Þjóðviljinn - 04.03.1976, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. mars 1976.
Fleiri lífeyrisþegar undan-
þegnir afnotagjöldum útvarps
Viö Stefán Jónsson höfum leyft
okkur aö flytja frumvarp til um-
breytingar á útvarpslögum svo-
hljóöandi: 1 stað fyrri málsliöar
siöustu málsgr. 15. gr. laganna
komi „I reglugerö má ákveða, aö
þeir sem njóta tekjutryggingar
samkv. lögum nr. 67 1971 veröi
undanþegnir afnotagjöldum. Rn.
skal auglýsa eftir umsóknum
samkv. þessari heimild, þannig
að allir eigi jafnan kost á undan-
þágum þessum hvar sem þeir búa
á landinu.”
Kjör aldraðra og öryrkja eru
mjög til umræðu og er það vel; að
þvi fólki eigum við á hverjum
tima að búa sem allra best og
vissulega hafaþarverið stigin stór
skref fram á við, þó ekki fari á
milli mála, að þeir sem minnst
hafa, tekjutryggingarfólkið, sem
ég svo kalia, sé langtum neðar i
kjörum en þeir láglaunahópar á
hinum almenna launamarkaði,
sem þó búa við alls óviðunandi
kjör i dag. Tekjutryggingin var
þó ein veigamesta réttarbót sem
aldraðir og öryrkjar hafa fengið
frá upphafi almannatrygg-
inganna og bætti kjör þeirra verst
settu að miklum mun.
Hér er um að ræða rýmkun
núgildandi heimildar, sem ein-
göngu nær nú til þess fólks, sem
fær uppbót ofan á tekjutrygg-
inguna vegna sérstaklega erfiðra
aðstæðna. I þess stað leggjum við
til, að tekjutryggingin verði sett
sem skilyrði fyrir þessari
heimild. Við teljum að það sé
næst þvi, sem upphafleg heimild
tók til, en þá var miðað við uppbót
þingsjá
á venjulegan lifeyri tilkomin ail-
löngu áður en tekjutryggingin
kom til sögunnar. Reglugerðar-
túlkun er hins vegar ótviræð
þannig, að aðeins þeir sem fá
þessa sérstöku uppbót ofan á
tekjutrygginguna skuli njóta
þessarar undanþágu. Sannleik-
urinn um þessa sérstöku uppbót
er sá, að viða úti á landi a.m.k. er
hún nær óþekkt. Fólk veit ekki af
rétti sinum, telur fullum rétti náð,
þegar það hefur fengið tekju-
trygginguna, einkum af þvi, að
hún er þó veruleg hækkun ofan á
elli- og örorkulifeyri. Upplýsingar
og leiðbeiningar til þessa fólks
eru stórum lakari en t.d. hér á
Reykjavikursvæðinu, þar sem
ýmsir aðilar m.a. á vegum
borgarinnar sjálfrar hér sjá um
aö hjálpa fólki til að ná þó ótvi-
ræðum rétti. Mér er þó ljóst, að
stórbætt upplýsingaþjónusta
Tryggingastofnunar rikisins
hefur hér um bætt verulega, en þó
fékk ég nýlega upp i hendurnar
dæmi, sem ég ætla ekki að fara að
rekja hérf það vakti furðu mina
og hlaut að visu að skrifast á
viðkomandi tryggingarumboð,
sem alvarlegt andvaraleysi ef
ekki vitaverð vanræksla, en þvi
miöur munu fleiri dæmi sliks.
Ég hygg, að viðgetum verið um
það fyllilega sammála, að fjöl-
miðlar eins og hljóðvarp og sjón-
varp eru þessu fólki flestu ærið
mikilvægari en öðrum, sem betur
geta fylgst með öllu sem er að
gerast og á meiri og fjölbreyttari
afþreyingarmöguleika en aldrað
fólk og öryrkjar, sem oftlega búa
i furðulegri einangrun, stundum
sem gleymt af samfélaginu og
sinum. Ég held að þetta fólk eigi
að njóta þessara fjölmiðla án þess
að greiða þar af býsna tilfinnan-
legan hluta af árslaunum sinum.
Ekki veit ég nákvæmlega hve
mikill fjöldi er hér, sem njóta
myndi til viðbótar ef heimild
fengist til með þeim ákvæðum
vitanlega, sem reglugerð segði til
um. En um það voru þó nýlega
gefnar upplýsingar um hve
margir nytu tekjutryggingar, þó
sú tala sé vitanlega alltof há
miðað við fjölda þeirra, sem
myndu hugsanlega njóta þeirrar
undanþágu, sem hér um ræðir,
m.a. vegna þess, að mjög mörg
hjón njóta bæði tekjutryggingar,
mig minnir eitthvað um 1250 og
eins hitt, að margt af þessu fólki
býr hjá sinum og nýtur þar
þessara fjölmiðla.
Samkvæmt þeim tölum, sem
hér var um að ræða minnir mig,
að fjöldi einstaklinga hafi verið
um 8.800 en hjónin aftur um 1250
eins og ég sagði áðan, en frá
þessari tölu dragast vitanlega
þeir, sem uppbótar njóta þegar i
dag, en þar er um að ræða eftir
þvi sem ég hef komist næst um 15-
20% af þessu fólki eða þeirri tölu,
sem ég nefndi. En þegar ég
minnist á fólkið sem getur notið
þessara fjölmiðla hjá sinum, þá
er einmitt komið að þeirri
margumtöluðu misnotkunar-
hættu, sem oft er notuð sem mót-
bára gegn undanþágum sem
þessum. Sú misnotkunarhætta
felst vitanlega einnig i núgildandi
undanþáguheimild, en auðvitað
eykst hun nokkuð, þegar fleiri
koma inn i myndina. Það er
skoðun okkar flutningsmanna, að
umboðsmenn Rikisútvarpsins
geti tiltölulega auðveldlega
Aukinn stuðningur við tillögu Helga Seljans um
STOFNLÁNASJÓÐ
ATVINNUBIFREIÐA
A þriðjudaginn mælti Helgi
Seljan fyrir þingsáiyktunar-
tillögu sinni um stofniánasjóð
atvinnubifreiða og vinnuvéla,
en meðflutningsmenn hans eru
þeir Karvel Pálmason og Páll
Pétursson. Tillagan hefur verið
flutt áður en ekki náð fram að
ganga. Nú lýsti Friðjón Þórðar-
son yfir fylgi viö máiið.
I framsöguræðu sinni lýsti
Helgi Seljan þvi hve stofn-
kostnaöur langferðabifreiða,
vörubifreiða og stórvirkra
vinnuvéla, svo sem á krönum,
gröfum og ýtum, er orðinn
gifurlegur, þannig að það er
orðið nær óyfirstiganlegt hjá
einstaklingum sem eiga og reka
þessi tæki með eigin vinnu aö
endurnýja þau. Það heföi sýnt
sig að bankakerfiö kæmi hér
ekki til hjálpar nema þá gagn-
vart stórum aðilum sem hefðu
stórrekstur með höndum og þá
meö aðkeyptu vinnuafli. Með
þessu áframhaldi væri hætta á
þvi að stórir verktakar og bila-
útgerðarmenn einir blómguðust
en hinir smáu féilu fyrir ofur-
borð.
Rétt væri að geta þess sem
gerthefði verið i þessum efnum.
Byggðasjóöur hefði veitt nokkra
fyrirgreiðslu i ákveðnum til-
vikum, en það leysti engan
veginn vanda atvinnugreinar-
innar i heild. Framkvæmda-
sjóður hefði á sl. ári lagt fram 40
miljónir kr. til slikra stofnlána
og Iðnaðarbanki afgreitt þau.
Hins vegar hefði heyrst að litils
eða einskis væri að vænta á
þessu ári.
Varðandi fjármögnun sliks
stofnlánasjóðs kvaðst Helgi
halda öllum leiðuiii opnum sem
samkomulag gæti orðiö um, en
sér sýndist einna helst geta
orðið um tvennt að ræða: Annað
hvort framlög frá fram-
kvæmdasjóði ellegar lögð væru
stofnlánagjöld á þá sem reka
atvinnubifreiðar og stórvirkar
vélar af þvi tagi sem hér er um
að ræða.
Helgi kvaðst fastlega vonast
eftir þvi að málið yrði nú loks
afgreitt frá alþingi, aldrei hefði
komið fram andmælarödd og
hér væri um sannigirnismál að
ræða.
Friöjón Þórðarson tók undir
málflutning Helga Seljans og
kvaðst styðja málið i einu og
öllu.
Þingsályktunartillögunni var
visað til nefndar.
Svava Jakobsdóttir:
Forréttindi handa einka'
skóluni kaupsýslunnar?
A mánudaginn mælti mennta-
málaráðherra fyrir stjórnar-
frumvarpi um viöskiptamenntun
á framhaldsskólastigi og er það
endurflutt óbreytt frá fyrra ári.
Það felur m.a. I sér að rikið greiði
að fullu rekstrarkostnað einka-
skólanna Verslunarskóla tslands
og Samvinnuskólans, svo og 80%
af stofnkostn aði húsnæðis og af
rekstrarkostnaði heimavista.
Svava Jakobsdóttir gagnrýndi
þann forgang sem þessir skólar
eiga aö njóta og sagði að eöli-
legast hefði verið að frumvarpið
hefði beðið eftir heildarskipulagi
framhaldsskólastigsins sem nú
væri unnið að.
Svava Jakobsdóttir gagnrýndi
það að ekki skyldi liggja fyrir mat
á kostnaðarauka rikissjóðs vegna
Svava Jakobsdóttir
þeirra fjárskuldbindinga sem i
frumvarpinu felast, en hann hlyti
að vera verulegur. Gerði Svava
siðan nokkurn samanburð á
mismunandi aðstöðu ýmissa
skóla ef frumvarpið yröi aö
lögum. Verslunarskólinn einn
mundi fá hærra rikisframlag en
allir iðnskólar i landinu til sinna
framkvæmda á þessu ári. Til iðn-
skóla greiðir rikið aðeins
50% stofnkostnaðar, . hér 80%, af
heildarrekstrarkostnaði iðnskóla
greiðir rikið 85-90%, hér 100%.
Hér ætlar rikið ekki að spara, en
fjárveitingar til grunnskóla eru
skornar niður, og þar hefur veriö
fækkað kennslustundum vegna
fjárskorts.
Svava kvað dæmalaust að sam-
kvæmt frumvarpinu væri gert ráö
fyrir þvi að rikisframlagiö til
viðskiptaskólanna verði eign
þeirra, eign einkaskólanna.
Þannig virðist svo sem þessir
einkaaöilar ættu að njóta forrétt-
inda umfram sveitarfélög að þvi
er varðar eign og umráð yfir
rikisfé. Ekki sé heldur gert ráð
fyrir þvi að hið opinbera eigi
nokkra hlutdeild i stjórnun skól-
anna.
Svava Jakobsdóttir kvaðst
hlynnt þvi að samræmd væri
uppbygging og námsskrá
viðskiptamenntunar i landinu og
að sams konar menntun væri
veitt i einkaskólum sem almenn-
um framhaldsskólum. Hins vegar
gæti hún ekki verið samþykk
frumvarpinu i fyrirliggjandi
mynd, og teldi það þar að auki
ótimabært vegna aðstæðna i
skólamálum að öðru leyti.
Helgi Seljan
Úr fram-
sögurœðu
Helga
Seljans fyrir
breytingu á
útvarps-
lögum
gengið úr skugga um réttmæti
undanþágubeiðni, Tryggingar-
stofnunin svo, og sveitarfélögin
geti þar veitt upplýsingar einnig,
sem tryggðu réttmæti þeirra
undanþága sem veittar yrðu. En
misnotkunarhættan er viða, og ef
hana ætti ætið að setja i öndvegi,
sem mótbáru, þá væru fá rétt-
lætismál sem i gegn kæmust eða
hefðu komist.
Ég minnst þess t.d. varðandi
tekjutrygginguna á sinum tima,
að hálfu ári eftir að hún komst i
gildi, þá sendi ég austur til
ýmissa aðila þar eyðublöð, sem
til þurfti. Ég held að út úr þessu
hafi komið milli 40 og 50 fullgildar
umsóknir fólks, sem áður hafði
ekki athugað þennan ótviræða
rétt sinn. Ég held þvi, að þetta
ákvæði sem hér er sett inn um
auglýsingaskyldu rn. sé fyllilega
réttmætt, þó um form megi
athuga betur og við séum vissu-
lega til viðtals um breyt. á þvi ef
ástæða þykir til.
Frumvarp
um rann-
sóknarlög-
reglu
ríkisins
Lagt hefur verið fram á al-
þingi stjórnarfrumvarp um
rannsóknarlögreglu rikisins.
1 frumvarpinu er lagt til að
komið verði á fót sérstakri
stofnun er heiti Rannsóknar-
lögregla rikisins og heyri beint
undir dómsmálaráðherra.
Yfirmaður stofnunarinnar á
að heita rannsóknarlögreglu-
stjóri.
Aðalatriöi frumvarpsins er
það að yfirsakadómari
i Reykjavik verður ekki
lengur yfirmaður rannsóknar-
lögreglunnar i Reykjavik og
er þar með stigiö spor i áttina
að aðskilja dómsvald i opin-
berum málum og lögreglu-
stjórn.
Rannsóknarlögreglu rikis-
ins er ætlað að rannsaka meiri
háttar afbrot svo sem brot á
hegningarlögunum en ætlast
er til að lögreglustjórinn i
Reykjavik ljúki rannsóknum i
minni háttar málum t.d. um-
ferðarlagabrotum.