Þjóðviljinn - 12.02.1976, Side 11

Þjóðviljinn - 12.02.1976, Side 11
,Fimmtudagur 12. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Eg hef aldrei á æfinni verið svona þreyttur sagði norðmaðurinn Sten Stensen, sem færði landi sínu fyrstu gullverðlaunin á OL í Innsbruck, eftir 5 km. skautahlaupið — Ég hef aldrei á æfinní verið svona þreyttur, ekki einu sinni eftiraðég setti heimsmetið í 10 km hlaupinu, sagði norðmaðurinn Sten Stensen eftir að hafa sigrað í 5 km skautahlaupinu í gær og þar með fært norðmönnum fyrstu gullverðlaunin á þessum vetrar Ólympíuleikum. Sannleikurinn er sá að norðmenn voru orðnir nær ör- vilnaðir vegna getuleysis sinna manna, en eins og menn vita var Noregur stórveldi í vetraríþróttum á árunum áður, en haf a hægt og sígandi verið að dragast af turúr í þessum greinum. Þess vegna er Sten Stensen vinsælasti maður í Noregi í dag, sannkölluð þjóðhetja sem hefur bjargað heiðri skauta og skíðalandsins Noregs. — Ég áleit sl. haust aö ég ætti mesta möguleika á sigri i 5 km hlaupinu hér i Innsbruck og hef einbeitt mér aö þessari grein i vetur. Og ég var ákveðinn i að leggja mig allan fram, það gerði ég og sannast sagna voru kraftar minir alveg á þrotum, þegar ég kom i markið, ég var nær meðvit- undarlaus af þreytu, sagði Sten- sen. Hann á sem kunnugt er heimsmetið i 10 km hlaupi en samt var það rétt hjá honum, möguleikarnir á sigri i 5 km hlaupinu voru meiri hjá honum en i 10 km, þar hafa komið upp mjög efnilegir skautahlauparar, sem eflaust munu ylja honum undir uggum nk. laugardag þegar keppt verður i þvi. Úrslitin i 5 km hlaupinu urðu þessi: min. 1. Sten Stensen, Nor. 7:24,48 2. Piet Kleine, Holl. 7:26,47 3. Han van Helden 7:26,54 4. Victor Varlamov, Sovétr. 7:30,97 5. Klaus Wunderlich, A-Þýskalandi 7:33,82 6. DanCarrolUSA . 7:36,46 Rosi Mittermaier braut blaö í sögu vetrar ÓL: Fyrsta konan sem vinnur bæöi brun og svig á Ólympíul V-þýska skiðakonan Hosi Mittermaier braut blað i sögu vetrar ólympiuleikanna I gær, þegar hún sigraði I svigkcppn- inni. Hún er fyrsta konan sem vinnur gullverðlaun bæði I bruni og svigi á Ólympiuieik- um. Og það sem mcira er, hún á möguleika á að ná I 3ju gull- verðlaunin með þvi að sigra i stúrsviginu. Ef lienni tækist það væri að sjáifsögðu um einsdæmi að ræða, afrek sem trúlega yrði seint leikið eftir. Svo mikill var fögnuður hinna fjölmörgu v-þýsku á- horfenda i Innsbruck, þcgar sigur Rosi Mittermaicr var tilkynntur, að austurriskir hermenn þurftu að koma til og verja Miltermaier fyrir á- gengni áhorfenda. Löngu eftir að keppninni var lokið og keppcndur farnir til búða sinna, stöðu þýsku áhorf- endurnir, sem margir voru frá heimabæ Mittermaier og veif- uðu þýska fánanum og hröp- uðu — Itosi verpir aðeins gull- cggjum — Að lokum má geta þess, að Marie-Theresa Nadig, sem keppti þrátt fyrir flensu og meiðsli, en hún var fyrir ieik- ana talin sigurstranglegust i alpagreinum. missti annan skiðastafinn sinn I startinu, hann sat fastur eftir og hún átti enga möguleika. Onnur fræg skiðakona sem lika var talin koma til greina á verð- launapall, Lise-Marie More- rod, slcppti úr hliði i fyrri um- ferð og var þar með úr leik. Þaö skiptast þvi á skin og skúrir hjá hinu fræga iþrötta- fölki á þessum ÓL eins og öll- um öðrum. Hosi Mittermaier Isknattleikur í Innsbruck tsknattleikskeppnin stendur nú sem hæst i Innsbruck og ekki enn séð hvaða lið leika til úrslita. Hér fara á eftir úrslit úr nokkrum leikjum sem fram hafa farið. Kúmenia — Austurriki ...... 4:3 Júgóslavia — Búlgaria ..... 8:5 Japan — Sviss ............. 6:4 V-Þýskal. — Pólland ....... 7:4 Austurriki — Japan ........ 3:2 Júgóslavia—Rúmenia......... 4:3 Sviss — Búlgaria........... 8:3 Sovétr. — V-Þýskal........ 7:3 USA — Finnland ........... 5:4 Tékkóslvak. — Pólland..... 7:1 Staðan i A-riðli er nú þessi: Sovjct Tékkóslvak. Finnland V-Þýskal. USÁ Pólland 3 3 0 0 29-6 6 3 3 0 0 14-2 6 3102 10-10 2 3102 13-16 2 3 1 0 2 7-15 2 3 0 0 3 6-30 0 ísl.mót innanhúss um næstu helgi Keppt í 8 karlariðlum og tveimur kvennariðlum islandsmótið i knattspyrnu innanhúss árið 1976 fer fram i Laugardalshöllinni, laugar- daginn 14. febr. og sunnudaginn 15. febr. n.k. G riðill: Fram — Þróttur R — Týr H riðill: FH — Fylkir - Afturelding Konur: A riðill: ÍA — FH — ÍBK B riðill: Fram — UBK Keppni hefst á laugardeginum kl. 13 og lýkur með úrslitaleik i kvennaflokki kl. 19.55. Á sunnudeginum hefst keppni kl. 10 og lýkur með úrslitaleikjum hjá körlum. Að þessu sinni taka 24 lið þátt i mótinu i flokki karla og leika þau i 8 riðlum, en kvénnaliðin eru 5 og leika þau i tveim riðlum. Meðf. er skrá yfir riðla- skiptingu, svo og timasetningu leikja. Karlar: A riðill: Valur — Skallagrimur — Reynir Sandgerði B-riðill: KR — KA — Þór Þorlákshöfn C riðill: Vikingur — Grótta — KS D riðill:: tBK — Ármann — Viðir E riöill: t A — Þróttur N — Leiknir F riðill: UBK — Selfoss — Haukar KR-ingar unnu Hauka stórt KR fór létt með Hauka I fyrsta leiknum I bikarkeppninni i körfu- bolta. KR-ingarnir voru óstööv- andi og skoruöu 120 stig gegn 71, en staðan I hálfleik var 56-34. Ekki fóru þeir þó vel af stað, þvi eftir 7 min. var staðan jöfn, 13-13, en siðan var um einstefnu að ræöa. Trukkurinn var i sérflokki og gerði margt til að gleöja þá fáu áhorfendur sem mættir voru. Hann var einnig stigahæstur, skoraöi 44 stig, en Gisli Gislason skoraöi 19. Ingvar Jónsson var langbestur Haukanna, skoraöi 28 stig og átti stórleik. G.Jóh. Aðalfundur Aðalfundur Badmintondeildar Vals verður haldinn i félags- heimilinu, þriðjudaginn 17.2.1976 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundár- störf. Úrslit leikja í I. deild í kvöld Tveir leikir fóru fram í fyrstu deild i handbolta i gærkvöldi. Úrslit fyrri leiksins sem var milli Gróttu og Vals urðu þau að Grótta vann Val 26-18. Segi menn svo að hið ómögulega geti aldrei gerst. í seinni leiknum kepptu FH og Haukar og fóru leikar þannig að FH vann Hauka 20-15.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.