Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. febrúar 1976 ÞJÓOVILJINN — SIÐA 3 Viötal viö sovéska leikstjórann Viktor Strizjof, gest Þjóðleikhússins með Náttbólinu. Ég ætlaði, sagði hann, að bera upp þá spurningu, hvort skipti meira máli sann- leikur eða samliðan. Og svarið var á þá leið, að sannleikurinn, hve óhrjálegur sem hann væri, væri alltaf betri en falleg lygi og huggun. En það er einnig ljóst, að af- staða Gorkis sjálf til Luku og heimspeki hans breyttist með timanum. Hann hafði allmikla samúð með ýmsu sem Lúka hélt fram þegar leikritið varð til snemma á öldinni. Hann hefur búið til flókna persónu, einkar alúðlegan mann sem fer með lygi. Það er ekki verið að gera hlutina einfalda. Og svo kemur Satin til skjallanna með samfélagsleg vandamál, sem Lúka veit ekki af, en án þeirra viðhorfa er Gorki heldur ekki Gorki. Ekki svo að skilja að ég ætli að fara að útlista það núna, hvaða stefnu við viljum taka með þessari sýningu. Mér finnst það alltaf hlægilegt þegar menn halda hrókaræður um listrænar áætlanir sinar. Um næstu helgi verður frumsýnt í Þjóðleikhúsi eitt þekktasta leikrit Maxíms Gorkís, Náttbólið. Eiginlega heitir leikrit þetta á rússnesku ,,Á botn- inum", en persónur þess falla undir þann hóp manna sem stundum eru kallaðir „dreggjar mann- lifs". Sviðið er næturgisti- staður fyrir slíkt fólk, þjófa, hórur, fyllirafta og annað utanveltufólk. Og í þessu umhverfi þar sem grimmdarverk og morð geta verið á næsta leiti er spurt um lifsafstöðu: Hvort kjósa menn að Ijúga sig í sátt við tilveruna og eigin vesæld eða reyna að halda höfði, vera mann- eskjur þrátt fyrir allt? Til að leikstýra verkinu hefur Þjóðleikhúsið fengið sovéskan gest, Viktor Strizjof, sem er aðal- leikstjóri við leikhús i borginni Tasjkent sem ber einmitt nafn Gorkis. Hann hefur unnið með leikurum hússins siðan um jól. Annar gestur, David Borovski, frá hinu ágæta Tagankaleíkhúsi i Moskvu gerir leikmyndina. I miðri Asíu t samtali við Strizjof, sem fram fór á dögunum, kom það fyrst i ljós, að hann lauk leikstjórnar- námi fyrir um það aldarfjórðungi Fyrsta verkefnihans hét „Hjóna- vigsla með heimanmund” eftir höfund sem þá var nýr á nálinni en hefur ekkert skrifað siðan — og man ég nú ekki lengur hvað hann heitir, segir Strizjof. Hann hefur starfað i Tasjkent, sem er höfuð- borg Miðasiulýðveldisins Úzbekistan fyrst á árunum 1968- 1970 og siðan frá 1973, en þess á milli starfaði hann i borginni Odessu við Svartahaf. t Tasjkent eru tæplega tvær miljónir ibúa og þar starfa niu leikhús. Óperuleik- húsið flytur nýjar úsbekskar óperur á hinu tyrkneska máli heimamanna en rússneska og erlenda klassik á rússnesku. Þar fyrir utan starfa fjögur leikhús á úsbeksku, eitt þeirra flytur söng- leiki ýmiskonar, annað er barna- leikhús. Rússnesk leikhús eru fjögur — Gorkileikhúsið sem fyrr var nefnt, einnig rússneskt óper- ettuleikhús, annað barnaleikhús, hið fjórða brúðuleikhús. Óperettan er það leikhús sem siðast kom til skjalanna með ákvörðun menntamálaráðs lýð- veldisins fyrir tveim árum. Þess má geta til skýringar að nær helmingur ibúa Tasjkent mun rússneskur eða rússneskumæl- andi. Vinnan hér Verst er að okkar ágæti Lúka veiktist skyndilega (Vaiur Gislason hafði æft þetta hlutverk en veiktist um siðustu helgi og einmitt daginn áður en viðtal þetta var tekið hafði Gisli Hall- dórsson fallist á að taka hlut- verkið að sér). Nú þurfum við að skapa eina aðalpersónuna upp á nýtt á tiu dögum. Það er erfitt verk sem Gisli tekur að sér, en ég hefi þegar á fyrstu æfingu séð að hann er gáfaður og rökvis leikari. Annars er það auðvitað út i hött að ég fari að tala um hæfni ein- stakra leikara. Um leikhópinn i heild get ég hinsvegar sagt, að þetta er mjög vel vinnandi fólk, ekki spillt af eftirlæti eða leti. Ég hefi alls um sex vikur til að vinna að þessari sýningu, og það finnst mér satt að segja of litill timi fyrir Maxim Gorki. Lika af þvi að við eyðum helminginum af timanum i tungumálavandræði (Ingibjörg Haraldsdóttir, sem hefur numið kvikmyndastjórn i Moskvu, er Strizjof til aðstoðar). Sviöið Að þvi er varðar hina sjónrænu hlið sýningarinnar þá reynum við Borovski að brjóta niður hina klassisku fyrirmynd frá Lista- leikhúsinu i Moskvu — en þar var leikurinn fyrst sýndur. Borovski gróf einhversstaðar upp ágæta ljósmynd frá næturgististað utan- veltufólks i Pétursborg frá 1907. Og við tókum eftir þvi, að slikur staður, þar sem mikið er upp úr þvi lagt að kreista sem flestar kópekur út úr hverjum fermetra — er skipulagður á svipaðan hátt og fangabúðir. Og við reynum að hafa þessar hliðstæður i huga við sviðsgerðina. án þess þó að likingin verði of uppáþrengjandi. Staðurinn er þröngt setinn. en um leið eru menn hólfaðir sundur, hver er á sinum bás i fleiri en einni merkingu og þessi sundrun fóks boðar ekkert gott. V'ið Borovski höfum unnið alloft saman við sviðsetningar hér og þar i landinu. — Hafið þér áður unnið að leik- stjórn erlendis? — Nei. ég hefi farið i kvnnis- ferðir en ekki i slika heimsókn fyrr. t fyrra var mér boðið til Þýskalands að setja á svið leikrit eftir skáldsögu Tsjingis Ætmatofs, en ég lenti á spitala og af þessu gat ekki orðið. Arni Bergniann skráði. Sérstaöa leikhúss Strizjof sagði, að Gorkileik- húsið tæki 850 manns i sæti i núverandi húsakynnum, en verið er að byggja nýtt og stórt hús yfir leikhúsið. Aðsókn væri mjög góð, engin ástæða til að kvarta yfir henni. — Hefur ekki leikhús i bland- aðri borg eins og Tasjkent ein- hverja sérstöðu i verkefnavali? — Jú, við höfum nokkra sér- stöðu i samanburði við t.d. rúss- nesk leikhús sem starfa i Rúss- landi sjálfu. Við höfum m.a. það verkefni að kynna ýmis bestu verk úsbeskra leikbókmennta á rússnesku og það gerum við alltaf öðru hvoru þegar eitthvað gott kemur fram, án þess þó að vera bundnir af einhverju skyldu- magni i þeim efnum. En þar fyrir utan sýnum við hin margvis- legustu verk, rússnesk og erlend, ný eða klassisk. 1 leikflokki okkar eru um sextiu manns. Við höfum i gangi um tuttugu leikrit i senn, og það bætast að meðaltali við um sex nýjar sýningar á ári hverju og aðrar vikja þá i staðinn. Til dæmis að taka: rétt áður en ég kom hingað lauk ég við að setja á svið tvö verk. Annað er eftir nýjan sovéskan höfund sem ég efast um að nokkur kannist við hér. Gelman heitir hann, byggingarverkfræðingur sem byrjaði að skrifa fyrir fimm árum og hefur nú samið eitt besta leikrit sem komið hefur fram hjá okkur að undanförnu — það heitir „Fundargerð”. Þá var núna i vetur þýsk leikhúsvika haldin um land allt og i þvi tilefni setti ég á svið leikritið „Til hjónabanda er stofnað á himnum” eftir Hansen- clever, pólitiskt ádeiluverk frá þriðja áratugnum um ýmsan háska sem þá er i uppsiglingu i Þýskalandi. Verið er að æfa „Lengi lifi drottningin” eftir enska leikskáldið Bolt. Meðal þeirra sýninga sem nýlega eru „útkeyrðar” er Girndarsporvagn Tennessee Williams og Allt i garðinum eftir Edward Aibee. Af hverju Náttbólið? Kemur það sérstaklega fram i starfi ykkar að leikhúsið ber nafn Gorkis? — Jú, á þeim fjörutiu árum sem leikhúsið hefur starfað hefur það flutt öll sextán leikrit Gorkis og þar að auki höfum við sjálf smiðað leiksýningu úr stórri skáldsögu hans, Klim Samgin. — Nú eldast leikrit misvel. Hvernig hafa ieikrit Gorkís staðist timans tönn? — Náttbóliö hefur veriö mikið leikiö i Sovétrikjunum og ég hef tekið eftir þvi, að þaö er einmitt það verk Gorkis sem fer viðast um heiminn enn þann dag i dag. Ætli það sé ekki vegna þess, að hinn heimspekilegi þáttur verks- ins er svo mjög sammannlegur, að ekki er hægt að kalla hann sér- rússneskan. Þar við bætist að umræða um hippaliferni hefur gert sitt til að efla áhugann á þvi utanveltufólki sem Gorki lýsir. Lúka eöa Satín — Hvernig stendur nú um þessar mundir umræðan um túlk- unaráherslur, deilan um Lúka og Satin? (Hér skal þvi skotið inn, að Lúka er gamall förumaður sem ber að garði i Náttbólinu og breiðir út kenningar um undir- gefni mannsins undir hlutskipti sitt, styður sjálfsblekkingar þeirra sem setja traust sittásælu stað og athvarf hvort sem er á himnum eða einhversstaðar suður i landi i „borg sem ég er búinn að gleyma hvað heitir”. Satin er hinsvegar sá sem ris upp úr sorpinu með stoltaralegar ræður um reisn mannsins og dýrð). — Ég var núna siðast að lesa norskar umsagnir um sýningu á Náttbólinu i sjónvarpi þar i Osló. Einn gagnrýnandi sagði á þá leið, að Gorki hafi ekki tekist að afhjúpa skaðsamlega huggunar- speki Lúku vegna þess, að hann lét þennan förumann vera of aðlaðandi persónu. Þessi gagn- rýnandi segir sem svo, að Gorki hafi eins og ætlað að risa gegn guðsleiturunum, fyrirrennurum sinum i bókmenntum, Dostoéfski, Tolstoj, Léskof. En ekki stigið það skref til fulls og þar með komið upp um sameiginleg einkenni sjálf sin og Lúku —og um leið birt allmikinn sannleika um undir- gefniseðli rússneskar þjóðar. Og þar áfram út i pólitiskar vanga- veltur um valdhafa og rússneska þjóð. Án einföldunac Ég vildi minna á greinar sem Gorki skirfaði um leikritun skömmu eftir 1930. Hann talar þar um sjáfan sig sem mis- heppnað leikskáld og telur Náttbólið eitt af hinum mis- heppnuðu verkum. Þetta er semsagt rithöfundakóketteri sem algengt er. En i greininni „Enn um leikrit” segir hann fáum orðum, hvað hann vildi sagt hafa NÁTTBÓLIÐ ÓHRJÁLEGUR SANNLEIKUR EÐA FALLEG LYGI Blomabuöin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali ÁSKRIFTA- SÍMINN ER 17505

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.