Þjóðviljinn - 18.02.1976, Síða 10

Þjóðviljinn - 18.02.1976, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. febrúar 1976 Ármenningar endanlega fallnir niður í 2. deildina „Algjört aðstööuleysi til æfinga var kjaftshögg á okkur strax í upphafi,” segir Pétur þjálfari Meö tapi fyrir Vals- mönnum í Laugardalshöll á mánudagskvöld eru Ár- menningar endanlega fallnir niður í 2. deild. Lokatölur leiksins urðu 22:16 fyrir Val, sem hafði allan leikinn forystu, en þó aldrei afgerandi fyrr en í seinni hálfleik. Lið Ármanns brotnaði þá gjörsamlega, enn einu sinni virtist úthaldið bresta og leikur liðsins datt niður — Leikmennirnir hafa ekki nærri þvi fullt úthald, sagði einn ármenninganna eftir leikinn. — Trúlega er ekki nokkur maður i liðinu sem hefur helminginn af þvi þreki, sem nauðsynlegt er góðum handboltamönnum. Það er við okkur sjálfa að sakast, — það er a.m.k. vist að Pétur Bjarnason þjálfari er eini maður- inn sem hefur staðið sig eins og hetja i vetur. Hann reyndi allt sem hægt var og fallið verður sist af öllu skrifað á hans reikning. Pétur þjálfari sagði að hann kenndi æfingaaðstöðunni um fall- ið framar öðru. Strax i haust hefðu þeir orðið að notast við tvo stutta tima í hverri viku, annan á r /•V staðan Staðan í I. deild Staðan í 1. deiid áð loknum tveimur leikjum á mánudags- kvöld: Valur-Armann 22:16 Fram-Vikingur 29:20 FH 13 9 0 4 289:251 18 Valur 13 8 1 4 258:228 17 Fram 13 7 2 4 233:221 16 Víkingur 13 7 0 6 269:272 14 Haukar 13 5 2 6 242:238 12 Grótta 13 5 0 7 237:256 10 Þróttur 13 4 2 7 246:262 10 Armann 13 3 1 9 203:272 7 Markahæstu menn: Friðrik Friðrikss. Þrótti 83/18 Pálmi Pálmason Fram 78/21 Viðar Simonarson FH 75/27 Páll Björgvinsson Vik 73/27 Hörður Sigmarsson Haukum65/21 Geir Hallsteinsson FH 63/5 fimmtudagskvöldum i Laugar- dalshöll og hinn á föstudags- kvöldum i Alftamýrarskóla. — Auðvitað er þetta ekki nærri þvi nóg af æfingum, tvö samliggjandi kvöld i viku eru nákvæmlega ekki neitt til þess að byggja upp 1. deildar handboltalið. Þetta kom til af þvi að við slepptum húsnæðinu i Vogaskóla og fengum i staðinn loforð um að- stöðu i nýja húsinu við Haga- skóla. Það hins vegar komst ekki i notkun fyrr en núna skömmu fyrir áramót, og þá var allt um seinan. Við fengum enda ekki þá aðstöðu þar sem upphaflega var talað um. — Nei, ég átti i upphafi keppnis- timabilsins alls ekki von á þvi að liðið félli niður. Það hefur á að skipa ungum og friskum strák- um, en með svona aðstöðu var ekki við miklu að búast. Fimmtudagstiminn i höllinni nýttist lika illa, það var oft veriö að keppa og þá var okkur úthýst, — jafnvel allt að þvi annað hvert fimmtudagskvöld. Sennilega hefur það lika spilað inni núna að menn voru nokkuð drjúgir með sig eftir árangurinn i fyrra. Töldu sig ekki þurfa að hafa sérlega mikið fyrir þessu i vetur, en það var mikill mis- skilningur. Samfara svo þessari æfingatiðni i vetur myndaðist óhjákvæmilega áhugaleysi; menn voru eiliflega svekktir út af þessu, en enginn fékk við neitt ráðið, sagði Pétur. Mörk Vals i leiknum gegn Ármanni: Jón Karlsson 8 (2 viti), Guðjón Magnússon 5 (2 viti), Þor- björn Guðmundsson 2 (2 víti), Bjarni Guðmundsson 2, Gunnar 2, Jóhannes 1, Agúst 1, og Jón Pétur 1 (viti). Mörk Ármanns: Hörður Haröarson 5, Hörður Kristinsson 5 (3 viti), Björn Jóhannsson 3, Jens 2 og Friðrik Jóhannsson 1. Dómarar voru þeir Öli Ólsen og Kjartan Steinbeck. Brottvisanir af leikvelli: Stefán Hafstein A 2 min, Ragnar Gunnarsson A 2 min, Jóhannes Val 2 min, Gisli Blöndal Val 2. Jón Pétur Val og Hörður Harðarson A misnotuðu vitaskot i fyrri hálfleik og Hörður siðan aftur i seinni hálfleik. Hann var þó besti maður liðsins, skoraði fimm mörk með skemmtilegum langskotum og var ógnandi i sókninni. Hjá Vals- mönnum bar Ólafur Benediktsson af, hann varði af einstakri grimmd allan leikinn og bætti þannig upp lélegan varnarleik Vals. —gsp Valur-Víkingur og Árm.-Haukar í l.deild í kvöld t kvöld fara fram i Laugar- dalshöll tveir leikir í siðustu umferð 1. deildarkeppninnar. Eigast þá við klukkan 20.15 lið Armanns og Hauka og strax á eftir lið Vals og Vikings. Fyrri leikurinn skiptir engu máli fyrir Iiðin sem þar keppa. Armann er fallið og Haukar verða um miðja deild. Seinni leikurinn getur hins vegar ráðið miklu. Vinni Vikingur á Fram möguleika á sigri i deildinni með þvi að vinna FH i siðasta leik mótsins og næla sér þar með I aukaúrsiitaleik. Vinni Valur hins vegar og FH tapar fyrir Fram er titillinn i höndum Valsmanna, en auka- úrslitaleikur ef FH og Fram gera jafntefli. Mótið er því ekki búið enn, leikirnir i siöustu umfcrð skera úr um cndanlega röðun efstu liðanna á verðlaunasæt- in. — gsp Víkingar sem lömb í höndum Framara sem fyrir vikið eiga enn möguleika á íslandsmeistaratitlinum, ef allt gengur þeim í haginn Enn eiga framarar von um að ná islandsmeistaratitilinum i 1. deildinni. Þeir skelltu vikingum á mánudagskvöld með niu marka mun, skoruðu tuttuguogniu mörk gegn tuttugu. i leikhléi var staðan 14-11 fyrir Fram, og á timabili komst munurinn upp i tiu mörk i seinni hálfleik. Mestu munaði Um markvörsl- una í þessum leik. Hjá frömurum varði Guðjón Erlendsson af stakri prýði allan timann á meðan allt lak inn hjá Rósmundi i marki Vikings. Af öðrum ieikmönnum Fram er helst að telja þá Hannes Leifsson og Pálma Pálmason, markahæstu menn liðsins, sen hjá Víkingi léku allir undir getu aö þvi er best varð séð. Mörk Fram: Hannes 9, Pálmi 7, Sigurbergur 4, Arni Sverrisson 3, Magnús 2, Gústaf 1, Pétur Jó- hannesson 1, Arnar 1 og Birgir 1. Mörk Vikings: Páil Björgvins- son 5 (4 viti), Stefán Halldórsson 4 (1 viti), Viggó 3, Jón Sig. 2, Erlendur 2, Þorbergur 2, Sigfús 1 og Skarphéðinn 1. Dómarar voru: Kristján örn og Gunnar Kjartansson og var leikurinn ekki auðdæmdur. Brott- visanir af leikvelli fengu: Þor- bergur Vik, 2 min, Arnar Fram 2 min., Erlendur Vik., 2 min. Hannes Fram 2 min, Pétur Jóh. Fram 2 min. Vitaskot misnotuðu þeirStefán Halldórsson og Pálmi Pálmason i fyrri hálfleik og Gústaf i þeim siðari. — gsp Létt hjá Val — er þeir sigruðu ungt og sprækt lið grindvíkinga Valsmenn voru ekki I neinum vandræðum með lið Grinda- vikur i bikarkeppninni i körfu á mánudag. Þeir sigruðu með 86 stigum gegn 52, eftir að hafa' verið yfir 46-34 i hálfleik. Valsmenn léku þennan leik án Þóris Magnússonar en þaö kom ekki að sök þvi Torfi Magnússon og Rikharður Hrafnkelsson voru i ham báðir tveir. Ólafur Jóhannsson átti góðan leik með Grindavikurliðinu, svo og Kristinn Jóhannsson sem var mjög góður, með skemmtilega boltameðferð og útsjónarsam- ur. Stigahæstir hjá Val: Rikharð- ur 35 og Torfi 17. Hjá Grindavik: Ólafur Jóh. 19 og Kristinn Jóh. 10. G.jóh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.