Þjóðviljinn - 08.02.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 1850 milj. króna. 2 1/2 mánuöi siðar tilkynnti rikisstjórnin að liklega yrði samt halli á rikissjóði sem næmi um 1 miljarði króna á árinu I októbermánuði var talið að hallinn gæti orðið meiri. Um 20.desember lýstu forsætis- ráðherra og f jármálaráðherra þvi yfir á Alþingi að halli rikis- sjóðs yrði 3,5—4,0 miljarðar á ár- inu. Hálfum mánuði siðar birti fjár- málaráðuneytið opinbera til- kynningu um að hallinn hefði orðið rúmir 5,0 miljarðar En nú liggur fyrir aö hallinn varð 6,8 miljarðar á árinu. Þetta er nú búskapur i lagi og bókhald sem segir sex. En þessi saga um rekstur rikissjóðs og fjármálayfirsýnina á rikis- heimilinu, er lýsandi dæmi um allt ástandið i efnahagsmálum þjóðarinnar undir stjórn núver- andi rikisstjórnar. Þar veður allt á súðum, þar er allt á niðurleið, þar veit enginn neitt. Stefna rikisstjórnarinnar hefir einkennst af endurteknum gengislækkunum.af vaxtaokri, af lánsfjársstöðvunum til atvinnu- vega, af sifelldum verölags- hækkunum á opinberri þjónustu, af sifclldum og margendurtekn- um skatta-hækkunum i margs- konar formi. Stefnan hefir leitt til sam- dráttar, til minnkandi þjóðar- framleiðslu og aukinna erfiðleika framleiðsluatvinnu- veganna. Milliliðir ýmsir hafa hinsvegar aukið gróða sinn, eink- um þeir, sem alltaf græða á dýr- tið og verðbólgu. öllum má ljóst vera, að núver- andi rikisstjórn stjórnar ekki landinu. Hún lætur allt reka á reiðanum. Hún gerir sér ekki grein fyrir þeim vanda sem við er að fást. Hún hefir þegar glatað allri til- trú. Það er orðin knýjandi nauðsyn að stjórnin viki og að við taki rikisstjórn, sem gjörbreytir um stefnu — rikisstjórn, sem notið getur trausts hinna stóru og sterku samtaka launafólks. LEIKFLOKKUR FRÁ FINNLANDI Leikflokkur frá Brage Dramaten i Hclsingfors sem mun sýna leikritið „Stúlkan” eftir prófessor Valentin Chorell i Félagsheimili Seltjarnar- ness dagana 9., 10. og 12. þessa mánaðar. Leikritið verður fiutt á sænsku. Barnavagn — Barnakerra Vil skipta á nýlegum barnavagni og nýlegri skermkerru. Upplýsingar í síma 86202. 17505 Áskriftarsími Þjóðviljans er 17505. Tekið verður við nýjum áskriftum alla daga í þessari viku til kl. 10 á kvöldin frá mánudegi til föstudags. DJOÐVILJINN SIGURÐUR BLÖNDAL SKRIFAR BÚFÉOG GRÓÐUR Einvigið út af sauðkindinni Um daginn áttust þeir við i sjónvarpi Hákon Bjarnason skógræktarstjóri og Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri og deiidu fast um sauðkind og gróðureyðingu. Þar stóð stað- hæfing á móti staðhæfingu. Þessir tveir ákafa- og dugnaðarmenn hafa sosum hist fyrr i augsýn alþjóðar, og ekki fritt við, að þeir séu að deila af lega dauðum) er tiltölulega nýtt fyrirbæri á þessum hnetti okkar. Það hefur hinsvegar haft ákaflega mikil áhrif á samspii dýrarikis og gróðurrikis. Grasætur af spendýrakyni eru nú orðin gersamlega drottnandi landdýr. Það hafa þau ekki ver- íð i sama mæli fyrir fáeinum þúsundum ára, sem er eins og sekúnda i eilifðinni. Dýrafræð- ingar, sem vel þekkja til sögu villtra dýra hér á jörð, gætu sjálfsagt veitt um þetta fróðleg- gömlum vana, en ekki er þvi að leyna, að Halldór kastaði nú hanskanum af óvenjulegri hvat- visi, sem leiddi til þessa fundar þeirra á sjónvarpsskjánum. Skógræktarmenn og sauðfjárbændur Fyrir þvi er ég að rifja þetta upp, að mér finnst sem hlut- lausir áhorfendur megi ekki skilja það svo, að afstaða hinna tveggja stjóra hvors til annars, sem fram kom i sjónvarpsþætt- inum, sé einkennandi fyrir sam- skipti þeirra sem stunda búfjár- rækt og hinna, sem sinna skóg- rækt i einhverri mynd. Sam- skipti hins óbreytta sauðfjár- bónda og hins óbreytta skógræktarmanns eru sem bet- ur fer batnandi og viða ágæt. Sumir liðdrýgstu og mestu áhugamenn i skógrækt á undan- förnum áratugum hafa einmitt verið bændur, sem hafa haft lifsframfæri sitt af sauðfjár- rækt. 1 sliku samspili er kannski falin einkar heppileg leið til skilnings á eðli beitar og gróðurverndar. Maður sem lifir af beitarbúskap, en stundar gróðurvernd i formi skógræktar sér til hugarhægðar, gengur i mjög hollan skóla i einum þætti vistfræðinnar: Samskiptum beitardýra og gróðurs. Útrýming rándýra Þessar vangaveltur leiða mann ósjálfrátt lengra út fyrir á sjónhring málsins, aftur i sög- una eða kannski enn lengra en eiginleg saga nær. Beitardýr undir verndarvæng manna, varin fyrir rándýrum — af þvi að maðurinn er kostum búinn til að útrýma rándýrum (þótt illa gangi á Islandi að ganga af rebba kallinum endan- ar upplýsingar, sem ekki verður gert i leikmannaþönkum sem þessum. Mesta framigrip i vistkerfi þurrlendisins Sú þróun sem átt hefur sér stað 1 sambandi við mannvist, að hafa sér til framfæris stórar hjarðir spendýra, sem lifa á grasi, er auðvitað eitthvert mesta framigrip i vistkerfið á þurrlendi jarðarinnar sem sagan greinir frá. Fyrir sögulegan tima, meðan enn bjuggu fáar mannskepnur hér á jörð, þakti skógargróður i einhverri mynd ákaflega stóra hluta af þurrlendinu. A.m.k. þar sem nægilegt jarðvatn var fyrir hendi. Skógur sem drottnar einráð- ur, er mikið vistkerfi, sem byggt er upp af ótölulegum þrepum frá ósýnilegum smáverugróðri, fléttum, mos- um, hálfgrösum, grösum, blóm- jurtum og runnum til trjáa, er tróna sem efsta þrepið eða hæð- in i þessu völundarhúsi, sem einhverjir langstærstu og lang- lifustu einstaklingar, sem lifs- anda draga á þessum hnetti. Þetta völundarhús — skógur- inn — hýsti áður fyrr — i upp- haflegri mynd skapara sins — ótölulegan fjölda dýra, sem einnig tengdust i keðju. Allt var þetta lif að vissu leyti i jafn- vægi, sem þó var siður en svo kyrrt, heldur jafnvægi, sem ^vggðist á sifelldri hreyfingu og önn, niðurrifi og uppbyggingu. En heilarsvipur ytra borðsins varðveittist óratimum saman. Öxin og eldurinn Þangað til mannskepan finnur sér hjálparmeðul önnur en hendurnar einar. Skóginum urðu öxin og eldur- inn mestir örlagavaldar. Og i kjölfarið hin mikla samsöfnun grasbita, sem maðurinn safnaði i kringum sig á sama tima og hann útrýmir rándýrunum af hamslausri grimmd. Rándýrin voru auðvitað fyrst og fremst dýr skógarins. Eyöing skóganna svipti þau að nokkru þeirri vernd er þau gátu notið. Hið mikla framigrip gaf hnettinum nýja ásýnd. Eyðing skóganna gjörbreytti vatns- búskap jarðvegsins og þetta varð samfara þvi, að búsmala var ætlaður stærri skammtur en grasrikið gat borið. Þetta leiddi til allsherjar gróðureyðingar á stórum svæðum. Þetta er sama sagan i fjöl- mörgum löndum, sem nú eru gersamlega óþekkjanleg frá þvi i árdaga. Þetta er lika sagan frá ís- landi. Maðurinn hefur auðvitað aldrei kunnað sér hóf, hvorki hér né annarsstaðar. Hann var þess ekki umkominn að endur- smiða vistkerfi, sem fengi stað- ist i stað hins sem hann hafði rifið niður. Fyrr en á allra sið- ustu timum með aukinni þekk- ingu og nýjum hjálpartækjum. Nú er hugsanlegt að hann geti það. Að visu ákaflega einfalt vistkerfi, sem likist þvi sem hann hefur gert i akuryrkju i nokkur þúsund ár. Hrísgrjóna- rækt Austurlanda er dæmi þess, að slik manngerð kerfi geta staðist, ef þau eru nógu einföld. Beitarbúskapur getur staðist með hófstillingu Það má hugsa sér beitar- búskap sem eitt slikt manngert vistkerfi. Enginn vafi er á, að það getur staðist ef hófstillingu er beitt. Slikt búskaparkerfi á lika eitt sameiginlegt með hris- grjónaræktinni i Kina: Það er mjög arðbært, mælt i hita- einingum. Vafalitið skilar það fleiri hitaeiningum en það tekur við. Það gerir hinsvegar ekki nútima ræktunarbúskapur, sem notar jarðoliuknúnar vélar og tilbúinn áburð. A honum er bull- andi hitaeiningatap. Hann verð- ur i slæmri aðstöðu þegar búið er að dæla upp allri oliunni. Aftur að spendýrabeitinni. Hófstillingin felst i þvi að beitarálagið veröi aldrei meira en svo, að graslandið haldi getu sinni til að binda svo margar hitaeiningar, sem skilyrðin á hverjum stað leyfa. Nú á dögum deila menn i rauninni um það, hvar rauða strikið liggi: Mörkin milli höfuðstóla og vaxta gróðurs- ins. Gallinn er sá, að þessi mörk leyna dálitið á sér, þvi aö afleiö- ingar ofurþunga beitar koma fyrst fram i stærð rótarkerfis piantnanna, sem falið er i jörðu niðri. Rýrnun rótarkerfisins leiðir. svo smátt og smátt til minnkandi uppskeru og minni getu gróðursins til þess að binda jarðveg og vernda hann fyrir rofi vatns og vinda. Ofurþungi beitar kemur á stað keðjuverkun, sem endar með þvi að á eftir gróðurrýrnun og eyðingu gróðurs fylgir eyðing jarðvegs. Mælanlegar stærðir Nú á timum hafa rannsóknir leitt i ljós, hve hart má beita land, svo að það haldi fullri framleiðslugetu á jurtum til dýrafóðurs. Það á ekki að þurfa að deila um það, þvi þetta er mælanlegt. Og það er einmitt verið að mæla afköst gróður-' lendisins um allt land þessi sið- ustu ár. En niðurstöðurnar geta verið óþægilegar fyrir menn hingað og þangað um landið. Alveg á sama hátt og niðurstööur fiski- fræðinga um afkastagetu rýrðra fiskistofna eru að sjálfsögðu óþægilegar fyrir menn hingað þangað um landið i bili. Höfuðatriðið er að stjórnmálamenn og forystu- menn atvinnugreina skilji vand- ann. Ef svo er, þá má mikið laga það sem farið hefur úr skorðum. Mér sýnist margir fiskimenn skilja sinn vanda og ég veit að margir bændur skilja sinn, ekki sist þeir sem best kunna að um- gangast skepnur sinar og sjá fyrir þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.