Þjóðviljinn - 08.02.1976, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur S. febrúar 1!I7(Í
Sunnudagur S. febrúar 1976 i'JoDVILJlNN — SIÐA 13
Rætt við
Hildigunni
Ólafsdóttur
afbrotafræðing
um
fangelsismál
,,Það á aö hætta þessum eltingarleik við smáþjóf-
ana og snúa sér frekar aö þeim stóru með ,,nútima-
brotin”, eins og t.d. skattsvikunum”, segir Hildi-
gunnur og vill láta kaupmennina gjalda þess sjálfa,
ef freistandi útstillingar þeirra ginna einhvern
staurblankan til þess aö brjótast inn.
þjóðfélaginu beinlinis hættulegir
og tjónið sem þeir valda er ekki
óbætanlegt.
Það læknast
enginn í fangelsi
— En er ekki möguleiki á þvi
að menn „læknist” i fangelsum?
— Það hefur verið reynt
áratugum saman i einhverri
mynd,en þarna stangast á grund-
vallarlögmál. I fangelsi eru menn
neyddir til þess að fara hvað sem
tautar og raular, en forsenda sál-
fræðilegrar og geðlæknislegrar
meðferðar er einhvers konar vilji
hjá sjúklingnum. Læknum hefur
þvi reynst ókleift að ná samvinnu
við menn, sem haldið er föngnum
gegn vilja þeirra.
Fangar þurfa þó tvimælalaust
ákveðna meðferð til þess að falla
ekki i sama farveginn aftur.
Kannski ekki allir.en þó stór hluti
þeirra. Meðferðin verður hins
vegar að vera i formi þjónustu,
sem þeir biðja um sjálfir og
þiggja ekki innilokaðir og bældir i
klefum sinum, heldur sem
ábyrgir og sjálfstæðir einstakl-
ingar, reiðubúnir til þess að
takast á við vandamál upp á egin
spýtur.
Ef við tökum t.d. þennan svo-
kallaða síbrotamannahóp er rétt
að benda á það, að i flestum til-
fellum er þar um að ræða menn,
sem hafa fengið afskaplega litið
frá þjóðfélaginu. Þeir hafa ekki
notið skólagöngu og hafi þeir
byrjað afbrotaferil sinn ungir
hafa þeir snemma misst mörg af
réttindum venjulegs borgara.
Þeir eru ver settir en aðrir og
ættu þess vegna út frá réttlætis-
og jafnréttissjónarmiðum að fá
meiri þjónustu en hinir.
Refsingar eru böl
— Hafa menn engar lausnir
aðrar en fangelsi eða sektir, er
það hið eina sem kemur út úr
öllum þessum rannsóknum?
— Nei, siður en svo. Þetta er
aðeins sá þáttur sem heyrir undir
dómsmálakerfið. Það kerfi þjóð-
félagsins hefur það‘ hlutverk að
útdeila refsingum. Refsingar eru
böl, við skulum ekki gera þær
neitt annað en böl, ekki klæða þær
inn i neina meðferð á borð við
þær sem við höfum aöeins rætt
um.
MYNDIR OG
TEXTI:
GUNNAR
STEINN
Við höfum reynslu af þvi. t.d.
frá Litla Hrauni, að enda þótt sú
stofnun kallist vinnuhæli og
eigi að endurhæfa fanga með þvi
að láta þá vinna, hefur raunin
orðið önnur. Vinna er ekki sama
og meðferð, vinná hefur ekki
stuðlað að neinni endurhæfingu
þannig að orð á borð við ,,vinnu-
heimili” eru til trafala.
Hins vegar þurfa langar
ákveðna heilbrigðis- og félags-
málaþjónustu, en |fún á alls ekki
áð koma frá sama aðilanum og
refs’ar þeim. Hún á ekki að koma
frá dómsmálaráðuneytinu heldur
heilbrigðisráðuneyti eða öðru
sliku. Nútimahugmyndir um
fangameðferð byggjast á þvi að
skýr lina sé dregin á milli þessara
tveggja fyrirbæra. refsingar og
meðferðar.
Frá Hollandi hefur komið fram
hugmynd um að gera sakamálin
persónulegri en nú er. Hérlendis
má segja að i grófum dráttum séu
sákamál þau mál, sem rikið
gripur inn i og tekur þátt i. Einka-
mál hins vegar eru þau mál. þar
sem einstaklingur höfðar mál
gegn öðrum einstaklingi.
Hollendingar hafa varpað þeirri
hugmynd fram. að fleiri mál
„Mismunun réttvísinnar eftir þjóð-
félagsstöðu
manna er
alvarlegasta
meinsemdin
íslensk löggæsla, rétt-
vísi, fangelsismál, refsi-
vist og afleiðingar hennar
er meðal þess, sem
mönnum verður tíðrætt um
í einn eða tvo mánuði á
nokkurra ára fresti. Þá er
f jallað um allt ástandið og
hallærisfyrirkomulagið af
djúpum skilningi og óbil-
andi mannúð án þess þó að
í kjölfarið komi verulegar
breytingar nema e.t.v. í
einstökum undan-
tekningartilfellum.
Sumum kann vafalaust
að finnast lítið til um
frekari umræður og skrif í
sambandi við réttvisi og
fangelsismál. Margir telja
sig hafa nú þegar næga
innsýn í það hve víða
pottur er brotinn og bíða
þess eins með þolinmæði
að tyrr eða siðar grípi dug-
mikill dómsmálaráðherra í
taumana og boði breyting-
ar.
,,Hámark bjartsýninnar
það", segja aðrir og eru
þeirrar skoðunar að aðeins
kröftug umræða geti
hnikað kerfinu inná rétta
braut. Yfirvöld geti ekki
endalaust daufheyrst við
umbótakröf um ef járnið er
hamrað i sífellu.
I eftirfarandi spjalli við
Hildigunni ólafsdóttur af-
brotafræðing er þó ekki
leitast við að fá fram
hvassa gagnrýni á fyrir-
komuiagið her heima. Rætt
er vítt og breitt um fang-
elsismál, afleiðingar refsi-
vistar, dægrastyttingu
fanga, islenskt réttarkerfi
og hvað hugsanlega mætti
betur fara.
Hildigunnur lauk námi
sinu i afbrotafræði i Osló
árið 1971. Siðan hún kom
heim hefur hún unnið að
margvíslegum athugunum
sem tilheyra hennar sér-
menntun, auk þess sem
hún hefur starfað hjá
Félagsmá lastof nun
Reykjavíkur og víðar. Hún
kennir nú við Háskóla
islands.
— Eru viðhorf manna til fang-
elsa eitthvað að breytast?
— Já, vissulega. Það er komin
mikil reynsla á þetta fyrirbæri,
fangelsið. Þvi hefur verið beitt
siðan á 17. öld, og þessi aldalanga
notkun fangelsa hefur gefið tæki-
færi til þess að kanna áhrif þeirra
gaumgæfilega. Niðurstaðan úr
öllum könnunum hefur verið
svipuð, það hefur komið skýrt i
ljós að fangelsin gefa slæma
raun. en þó gengur treglega að
gera bragarbót á.
Það hefur verið reynt að opna
fangelsin meira. Hið hefðbundna
form þess er algjörlega lokuð
stofnun. Daglegt lif mótast af
vinnu, svefni og matmálstimum.
Menn eru á sama stað allan sólar-
hringinn og þar myndast alveg
sérstakur menningarkimi.
Umræðuefnið verður gjarnan
það sem mönnum er sameiginlegt
og þá helst að sjálfsögðu afbrot.
Menn festast i þeim farvegi sem
þeir voru i er þeir voru settir i
fangelsi og þó svo að reynt hafi
verið að opna stofnanirnar aðeins
meira hefur það ekki breytt
miklu. Hálfopin fangelsi hafa
verið reynd. Þá vinna fangarnir
saman einhversstaðar utan sjálfs
fangelsisins. Á Norðurlöndunum
hafa föngum verið gefin bæjar-
leyfi úr sumum fangelsanna. Þeir
fá þá að heimsækja fjölskyldur
sinar um helgar eða ó öðrum
timum eftir samkomuiagi, og
þannig er reynt að viðhalda hæfi-
leikum þeirra til þess að lifa eðli-
iegu fjölskyldulifi.
Þessar tilraunir miðast allar að
þvi að rjúfa einangrunina sem er
óhjákvæmileg þegar refsivist er
afplánuð. 1 kjölfar langrar inni-
setu hafa menn misst hæfileikann
til þess að glima við örvandi
verkefni og þeim veitist oft afar
erfitt að snúa aftur til venjulegs
lifs.
— Getur Litla Hraun kallast
„hálfopið” fangelsi?
— Nei, ekki i núverandi mynd.
Það var meira um það áður að
fangar færu i fiskvinnu niður á
Eyrarbakka,en Litla Hraun er að
likjast erlendum fangelsum æ
meira, verða ópersónulegt og
lokað.
— En finnst þér það vera
„vinnuheimili” i raun?
— Ég veit ekki hve langt hægt
er að teygja það hugtak. Vinna
þar er nokkuð árstiðabundin, þaö
gengur illa að fá verkefni fyrir
fangana og þess vegna er ekki um
að ræða fasta og reglubundna
vinnu. Þetta er ekkert einsdæmi
hérlendis, tilraunir til þess að láta
fanga vinna eða þá að útvega
þeim verkefni hafa gengið illa i
gegnum árin.
Fangar taka þvi lika misjafn-
lega að vera látnir vinna. Hér
heima biðja þeir um eins mikla
vinnu og kostur er á, en viða
erlendis t.d. i Sviþjóð er þetta
hreinasta eitur i augum þeirra.
Launin sem greidd eru fyrir
fangavinnu eru enda ekki há, en
fyrir suma er afþreyingin þó ekki
minna virði en peningar.
— Hvernig eyða íslenskir refsi-
fangar deginum.
— Á Litla Hrauni eru þeir
frekar frjálsir innan hælisins.
Fangar horfa á sjónvarp saman
og umgangast hver annan i
fritimum. Fyrir utan sjónvarpið
er afskaplega litið um að vera til
dægrastyttingar, raunar ekki
neitt. En menn eru yfirleitt ekki
lokaðir inni i klefum sinum nema
um agabrot eða annað þess háttar
sé að ræða.
Skilorðsdómarnir voru
róttæk breyting
— Hafa engar breytingar orðið
á fangelsisdómum?
— Jú, það hafa orðið ákveðnar
breytingar sem miða að þvi að
draga aðeins úr tiðni þeirra, en þó
vantar mikið upp á að einhver
veruleg stefnubreyting hafi átt
sér stað. Á sinum tima þótti það
mikil bylting þegar fangelsis-
dómar voru gerðir skilorðs-
bundnir. Upp úr þvi fór að bera
meira á tilhneigingum i þá átt að
fækka fangelsisdómum, t.d. með
þvi að heimila fresturi ákæru eða
dóms.
Ég held að allir geri sér grein
fyrir þvi, að fangelsi eru skað-
vænleg, þau séu neyðarúrræði.
Embættismenn vita þetta lika, en
spurningin er um það, hvað eigi
að koma i staðinn. Sektir hafa
orðið snarari þáttur i refsingum
en áður. Nú fara peningar i
gegnum hendur allra borgara að
meira eða minna leyti og fáir
menn eru það illa á vegi staddir
að réttvisin geti ekki tekið af
þeim aura fyrir sektum fyrr eða
siðar.
Fangelsin urðu hins vegar til á
þeim tima, þegar menn áttu
bókstaflega ekki neitt nema
sjálfa sig og sina ásamt kannski
einhverjum fatagörmum. Af
þeim var ekki hægt að taka neitt
nema timann, og þess vegna urðu
fangeisin til. Forsendurnar fyrir
fangelsum hafa breyst, nú vilja
margir nota sektir og réttinda-
sviptingar i auknum máli.
Á Islandi og liklega.á Norður-
löndum hefur komið i ljós að
ákveðinn hópur manna, sem oft
nefnast sibrotamenn, er sá hópur,
• sem fyllir fangelsin i æ rikara
mæli. Afbrot þeirra eru ekki stór-
vægileg i flestum tilfellum, en
mönnum þykir þetta vera ein-
hvers konar plága. Sibrotamenn-
irnir trufla hið venjulega lif,
fremja auðgunarbrot, þjófnaði,
innbrot, tékkafalsanir, o.fl.þ.h.
Þeir valda þvi ekki beinlinis
tiltakanlegu tjóni, heldur trufla
þeir hið hefðbundna lif þjóð-
félagsins. Þessi hópur fær alltaf
sina sömu refsingu, fer eiginlega
inn og út um gluggann ef svo má
segja.
Menn greinir á um hvað eigi að
gera við þennan hóp. Sumum
finnst ógnvænlegt að losa hann úr
fangelsunum en aðrir telja að það
sé gerlegt og raunar. sjálfsagt.
Mennirnir geta ekki talist
Baðherbergið er flisalagt frá gólfi til lofts.
Klefi númer tvö er eins manns klefi, en sumir eru ailt upp i fjögurra
manna. Ljósakrónan er listilega útskorin mjólkurferna eins og sjá má.
verði gerð að einkamálum, leiða
saman afbrotamanninn og þol-
andann og reyna þannig að láta
afbrotamanninn bæta þol-
andanum tjónið persónulega.
Með þessu er óneitanlega verið að
hverfa að vissu leyti til eldri
tima, þegar menn gerðu upp sin
deilumál á einn eða annan hátt,
jafnvel án þess að leita þyrfti til
yfirvalda hverju sinni.
— Er til einhver kenning um
hvað valdi afbrotahneigð?
— Það er vitanlega afar mis-
jafnt eftir þvi um hvernig afbrot
er að ræða. „Afbrot” er hugtak
sem felur i sér mjög breytilegt at-
ferli. Þau geta verið jafnóskyld
og t.d. ærumeiðing, innbrot,
tékkafölsun, nauðgun, morð
o.s.frv. Það sem afbrotin eiga
hins vegar sameiginlegt er i
rauninni það eitt, að þau eru
bönnuð með lögum. Orsakir af-
brota eru jafn mismunandi og
fjöldi tegunda þeirra.
Nútímabrot og
hefðbundin brot
Nú á dögum eru sifellt fleiri
afbrotað verða þeirrar tegundar, 1
sem við köllum nútimabrot. Það
má skipta afbrotum i „hefð-
bundin brot” eins og t.d. ofbeldi
eða þjófnaður, og „nútimabrot”
eru t.d. umferðarlagabrot,
skattalagabrot o.s.frv. Þessi brot
eru þjóðfélaginu i rauninni miklu
hættulegri en hin hefðbundnu
brot, valda meira tjóni bæði fjár-
hagslega og eins i sambandi við
dauðsföll og heilsumissi.
Hefðbundnu brotin eru að veru-
iegu leyti framin af unglingum.
Það kemur raunar i ljós i könn-
unum að flestir ef ekki allir ung-
lingar hafa einhvern timann
brotið af sér, t.d. með þvi að stela
úr sjoppu, skemma ljósaperu eða
eitthvað annað þess háttar. —
.Langflestir hætta þessu hins
vegar þegar fram liða stundir, en
eftir sitja þó ávallt einhverjir,
sem verða utanvelta og eiga i
erfiðleikum með að snúa til
venjulegs lifs.
Það verða öllum á skyssur ein-
hvern timann, menn brjóta lög
þjóðfélagsins alltaf öðru hvoru á
einhvern hátt sem betur fer.
Þegar við hættum gjörsamlega
að brjóta lögin hlýtur það að vera
af þvi að lögin eru annað hvort
óvirk og gagnslaus eða þá að við
lifum við svo mikið aðhaldskerfi
að við getum ekki hreyft okkur.
Þá er þjóðfélagið orðið mjög
stöðugt og stift og alls ekki af
þeirri tegund, sem a.m.k. ég tel
æskilega.
— Hvers vegna er fangelsisvist
hættuleg og skaðleg?
— Hættan lýsir sér i þvi fvrst
og fremst að einangrunin er skað-
leg. Þarna myndast karlmanna-
samlél. Slikt samtél. er óeðlilegt.
menn eru á aldrmum átján ára til
fertugs, geta þó verið bæði yngri
og eldri en það. Ekkert er tií þess
að örva þessa samfélagsþegna til
hugarfarsbrevtinga. menn ræða
um afbrot sin fram og aftur og
hafa engin verkefni við að glima
til þess að dreifa huganum. Inni-
lokuninni fylgir lika sá ljóður. að
menn fást ekki við nein eðlileg
verkefni á borð viö þau sem biða
utan fangelsiKÍyranna og þannig
hefur vistin i fangelsum skaðleg
sálfræðileg áhrif.
Greind manna staðnar t.d. ef
engin verkefni eru til að fást við.
Umhverfi i fangelsum er þannig
sljóvgandi. gerir engar kröfur og
slitur menn úr öllum tengslum við
daglegt lif. Þess vegna þurfa
menn svo gjarnan aðlögunar-
tima þegar refsivist lýkur.
Herþjónusta og
áhrif fangelsis
Úr seinni heimsstyrjöldinni
höfum við di-nii um þetta sama
og einnig úr stvrjöldinni i Yiet-
nam. Þegar hermenn komu til
baka úr herþjónustu voru þeir oft
gjörsamiega óhæfir til þess að
Framhald á bls. 22