Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 18. febrúar 1976 DJOÐVHHNN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gcstsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skóiavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. VANTRAUST Á RÍKISSTJÓRNINA Allsherjarverkfallið sem nú er skollið á er til komið vegna stefnu rikisstjórnarinn- ar i kjara- og efnahagsmálum. í fyrsta lagi hefur rikisstjórnin rænt kaupi verka- fólks þannig að nú þurfa forsjármenn heimilanna að vinna 40 dögum lengur á ári hverju fyrir sömu nauðsynjum og þeir keyptu fyrir árstekjur á kaupmætti sið- asta árs, vinstristjórnarinnar. Verkalýðs- hreyfingin hefur vegna kjararánsstefnu núverandi rikisstjórnar orðið að standa i samningaþrefi með nokkurra mánaða millibili og uppsögn samninganna nú er til þess gerð að reyna að ná einhverju af þvi aftur sem rikisstjórnin hefur stolið af launamönnum. Þrátt fyrir kaupránið hefur verkalýðs- hreyfingin ákveðið að freista þess að tryggja kaupmátt launamanna með ýms- um efnahagslegum ráðstöfunum sem ekki kæmu beint kaupinu við. Þessum tillögum alþýðusamtakanna hefur rikisstjórnin hafnað með öllu og raunar beitt sér fyrir ráðstöfunum sem ganga þvert á stefnu verkalýðssamtakanna. Þannig hefur rikisstjórnin sýnt verkalýðssamtökunum og forustumönnum þeirra örgustu fyrir- litningu og áhugaleysi. Tók þó steininn úr þegar Morgunblaðið lýsti þvi yfir fyrir hönd rikisstjórnarinnar að hún hafi ekki haft tima til þess að sinna kjaramálunum! Siðustu dagana hefur staðið yfir viðtæk- asta allsherjarverkfall sem um getur á ís- landi. Um 35 þúsund manns hafa lagt niður atvinnu vegna þess að i landinu er rikisstjórn sem er fjandsamleg launafólki. Rikisstjórnin hefur ekki sýnt minnstu við- leitni til þess að leysa vandann þrátt fyrir verkfallið; þvert á móti skrifa málgögn stjórnarinnar dag eftir dag um nauðsyn þess að koma i veg fyrir kauphækkanir. Þannig stendur rikisstjórnin á bak við þvermóðsku atvinnurekenda og dæma- lausa óbilgirni. Þessi framkoma rikisstjórnarinnar á annars vegar rætur að rekja til stefnu hennar almennt, en hins vegar til þess, að ráðherrar núverandi rikisstjórnar eru óhæfir til þess að fást við vandann. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra hefur ekki þann pólitiska styrk og ekki þá reisn sem nauðsynleg er til þess að leiða rikisstjórn. Annar aðalmaður rikisstjórnarinnar hefur heldur ekki tima til þess að hugs um verkfallsmálin vegna þess að hann er of önnum kafinn við að leysa úr vandamál- um sem hans nánustu samstarfsmenn i Framsóknarflokknum hafa skapað með glæfralegum fjármálaævintýrum. En þó að rikisstjórn landsins neiti þannig algerlega að viðurkenna stað- reyndir allsherjarverkfallsins og neiti öll- um samningum við launamenn er annað uppi á teningnum þegar kemur að samningum við útlendinga; i sambandi við landhelgismálið hefur afstaða rikis- stjórnarinnar verið niðurlægjandi fyrir alla landsmenn. Stjórnarflokkarnir hafa varpað öllum áhyggjum sinum i hendur Nató, sem þó aðhefst ekkert til þess að reka út héðan ofbeldisbáta breska sjó- hersins. Og i þessum efnum er raunar einnig komið að málefni sem snertir verkalýðshreyfinguna, þvi hvað skiptir hana meira máli en traustur atvinnu- grundvöllur? Samningamakkið við breta er hins vegar allt i þá áttina að þrengja og veikja grundvöll atvinnulifsins til þess að grafa undan sjálfstæðu atvinnulifi lands- manna og þar með lifskjörum verkalýðs- ins. Enda hafa verkalýðssamtökin með Alþýðusamband islands i broddi fylkingar beitt sér eindregið gegn þvi að samið verði við breta um veiðar innan landhelginnar. Eins og er virðist landið vera stjórn- laust; rikisstjórnin er óhæf. Hún ræður ekki við neitt. Slik rikisstjórn ætti auðvit- að að fara frá. Hún getur ekki leyst neinn vanda af neinu tagi og þjóðin vantreystir henni. Það er kominn timi til þess að stjórnarandstaðan sameinist um það að bera fram á alþingi tillögu um vantraust á þessa rikisstjórn og hún ætti sjálf að hafa manndóm i sér til þess að undirstrika upp- gjöf sina með þvi að fara frá þannig að svigrúm skapist til þess að mynda hér á landi stjórn að minnsta kosti til bráða- birgða sem nýtur trausts fólksins hvort sem það lýtur að stjórnmálunum út á við, i landhelgismálinu eða inn á við i kjara- málunum. Allsherjarverkfallið staðfestir vantraust verkalýðssamtakanna og allra launamanna á stjórnvöldum; afstaða al- mennings hefur sýnt það vantraust sem almenningur hefur á afstöðu rikis- stjórnarinnar i landhelgismálinu. Það er timi til kominn að alþingi islendinga verði i raun sú stofnun sem þvi ber að vera: Tæki og málstofa þess fólks sem vill rikis- stjórnina frá; meirihluta landsmanna. —s. Hannes Jónsson. Hannes slítur stjórnmála- sambandi Nýkorninn breskur sendi- herra i Moskvu sendi nýlega boðsbréf til allra sendiherra þar i borg og bauð til sarnkværn- is. Sendiherrarnir rnættu — nerna islenski sendiherrann, Hannes Jónsson. Breski sendi- herrann baö þá urn leyfi til þess að fá að heirnsækja islenska sendiráðið i Moskvu. Þvi neitaði islenski sendiherrann Hannes Jónsson; hann tæki ekki á rnóti fulltrúurn breta rneðan bresk herskip iðkuðu ofbeldisverk inn- an islensku landhelginnar. Þessi afstaða Hannesar Jóns- sonar kornst þegar i stað i há- rnæli; ekki þarf enda rnikið út af aö bera i vanahring utanrikis- þjónustunnar til þess að frétt- nærnt þyki. Fréttin urn afstöðu Hannesar var send út á frétta- stofurn viðsvegar urn heirn, og þannig barst fréttin til Islands. Mikill rneginhluti islendinga gladdist yfir þessari frétt; að loksins skyldi finnast lifandi rnaður i islensku utanrikisþjón- ustunni, rnaður sern léti viðhorf islendinga rnóta gjörðir sinar frarnar öllu öðru. Þess vegna var það að fjöldi rnanna sendi Hannesi Jónssyni þakkar- og heillaóskaskeyti i gær og i fyrrakvöld. En kerfisþrælarnir og Nató- rnálgögnin voru döpur i bragði yfir þessurn viðbrögðurn sendi- herrans. Morgunblaðið felur fréttina i eindálk á innsiðu i gær og ráðuneytisstjórinn i utan- rikisráðuneytinu sagði rneð þótta og þykkju að Hannes Jónsson hefði ekkert sarnráð haft við utanrikisráðuneytið urn rnálið. Fullvist er raunar að utanrikisráðuneytið hefði bann- að Hannesi Jónssyni að haga gjörðurn sinurn eins og raun varð á, en öll vinnubrögð þess hafa að undanförnu einkennst af slappleika og klaufaskap. Er fullvist að viðbrögð Hannesar Jónssonar i Moskvu hafa gert rneira gagn rnálstað okkar i landhelgisrnálinu en sarnanlögð reisa Péturs Thorsteinssonar til allra rikja Nató i Evrópu. Vonandi verða viðbrögð Hannesar Jónssonar til þess að fleiri rnenn vakni til lifsins i utanrikisþjónustunni. Þvi rnyndi öll þjóðin fagna innilega. Brutust rússar til valda i Iðju? Einurn degi áður en hin al- rnennu verkföll, sern nú standa yfir, hófust, gerðist sá atburður i einu stærsta verkalýðsfélaginu i Reykjavik, að við stjórnarkjör var fráfarandi forrnaður félags- Guöjón Sv. Sigurðsson ins kolfelldur i allsherjarat- kvæðagreiðslu, en slikt hefur ekki átt sér stað i verkalýðs- hreyfingunni i Reykjavik urn býsna langt árabil. Það verkalýðsfélag, sern hér urn ræðir er Iðja, félag verk- srniðjufólks. Listi fráfarandi forrnanns B- listinn hlaut aðeins 356 atkvæði, en A-listinn, sern bar sigur úr býturn hlaut hins vegar 594 at- kvæði. f Morgunblaðinu sl. laugar- dag, daginn sern kosningarnar i Iðju hófust, birtist býsna at- hyglisvert bréf urn þetta stjórn- arkjör frá Guðjóni Sv. Sigurðs- syni, sern fyrir fáurn árurn var forrnaður i Iðju og talinn ein helsta „stjarna” Sjálfstæðis- flokksins i verkalýðshreyfing- unni. Guðjón reynir þar af öllurn rnætti að leggja lið félaga sin- urn, sern Iðjufólk vildi ekki lengur hafa að forrnanni og beit- ir garnalkunnurn ráðurn til að hræða fólk frá fylgi við A-list- ann, sigurvegara kosninganna. Guðjón Sigurðsson segir rn.a.: , „Þegar ég siðan reyni að skoða þetta niður i kjölinn, sern þarna er að gerast, þá er ekki nokkur vafi á þvi að pólitískur austanvindurleiki urn vanga A- lista rnanna, og á þeirn lista eru bæði formaöur M.Í.R. og vara- form. M.Í.R.!!... Ég rnótrnæli þvi að farið sé rneð Iðju i póli- tiska herleiöingu og hvet alla Iðjufélaga, unga og aldna til að styðja lista stjórnar- og trúnað- arrnannaráðs B-listann... Iðja á að vera það vigi frelsis og urn- burðarlyndis i verkalýðsrnál- urn, sern allir lita til rneð virð- ingu. Það er þvi nauðsynlegt að allir lýðræðissinnar, hvar i flokki, sern þeir standa, styðji lista stjórnar og trúnaðar- rnannaráðs félagsins af alefli.” Þannig hljóðaði sern sagt bar- áttuhvöt þessa sendirnanns Sjálfstæðisflokksins i verka- lýðshreyfingunni, en hún korn reyndar fyrir litið að þessu sinni. En rneðal annarra orða, skyldu þeir vera rnargir lesend- ur Morgunblaðsins, sern trúa þvi, að nú hafi þeir austrænu rússar loks hrifsað til sin völdin i félagi verksrniðjufólks i Reykjavik?!! Ráðherrarnir auglýstir Morgunblaðið hefur tekið upp þá nýbreytni að auglýsa ráð- herra núverandi rikisstjórnar. Fyrsta viðfangsefnið i þessari athyglisverðu auglýsingaher- ferð er Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Má segja, að það sé mjög við hæfi að byrja á honum, þó að land- helgin hafi nýlega verið færð út i200sjómilurog islendingar eigi i striði við breta hefur litið orðið vart við þennan æðsta yfirmann sjávarútvegsmála. Undirritaður telur liklegt að næsti maður i auglýsingaher- ferð Morgunblaðsins verði Geir Hallgrimsson, en sá er forsætis- ráðherra landsins að nafninu til. Hann hefur haft hljótt um sig að undanförnu. Einkum hefur þögn hans i landhelgismálinu vakið mikla athygli; varð hún raunar heimsfræg eins og menn muna þegar ráöherrann sýndi þá athyglisverðu stillingu að segja ekki eitt einasta orð um innrás breta i islensku landhelgina fyrir nærri hálfum mánuði. Þá þykir mönnum ekki úr vegi að auglýsa Geir með hliðstæðum hætti og gert var með Matthias vegna kjaradeilunnar, en þrátt fyrir allsherjarverkfallið hefur forsætisráðherra landsins ekk- ert haft til málanna að leggja. Hann vill ekki rasa um ráð fram, hann sýnir átillingu. Ekki væri siður fróðlegt að sjá aug- lýsingu Morgunblaðsins um Gunnar Thoroddsen félags- málaráöherra og þjóðkunnan drengskap hans, sem Þórarinn skrifaöi leiðarann um forðum. Þá mætti gjarnan birta aug- lýsingar um fjármálaráð- herrann, Matthias A. Mathiesen, sem er svo talna- glöggur að hallinn á rikis- búskapnum áttfaldast á sex mánuðum. Undirritaður telur þó, að Morgunblaðið þurfi ekki að auglýsa alla ráðherrana með þeim hætti sem getið er hér á undan. Til dæmis vita allir hver er dómsmálaráðherra landsins, einkum þó vegna þess sem hann gerir ekki. mmm HRhkwÁwW ■ I Allt Iff Wm r. •-:■. ■ MUNh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.