en oftar verður útkoman einhvers- konar sjálfvirkni. Þar að auki verður þýðaranum borið það á brýn, að hann hafi ekki nærri alltaf gert upp huga sinn um það, hvort hann ætlaði að fylgja eftir islenskum bragreglum eða ekki. En allt um það: Ýmislegt er ánægjulegt við svona uppátæki. Dagur þvær bleyjur Pagur Sigurðarson var einn af lifsreyndum höfundum sem stunduðu eigin útgáfu i fyrra. Sú bók hét Frumskógardrottningin fórnar Tarsan. Þar eru margir skemmtilegir sprettir i glanna- legum húmor og imyndunarafl- raunum. Þar eru öfugmæli og orðaleikir og útúrsnúningar úr máli og minnum. Mikinn hluta þessa kvers leggur Dagur stund á þjóðsagnasmið. Aðferð hans er sú að skella saman tveim sviðum — frásagnarhættj og efni úr alþekktum sögum (islensk og alþjóðleg ævintýri, Tarsan ofl) og málfari og staðreyndum úr götu- lifi og pólitik . samtimans. Amer I heitir kaninn á Krim. Hann lætur geldinga sina sem eru óttalega lummó ræna forkunnarfriðri bóndadóttur. f Lesköflum handa byrjendum er svo komið, að Kylfan vildi berja kóttinn Byssustingurinn vildi stinga hundinn Napalmið vildi brenna kellingu Svinið sæmdi það orðum og borðum en svinið er i þessum endaskipta- texta komið i stað fyrir þá ágætu iitlu gulu hænu. Enn eitt dæmi um samanhræring ýmissa sviða gæti verið svona: ,,Við bleyjuþvottinn öðlast maður dýpri og viðari skilning á útþensluþörf kapitals- ins. Maður uppgötvar lögmálið .um útvíkkun og samdrátt auðvaldsraskatsins”. Og svona mætti áfram telja. En þess skal lika getið, að ýmislegt er i þessum þáttum „lokaðra” og einkamálalegra en þeir opinskáir textar sem nú var iitillega vitnað til. Þegar blaðiö er i kveri Dags, og hugsað til þess sem hann hefur áður skrifað, þá verður maður nokkuð hissa á þeim sem að undanförnu hafa talið sig vera að „opna ljóðið” upp á gátt með nokkru steigurlæti, rétt eins og þeir hefðu verið að gera meiri- háttar byltingu upp á eigin spýtur. Mér er spurn: hvað var Dagur kallinn að gera i kvæðum sinum um peningana og út- gerðina og sjómennskuna og sjúkboxið: Eða þá Jón úr Vör ennþá fyrr, i Þorpinu? Salt og bráðlæti En semsagt — það var verið að tala um eigin útgáfu. Og þar er ljóst að mest er hún stunduð af ungum mönnum sem eru að byrja sina siglingu út á ritverkasjóinn. Það er ekki fritt við, að manni finnist þeir margir hverjir full- bráðlátir. Þeir sem áður létu það nægja að prófa skáldskapar- áráttu sina á skólafélögum, i mái- gögnum þeirra, vilja nú nota hina nýju fjölritun til að koma út bók og engar refjar. „Það er best að vera laus við þetta”, sagði einn þeirra eins og hann væri að tala um einhverja óværu. En þaðer nú ekki vist. Margir pappirar batna við að liggja i salti, eins og kunn- ugt er. Það má taka þá upp úr saltinu seinna og skrúbba vand- lega. Birgir Svan Simonarson er hinsvegar einn þeirra sem fara af stað með „eigin útgáfu” án þess að þurfa að biðja nokkurn mann afsökunar á tiltækinu. Bók hans heitir Hraðfryst ljóð. Er nú rétt að nema stundarkorn staðar við hana. Staðreyndir sjávarplássins Best að segja það strax, að ekki hefur Birgir Svan sett upp lopa- vettlinga lýriskrar góðvildar. Hann hamast eftir þrælkuninni og náttúrlega auðvaldsskipulagi eins og það leggur sig. Þessi áhlaup eru misjafnlega skemmti- leg — i stórum dráttum má segja sem svo, að honum láti betur að fara með háðhvörf ýmiskonar heldur en hreina og beina reiði. Beiskja hans getur hljómað sem svo: heimspeki 1. ps et. grundvölluð á rétti cinstaklingsins til að gista liflángt stofu fangeisi vera sinn eigin fangavörður sjálfviljugur þræll i ríki erkienglanna sem spila á mandólln meðan eldar verðbólgunnar fara hús úr húsi. Bestum árangri nær þessi niðurrifsstefna þegar hún er rækilega fléttuð saman við hvers- dagslegar staðreyndir sjávar- plássins. Það má nefnil. einnig lita á þennan bálk sem andóf gegn þvi, að þessar staðreyndir eru yfirleitt ekki á dagskrá í þvi alveldi náttúrudýrðar og sjálfs- tjáningar sem rikir i islenskri ljóðasmið til ills og góðs. (Undan- tekningar eru til eins og t.d. ýmis- legt eftir Dag). Og bálkurinn teflir fram hringormum, hausun, löndunarbið á loðnu, helgar- fyllirii, sjoppurölti, plastpoka- brauði kaupfélagsins, kennara- stofuskrýtlum i löngum bunum, allt i þeim anda sem er öndverður rómantiseringu: sjómannslif, sjómannslif, ástir og ævintýr... Óþreyjan Ekki svo að skilja að áhrifa sé leitað einungis með nógu hraðri upptalningu óskáldlegra stað- reynda. Þssar staðreyndir eru póetiséraðar með návist ýmissa fyrirbæra af öðrum sviðum: fiskurinn er gegnumlýstur i hreinsunareldi flökin englavængir hryggurinn fiðlubogi En algengara er að skyldum ráðum sé beitt i nafni háðsins, Birgir Svan slær saman á likan hátt og Dagur arfi blessaðra bók- menntanna og til að mynda helgarballi i félagsheimilinu: Bakkus konungur hvetur riddara eymdarinnar til bardaga af engu tilefni berjast bræður fara mágkonur i hár saman gráta smápikur prinsinn á hvita hestinum dauðan sleginn i rot löglega afsakaðan... Nú má kannski segja sem svo að neikvæðið i þessari bók sé einhliða ög ungæðislegt og kannski út i hött aðspyrja, eins og Birgir Svan gerir, af hverju hér „örlar aldrei á efa”, af hverju „hér vaknar enginn” þótt merki- leg frelsisstrið séu háð annars- staðár. En herra minn trúr, það er vist margt viturlegra en rausa fyrir aldur fram yfir „byltingar- óþreyju” annarra — sem kemur fram ómenguð i lokatexta bókarinnar: „breytum vinnustað i byltingarskóla”. Það er margt hressilegt við þessa bók — eins og til að mynda i þessum kommfút- úrisku alvörumálum: takið á púlsi skolpröranna berið spegil að vitum dagsins við verðum að vita vissu okkar. AB Bókmen nta veröla u n Norðurlandaráðs Það hefur spurst að i blöðum. einkum norskum, hafi borið á ó ánægju meö veitingu bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs i ár. Mönnum til fróðleiks skal hér vitnað til greinar um verðlaunin eftir annan sænsku dómnefndar- mannanna, Lars-Olof Franzén (Dagens Nyheter 30. jan.). Hann skrifar á þessa leið um ljóð þau sem verðiaunin eru veitt fyrir: Þetta er meiriháttar lýrik, grundvölluð á upplifun náttúr- unnar sem er i senn táknum bundin og raunsæisleg. Kaid- ranaleiki og goðsögn sameina á ísiandi kjör manneskjunnar yfir- bragði og lifi landsins. Ljóð Ólafs Jóhanns geta sýnst mjög per- sónuleg (privat), en það eru þau ekki, ekki babasta það. Þau hafa á valdi sinu tungutak hefðarinn- ar, en mæla einnig á félagslegu máli, sem lætur uppi samstöðu með fátæklegum kjörum, en bein- ist einnig gegn þeim breytingum sem eiga sér stað samkvæmt for- sendum kapitalisma og spillingar umhverfis. Það er enginn vafi á þvi að Ólafur Jóhann er vel að verðlaun- unum kominn. Haldi einhver að dómnefndin hafi látið stjórnast af velvild til lslands eða tekið mið af skiptareglu milli Norðurlanda, þá fer hann villur vegar. Vangavelt- ur dómnefndar eru að sönnu leynilegar. en það má að minnsta kosti segja frá þvi, að bók Ólafs Jóhanns tók strax forystu við fyrstu atkvæðagreiðslu... Þvi er gagnrýnum athugasémdum min- um við verðlaunin ekki beint gegn honum... Lars-Olof talar siðan fyrst um jákvæðar hliðar verðlaunanna, þau auki áhuga á höfundum og fái hóp gagnrýnenda frá öilum Norð- Ólafur Jóhann: bók hans tók for- ystu þegar i fyrstu umferð. urlöndum til að taka afstöðu til og kynna sér bókmenntir sem þeir annars þekktu e.t.v. ekki. En hon- um finnst að verðlaunin sjálf (50 þús. d. kr.) hafi fallið i verði i verðbólgu, miðað við ýmsan til- kostnað. T.d. hafi aðrar 50 þús. kr. farið nú til að þýða mikla skáldsögu eftir finnann Alpo Ruuth, sem enginn veit hvort nokkur muni utan Finnlands sjá, nema dómnefndarmenn. Þá finnst Lars-Olof harla erfitt að þurfa að gera upp á milli mjög ó- likra höfunda, sem ailir séu alls góðs maklegir. Lars-Olof ber i grein sinni fram tvær tillögur til breytinga. önnur væri sú að tvöfalda verðlauna- upphæðina (i 100 þús. danskar krónur) til að auka veg verðlaun- anna og einfalda störf dómnefnd- ar um leið. Hin ér sú að breyta verðlaununum i fimm 20 þúsund króna styrki sem samnorræn dómnefnd úthluti, einum til hvers lands. En hvert land beri fram fimm höfunda hverju sinni. Við þá högun væri sá kostur stærstur, aö menn losnuðu við að þurfa að vega og meta ólikar bók- menntahefðir til einna verðlauna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.