Þjóðviljinn - 22.02.1976, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 22.02.1976, Qupperneq 7
Sunnudagur 22. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 32 StÐUR OG LESBÓK LAllGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1976 Prenlsmiðja Morgunblaðsins. Stöðug fundahöld hjá Atlantshafsbandalaginu: „Reiðubúinn til að beita áhrifum mínum við Breta til að draga úr hcrnaðarihlutun þeirra”, sagði li Joseph Luns í símtali við Einar Xgústsson „Engu hægt að spá fyrr en viðbrögð íslenzku stiómarinnar liggja fyrir,,; sagði Jósef Luns 1 samtali vi8 Mbl.l eins tillögur og þær, sem hann sendi Geir Hallgrimssyni og Einari Agústssyni á dögunum. Lausnarorð Luns. Litum á fjóra helstu púnktana: I. Samkvæmt sendingu Luns eiga bretar að veiða hér 100.000 tonn á ári þar af 85.000 tonn þorsk. Samkvæmt skýrslu Geirs Hallgrimssonar frá viðræðum sinum i London höfðu bretar áður boðið að takmarka ársafla sinn við 85.000 tonn alls þar af um 70.000 tonn þorskur. Niðurstaðan af viðræðum Luns og breta, er þvi sú, að þeir hækka sig um 15.000 tonn. Ef gengið yrði að þessu „til- boði”, sem framkvæmdastjóri NATO sendi okkur, þá hlyti það að leiða til þess að erlendar þjóðir fengju rétt til að veiða hér á ári allt að 200.000 tonn af þorski, ýsu, ufsa og karfa (bretar og vestur- þjóðverjar einir 100.0004-60.000 tonn). það er hins vegar álit Hafrannsóknarstofnunarinnar, aö aðeins megi veiða á ári tæp 400.000 tonn alls af þessum fisk- tegundum, eða álika og við islendingar veiddum einir á siðasta ári. Tillagan, sem Luns sendi okkur frá NATO felur i sér ótviræða kröfu um það, að við islendingar skerum okkar eigin afla niður um hvorki meira né minna en helm- ing, en bretar minnki sinn afla um litil 10%. II. Samkvæmt bréfinu frá NATO, þá eru bretar til með að binda fjölda veiðiskipa við töluna 105. bau skip, sem upphaflega voru á listanum frá 1973 voru 139, en þeim hafði sem kunnugt er fækk- að mjög verulega, vegna þess að sum voru strikuð út af skrá vegna brota við fyrra samkomulag, og önnur gengu úr sér, en" bretar höfðu samkvæmt samkomulag- inu frá 1973 engan rétt til að setja inn ný skip fyrir gömul, sem gengu úr sér, eða fyrir brotleg skip. t viðræðum við breta á undan- förnum vikum hafa fulltrúar islendinga talið sig geta sannað, að þessi tala veiðiskipa hafi verið komin niður i 100. bretar hafa hins vegar haldið þvi fram, að þau hafi verið komin niður i 105. Og nú býður NATO fækkun úr 105 og í 105.Svona eiga vist sýslu- menn að vera. III. bá tilkynnir Luns rikisstjórn tslands, að niðurstaðan af athug- unum sinum sé sú, að bretar vilji jú semja, jafnvel til skamms tima, en skilyrði sé þó fyrir skammtimasamningi, að slikur samningur sé undanfari lang- timasamnings. Við þökkum, herra Luns. IV. Svo kemur rúsinaan i pysluend- anum. NATO leggi til sérstaka eftirlitsmenn um borð i bresku herskipin til að vitna um skt og sakleysi, þegar árekstrar verða. Ættum við máske að fá nokkra einkennisklædda frá NATO um borð i varðskipin okkar lika til að blessa yfir félags sina um borð i breskum herskipum, þegar mikið liggur við? Setjum NATO nú úrslita- kosti. Nei, eitt er vist, — þvilikt endiemisbréf og þessi sending frá Luns hefur ekki borist íslenskum stjórnvöldum frá erlendum valdsmönnum öldum saman. Helst væri til samanburðar að leyta i fororðningum danskra ein- valdskónga, sem okkur voru sendar, á þeim timum, þegar það fólk, sem hér bjó var af erlendum valdsmönnum talið réttlaust og ærulasst. Rikisstjórn tslands hefur svar- að þessu bréfi með þvi að lita loks stjórnmálasambandi við breta. — Hjá þvi gat hún með alls engu móti komist. En hér þarf fleira til. bað er Atlantshafsbandaíagiö, 'sem sendir okkur þetta bréf. bessu bandalagi koma að visu landhelgismál okkar islendinga ekkert við, en herskipainnrás breska NATO-flotans inn i islenska landhelgi er þess mál. Við islendingar hljótum þvi að gera þá kröfu til NATO, að herskip annars mesta flotaveldis bandalagsins, sem hér hafa gert innrás, verði þegar i stað kölluð heim. Og svar okkar við NATO- bréfinu sem hingað barst á dög- unum á ekki að vera nein bæna- skrá. bað eru úrslitakostir sem okkur ber að setja. Verði herskipin ekki kölluð heim innan þriggja sólar- hringa, þá segi íslands sig úr sliku bandalagi, sem virðir rétt okkar til lifs i þessu landi einskis. Við vitum, að sú rfkisstjórn, sem hér situr, er treg til stór- ræðanna gegn NATO. — bvi skal sú lágmarkskrafa sett fram, að þori rikisstjórnin ekki að hóta úr- sögn, þá verði NATO a.m.k. settir þeir úrslitakostir nú þegar, að verði bresku herskipin hér enn að viku liðinni þá muni islendingar hætta allri þátttöku i störfum hernaðarbandalagsins og loka herstöðinni i Keflavik. Um þá lágmarkskröfu þurfa allir islendingar að sameinast nú, hvað sem deilum um önnur mál liður. Lóöaúthlutun í Mosfellshreppi Hér með er auglýst eftir umsóknum um lóðir undir einbýlishús, verslunarhús og iðnaðarhús. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Mosfellshrepps, Hlégarði. Umsóknarfrestur er til 6. mars nk. Sveitarstjóri ÁRNI BERGMANN SKRIFAR MAFÍAN OG VIÐ íslendingar eru ein af þeim smáu þjóðum sem eiga i mikilli óvissu um afstöðu sina til ýmis- legra erlendra fyrirbæra. Stundum eru þeir fullir af sjálf- byrgingsskap, ekki sist þegar þeir koma á meðal fólks sem er snauðara en þeir að lifsgæðum. betta þætti nú ekki gott hjá okk- ur, segja menn þá. Eða: gvusélof að við erum ekki svona. A hinn bóginn er það rétt eins algengt að mörlandar kikni Aður fyrr horfðu menn úr mikilli fjarlægð á skipulagða glæpastarfsemi — þar sem tvinnast saman mútur til emb- ættismanna og lögreglu og morð á óþægilegum vitnum eða viðskiptavinum ogallt saman er rekið fyrir ofsagróða af ein- hverjum ólöglegum rekstri (smygli, eiturlyfjasölu, vændi, rúlettunni osfrv.) Guði sé lof við erum lausir við þetta, sögðu menn og settu á sig sjálf- i hnjáliðunum af vanmeta- kenndum þegar þeir koma út i hinn Stóra heim eins og hann heitir. Allt er þá miklu lakara hér heima en annarsStaðar. Lögreglan, pósturinn, kjötið, tónlistin, brennivinið og jafnvel mjólkin. Má vera þetta séu aðeins tvær hliðar á sömu mynt. Að óvissan og einsýnin, i hvora átt sem hún stefnir, sé einn partur af arfi þjóðar sem áður var bæði ein- angruð og átti einnig m jög undir högg að sækja. Hlaut annars- vegar að lita á ýmsa sjálfsagða hluti úr erlendri borgamenn- ingu sem hvert annað veraldar- undur. Eða þá freistaðist til að kenna heilviskum danskinum um allt sem miður fór: það var bæði auðvelt og gat oft verið rétt. Af þvi sem nú siðast var rakið finnst manni komin sú tilhneiging i islenskri afstöðu sem kalla mætti: okkar vandi kemur að utan. (Og þá er und- anskilið: við erum saklausir, við fáum ekkert að gert). Þegar menn hverfa Tökum einn anga af þessu máli i tengslum við glæpáfréttir undanfarinna vikna. byrgingsgrirnuna. Svona erurn við ekki, islendingar. Okkar þjófar eru meinlausir smábisar á fyllirii. Okkar spilling er kammó og meinlaus: hvað er ein lóðaúthlutun milli vina? Og það var i þessum anda, að þegar það fréttist að einhver maður hafði horfið eins og jörðin hefði gleypt hann, þá voru það jafnan fyrstu viðbrögðin að segja sem svo: hann hefur drepið sig þessi. Hann hefur gengið i sjóinn. Og menn hurfu og það var kannski ekki svo mjög eftir þvi tekið og kannski voru mörg slik mál aldrei rannsökuð i alvöru. Gósenland En nú lesum við um Guðmundarhvarf og Geirfinns og hver og einn bætir við þann lista ailt upp i sex—sjö manns og tengir við spiramál og tékka- mál og embættismisbrúkanir og hvaðeina. bessi skammtur er svo stór, að ekkert er liklegra en að hann gjörbreyti sjálfsáliti islendinga að þvi er mafiurekst- ur varðar. Nú má þykja liklegt að enginn horfinn maður verði framar talinn sjálfsmorðingi eða slysfari— heldur verði öll mannshvörf fyrirfram reiknuð til morða. Og marga mun gruna að kannski sé Island kjöriö gósenland fyrir glæpamenn a.m.k. ef þeir kunna sitt fag. betta yrði leiðinleg þóknun og gerði illt kannski verra. bað má nefiiilega lesa það hjá glæpa- fræðingum, að auknar áhyggjur af smáum og stórum glæpum, aukin umfjöllun þeirra i fjöl- miðlum, aukinn viðbúnaður gegn glæpum — allt þetta getur leitt til þess beinllnis að glæpa- starfsemi aukist, einkum þó til þess að glæpamenn sérhæfa sig meirá I faginu (vegna þess að þeir þurfa aukna örðugleika að yfirstiga i starfinu), leggi i meiri áhættu osfrv. betta er vitahringur. En á hinn bóginn er það vist heldur ekki góður siður að neita að horfast i augu við staðreynd- ir. Og hvemig munu menn út- skýra þessa mafiuþróun sem sýnist heldur betur hrikaleg? Færibandamorö Sjálfsagt mun óvissan sem áður var nefnd fá marga til að kasta allri sök á óholl erlend áhrif. bessar djöfuls glæpa- myndir i bió og sjónvarpi! Hvað hafa blessuð börnin séð marga skotna fyrir sjö ára aldur verður spurt. Og auðvitað get- urn við ekki barasta yppt öxlurn þegar bent er á slik áhrif. Bunu- rnorð i algerurn afþreyingar- kvikmyndum (sem mönnum finnst varla taka þvi að banna börnum) eru að ýmsu leyti verri og háskalegrien t.d. alvöruvoði sem er sýndur með raunsæis- legum hætti. Og lika verri en klámið, sem er i flestum tilvik- um heldur meinlaust. Hin vélrænu færibandamorð i bland við hundrað þúsund spörk og kjaftshögg eru að þvi leyti háskaleg, að þau gera ofbeldið hversdagslegt. Svo hversdags- legt að það verður „ómark”, munur á leik og veruleika hverfur — bæöi fyrir framan hvita tjaldið og á vettvangi dagsins. Félagslegur jarðvegur En der skal to til, segir dansk- urinn um ástina. Hvað sem segja má um hugsanleg áhrif „vitundarmarkaðsins”, þá eru þau háð þvi að til sé jarðvegur fyrir þau. Við lifum i þjóðfélagi þar sem kapitalismi (með „gróðahyggju” ef menn vilja taka siðferðilega til orða) hefur verið að festa sig i sessi. Hver þjóðfélagsgerð, hingað til þekkt, á sér sin tilbrigði afbrota, vafa- laust. En kapitalismi er, hvað sem öðru liður, einkar virkur hvati á afbrotaþróun og sérlega skæður „fornum dyggðum”, raunverulegum og fmynduðum. Og þegar kerfi þetta hefur grassérað nægilega, þá hefur það skapað grundvöll fyrir „mafiu” i nútimaskilningi. Venjulegur borgari er þá löngu gjörsamlega ruglaður orðinn i mati sinu: hvemig i ósköpunum á hann að fara að þvi að vita hvar „ágóði” endar og „þjófnaður byrjar”? Hvað sé „eðlilegur” gróði og hvað „óeðlilegur”? Hvar endar umbunun fyrir skipulagsgáfur, hagsýni og aðrar gamal- borgaralegar dyggðir og hvar byrja bókhaldsbrellur, skatt- svik, fjárflótti, falin urnboöslaun gengisgróði, einokunarprisar, útrýming á andstæðingum? Hvenær deyja út hinir elskulegu og hámenntuðu Buddenbrokkar og ættir Krupps eða Rockefeller taka við? Við þessar aðstæður eru lög orðin eitthvað afstætt og teygjanlegt eins og timinn eða tyggjugúmi. Og smábófarnir, þeirsem vinna „blautu” verkin, þeir sjá möguleika hins löglega og hálflöglega og hvernig stór þjófarnir sleppa. A endanurn ná þessir aöilar saman. Mafian verður til. Ef að svo og svo mik- ið af bisness er rekið sem glæpastarfsemi, þvi ekki að reka glæpinn sem fyrirtæki? Makki hnifur er grósseri eða bankastjóri á morgun. Og það er enginn vandi fyrir hann að bæta islensku við málakunnáttu sina. Arni Bergniann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.