Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Verkfallsvöröum VR var yfirleitt vel tekiö, en... voru viðbrögðin á einum staðnum og var honum lokað samstundis án frekari orðaskipta við eigendur „Þetta er nú bara helv. ruddaskapur99 Þær hvitklæddu sóru og sárt við iögðu að þær væru nýorðnar tiu ára, en gáfust þó upp aö lokum og viður-kenndu að hafa náð sextán ára aldri og vera þar með ólöglegar við afgreiðslustörfin. Verkfallsverðir flettu upp i lögum og samningum, sem þeir höfðu ávallt við höndina. Myndir: —gsp gerðar athugasemdir og m.a. var tveimur verslunum hreinlega lokað. Það dró til litilla tiðinda þegar Austurstrætið var þrætt. — Það er orðið ansi algengt að eigendur séu margir að hverri verslun, sögðu þeir félagar, — og við þvi fólki er ekki amast. — Óneitanlega dreg- ur þetta þó úr áhrifum verkfalls- ins, hér er eins og þú sérö önnur hver búð opin, þótt viða gangi afgreiðslan treglega vegna mannfæðar. Það var ekki fyrr en komiö var i verslun Silla og Valda i Aðal- ..þar til dæturnar yfirgáfu sam- kvæmið. stræti, að verulega sló i brýnu rnilli eigenda og verkfallsvarða. Tvær dætur eigenda voru að vinna, en slikt er með öllu óheimilt ef börn þeirra eru orðin sextán ára gömul. Þótt dæturnar bæru aldur sinn vel efuðust verk- fallsverðir um að þær væru enn á Hringt og klagaö til bæki- stöðvanna. táningaskeiðinu og viðurkenndu þær þá staðr.eynd. Ekki fékk þó sú krafa varðanna að dæturnar færu af staðnum mikinn hljómgrunn. Eigendur vildu ekkert kannast við ákvæði i lögum um hámarksaldur barna sinna og sögðu verkfallsverðina þina mestu rudda og dóna. Ekki var þá talin frekari ástæða til orðaskipta, heldur fór einn félag- anna í næstu verslun að hringja i bækistöövarnar, á meðan hinir tveir meinuöu fólki aðgang að búðinni. Stóð þannig i stappi um hriö, uns látið var undan innan dyra og dæturnar kvöddu með virktum. Aftur var kikt inn i búðina hálf- tima siðar og voru þær þá mættar á staðinn aftur, en að þessu sinni ,,borgar3klæddar” og ekki við af- greiðslustörf. — Það þarf að fylgjast vel með þessari verslun, sögðu verkfallsverðirnir og tóku það skýrt fram við eigendur, að ef þeir yrðu aftur staðnir að verk- fallsbroti yrði búðinni lokað al- gjörlega með stanslausri vörslu. Þannig gekk á ýmsu þennan fyrsta dag. — Þetta á nú trúlega eftir að versna dálitið ef verkfall- ið dregst á langinn, sögðu verð- irnir. Þegar heimilin verða uppi- skroppa með matföng og annað þviumlikt er meiri pressa á kaup- menn að opna og selja sínar birgðir og þá er eins gott að vera vel á verði. — gsp Verslunarmannafélag Reykja- vikur tók strax i gær verkfails- vörsluna afar föstum tökum. Vel yfir fimmtiu manns voru á þönum alian daginn og "lokuðu mis- kunnarlaust þeim verslunum, sem gerðu sig sekar um brot. Oft- ast var þó um smávægilega árekstra að ræða, og undan- tekningarlitiö brugðust menn vel við tiimæium verkfallsvarða, þótt auðvitað yröu undantekningar frá þeirri reglu sem öðrum. Blrn. Þjóðviljans fór hringferð um miðbæinn með þeim Óskari Óskarssyni, Jóhanni Hólm og Kristjáni Baldursyni. Þeir eru allir vanir verkfallsvörslunni, þekktu i sundur „slæm” og „góð” fyrirtæki og voru snöggir að taka sinn rúnt. Tekið var i hvern hurðarhún sem á vegi varð og þar sem hann snerist var skyggnst inn fyrir og forvitnast um hverjir gegndu afgreiðslustörfum. Það var byrjað á einu „vondu” fyrirtæki. Karnabaér hefur löng- um verið erfiður og fyrr um morguninn höfðu verið gerðar at- hugasemdir þar. 1 þessu seinna inr.liti var þó allt i sómanum. 1 morgunferðinni höfðu viða verið „Þetta er nú bara rudda- skapur” sagöi konan, en þaö dugði skammt,... ...búðinni var lokað án frekari orðaskipta...... Klúbburinn enn: Fölsun tékka uppá rúmar 2 milj. kr. Keypti vín í ATVR fyrir 1,6 milj. og greiddi með innistœðulausri ávisun A sama tima og tveir af for- ráöamönnum veitingahússins Klúbbsins, sem svo er nefnt, en mun nú raunar heita Lækjamót h.f. og/eða Borgartún 32 h.f. sitja i gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar á alvarlegustu sakamál- um sem komið hafa upp á tslandi, sennilega fyrr og siðar, gerist það að þrjár ávisanir gefnar út af Borgartúni h.f. reynast inni- stæðulausar, en upphæð þeirra er samtals rúmar tvær miljónir króna'. Ein þessara ávisana og þeirra lang-stærst kom frá Afengis- og tóbaksverslun ríkisins, upp á 1,6 milj. kr. Með þessari ávísun greiddi Borgartún 32 h.f. áfengi föstudaginn 6. febrúar sl. i versluninni, og innistæða fyrir henni var ekki til. Þessi ávisun er gefin út á tékkareikning hjá úti- búi Búnaðarbanka Islands i Mos- fellssveit, en þar á Sigurbjörn Eiriksson lögheimili og hann hefur meö einhverjum hætti náð að opna á ávisanareikning hjá þessu útibúi, eða réttara sagt Borgartún 32 h.f. þvi það er búið að loka á Sigurbjörn ávisana- reikningum i öllum bönkum fyrir mörgum árum siðan, en hann notar starfsfólk i Klúbbnum til aö undirrita ávisanirnar og hefur þaö fólk lent i vandræðum vegna þess. Útibústjóri Búnaðarbankans i Mosfellssveit mun hafa afsakað opnum þessa tékkareiknings með þvi að Sigurbjörn væri heimilis- fastur jarðeigandi i hreppnum, en allt hefur verið gert sem hægt er til að loka þeim reikningum sem hann hefur opnað. Þá eru einnig tvær aðrar ávisanir sem gefnar hafa verið út á þennan rnargurnrædda ávisanareikning sem ekki hefur reynst til innistæða fyrir; önnur er gefin út á handhafa en hin á bæjarfógetann i Gullbringu- og Kjósarsýslu, þannig að sarntals eru þessar þrjár ávisanir upp á rúmar tvær miljónir kr. Þess má svo að lokum geta, að fróðir menn telja þetta aðeins byrjunina. Þvi er haldið fram, að i gangi sé stór og mikill hringur, þar sem Sigurbjörn og nokkrir stórlaxar koma viö sögu, sem haldi úti sérstöku kerfi til að geta notað ávisanir sern ekki eru innistæður fyrir, en það rnál á eftir að korna upp á yfirborðið. —S.dór Óvissa um strætisvagna t gærmorgun var mikil hálka á götum Reykjavikur og lentu strætisvagnarnir i erfiðlcikum af þeim sökum. Þrír vagnar fóru þversum á götum og lokuðu þeim um lengri eða skemmri tima, en aðeins urðu smávægilegar skemmdir á einum þeirra. Af þessum sökum hættu vagnstjórar akstri i tvær klukkustundir, eða þar til undanþága hafði veriö veitt til saltburðar á götur. óku vagnarnir samkvæmt helgidaga- áætlun eftir það, Eirikur Asgeirsson forstjóri strætisvagnanna sagði i gær, að ekki væri ljóst hvert yrði fram- hald strætisvagnaferða næstu daga. Sótt heföi veriö um undan- þágu fyrir starfsmenn á verk- stæði, en ekki væri enn búið að veita hana. Það væri hins vegar forsenda þess að vagnarnir gætu haldið áfram akstri. Oliubirgöir kvað Eirikur strætisvagnana hafa til ca. 10 daga, og yrði þvi ekki stöðvun vegna oliuskorts fyrr en aö þeim tima liðnum ef verkfall stæði þá enn yfir .• —erl 5 skip með 14001. Fimm skip tilkynntu afla, sam- tals 1400 tonn til loðnunefndar i gær og er þá heildaraflinn orðinn. rúrn 150 þúsund tonn, en hann var á rniðnætti 16. feb. slétt 150 þús- und tonn, en var á sarna tirna i fyrra 173 þúsund lestir. 1 Nú eru aðeins 8 bátar aö loðnuveiðum, að sögn starfs- manna loðnunefndar, og margar verksmiðjur eru hættar aö taka á móti loðnu, þar eð verkfall skellur á á þeimstöðum næstu daga. Þar i eru flestar verksmiðjurnar á Austfjörðum. —S.dór. Það er ekki sama Jón og séra Jón Detti þér i hug, lesandi góður, að fá þér vinflösku i ATVR.er ekkitilneinsfyrir þig að reyna aö greiða hana með ávisun, ekki einu sinni þótt rikissjóður eigandi ATVR, sé útgefandinn. Þú verður að gjöra svo vel og vera tilbúinn með beinharða peninga, annars færðu ekki flöskuna. En ef þú átt veitingahús, þá er annað uppá teningnum, jafnvel þótt húsið sé i alvar- legum fjárhagsörðugleikum, svo ekki sé meira sagt. Þá má það greiða meö ávisun og það upphæð svo miljónum skiptir. Nýjasta dæmiö er að Lækjar- mót h.f. sem rekur veitinga- húsiö Klúbbinn, sem svo er nefnt i daglegu tali, greiddi föstudaginn 6. feb. sl. 1,6 milj. kr. með innistæðulausri ávisun fyrir áfengi hjá ATVR. Það er enn gamla sagan um hann Jón og séra Jón; þeir standa aldrei jafnir á íslandi. Ætlar að sækja um störf sem forseti Helgi Hóseasson trésmiður sendi auglýsingu til blaðsins i gær þar sem hann auglýsir eftir með- mælendum.þar sem hann hyggst sækja um störf sem forseti is- lands fyrir kjörtimabilið sem hefst 1. ágúst nk. Þarf hann 1500- 3000 meðmælendur til þess aö geta gefið kost á sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.