Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 18. febrúar 1976 Osvifni Luns Verkamaöur hringdi til blaösins og kvaöst tala fyrir munn vinnufélaga sinna. Hann kvaöst vilja beina þeirri fyrir- spurn til rikisstjórnarinnar hvort hún ætlaði að taka á móti Jósepi Luns framkvæmdastjóra Nató á sama tima og herskip þessa sama bandalags hafa i frammi árásaraðgerðir innan islenskrar landhelgi. Einnig vildi hann varpa fram þeirri áskorun til manna að fara að búa sig undir að taka á móti Luns eins og honum ber, þe. að sýna honum að hann er engin aufúsugestur hér á landi meðan Nató-skipin eru i landhelginni. — bað er maklaus ósvifni af honum að ætla að koma hingað eins og málin horfa, sagði þessi verkamaður að lokum. Enn alvarleg augu Enn yrkja menn um — alvarlegu augun; — hér koma tvær tvisur sem okkur hafa borist: Hæ'ttiö þiö aö hrópa meir, heilög Nató-lög þaö brýtur, þvi alvarlegum augum Geir allan þjóöarmetnaö litur. Hættiö þiö aö hugsa meir. Heilög Nató-lög þaö brýtur, því alvarlegri augum Geir eigin þjóö en breta litur. Enga samninga við þessa frekjudólga Eitthvað virðist smáskritið heimilislifið á þessu stjórnar- heimili hér. En mikill tyftunar- meistari virðist húnsbóndinn hr. Geir vera (þið verðið að afsaka, en ég kem þvi ekki öllu lengur upp i mig, eins og sumt gamalt fólk segir, að kalla manninn forsætisráðherra). í hvert skipti sem Fram- sóknar-ráöherrarnir gera til- raun til að standa i fæturna eins og menn t.d. þegar Ólafur segir að ekki sé um neitt að semja, og Einar segir að ný herskipainnrás þýði stjórn- málaslit við breta, þá virðist Geir óðara kominn á loft með vöndinn og hinir lyppast niður. Ólafur samþykkir samningsboð og Einar kemur i sjónvarpið og hamast við að éta upp eftir Geir, að það liggi svo sem ekkert á með stjórnmálaslit. Þeir virðast innilega sam- mála um að sjálfsagt sé að lofa bretagreyjunum að fiska dulitið meira og svo sem allt i lagi þó það sé á friðuðum svæðum. Þvilik stjórn, drottinn minn dýri. Ekki að furða þó Geir staglist á þessari undarlegu „taugaveiklun” þjóðarinnar, að geta ekki þagað. Ætli það sé ekki fyrst og fremst hann sjálf- ur sem er taugaveiklaður, enda berst hann fyrir illum málstað, sem sé samningum við ofbeldis- seggina. Hreinlega ætti að banna þessum Luns að stiga oftar á islenska jörð. Hann dregur ein- göngu taum breta og virðist einnig vera búinn að setja ein- hverskonar snarvöl á ráðherr- ana hér og teymir þá að vild, sérstaklega þó Geir. Nei, enga Natosendla hingað, þeir hafa aldrei gert annað en illt. Ef Nato þykisteitthvað vilja gera ættu þeir að snúa sér að þvi að fá breta til að fara alfarið héðan; það er eina raunhæfa lausnin. Svo þykjast þessir bretar enn þess umkomnir að setja skilyrði fyrir viðræðum, og þau ekki neitt smáræði; bara að togararnir séu látnir i friði við ránskapinn. Hvaða islendingur lætur sér i alvöru detta i hug, svo mikið sem að tala um samninga við svona frekjudólga? Slika menn á ekki að virða viðtals, hvað þá að semja við þá. Þolum þá heldur ránskapinn um tima. Elinborg Kristmundsdóttir Ef ykkur liggur eitthvaft á hjarta, þá sendift okkur linu undir nafninu — Bæjarpóstur — látift fullt nafn og heimilis- fang fylgja; nafnlaus bréf verfta ekki birt. Iðnaðarvörur 18,8% af heildarútflutningi Samdráttur í álútflutningi — aukning í ullarvörum i fréttatilky nningu frá ótflutningsmiöstöð iðnaöarins kemur fram aö heildarútflutn- ingur iönaöarvara árið 1975 nam 8.521,3 milj. kr., aukning var um 21.3% frá árinu 1974 þegar iðnaðarvöruútflutningurinn nam 7.024.3 milj. kr. Stærstu flokkar útfluttra iðnaðarvara áriö 1975 eru: milj. Álogálmelmi ........... 5.047.1 Ullarvörur ............ 1.406.6 Loösútuð skinn og vörur úr þeim ........ 665,2 Kisilgúr................. 571,8 Niðursoðnar / niðurlagðar sjávarafurðir............ 463.4 964 fundir á 120 árum 21. janúar voru liðin 120 ár siðan fyrsti fundur var haldinn i .hafnarstjórn Reykjavikur og þann 29. janúar höfðu verið haldnir 964 fundir i stjórninni. Hálft starf Borgarráð samþykkti á fundi 23. janúar heimild til að ráða hjúkrunarkonu i hálft starf hjá göngudeild fyrir psoriasissjúk- linga i húsnæöi kyn- og húðsjúk- dómadeildar. Borgarbókasafn i Breiöholti Framsóknarmenn i Efra- Breiðholti héldu fund nú um miðjan mánuðinn og samþykktu Af öðrum vöruflokkum má nefna að málning og lökk voru flutt út fyrir 167.4 milj. fiskilinur, kaðlar og net fyrir 68 milj. og pappaöskjur fyrir 55,5 milj. Iðnaðarvöruútflutningurinn nam nú 18,8% af heildarút- flutningi landsmanna, en var 21% Þessi samdráttur er nær ein- göngu vegna minnkandi út- flutnings og lágs verðs á áli. Hlutur annarra iðnvara 6,8% af heiIdarútflutn- ingnum í 7,3% Athyglisverðust er aukningin i útflutningi ullarvara, þar er verð- mætisaukningin 82,8% i isl. kr., þar ma. að fara þess á leit við borgina að hún komi upp útibúi frá Borgarbókasafninu i Breið- holti III. Stóra ihaldið hafði þó skotið framsóknarihaldinu ref fyrir rass, þvi borgarráð sam- þykkti á fundi 20. jan. sl.,sam- kvæmt tillögum i bréfi borgar- bókavarðar aö heimila athugun á leiguhúsnæöi fyrir Borgar- bókasafniö i Breiöholti. Á sama fundi var óskað eftir kostnaðar- áætlun vegna breytinga á Sól- heimaútibúi og vegna inn- réttinga i viðbótarhúsnæði fyrir aðalsafnið að Þingholtsstræti 27. Létt vin á Esjubergi Borgarráð mælir ekki á móti þvi.að framreiða megi létt vTn i en 19,7% sé reiknað i dollurum á meðalgengi hvors árs. Þetta er þvi ánægjulegra þar sem aukn- ingin er mest i fullunninni vöru. Töluverð aukning varð einnig i útflutningi véla og tækja. Útflutningur þeirra varð 21,5 milj., og er það 71% aukning frá árinu 1974. Útflutningur málningar og lakks nam 911.5 tonnum og er það 33,4% aukning frá árinu 1974 en heldur minna en flutt var út 1972 og 1973. Þá var i fyrsta skipti flutt út þangmjöl á árinu 1975, og var það einungis flutt út tvo siðustu mánuði ársins Útflutningur þess nam 16,3 milj. kr. aðalmatsal Hótel Esju, Esju- bergi, svo og að bera megi þangað niður sterk vin af barnum á 8. hæð, óski matar- gestir eftir sterkum drykkjum með matnum. Nýskipan í nefndir Þrettándi liður fundargerðar borgarráðs frá 27. janúar hljóð- ar svo: Lagðar fram að nýju sam- starfsreglur borgarfulltrúa og alþingismanna Reykvikinga, samþykktar 18. nóv. 1975. Borgarráð samþ. að tilnefna af sinni hálfu i nefndina eftir- talda fulltrúa: Fjárhagsnefnd: Birgir tsl. Gunnarsson og Sigurjón Pétursson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Páll .Gislason og Alfreð Þorsteinsson. Varamaður Páls er Markús Örn Antonss. Menntamálanefndin: Ragnar Júliusson og Kristján Bene- diktsson. Dagamunur Kvenfélagasamband Suður- þingeyinga 70 ára 1905-1975 Ritnefnd: Jóhann Á. Steingrims- dóttir. Kristjana Árnadóttir, Iöunn Steinsdóttir. Þetta föngulega rit er 370 bls. og prýtt mörgum myndum. I for- mála fyrir ritinu segir Hólm- friður Pétursdóttir i Viðihlið. ,,Hér er i stuttu máli saga allra félaga, sem i sambandinu hafa verið, saga þess og húsmæðra- skólans á Laugum. .Þá er orlof húsmæðra i héraðinu kynnt og sagt frá tveimur mætum konum. En stærsti hluti bókarinnar er margskonar efni úr skrifuðum blöðum, sem gefin voru út af félaginu frá 1907 til 1931. Siðasti kaflinn er svo um það, sem félagskonur hafa sent inn i dag. Virðist þvi að hér ætti að vera komin allýtarleg mynd af lifs- háttum og hugmyndum þing- eyskra kvenna siðustu 70 árin.” Og það er ekkert litið, sem hér stendur að baki, 16 kvenfélög úr öllum sveitum sýslunnar. Þær hefja göngu sina i félagi 1905, en vitanlega hafa þær áratugum áður verið miklir þátttakendur i málefnum héraða og sýslu i öllu þvi, sem snertir menningu og framfarir. En á þessu ári koma þær fram alskrýddar og fagur- búnar, logandi af fjöri og anda- gift. Þær hafa haldið fundi, gefið út skrifuð blöð, ritað opinberlega um framfarir og réttlætismál, sem efst eru á baugi, og ráðist i stórvirki, svo sem stofnun hús- mæðra-eða hússtjórnarskóla. Þær hafa rætt um hússtjórnarmál, ræktun landsog lýðs, um nauðsyn og gildi sundkunnáttu. Og smám saman taka þær fyrir verkalýðs- mál, launamál, baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna. Og loks ræða þær bókmenntir, þýða úr verkum erlendra öndvegishöfunda og birta skáldskap bæði i bundnu og óbundnu máli. Aðalvettvangur þeirra er blaðaútgáfa. Og hún er ekkert smásmiði. Á árunum 1907 til 1931 gefa þær út 86 blöð, að meðaltali 3-4 á ári. 1 greininni Skuggsjá, sem birtist i fyrsta eintaki út- gáfunnar, er staða konpnnar i samfélaginu rædd af einbeitni og einurð. Vegna þessa nýstofnaða sambands rekur höfundurinn marga þætti i hlutverkum karla ogkvenna, bæði i einkasambúð og i þjóðfélaginu. Höfundur dregur á litsterkan hátt fram stöðu kon- unnar og þá skilgreiningu milli kynjanna, sem sé hefðbundin i samfélaginu. Að visu kennir nokkurrar nepju i greininni, en hún er markviss og örvandi til framsóknar og réttlætis. Hún segir: — „Þegar heyrst hefur að kven- fólk hafi gert félagsleg sámtök, og þó þau i fyrstu hafi haft fjöl- breytta stefnuskrá, ætlað að vinna að ýms. málum, hafa þau fljótt hnigið að þvi að verða liknar og góðg.fél. i orðsins þrengsta skilningi. Þó að það sé i Samgöngumálanefnd: ólafur B. Thors og Þorbjörn Brodda- son. Atvinnumálanefnd: Magnús L. Sveinsson og Björgvin Guð- mundsson. Brot Á borgarstjórnarfundi 3. febrúar sl. var lagt fram bréf Kirkjugarða Rvikur um að kirkjugarðsgjöld 1976 verði innheimt 2,3% af álögðum út- svörum og aöstöðugjöldum.... ...samþykkt að veita Sverri Sigurjónssyni leyfi til kvöldsölu að Grensásvegi 26.... ...samþykkt að veita Katli Axelssyni leyfi til kvöldsölu að Austurstræti 14.. ...lögð fram ályktun Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar um lokun Rvikur- hafnar aö nóttu til... ...og lögð fram teikning að lelagsmiöstöö i Arbæjarhverfi. —úþ sjálfu sér fagurt, að slikt sé gert, er lika merkilegt að ekki eru til samskonar félög með karlmönn- um, enda er liklegt að innan skamms tima munisjóðir og fráls samtök gjöra hið mesta i þvi.... Vér vitum að karlmennirnir eru engu siður viökvæmir og geta annast börn og sjúklinga ekki siður en konur. Þessvegna er svona tal (um hið góðhjartaða kvenkyn) rétt til að láta þær gleyma að til séu önnur störf, sem þær eftir sinum margháttuðu hæfileikum gætu eins vel varið kröftum sinum til að inna af hendi. Þessi skoðun karlmanna á ein- hæfni og þróttleysi kvenna til allra starfa nema þeirra, sem þær áður hafa unnið, er eitt af öðru, sem veldur 'þvi, að þær veigra sér við að taka óvanalegt lyrir hendur, þvi það verði alls- staðar dæmt ókvenlegt og gert til þess að vera frábrugðin. Það sanna er, að þær reka sig alls- staðar á hinn mikla „Kinamúr”, sem aldirnar og venjan hafa hlaðið milli karla og kvenna i öllu, einsog ekki dygði sá munur.sem vér af náttúrunnar hendi verðum að bua við. En þess er oft minna gætt, þó konur hafi þunga vinnu með ailri umsjón. Vinna i hæfilegum mæli er holl, en eins og fjölgar nú kröfum til húsmæðra eru þær vissulega eitt með öðru til að lama þrek þeirra kvennanna á miðju skeiði. Ekki væri rétt að vekja óánægju hjá konum yfir hinu háleita og fagra starfi, sem þær eftir eðli sinu eru sjálfsagðar til. Segjum, að það sé ofhlaðið kröfum til krafta þeirra i fórn- fæingaráttina, en þær njóti ekki i sama mæli hvildar, rósemi og verðlaunanna i oröi og verki. Karlmenn hafa ávallt nóg til að finna að og leiðbeina. Það er meðal annars forréttur þeirra að hafa vit á öllu og segja fyrir og reka eftir öllu, nær sem þeir vilja. Oft heyrast bændur, vinnumenn og unglingsstrákar skipa konum að flýta sér, t.d. i ferðalögum, þó þeir slæpist vanalega ótæpt sjálfir. En hver drenghnokki þykistávalltyfiröllu þvi, sem ber nafniö kvenmaður, og enginn 3-4 ára drengurmá heyra sér likt við stúlku, hvað þá um eldri menn..;’ Lesa má um áhuga- og baráttu- mál kvenna á mörgum sviðum. Þær létu sér fátt óviðkomandi og hrintu ýmsum stórmálum i fram- kvæmd. Stærst þeirra er stofn og rekstur Húsmæðraskólans á Laugum. Frá þvi átaki og sögu skólans segir Helga Kristjáns- dóttir i greinargóðu yfirliti. Rómuð hefur verið þingeysk menning, dugnaður sýslubúa og framkvæmdir, gáfur þeirra, skáldskapur og bókmennta- innlegg. Það er ekki út i bláinn. En stundum hefur jaðrað við að frásagnir af forustu þingeyinga væru á kostnað annarra héraða. Á sama tima og þingeyingar voru að skrifa sveitablöð og stofna félagsverslun, var i fjarlægri sýslu verið að virkja bæjarlækina og láta þá vinna rafmagn til ljóss og hita. Þar i sýslu voru bændur svo stórbrotnir, að þeir reistu veglegri húsakynni yfir húsdýr sin en mannfólkið. Og þar i sveit reisti einn bóndinn heyhlöðu, sem var i áratugi stærsta hús landsins. Og fleira fór á eftir. — 1 annarri sýslu var annar hver unglingur, sem genginn var fyrir gafl, læs á vetrarbrautina að haustnóttum og sagði fyrir veður- lag næsta misseri. Þekking á gangi himintunglanna gerði menn hyggna, þeir lásu á himin og haf og tóku siðan að sigla að hætti Hrafnistumanna. Þetta var ekki galdur einstakra manna, heldur arfgeng þakking kyn- slóðanna.Og þannig mætti lengra halda. Slikur samanburður kastar ekki rýrð á þingeyskt framtak i orði og verki. Þegar lesandinn hefur Dagamun, afmælisrit suður-þingeyskra kvenna, i höndum,ogles öll þau kynstur af framlagi þeirra, verður honum Framhaid á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.