Þjóðviljinn - 08.02.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
NÝTT BARNALEIKRIT VERÐUR TIL
Á kústskafti
um víða
veröld
Margbreytileikinn
í gær, laugardag, var frum-
sýnt i Iðnó nýtt barnaleikrit,
Kolrassa á kústskaftinu. Þetta
leikrithefur til orðið með öðrum
hætti en venjulegt er: það er
hópvinna nokkurra leikara.
Ekki sist af þeim sökum brugð-
um við okkur á æfingu á Kol-
rössu i vikunni og heyrðum
hljóðið i aðstandendum verksins
á eftir.
Gunnu leiddist
Nú er best að segja frá þvi til
skýringar, að þar hefur leikinn
að Gunna litla situr ein heima
og enginn má vera að þvi að tala
við hana og henni finnst allt
leiðinlegt. t gamalli bók rekst
hún á galdrakerlingu sem Kol-
rassa heitir og kveður hana ó-
vart á vettvang. Kolrassa getur
boðið upp á margskonar til-
dragelsi: riðið á kústi sinum um
allar álfur og alla tima. Þær
Gunna leggja upp i leiðangur og
koma við i Japan og hjá þvi
góða fólk tsambúlum á Nýju-
Gineu og hafa með sér vansæla
tiskudúkku úr sjónvarpinu. Þær
koma einnig við hjá göldróttri
formóður Gunnu sem uppi var á
átjándu öld. Erindi leiksins er i
stuttu máli það, að nota þetta
ævintýraform til að miðla skiln-
ingi á þvi, að margt er i heimin-
um allt öðruvisi en börn nú og
hér eru vön — og þarf ekki að
vera lakara fyrir það. „Ekkert
er asnalegt”, segir Kolrassa.
Umburðarlyndið lifi. Og svo eru
ýmsir aðrir fiskar undir steini.
Hópvinna
Þær Asdis Skúladóttir, Soffia
Jakobsdóttir og Þórunn
Sigurðardóttir hafa búið til text-
ann og annast leikstjórn sjálfar.
Þær hafa fengið Hrönn Stein-
grimsdóttur i lið með sér og fara
þær fjórar með öll hlutverkin i
leiknum. A siðasta sprettinum
kemur til skjalanna Jón
Hjartarson til ráðslags um lag-
færingar og samræmingar og
ýmislegt leikstjórnartæknilegt.
Jón sagöi frá þvi i upphafi
samtalsins að sú hugmynd hefði
orðið til hjá leikhúsráði að búa
til barnasýningu, sem væri með
öðrum hætti en þær viðamiklu
barnasýningar sem algengastar
væru hérlendis, bæði i Iðnó og
annarsstaðar. Væri sýningin
einföld i sviðsgerð og höfðaði til
þess umhverfis sem við lifðum i.
Það væri og haft i huga að sýn-
ingin væri hreyfanleg, hægt
væri að fara með hana i ýmsa
skóla og félagsheimili.
Siðan var þrem leikurum, As-
disi, Soffiu og Þórunni, fengið
það verkefni að búa til slika
sýningu og hafa þær haft um
hana frjálsar hendur og notað
þá aðstöðu sem LR hefur. Þetta
er aðferð sem okkur finnst
nokkuð spennandi. Yngra fólkið
hefur unnið svona að meira eða
minna leyti (Litla leikfélagið
t.d.) og að nokkru leyti er
Saumastofan svona til orðin þótt
einn sé að henni höfundurinn.
En þetta er semsagt hópvinna i
einna hreinræktuðustu mynd.
Ekki svo að skilja að við ætlum
okkur að setja islenskum leik-
ritahöfundum stól fyrir dyr —
það væri einmitt mjög spenn-
andi fyrir höfunda að vinna með
svona hópi...
Upplýsing og
ævintýri
Frásögn leikaranna þriggja,
sem áður voru nefndir er á
þessa leið:
Við settum okkur fyrst ákveð-
in markmið: við ætluöum að
bregða upp nokkru af marg-
breytileik veraldar, sýna börn-
unum út fyrir þeirra sjóndeild-
arhring, ýta undir vilja til að
setja sig inn i aðrar aðstæður en
þau eru vön.
Þessu næst skiptum við með
okkur verkefnum. Við lásum
okkur til um sitt af hverju, um
forna þjóðlifshætti, um lifnaðar-
hætti svonefndra frumstæðra
þjóða, um fjarlæg trúarbrögð.
Um leið tókum við mið af þvi
sem verið er að brydda upp á i
skólum, af nýjungum i samfé-
lagsfræði. En hvað sem þessum
fræðsluþætti liður, sem er eins-
konar bakgrunnur við allt sam-
an, þá er það ljóst, að við verð-
um fyrst og siðast að láta ævin-
týrið lifa. Höfða til imyndunar-
aflsins ekki siður en til vits-
muna. Við förum frjálslega með
tima og rúm, teflum ævintýri
gegn staðreyndum — i þeirri
von að fræðsluþátturinn verði
ekki of þungvægur i heildar-
myndinni.
Við höfum allar unnið með
barnaefni áður á ýmsum vett-
vangi og höfum þvi allgóða hug-
mynd um það hvað það er sem
við vildum. Við höfum lika reynt
að prófa textann eftir þvi sem
hann hefur oröið til með þvi að
lesa hann fyrir börn, m.a. á
barnaheimilum. Sú sambands-
leit hefur gengið vel.
Nú kom það á daginn að við
vorum of örlátar við að skrifa
fyrir okkur hlutverk, þau urðu
fleiri en við þrjár gætum ráðið
við og þar kemur Hrönn Stein-
grimsdóttir til liðs við okkur og
leikur i tveim atriðum. Karlar
sjástminna i þessari sýningu en
endranær, en þeir eru undir og
yfir og allt um kring.
Það er mikill þáttur i þessu
verki að sýna margbreytileik
heimsins, ólikar forsendur siða
og skoðana. En þessu getur
fylgt sú hætta að við komum of
viða við, ætlum okkur ekki af.
Það þurfti að velja og hafna.
Hlutverk kynjanna koma all-
mikið við sögu, miklu meira
reyndar en við ætluðum okkur i
upphafi. En i vinnunni sjálfri
kom það á daginn, að þau mál
eins og heimtuðu aö vera með
svo um munaði. Það er svo á-
kaflega margt sem hægt er að
velta upp i sambandi við hegð-
unarfurður heims á grundvelli
hlutverka kynjanna. 1 einu at-
riðinu heimsækja þær Kolrassa
og Gunna tsambúla á Nýju
Gineu. En hjá þeirri ágætu þjóð
er rétt eins og öllu hafi verið við
snúið. Þar veiða konur fisk og
flétta mottur i hús, en karlar
hugsa um börn, matseld og
tensa sig til óspart. Þessi efni-
viður sem gefur tilefni til
margskonar skemmtilegs sam-
anburðar og þverstæðna, er
sóttur til mannfræðingsins
Margaret Mead. Meira að segja
setningar eins og „pabbi hefur
látið mikið á sjá eftir að hann
eignaðist öll þessi börn” eða þá
„karlar geta aldrei þagað yfir
neinu” eru skjalfestar hjá
Margaret Mead.
Það sem er öðrum
heilagt
Annað sem við fórum inn á
eru fjarlæg trúarbrögð og lifs-
viðhorf sem þeim fylgja. Við
tökum dæmi af búddatrú og jap-
önsku heimili eins og þau gerð-
ust til tiltölulega skamms tima.
Studdumst bæði við kvikmyndir
og rit um trúarbrögð. Við gerum
okkur grein fyrir þvi að þarna
er komið inn á viðkvæma hluti,
en okkur þótti rétt að nota þetta
efni til að slá á tilhneigingar til
drembilætis yf ir eigin trú og sið-
um, á skilningsleysi á þvi, að
ýmislegt sem kemur annarlega
fyrir sjónir er öðrum heilagt.
Við látum þær Kolrössu og
Gunnu einnig skreppa aftur i
okkar eigin sögu, til átjándu
aldar með hennar hjátrúarof-
riki og vesæld. Það atriði kem-
ur til vegna þess að Gunna (eins
og margir aðrir) verður svo
yfirþyrmd af samtimanum, að
hún fer að trúa þvi að best hafi
verið að vera til i gamla daga.
— Nú er, (segir blaðamaður)
umburðarlyndi mjög haldið
fram i leiknum, en á hinn bóginn
er i ýmsum tilvikum gefið til
kynna, að ekki séu bara til mis-
munandi „siðir” heldur einnig
„ósiðir”, m.ö.o. rétt hegðun og
röng. Verða ekki árekstrar
þarna á milli?
— Reyndar höfum við velt
þessu mikið fyrir okkur, þótt við
viljum ekki að mikið fari fyrir
slikum vangaveltum i textan-
um. Við verðum að vona, að
hver og einn geri það upp við sig
eftir aðstæðum, hvar hans eigið
umburðarlyndi tekur enda. Það
er allt I lagi að okkar dómi að
ganga ekki of langt i þvi að
svara spurningum um um-
burðarlyndi og „skárri” siðu,
láta áhorfendur taka eitthvaö af
þeim spurningum með sér
heim...
Ýmsir liðsmenn ágætir eru til
þessarar sýningar kvaddir.
Jakob Magnússon hefur gert
tónlist og effekta. Steinþór
Sigurðsson hefur unniö fimm
sviðsmyndir i samvinnu við
hugdettur krakka hér og þar um
bæinn.
Leikritið verður fyrst um sinn
sýnt á eftirmiðdögum um helg-
ar og vonir standa til þess að
farið verði með það á stjá um
næsta nágrenni að minnsta
kosti. Kústinn höfum við....
A.B. skráöi.
Kolrassa (Þórunn Sigurðardóttir) kemur eins og kölluð til Gunnu (Asdis Skúladóttir), sem hefur engan
til að tala við: Já, éger úr þessari gömlu bók.
Kolrassa (Þórunn Sigurðardottir) galdrar auglýsingastúlkuna
(Soffia Jakobsdóltir) út úr sjónvarpinu.
Höfundar, leikstjórar og leíkarar í sömu persónum