Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.02.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. febrúar 1976 Erlendar fréttir Nýi lifbáturinn TrnnT: o'itdt]' ]ODO@DDD □ □nTioö öö □ O O.QHEL.OC Ný tegund lifbáta komin fram Rauðátan getur orðið þýð- ingarmikil sjávarafurð í framtiðinni 1 blaðinu „Bergens Tidende” 28. jan. sl. er fyrirsögn á fremstu siðu blaðsins með stóru letri svo- hljóðandi: „Rauðátan getur orðið þýðingarmikil sjávarafurð”. Sið- an er sagt frá þvi, að Björgvinjar- fyrirtækið „Norsk Medicinal Uni- on” hafi um nokkurt skeið gert hagnýtingartilraunir með rauð- átu og að á siðastliðnu ári hafi fyrirtækið flutt út 20—30 tonn af þeirri vöru á markað, aðallega i Bandarikjunum. Claus A. Saure hjá Norsk Medicinal Union segir i viðtali við Bergens Tidende að erfitt sé að framleiða markaðsafurðir úr rauðátu og sé um tvær aðferðir að ræða, annaðhvort að hraðfrysta rauðátuna eða þá að þurrka hana. Þá segir i viðtalinu, að i Banda- rikjunum sé rauðátan notuð til bragðbætis i ýmsar fullunnar fiskiðnaðarvörur. Claus A Saure segir, að fyrirtæki hans sé búið að gera tilraunir með rauðátu i 5—6 ár og hafi nú öðlast reynslu, bæði viðvikjandi veiðitima og veiðum, og um alla meðferð á þessu ör- smáa sjávardýri. Þegar hann er spurður um f járhagshlið þessarar framleiðslu, þá segir hann: Fram að þessu höfum við verið með einn fiskimann i þjónustu okkar, sem veitt hefur rauðátu i litla smáriðna vörpu. bað hefur lengst af verið svo litið magn, sem við höfum hagnýtt, að erfitt hefur verið að láta þetta bera sig. En á sl. ári þá stóö þessi framleiðsla undir sér. Við munum þvi halda áfram með framleiðslu á rauð- átu. Rauðátan er örsmátt krabbadýr. Venjuleg lengd henn- ar getur orðið um 5 millim., en mikið af henni er af lengdinni 2—3 millimetrar. Norska Hafrannsóknarstofnun- in giskar á, að við norsku strönd- ina muni vera rauðáta að magni til 2 miljónir til 20 miljónir tonna. Kristian Fredrik Wiborg við Haf- rannsóknastofnunina norsku hefur mest unniö að rannsóknum á rauðátu og fleiri litlum krabba- dýrum á undanförnum árum, eða frá árinu 1967. Hafrannsókna- stofnunin hefur látið útbúa tvennskonar veiöarfæri til að fiska með rauðátu. Annað veiðarfærið er smáriðin varpa, en hitt er gildra, sem lögð er fyrir föstu. A árinu 1975 var mikil rauðáta við norsku strönd- ina og veiddi þá Hafrannsóknar- stofnunin 13 tonn i þessi veiðar- færi sin við reynsluveiðar. bannig veiddu þeir hjá Hafrannsóknar- stofnuninni i fyrra á 10 klukku- stundum 2200 kg af rauðátu. Wi- borg telur að ennþá sé eftir að leysa ýmis vandamál viðvikjandi veiði á rauðátu, þar til þetta get- ur orðið fjárhagslega tryggur at- vinnuvegur. Hann segir, að rauð- átan sé mjög viðkvæmt sjávar- dýr, sem þoli mjög stutta bið, frá þvi að það er veitt og þar til hag- nýting fer fram. Hún þurfi þvi að hraðfrystast mjög fljótt. En veið- ar á rauðátu hafa lika mikið hag- nýtt gildi fyrir þá sem rækta urr- iða og lax við norsku ströndina, enda er nokkur timi siðan norskir lax- og silungsræktarmenn upp- götvuðu þetta og fóru að hagnýta sér rauðátuna i þessu skyni. Til þess, að fiskvöðvi á laxi og urriða fái þennan fallega rauða lit, þá þarf að vera i fóðrinu ákveðiö magn annaðhvort af rækju eða þá rauðátu, sem jafnvel er talin ennþá betri i þessu sambandi. fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ bessi frétt, sem birt er i norska blaðinu Bergens Tidende um, að norðmenn séu þegar byrjaðir á hagnýtingu rauðátu i dýra mann- eldisvöru, sem eitt norskt fyrir- tæki er þegar farið að selja á markaði i Bandarikjunum, það ætti að vekja okkur islendinga til umhugsunar. Rannsaka þarf magnið af rauðátu hér við land og gera tilraunir meö veiðar og vinnslu á henni. Á sildarárunum var stundum geysilega mikið magn af rauðátu úti fyrir Norður- landi, þannig að sjórinn litaðist bókstaflega rauður. Ný tegund af lifbát komin fram á sjónarsviðið Eftir þvi sem „Norges Handels- og Sjöfartstidende” segir frá i fréttum 2. janúar sl. þá er komin fram á sjónarsviðið ný tegund af lifbát i Noregi, sem vakið hefur mikla athygli. Höfundur bátsins er Hans J. Skontorps yfirkennari við Stýrimannaskólann i Töns- berg. Yfirkennarinn sýndi bát sinn að viðstöddu miklu fjölmenni frá fréttastofnunum og útgerðar- félögum þann 29. des. sl. Báturinn er smiðaður úr stáli og rafsoðinn saman. Auk hans sjálfs hefur son- ur (og félagi) hans unn- ið að smiöinni með honum á lóð- inni heima hjá þeim. Yfirkennar- inn segist fyrst hafa farið að hug- leiða smiði sliks báts, þegar hann stundaði hvalveiðar árið 1933, og sá hvað lifbátarnir, sem þeir höfðu, voru lélegir. Siðan urðu átakanleg sjóslys, sem hann greinir frá, og ýttu á eftir þvi, að hann gerði hugmynd sina að veruleika. Hann er búinn að gera margar tilraunir með bátinn, þar á meðal hefur hann látið reyna sjóhæfni hans i sjó- hæfnisgeymi Tækniháskólans i brándheimi. Oll smiðin hefur verið kostuð af eigin fé kennarans svo og styrki frá einstaklingum, sem lagt hafa málinu lið. Talið er, að búið sé að leggja fram til bátsins nú, þegar hann er fullbúinn, um n.kr. 100,000.00 eða rúmlega 3 miljónir isl. kr. Bátur- inn er algjörlega lokaður og tekur 40 manna skipshöfn, sem situr i sætum i bátnum likt og i lang- ferðabifreið. begar báturinn var sýndur, þá var hann standandi i hallandi rennu og voru 10—11 metrar frá neðri enda rennunnar að sjávarfleti. Eftir að 40 sjálf- boðaliðar höfðu stigið um borð i bátinn og honum verið lokað, þá var bátnum sleppt lausum og hann stakkst á flugferð i sjóinn. A næsta andartaki hvarf báturinn undir hafflötinn, en að vörmu spori kom hann aftur upp á yfir- borðið og rann þá fallega eftir sjónum. Hvort báturinn verður viðurkenndur og tekinn i notkun af norsku Siglingamálastofnun- inni er ekki vitað um ennþá. Norska Siglingamálastofnunin er sögð sjálf hafa verið að láta vinna að endurbótum á lifbátum i samvinnu við eitt eða tvö norsk fyrirtæki, en hvað út úr þvi kem- ur, er ekki ennþá komið i dags- ljósið. bess skal að siðustu getið, að Hans J. Skontorps yfirkennari, sem er mikill áhugamaður um alla björgunarstarfsemi, hlaut fyrstu verðlaun árið 1974 i Noregi i samkeppni um tillögur er leitt gætu til aukins öryggis við björg- un. Verðlaunin voru 5000,00 n. kr. Betra útlit um sölu á norskum þurrkuðum salt- fiski á árinu 1976 í „Bergens Tidende” 28. janúar sl. segir frá viðtali, sem blaðið átti við Aleks Refvik fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins Raudeberg á Vogsöy, en þetta saltfisksframleiðslufyrirtæki er eitt af þeim stærstu i Noregi. betta fyrirtæki var stækkað og endurbyggt fyrir fáum árum og framleiðir nú mikið magn af þurrkuðum saltfiski fyrir heims- markaðinn, eða eins og fram-. kvæmdastjórinn segir 10% af öll- um útfluttum þurrum saltfiski frá Noregi. Framkvæmdastjórinn segir, að nú liggi á lager hjá fyrirtækinu Raudeberg 50% minna fiskmagn heldur en á sama tima i fyrra. Hann talar um, að hinar nýju inn- flutningsreglur á saltfiski til Brasiliu, þar sem á að greiða inn- flutningsverðið á fiskinum ári áð- ur en hann er fluttur inn, hafi valdið norðmönnum miklum erf- iðleikum við sölu og minnkað út- flutning þangað frá Noregi um nálægt 30% miðað við árið 1974. Siðan segir hann: „brátt fyrir þetta hefur á árinu 1975 ræst vel fram úr saltfiskssölumálunum, mikið fyrir stuðning frá rikinu og afskipanir verið örar. En hagnað- urinn hefur oröið litill sem eng- inn”. bá segir Aleks Rafvik að menn horfi nú með bjartari aug- um á sölumöguleika á yfirstand- andi ári og séu ákveðnir i þvi að kaupa mikið magn af fiski til verkunar. Auk Brasiliu fór norski þurrkaði saltfiskurinn til Portúgal, Italiu og Frakklands, svo taldir séu fram þýðingar- mestu markaðirnir. bá segir framkvæmdastjórinn, að Afriku- rikið Zaire, sem um nokkurra ára bil hafi keypt hryggufsa af norð- mönnum, sé nú farið að kaupa venjulegan fullþurran saltufsa. Báturinn i skipasmiðastöðinni Framkvæmdastjórinn er bjart- sýnn á framtiðarhorfur i fisksölu- málum og hefur von um hækk- andi verð fyrir fiskframleiðsluna á yfirstandandi ári. Eftirspurn er nú mikil, segir hann, ekki bara eftir saltfiski heldur líka eftir skreið og frosnum fiski. Hann tel- ur þvi, að á vertiðinni i vetur verði barist hart um hráefnið til vinnslu. Fiskigildrur reyndar af norðmönnum í fyrravetur fékk norska Haf- rannsóknastofnunin örfáar fiski- gildrur, sem reyndar voru við Noröur-Noreg, eöa á Finnmörku. Fiskigildrur þessar voru fluttar inn frá Bandarikjunum eða Kan- ada. t fyrravetur mátti lesa um þaö, að gerðar hefðu verið ýmsar breytingar á gildrum þessum, til þess að þær hentuðu betur við norskar aðstæður. 1 blaðinu „Fiskaren” 22. janúar sl. er svo sagt frá þvi, að Haf- rannsóknastofnunin hafi auglýst eftir fiskibátum til keiluveiða með fiskigildrum. 1 fréttinni er sagt, að gildrur hafi verið reynd- ar við Norður-Noreg i fyrra með árangri, sem hafi lofað góðu um framhald slikra veiöa, sérstak- lega viðvikjandi veiðum á keilu. Nú á að gera tilraunir með mörg- um bátum, sem fiska eiga keilu með gildrum, bæði frá Helgolandi og Mæri, og eru tilbúnar 150 fiski- gildrur til veiðanna. bá ætla norðmenn lika að reyna fiski- gildrur á miðunum við Hjaltland. Fiskveiðar með gildrum eru tald- ar hafa marga kosti, m.a. færri menn á bátunum og lægri út- gerðarkostnað. Stór rostungur inni á höfr á Finnmörku. Sá sjaldgæfi atburður varð i janúarmánuði sl„ að stór rost- ungur kom syndandi inn á höfnina I Bátsfirði á Finnmörku. Rost- ungurinn synti marga hringi inn- an hafnarinnar eins og hann væri aðskoöa það nýstárlega, sem fyr- ir augu hans bæri. Menn giskuðu á, að dýrið hefði elt togara, sem kom af veiðum af miðunum i nánd við Svalbarða. Rostungur- inn var látinn alveg afskiptalaus og enginn reyndi að gera honum mein. bá hélt hann þaöan út aftur og stefndi siðan með geysihraða út Bátsfjörðinn, liklega til heim- kynna sinna i Norður-lshafinu. 10/2 1976 Áskriftarsími 17505 Tekið verður við nýjum áskrifendum alla daga og öll kvöld í þessari viku til kl. 10. Eitt símtal, og þú færð blaðið sent heim næsta dag. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.