Þjóðviljinn - 12.02.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 12.02.1976, Side 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Háfleygir Ijóðaskýrendur bað hefur oft verið sagt aö að- eins andlegum ofurmennum sé fært að iklæða háleitar og flókn- ar hugsanir i svo einfaldan búning aö auðskildar verði al- þýðu manna. Ég naut þess nýlega. Nokkrir andans jöfrar ræddu um nýútkomna ljóðabók i út- varpinu, að visu sagði einn þeirra að hún væri minni ljóða- bók en önnur bók, sem ekki væri ljóðabók. Stjórnandinn ræddi við höf- undinn og hafði orð á þvi að þetta væri vist það sem nú er mikið i tisku, sem sagt opið ljóð. Hvað er annars opið ljóð? spyr hann — Opið ljóð, ja það er ljóð sem ekki er lokað. — siðan fylgdu háleitar skýringar um að lokaö ljóð væri innhverft þar sem höfundurinn kafaði i visku- brunnum sins innri manns. Opiö ljóö er þaö, þar sem lýst er hinu sýnilega og áþreifanlega. — Þvilik háspeki. — Og nú datt mér i hug að mikill snillingur hafi sá maður verið sem orti eftirfarandi ljóð, þvi það er bæði lokað og opið að minum dómi: Ástin gólar innani mér (lokað ljóð, lýsir þvi sem gerist innan i höfundi) eins og sól i heiði (opið ljóð — sólin sést) hún vill róla á Húsavik (opið ljóð, auðskilið) og hafa skjól hjá Rikku (lokað, skjól er inni.i einhverju) > —hó Sjónvarpsþula mat bað er algeng iðja i lesenda- dálkum blaða að hamast gegn þulum og fréttamönnum út- varps og sjónvarps, og koma upp margir kostulegir hlutir. Einhver E.O. er mjög fúll út i þrjá sjónvarpsmenn á miðviku- daginn og satt að segja alltof fú'll að minum dómi. Jón karlinn Hákon á ekki skilið að fá svona útreið, enda þótt syndugur sé og detti oft i klisjur allskonar i málfari. En einkum og sér i lagi vildi ég mótmæla þvi að látið sé liggja að þvi að Sonja Diego sé ekki starfi sinu vaxin. Hún les kannskifullhrattfyrireldra fólk að minnsta kosti, en hún er að öllu samanlögðu einn af þeim fréttamönnum sem ágætlega kann til verka. En úr þvi ég er farinn að rausa um þetta á annað borð: Vitið þið nokkuð hvernig stendur á Helga Helgasyni þarna á frettastofunni? Það væri sannarlega gaman að vita hvaða garpar sóttu á móti þeim „kauða”. h.j. Ein á nef hvert Lesandi hringdi i blaðið og kvaðst vilja láta yrkja niðvisu á nef hvert um rikisstjórnina að fornum hætti. Hann lagði fram þessar visur tvær fyrir sig og þá væntanlega konu sina elskulega: Sinum leiður siðast deyr, sögn er vorra feðra. Óli Jó og Augna-Geir enda samt i neðra. Hin er svona: Viða leynist vondur kauði, vantar brennimark á enni. En bretinn þekkir sina sauöi svikara og vesælmenni Kjaradeilan Hugmyndir sáttanefndar Lagðar fram á fundi 10. febrúar Drög að hugsanlegu sam- komulagi milli ASI og vinnuveitenda. 1. Núgildandi laun sam- kvæmt kjarasamningi aðila skulu hækka frá 1. mars 1976 sem hér segir: a. AAánaðarlaun f yrir f ulla dagvinnU/ sem eru lægri en kr. 54.000.00, hækki um kr. 1.500.000. AAánaðarlaun á bilinu kr. 54.000.00 til kr. 57.000.00 hækki um helm- ing þess, sem á vantar að þau nái kr. 57.000.00. Um greiðslur þessarar kaup- hækkunar skulu að öðru leyti gilda sömu reglur og launajöfnunarbætur sam- kvæmt samningi aðila frá 26. mars 1975. Þó skal semja sérstaklega um hækkun af þessu tagi á laun unglinga og önnur laun, sem líkt er farið. b. öll laun að meðtalinni hækkun samkvæmt a-lið hækki um 4%. 2. Hinn 1. júlí 1976 hækki öll laun samkvæmt 1. lið um 5%. 3. Hinn 1. október 1976 hækki öll laun samkvæmt 2. lið um 4%. 4. Ef vísitala framfærslu- kostnaðar 1. nóvember 1976 verður hærri en 585 stig, skulu laun samkvæmt samkomulagi þessu hækka, frá 1. desember 1976, í hlutfalli við hækkun vísitölunnar umfram þetta mark. Við útreikning umfram- hækkunar skal miða við f ramf ærsluvísitölu 1. nóvember 1976 reiknaða með 2 aukastöfum, að frá- dreginni þeirri hækkun hennar, er leitt hefur af hækkun á vinnulið verð- lagsgrundvallar búvöru eftir 1. febrúar 1976, vegna launahækkana á almenn- um vinnumarkaði. Gildir þetta eins þótt slík verð- hækkun komi ekki fram í útsöluverði, sökum þess að hún hefur verið jöfnuð með niðurgreiðslu úr rikissjóði að einhverju eða öllu leyti. — Frá fram- færsluvísitölu 1. nóvember 1976 skal einnig draga þá hækkun hennar, er kann að hafa orðið eftir 1. febrúar 1976 vegna hækkunar á út- söluverði áfengis og tó- baks. Kauplagsnef nd framkvæmir þessa út- reikninga og tilkynnir hækkun launa frá 1. desember 1976, ef til henn- ar kemur. 5. Aðilar munu beita sér fyrir því, að allir kjara- samningar aðila á sam- Framhald á 14. siðu álfunda- < ■ *' jHHH II jHHI........ Námskeiðinu verður hagað sem hér segir: IFundur föstudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Fundarsköp og fundarstjórn. Leiðbeinandi Hrafn Magnús- son. 2Fundur þriðjudaginn 17. febrú- ar kl. 20.30. Um ræðumennsku. Leiðbein- andi Þröstur Ólafsson. 3Fundur föstudaginn 20. febrúar kl. 20.30. Um kosningar, félagsstörf, nefndir, tiliögur og meðferð þeirra. Leiðbeinandi Tryggvi Þór Aðalsteinsson. a Fundur þriðjudaginn 24. febrú- ** ar kl. 20.30. Almennur málfundur. Tveir þátttakendur flytja framsögu. Leiðbeinandi Hrafn Magnús- son. 5Fundur föstudagur 27. febrúar kl. 20.30. Afstaða Alþýðubandalagsins til annarra flokka. Erindi: Ragn- ar Arnalds formaður Alþýðu- bandalagsins. g fræöslunámskeiö aö 3 13. februar til 9. mars Hrafn Tryggvi Guðm. J. Þröstur Ragnar Svavar 6Fundur þriðjudaginn 2. mars kl. 20.30. Baráttuaöferðir verkalýðs- hreyfingarinnar. Erindi: Guð- mundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar. 7Fundur föstudaginn 5. mars kl. 20.30. Hvað er áróður? Erindi: Svavar Gestsson, rit- stjóri. 8Fundur þriðjudaginn 9. mars kl. 20.30. Hverjar eru varnir Islands? Erindi Svanur Kristjánsson, lektor. Fólk er beðið að tilkynna þátttöku sina i sima 28655 (örn Ólafsson), Þátttökugjald er kr. 300,— Stjórn Alþýöubandalagsins i Reykjavik. w Svanur Æ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ I REYKJAVÍK Líflegt starf Bridgefélags Stykkishólms Aðalfundur Bridgefélags Stykkishólms var haldinn nýlega. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Magnús Þórðarson for- maður, Ilalldór S. Magnússon varaformaður, Hörður Finnsson ritari, Sigurbjörg Jóhannsdóttir gjaldkeri og Guðni Friðriksson áhaldavörður. Fyrir áramót fóru fram tvi- menningskeppni og sveitarkeppni sem sex sveitir tóku þátt i. i tvimenningskeppninni urðu úrslit þessi: stig 1. íris Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsd. 681 2. Ellert Kristinsson og Halldór S. Magnússon 674 3. Kjartan Guðmundsson og Steinþór V. Þorvarðars. 655 4. Guðmundur Eiðsson og Kristinn Friðriksson 651 5. Halldór Jónasson og isleifur Jónsson 647 Meðal-skor var 624 stig. í sveitakeppninni (bikar- keppni) urðu úrslit þau að sveit Ellerts Kristinssonar fór með sigur af hólmi, hlaut 66 stig. Auk Ellerts skipuðu sveitina: Halldór S. Magnússon, Magnús Þóröar- son og Ólafur Már Magnússon. 1 öðru sæti varð sveit Leifs Jóhannessonar með 56 stig og i 3. sæti sveit Isleifs Jónssonar með 52 stig. Nú stendur yfir fimm kvölda tvimenningskeppni, en að henni lokinni mun verða háð sveitar- keppni þriggja kvölda, þar sem pör verða dregin saman i sveitir. Að þvi loknu er áformuð ein- menningskeppni, sem væntan- lega verður firmakeppni. Tvær sveitir frá Bridgefélagi Stykkishólms munu taka þátt i keppni við sveitir frá Akranesi og Borgarnesi um rétt til þátttöku i undanúrslitum Islandsmóts i sveitakeppni, en þann rétt öðl- uðust þær eftir keppni sveita af Snæfellsnesi. Leiklist í Sovét Nk. laugardag, 14. febrúar, flytur sovéski leikstjórinn Viktor M. Strishof erindi i MIR-salnum, Laugavegi 178, um leiklist og leikhúslif i Sovétrikjunum. Einnig verður kvikmyndasýning. Viktor M. Strishof hefur starfað við Þjóðleikhúsið undanfarnar vikur, en hann setur sem kunnugt er á svið leikrit Maxims Gorki, „Náttbólið”, sem frumsýnt verö- ur 24. þm. Strishof er kunnur leik- stjóri i Sovétrikjunum og hefur starfað við ýmis leikhús þar i landi, m.a. I borgunum Sevastopol og Odessa. Siðustu ár- in hefur Strishof verið fastráðinn aðalleikstjóri við Gorki-leikhúsiö i Tasjkent, höfuðborg sovétlýð- veldisins Úzbekistan. Fyrirlestur Viktors Stirhofs á laugardaginn hefst kl. 16. Aðgangur er öllum heimill. (Fréttatilkynning frá MIR). Sýningar á Bónda hefjast klukkan 17 Þau leiðu mistök urðu i blaöinu i gær að i frétt um kvikmynd Þor- steins Jónssonar, sem sýnd verður almenningi i gamla Tjarnarbiói i kvöld og næsta fimmtudag, stendur að sýningar hefjist kl. 15. Þetta er ekki rétt. Sýningar hefjast klukkan 17 og verða siðan á klukkutimafresti til kl. 22, að siðasta sýning hefst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.