Þjóðviljinn - 12.02.1976, Side 1

Þjóðviljinn - 12.02.1976, Side 1
Útgerðarmenn og sjómenn mooviuiNN RÆÐAST NU VH) Vilborg Siguröardóttir, formaður Verkakvennafélags Vestmannaeyja, og Guðmunda Helgadóttir, frá- farandi formaður Sóknar, niðursokknar i umræðu um samningamálin. Ekki er óliklegt að þær ræði um kauptrygginguna i fiskiðnaðinum og kjör láglaunakvenna. „Fariö er að ræðast við, en þær viðræður eru á al- gjöru byrjunarstigi", sagði formaður Sjómannasam- bands islands, Jón Sigurðsson, er blaðamaður hitti hann að máli á sátta- fundi á sjötta timanum i gær. Dagblöð i gær gerðu mikið úr þvi, að ósætti væri milli nefndar- manna f samninganefnd sjó- manna. Jón Sigurðsson sagði hið sanna hafa verið, að nokkur á- greiningur hafi risið með undir og yfirmönnum i nefndinni vegna hugmynda um það, að sjómenn tækju þátt i útgerðarkostnaði með þvi að oliukostnaður væri greidd- ur af óskiptum aflahlut. Undir- menn sáu ekki ástæðu til að fall- ast á slikt, enda stefna sjómanna- félaga að sjómenn taki ekki neinn þátt i útgerðarkostnaði. Sá á- greiningur sem vegna þessa reis var leystur i gær, er samninga- fundur hófst. Greinilega þarf nú hraðar. hendur tii þess að takast megi að ljúka samningsgerð við sjómenn ef forða á verkfalli á bátaflotan- um, en það hefur verið boðað á laugardag hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. Fimmtudagur 12. febrúar 1976—41. árg. 35. tbl. Geirfinns málið: Sá fjórði kominn í 45 daga varðhald t fyrrakvöld var fjórði mað- urinn úrskurðaður i gæslu- varðhald vegna Geirfinns- málsins og var hann úrskurð- aður i 45 daga varöhald. Hinir þrir hafa nú verið i varðhaldi i nærri 3 vikur. Hér mun vera um að ræða þekktan veitinga- og fjármálamann sem mikið hefur komið við sögu i blaða- fregnum að undanförnu. Eggert Bjarnason rann- sóknarlögreglumaður, sem annast rannsókn málsins sagði i gær að enn væri ekkert hægt að gefa upp um rann- sóknina og hann gæti ekki spáð þvi á þessu stigi hvenær fjölmiðlum yrði tilkynnt um niðurstöður i þessu viðamikla máli. —S.dór Sjómaður- inn sóttur aftur Þær upplýsingar bárust frá landhelgisgæslunni i gærkvöldi aö von væri á breska eftirlits- skipinu Hausa til Neskaup- staðar kl. 3 i dag til að sækja ..sjúklinginn”, sem þangað var fluttur í gær. Sjúkdómsgrcining sjúkra- hússlæknisins i Neskaupstað reyndist að vonum traustari en hin pólitiska sjúkdóms- greining á Sullivan sjómanni frá Wales, sem lagður var inn á sjúkrahúsið i Neskaupstað í fyrrakvöld. SJÁ 3. SÍÐU Luns til Islands — sjá baksíðu segir Guðmundur J. Guðmundsson ,,Þessi drög eða hug- mynd að tillögu sem sátta- nefnd ríkisins lagði fram eru mjög ófullnægjandi og geysilegir annmarkar á þeim. Fyrir utan kauptölur og kaupupphæðir, sem menn sætta sig ekki við, þá er rauða strikið ekki fyrr en 1. desember. Með reynsluna af rauða strik- inu i samningunum í fyrra í huga, er það Ijóst, að rauðu strikin þurfa að vera fleiri, ef þetta fyrirkomu- lag á að einhverju leyti að koma í stað visitölutrygg- ingar og vernda kaupmátt gegn verðlagshækkunum." Þetta sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins i gær, en samningafundur stóð þá á Hótel Loftleiðum. í gærkvöldi höfðu at- vinnurekendur ekki enn svarað hugmynd sáttanefndar og töldu þeir sig verða að hafa tal af rikis- stjórninni, áður en það gæti orðið. Það hafði þeim ekki tekist að þvi er heyrðist úr herbúðum þeirra i gær. Þá heyrðist lika það sjónar- mið að ekki væri hægt að semja Framhald á 14. siðu INN ANHU SHU GM YND SÁTTANEFNDAR Innanhússhugmynd sáttanef ndar, sem lögð hef ur verið fram í samningum ASí og atvinnurekenda, felur í sér þessi meginatriði: 1. öll laun hækki frá 1. mars um 4%. 1. júlí hækki öll laun um 5%. 1. október hækki öll laun um 4%. Fari vísitala 1. nóvember fram yfir 585 stig skulu laun hækka sem því nemur frá 1. des. Allir kjarasamningar veröi innan þessa ramma. Samkomulagiö gildi i eitt ár til 28. febrúar 1977. Hitaveita Reykjavikur vill 47% hœkkun Mesti loðnuafli frá upphafi Irvin þegir um atóm vopnin SJÁ BAK • Fleiri rauð strik eða • Atvinnurekendur ná ekki fundi stjörnarinnar visitölutrygging. og geta ekki svarað sáttanefnd. Hugimnd sáttanefndar er mjög ófullnægjandi Akureyri: í báðum tilfellum Ekki alls fyrir löngu veiktist stúlka sem vann á sjúkrahúsinu á Akureyri af alvarlegum sjúkdómi og við það blossaði upp smit- berklabaktería, sem hafði „blundað" eins og læknar kalla það, í henni lengi og liggur stúlkan nú mjög veik á Landsspítalanum, Tvö smitberklatilfelli um stúlkur að rœða, önnur vann á sjúkrahúsinu hin i MA en er þó talin sjúklingur á Vífilsstöðum. í siðustu viku varð svo vart við 'annað smitberklatilfelli á Akur- eyri, i stúlku sem stundaði nám i menntaskólanum. Hún er einnig komin á Vifilsstaði. Magnús Stefánsson, læknir á Akureyri, sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að það væri ekki rétt sem oft væri sagt að berklar væru útdauðir á Islandi. Það væri ekki lengra siðan en 1971 að gamall maður lést af berklum. Og siðast i fyrra kom upp berkla- tilfelli I menntaskólanum á Akur- eyri. Varðandi þessi tvö tilfelli sem nú komu upp, stendur yfir mjög itarleg rannsókn, bæði á þeim sem liggja og vinna á sjúkrahús- inu á Akureyri og eins á öllum nemendum og kennurum MA, hvort þeir hafi smitast af stúlkun- um tveimur. Sagði Magnús að rannsóknin á sjúkrahúsinu væri langt komin og enn hefði ekkert komið i ljós sem benti til þess að neinn hefði smitast. Rannsókn- inni i MA lýkur ekki fyrr en undir næstu helgi, en það sem af er hef- ur ekkert fundist sem bendir til smitunar þar, frekar en á sjúkra- húsinu. Það vekur hinsvegar nokkra at- hygli hve oft berklatilfelli hafa komið upp á Akureyri á siðustu árum, og sagði Magnús að i flest- um tilfellum væri um að ræða utanbæjarfólk, sem annaðhvort hefði stundað þar nám eða vinnu og hefði i öllum tilfellum fundist sá sem smitinu olli. Hann sagði að mjög góð lyf væru til við berklum. en þó gæti það komið fyrir að þau dygðu ekki ef sjúkdómurinn kemst á alvarlegt stig. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.