Þjóðviljinn - 08.02.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Blaðsíða 10
10. StÐA — Þ.JÓÐVILJINN Sunnudagur 8. febrúar 1976 NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Sýning í Norræna húsinu Elías B. Ha I Idórsson Fyrst skal geta þess að sýning sú sem hér er til umræöu, hún kemur frá Sauðárkróki. Þvi ber auðvitað að fagna þegar lista- menn ..dreifbýlisins” stiga á stokk i hringiðu menningarinnar, þó án þess að framtak þeirra sé lagt á mælikvarða jafnvægis i byggð landsins, enda andstætt gagnrýniviðhorfum aðsnapa eftir slikum viðmiðunum. Hitt er svo sjálfsagt að fjallað verði um sýn- inguna sem tilefni er til. Einhverra hluta vegna hefur mér láðst að minnast á áberandi þátt i islenskri myndlist og nefn- ist hugmyndafátækt. Til þess að Agústi Petersen og Jóhanni Bri- em), og holskefla Abstraktsins reið yfir landið, þá hefur hrein- gerningin orðið slik að myndmál- ið er að heita dautt á islenskum striga. Sú skoðun skaut rótum að mynd ætti ekki að segja sögu, mynd skal vera mynd, ekkert annað. Það þarf náttúrulega vart að taka það fram að dýrkun ein- faldleiksins hafði að mörgu leyti mjög heillavænleg áhrif, ýmsum óæskilegum aukaatriðum var rutt burt og má þar nefna vandræða- leg tákn og raunsæislega smá- muni, en neikvæð áhrif stefnunn- ar eru þau hversu auðvelt er ó- Svstir Lúmba skýra hugtak þetta, þá er vitur- legast að grennslast fyrir um uppruna þess i myndlist lands- manna. Hugmyndafátækt er sú vofa sem vafrar um i meginþorra þeirrar framleiðslu sem sýnd er á opinberum vettvangi, birtist i si- endurteknum myndum þar sem frávikin eru bundin persónulegu handbragði, — og virðist ekkert ætla að leggjast til hvildar. Sýn- ing Eliasar B. Halldórssonar verður ekki gagnrýnd nema þetta mikilvæga atriði fái sina með- ferö. Eftir að Expressionisminn félL að fótum fram íhjá öllum nema ráðvöndum mönnum að skýla sér og fákunnáttu sinni með ódýrum tæknibrögöum. Til þess að leiö- rétta misskilning, þá vil ég geta þess að Abstraktlistin er mér að mörgu leyti kær og ég get kinn- roðalaust viðurkennt dálæti mitt á ýmsum frábærum verkum i anda hennar. En hinu er ekki að leyna að ég tel þessa liststefnu til- 'heyra liðinni tíð og eiga litið er- indi við samtimann. Abstraktlist- in var nauðsynlegt listafl á timum ringulreiðar og óvissu og striða. En svo haldið sé áfram að reifa umrætt hugtak, þ.e. hugmynda- fátæktina, þá er það aldeilis stór- Hvítaskriöa furðulegt samt sem áður að figúrativir myndlistarmenn skuli ekki geta séð sér út viðfangsefni i umhverfinu, jafn fjölbreytt og það er að viðbættu tækniundrinu, menguninni o.fl. Það ástand sem nú varir hjá fyrrnefndum lista- mönnum flokkast til tómhyggju og afstöðuleysis. í annan stað eru lausnir myndlistarmannanna dedú við innhverfuna, jafnvel dulrænuna: Súrrealiskar útfærsl- ur úr eintómum leiðindum. 1 þriðja lagi er listin orðin átaka- laust formdútl þar sem figúran er bara fylling á myndfletinum, ekki neitt i sjálfu sér og sálar- laus! Eins og flestir islenskir mynd- listarmenn þá fellur Elias B. Halldórsson að þessari upptaln- ingu eins og flis við rass og er að þvi leytinu veikur fyrir, en þar fyrir utan er hann alls góðs mak- legur. Verk hans eru vel og vand- virknislega unnin, og þótt litaval hans sé einhæft, þá vinnur hann vel i þeirri takmörkun. Myndlist Eliasar má i stórum dráttum skipta i þrjár heildir: oliumál- verk sem flest eru Abstrakt, þau vöktu ekki athygli mina sem slá- andi lausnir, frekar ómarkvissar. (Helst kemur Abstraktið að gagni þegar það er notað með öðru, t.d. i landslagi, og má þar nefna verk númer 34). 1 öðru lagi eru það pastelmyndir sem setja svip á sýninguna, þar sem trúnaður við landið fylgist að með góðri mynd- byggingu og sannfærandi litum. Þriðja heildin hefur að geyma tréristur, sem listamaðurinn hef- ur dágott vald á, still hans er per- sónulegur og tilbrigðarikur i skurðtækni, — hér er þó nokkurs að sakna sem er áferðin i viðnum og gerir aðferðina frábrugðna dúkskurðinum. DÓMARASTÖRF Fyrir rúmri viku lagði ég eyrun við umræöuþætti i útvarpinu þar sem valdir spekingar veltu vöng- um yfir gagnrýni, nánar tiltekið kostum og göllum leikhúsgagn- rýni. Þeir urðu sammála um eitt (hér ritað eftir minni): Æskilegt er að gagnrýnandinn fylgist með þróun ieiksýningar stig af stigi og kunni skil á þeim þáttum sam- starfsins sem leiða til endanlegr- ar uppfærslu. Þetta fannst mér vera stór- merkileg niðurstaða, hún virðist einnig eiga margt sameiginlegt með hugmyndum manna úr öðr- um listgreinum sem skýra frammistöðu listamanns með þvi að vitna til erfiðra aðstæðna: þröngs fjárhags, vanheilsu, fjöl- skyldustærðar o.þ.h. Ég leyfi mér að lýsa því yfir að þetta kemur listinni ekkert við. Endanleg gerð listaverks hlýtur að standa og falla af sjálfu sér, skoðandann varðar ekki hætis hót um það hvort listamaðurinn er bundinn við hjólastól, hvort hann er átján barna faðir i álfheimum, eða hvort hann er eituræta, kannski moröingi. Dómurinn fellur á verkið, ekki höfund þess. Auðvit- að hefur gagnrýnandinn samúö með listamanninum ef þannig stendur á, en það er annar hand- leggur. Þessi ruglkenndi skiln- ingur á eöli gagnrýni er ansi út- breiddur, ekki aðeins meðal iista- mannanna sjálfra, heldur lfka meðal áhugamanna um listir, hann hefur orsakað mikil leiðindi og sálarbólgur. Ef gagnrýnandi vinnur samkvæmt sjálfsögðum grundvallaratriðum, með heiðar- leik að leiðarljósi, þá er engin á- stæða fyrirþolanda gagnrýninnar að taka það sem persónulegt spjótslag ef hún samrýmist ekki skoðunum hans sjálfs. 1 samfé- lagi vináttu og kunningsskapar þar sem smáatriðin veröa stór úr engu, þá er ætið einhver hætta á málamiðlun, þ.e. gagnrýnandinn þvingar sig til að fara mildum höndum og varfærnum um við- fangsefni sitt (og vissulega getur verið ástæða til þess). En ég held það hljóti að liggja ljóst fyrir að enginn siundar gagnrýni i langan tima ef hann þarf að taka tillit til persónulegra hagsmuna. En hvers konar maður er þá EYÐUBLAÐ FYRIR MYNDLISTARMENN • i—1 tí cd ö '-H CTS ■r-3 K) •H -p <3 ÍH -p -p v=tí p p o Cí! P bD O i—1 a æ 'O íolanlegt • •r~3 bfl 1 1 1 1 £ "O -P a s r~í co ^<0 :o •r-3 Sköpunargáfa Porniskyn Litanotkun ojálfstæði Jafnvægi Markvísi Einföldun Línuskyn Skipulag ííýting áhrifa Teikning Tæknuhunnátta Efni smeöf" erð Hand'bragð Útfærsla Heildarárangur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.